Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 2

Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ísland gerir kröfu um tak- markaða stjórn fiskveiða  Sjávarútvegsráðherra vill að utanríkisráðherra leiðrétti frétt ESB-þings Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Evrópuþingið segir mikilvægt í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að Ísland að- lagi fiskveiðistjórnina að lögum Evr- ópusambandsins en bendir á að Ís- land hafi lýst því yfir að stjórn sjávarútvegsmála verði að einhverju leyti áfram á Íslandi. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að þetta sé rangt. Fullveldisréttindi Íslands sé grundvallaratriði og honum finnst ástæða til þess að utanríkisráðherra leiðrétti frétt Evrópuþingsins um málið. Evrópuþingið sendi frá sér frétta- tilkynningu um málið í fyrradag. Jón Bjarnason segir að hún komi veru- lega á óvart og sé ekki í neinu sam- ræmi við þau skilyrði sem Alþingi og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið hafi sett í viðræðum um þessi mál. „Það er algerlega ljóst að þær viðræður sem nú fara fram við Evr- ópusambandið eiga að taka mið af því skilyrta umboði sem Alþingi gaf framkvæmdavaldinu í þessu efni en þar er einmitt lögð sérstök áhersla á að Ísland fari áfram og ætíð með fullt forræði eigin fiskveiðilögsögu, for- svar í samningum um deilistofna og áfram verði fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi takmarkaðar,“ segir sjávarútvegsráðherra. „Full- veldisréttindi Íslands varðandi efna- hagslögsöguna eru algert grundvall- aratriði í þessum samningaviðræð- um. Það er því mjög alvarlegt að Evr- ópusambandið gefi nú út yfirlýsingu sem lætur að því liggja að Ísland geri aðeins kröfu um einhver takmörkuð yfirráð yfir stjórn fiskveiða og lög- sögunni eða „some control“ eins og það er orðað í fréttinni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórn fiskveiða Evrópuþingið seg- ir að Ísland geri aðeins kröfu um takmörkuð yfirráð yfir lögsögunni. Fulltrúar á flokksþingi Framsóknar- flokksins munu í dag greiða atkvæði um ályktun þess efnis að viðræðu- ferlið við ESB verði stöðvað þegar í stað. Áður en flokksþingið hófst sagði í drögum að ályktun um utan- ríkismál að Framsóknarflokkurinn teldi hag lands og þjóðar best borgið utan ESB. Í gærkvöldi lagði Ingi Björn Árnason, flokksþingsfulltrúi úr Skagafirði sem situr í utanríkis- málanefnd þingsins, til þessa viðbót við drögin. Greidd verða atkvæði um tillöguna klukkan tvö í dag. Í drögum að ályktun um sjávarút- vegsmál segir að Framsóknarflokk- urinn hafni uppboðs- og fyrningar- leiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki. Úthlutun veiði- leyfa eigi hins vegar að verða þannig að skil- greindir verði tveir pottar. Ann- ar gangi út á nýt- ingarsamninga til 20-25 ára á grunni aflahlut- deildar á hvern bát. Samningarn- ir verði á milli ríkis og íslenskra aðila með búsetu hér á landi síðustu fimm ár hið minnsta. Hinn potturinn inni- haldi veiðileyfi til fiskvinnslu, ferða- þjónustu, nýsköpunar og strand- veiða. onundur@mbl.is Viðræðum við ESB verði hætt  Lagt til að framsóknarmenn hafni uppboðs- og fyrningarleið í sjávarútvegi Þing Fjölmenni á flokksþingi í gær. „Getum við vin- samlegast fengið þorskinn okkar til baka,“ skrifar lesandi á vef breska blaðsins Guardian, í tilefni af baráttugrein Evu Joly, þing- manns á Evrópu- þinginu og fyrrv. aðstoðarmanns sérstaks saksókn- ara, gegn Icesave-kröfunni á Ísland. Annar lesandi tekur í sama streng en báðir skrifa undir gælunöfnum, líkt og svo margir lesendur blaðsins. „Látið okkur hafa peninginn eða við gerum innrás.“ Gráðugir sparifjáreigendur Hátt í 290 höfðu gert athugasemd- ir við grein Joly á vef blaðsins á tí- unda tímanum í gærkvöldi og mæltu 44 með grein síðari álitsgjafans. Fjöldi álitsgjafa tekur hins vegar málstað Íslands. Kemst einn þeirra svo að orði: „Fégráðugir innistæðu- eigendur leituðu eftir óraunsæjum innlánsvöxtum. Látum þá taka af- leiðingum gjörða sinna.“ Í þriðja hópnum er að finna álits- gjafa sem erfitt er að ráða í í hvorn flokkinn falla. Skrifar einn þeirra, lesandi sem kallar sig „herra Jón“, að kosningin snúist í raun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikil við- brögð við grein Joly Eva Joly Lesendur Guardian tjá sig um Icesave Kosningavaka verður á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is, í kvöld og fram eftir nóttu. At- kvæðatölur verða birtar jafn- óðum og þær berast. Í dag verður fylgst með þjóð- aratkvæðagreiðslunni um Ice- save á mbl.is. Þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er bent á síma 669 1200 og tölvupóst netfrett@mbl.is. Kosninga- vakt á mbl.is Keflavíkurkonur urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í fjórtánda skipti. Þær lögðu nágranna sína úr Njarðvík, 61:51, í þriðja úr- slitaleik erkifjendanna og unnu þar með einvígið á sannfærandi hátt, 3:0. Fyrri tveir sigrarnir voru þó mjög naumir en í gærkvöld var Keflavíkur- liðið með undirtökin allan tímann og í leikslok var fögnuðurinn að vonum mikill. » Íþróttir Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar í 14. sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármálaráðuneytið hefur ekki farið að þeirri ósk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ráðuneytið taki ákvörðun um hvernig það svari beiðni Morgunblaðsins um upplýsingar um kostnað við samninganefnd í Icesave- deilunni. Nefndin óskaði eftir því að beiðni Morgunblaðsins yrði afgreidd efnislega og ákvörðun birt blaða- manni Morgunblaðsins eigi síðar en klukkan 16 í gær, föstudag. Engin slík ákvörðun barst. Morgunblaðið óskaði 21. febrúar eftir allítarlegum upplýsingum um kostnað við samninganefndina sem samdi um nýjustu Icesave-samn- ingana. Þeirri ósk var hafnað og sagt að ekki lægju fyrir upplýsingar um heildarkostnað og þangað til yrðu engar tölur birtar. Enginn rökstuðn- ingur fylgdi með synjuninni. Bréf úr- skurðarnefndarinnar er dagsett 4. apríl, áður en Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra veitti svar við hluta af þeirri fyrirspurn sem Morg- unblaðið beindi til ráðuneytisins. Fór ekki að tilmælum nefndarinnar 1. prentun uppseld 2. prentun komin í verslanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.