Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 29

Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta verða skemmtilegir og fjör- miklir tónleikar. Fyrir hlé leggj- um við áherslu á íslensk lög og eftir hlé tökum við upp léttara hjal,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, um árlega vortónleika kórsins sem eru snemma á dagskránni þetta árið. Næstu daga boðar kórinn til söngveislu í Langholtskirkju. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld, þriðjudag klukkan 20, og þá verða þrennir tónleikar til; á morgun, miðvikudag, og á fimmtudag, hvorirtveggja klukkan 20, og á laugardaginn kemur klukkan 16. „Fyrir hlé syngjum við lög eftir íslensk tónskáld, til að mynda lagasyrpu eftir Árna Thorsteins- son, og lög eftir Pál Ísólfsson, Sig- valda Kaldalóns og Sigurð Þórðar- son – þetta eru klassísk íslensk karlakórslög,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi kórsins. „Einsöngvarar stíga þá fram úr kórnum og syngja með,“ bætir hann við. „Eftir hlé kennir ýmissa grasa. Þá syngjum við til að mynda lög eftir Schubert og Emil Thorodd- sen, írskt þjóðlag og annað frá Mexíkó. Þetta verður býsna fjöl- breytileg og lifandi efnisskrá.“ Robert Sund hefur útsett þjóð- lögin og er sagt að galsinn ráði þar ríkjum. „Nú má heyra hvað við höfum verið að æfa seinni hluta vetrar, eftir að jólatónleikum lauk,“ segir Friðrik. „Við skiptum vetrinum í tvo hluta. Á haustin leggjum við áherslu á jólatónleika í Hallgrímskirkju og síðan er stefnan tekin á vortónleikana í Langholtskirkju eftir áramót.“ Friðrik segir að kórinn sé alltaf að æfa upp nýtt efni. „Inn á milli eru perlur sem við tökum upp aftur en að mestu leyti er á tónleikunum efni sem við höf- um ekki flutt áður.“ Eldri félagar syngja með Í Karlakór Reykjavíkur eru nú um 80 félagar. Friðrik segir að undir lok tónleikanna sláist síðan eldri kórfélagar í hópinn, 30 tals- ins, og þá muni 110 karla kór syngja fyrir gestina. „Þetta verður mjög skemmtilegt og prógrammið er metnaðarfullt,“ segir hann. Friðrik segir góða endurnýjun vera í Karlakórnum, margar góðar raddir hafa bæst í hópinn á síð- ustu árum. „Í kórnum eru margir nýir fé- lagar og það er góð blanda með hinum sem hafa verið lengur. Það er gott þegar tekst að æfa alla saman og menn syngja sem ein rödd.“ Eins og unnendur kórsins þekkja leikur hinn kunni píanó- leikari Anna Guðný Guðmunds- dóttir á flygilinn með Karlakór Reykjavíkur, en hún hefur verið undirleikari kórsins í yfir tvo ára- tugi. Frekari upplýsingar um kór- inn og miðasölu má finna á vef hans, kkor.is. Morgunblaðið/Kristinn Góð blanda „Í kórnum eru margir nýir félagar og það er góð blanda með hinum sem hafa verið lengur. Það er gott þegar tekst að æfa alla saman og menn syngja sem ein rödd,“ segir stjórnandinn. Myndin var tekin á æfingu 2. apríl. Fjölbreytileg efnisskrá  Karlakór Reykjavíkur syngur á fernum vortónleikum  Flytur sannkallaðar karlakórsperlur í bland við nýæfð lög Á æfingu „Metnaðarfull efnisskrá,“ segir Friðrik S. Kristinsson. Hollenski píanóleikarinn Martyn van den Hoek leikur verk eftir Franz Liszt á tónleikum í Kirkju- hvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, þriðjudag klukkan 17. Van den Hoek er talinn með fremstu Liszt-túlkendum samtím- ans. Með tónleikunum er þess minnst að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Þetta er síð- asti viðburður vetrarins í röð tón- leika sem Gerrit Schuil hefur skipu- lagt og stjórnar í Kirkjuhvoli. Meðal verka á efnisskrá tón- leikanna má nefna Dante-sónötuna, því næst píanógerð Liszts á eigin söngvum við þrjár sonnettur Petr- arca, svo og píanóverk sem hann samdi yfir söngva eftir Chopin. Af öðrum verkum kvöldsins má nefna hina frægu Transcendental etýðu nr. 11 og Ungverska rapsódíu nr. 2. Martyn van den Hoek nam píanó- leik við Tónlistarháskólann í Rotter- dam en stundaði síðan framhalds- nám í Moskvu, Búdapest og New York. Árið 1986 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu píanókeppn- inni sem kennd er við Franz Liszt. Kunnur túlkandi verka Liszts leikur Píaníóleikarinn Martyn van den Ho- ek er meðal kunustu Liszt-túlkenda. Skannaðu kóðann til að horfa á kór- inn flytja „Soon Ah Will Be Done“ 13. mars 2010. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fim 7/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 19:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 19:00 Lau 30/4 kl. 22:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 22:00 aukasýn Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Sun 10/4 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 19:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Sun 17/4 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 19:00 Fös 13/5 kl. 19:00 Fös 29/4 kl. 22:00 aukasýn Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Mið 6/4 kl. 20:00 aukasýn Lau 9/4 kl. 20:00 6.k Fim 28/4 kl. 20:00 8.k Fim 7/4 kl. 20:00 aukasýn Sun 10/4 kl. 20:00 aukasýn Fös 29/4 kl. 20:00 9.k Fös 8/4 kl. 20:00 5.k Sun 17/4 kl. 20:00 7.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k Krassandi ruslópera. Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fös 8/4 kl. 20:00 forsýn Fös 6/5 kl. 20:00 6.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Lau 9/4 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 7.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 10/4 kl. 20:00 forsýn Sun 8/5 kl. 20:00 8.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Þri 26/4 kl. 20:00 forsýn Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Mið 27/4 kl. 20:00 frumsýn Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Fim 28/4 kl. 20:00 2.k Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukasýn Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Lau 30/4 kl. 20:00 3.k Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Þri 3/5 kl. 20:00 4.k Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Sun 5/6 kl. 20:00 Mið 4/5 kl. 20:00 5.k Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Fim 5/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Vesturports Afinn (Stóra sviðið) Fös 8/4 kl. 19:00 Lau 16/4 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Nýdönsk í nánd (Stóra sviðið) Fim 14/4 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 19:00 Fös 15/4 kl. 22:00 Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 9/4 kl. 13:00 3.k Lau 16/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 13:00 Lau 9/4 kl. 14:30 4.k Lau 16/4 kl. 14:30 5.k Lau 30/4 kl. 14:30 Sun 10/4 kl. 13:00 Sun 17/4 kl. 13:00 Sun 1/5 kl. 13:00 Sun 10/4 kl. 14:30 Sun 17/4 kl. 14:30 Sun 1/5 kl. 14:30 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Strýhærði Pétur – „Dásamleg upplifun“– S.A. TMM - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.