Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 1
L A U G A R D A G U R 9. A P R Í L 2 0 1 1
Stofnað 1913 84. tölublað 99. árgangur
SAMEINAR
ÚTIVERU OG
HANDVERK
HELGI OG
LEITIN AÐ
FULLKOMNUN
FEGURÐ,
ORKA, ÞOKKI
OG KÍMNIGÁFA
SUNNUDAGSMOGGI SIRKUS ÍSLANDS 54JURTALITUN 10
Morgunblaðið/Ómar
Afli Karfi í Grindavíkurhöfn.
Evrópusambandið telur mikil-
vægt að stjórn fiskveiða á Íslandi
verði löguð að lögum Evrópusam-
bandsins vegna aðildarumsókn-
arinnar. Þetta kemur fram í til-
kynningu sambandsins en þar er
bent á að íslensk stjórnvöld hafi lýst
yfir að stjórn sjávarútvegsmála
verði að hluta áfram á Íslandi.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, segir þessar
upplýsingar alfarið rangar.
„Fullveldisréttindi Íslands varð-
andi efnahagslögsöguna eru algert
grundvallaratriði í þessum samn-
ingaviðræðum,“ segir Jón og bætir
því við að „mjög alvarlegt“ sé að
Evrópusambandið gefi nú út slíka
yfirlýsingu. Ekki náðist í utan-
ríkisráðherra vegna málsins. »2
ESB telur brýnt
að Ísland aðlagi
stjórn fiskveiða
Öryggisleysi
» Gæslan hefur aðeins á
tveimur þyrlum að skipa sem
stendur, TF-LÍF og TF-GNÁ.
» Þegar önnur þeirra er í
skoðun, eins og háttar til núna,
má hin ekki fljúga lengra en 20
mílur frá landi. Nánast alltaf
eru mörg skip lengra úti á sjó.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Til alvarlegrar skoðunar er að lífeyr-
issjóðir fjármagni skuldabréf sem
notað yrði til kaupa á þyrlu, sem aft-
ur yrði leigð Landhelgisgæslunni,
sem glímir við mikinn tækjaskort.
Með þessu móti væri hægt að
tryggja lægri vaxtakjör en líklegt er
að fengjust annars staðar, og ríkið
gæti sömuleiðis sparað sér gjaldeyri.
Lífeyrissjóðir hafa tekið vel í hug-
myndina, sem er áþekk þeim sem
reifaðar hafa verið í tengslum við
vegaframkvæmdir „framhjá“ fjár-
lögum, og hún verið kynnt í innan-
ríkisráðuneytinu. Verðmiðinn á einni
þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna er að
líkindum ekki undir sex milljörðum
króna og því gæti sparnaðurinn
hlaupið á háum fjárhæðum.
Þyrluskipan kynnt eftir helgi
Á fundi ríkisstjórnarinnar næst-
komandi þriðjudag mun Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra leggja
fram tillögur að skipan þyrluflota
gæslunnar næstu sex til níu árin, en
hana vantar tvær þyrlur til viðbótar
til þess að geta sinnt leitar- og björg-
unarhlutverki sínu sem skyldi. Sam-
kvæmt fyrirliggjandi samkomulagi
við Noreg mun Ísland taka þátt í
stórum þyrlukaupum. Íslendingar
kaupa þó aðeins eina þyrlu sem
kæmi í fyrsta lagi til afhendingar á
síðari hluta árs 2017. Jafnframt
verður samið um rétt til þess að
kaupa tvær þyrlur til viðbótar.
MLífeyrissjóðir kaupi þyrlu »6
Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu
Aðkoma sjóðanna að kaupunum gæti sparað ríkinu milljarðavirði af gjaldeyri
Verðmiðinn á einni þyrlu um sex milljarðar en helst þyrfti að kaupa tvær
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Í fremstu röð Helgi við gamalt kort
af Íslandi á skrifstofunni ytra.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það væri afskaplega gaman að geta
komið einu sinn enn með dansflokk-
inn heim. Nú veit ég ekki hvernig
tónlistarhúsið Harpan er eða hvort
ballettinn geti fengið tækifæri til að
komast þangað inn. Það væri gaman
að skoða Hörpuna og kynna sér
hvernig aðstæður væru til þess að
komast heim aftur,“ segir Helgi
Tómasson, listrænn stjórnandi San
Francisco-ballettsins, í samtali við
Sunnudagsmoggann.
Helgi gaf kost á viðtali á skrifstofu
sinni í San Francisco í lok mars en
hann var þá í óðaönn að undirbúa
nýjar ballettsýningar.
Einn sá mikilvægasti
Blaðamaður náði loks tali af David
Wiegand, listgagnrýnanda San
Francisco Chronicle, í gærkvöldi en
hann hefur lengi fylgst með Helga.
„San Francisco-ballettinn er á
þessu stigi álitinn einn fremsti ball-
ettflokkur Bandaríkjanna,“ segir
Wieband en nánar er rætt við hann á
fréttavef Morgunblaðsins.
Helgi vill koma í Hörpuna
Stjórnandi San Francisco-ballettsins spenntur fyrir húsinu
Óvenjumargir höfðu greitt atkvæði utan kjör-
fundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave
þegar kjörstöðum var lokað klukkan tíu í gær-
kvöldi, miðað við í undanförnum kosningum. Alls
höfðu 24.409 greitt atkvæði, þar af um fimmtán
þúsund í Laugardalshöllinni. Stöðugur straumur
kjósenda var í Höllina í gær allt til lokunar, þeg-
ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Á kosningavef innanríkisráðuneytisins segir
að 5% kjósenda, 11.608, hafi lögheimili erlendis
en athygli vekur að þeim hefur fjölgað um 1.667
frá síðustu alþingiskosningum eða um 16,8%.
Stefnir í mikla kosningaþátttöku
Morgunblaðið/Eggert
Orri Vigfús-
son, formaður
NASF, Vernd-
arsjóðs villtra
laxastofna, segir
að Orkuveita
Reykjavíkur taki
vel í hugmyndir
hans um að Ár-
bæjarstífla verði
opnuð og Elliða-
ánum hleypt óhindrað eftir sínum
gömlu farvegum. Rafmagn hefur
ekki verið framleitt í Rafstöðinni í
Elliðaám í tæpt ár og hjá OR er
rætt um að stöðin verði aðeins ræst
til hátíðabrigða eða notuð sem
varaaflgjafi. »20
Vill gera tvö göt
á Árbæjarstíflu
Orri Vigfússon
Íslenskir bankar gætu þurft að
endurreikna öll erlend lán á bókum
sínum, að sögn Eiríks S. Svavarsson-
ar lögmanns í samtali við Morgun-
blaðið. Hæstiréttur kvað 8. mars síð-
astliðinn upp úrskurð sem vart
verður skilinn öðruvísi en að fjöl-
myntalán, eða myntkörfulán, sem
einkahlutafélag tók á árinu 2008
standist ekki lög um vexti og verð-
tryggingu. Þar var um að ræða mál
sem NBI höfðaði gegn einkahluta-
félagi, sem skuldaði slíkt lán.
Af úrskurðinum má ráða að
Hæstiréttur hafi tekið afstöðu til
lögmætis fjölmyntalána, og talið þau
ólögmæt. Eiríkur segist sammála
þeim skilningi. Annað verði vart ráð-
ið af úrskurðinum.
Eiríkur segir að samkvæmt þessu
og áður föllnum dómum Hæstarétt-
ar um lögmæti lána líti út fyrir að
nær öll erlend lán íslenskra banka
þurfi að reikna upp á nýtt. Áhrifin
gætu verið nokkur á NBI, en ein
stærsta eign skilanefndar Lands-
bankans, sem á að ganga upp í Ice-
save, er skuldabréf á NBI. Bankinn
hefur um 235 milljarða af erlendum
lánum á sínum bókum. »26
Gæti þurft að endur-
reikna öll erlend lán