Morgunblaðið - 09.04.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Í regnbogans litum Síðla sumars 2010 birtist fallegur regnbogi yfir Hvanneyri og Guðrún hljóp út með litina sína.
frá áður en ég set
bandið út í. En
stundum leyfi ég
jurtunum að vera
með innan um
bandið, sérstaklega
þegar ég lita með
skófum eða rabarb-
ararótum, því það
gefur skemmtilega
ójafna náttúrulega
áferð. Þeir sem
kaupa jurtalitað
band eru ekki að
leita eftir sléttri
verksmiðjuáferð,
það þarf að vera
hreyfing og líf í bandinu.“
Þegar hún er búin
að lita bandið, þá þarf að
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef alltaf haft áhuga áhandverki og hannyrðumen ég hef líka mikinnáhuga á náttúrunni og
grösum. Jurtalitun tengir þetta allt
vel saman, áhugamálin og starfið,“
segir Guðrún Bjarnadóttir náttúru-
fræðingur en hún litar einband með
íslenskum jurtum og býður fólki til
sölu undir nafninu Hespa. Guðrún
kennir grasafræði við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri og er að
skrifa meistararitgerð um grasnytj-
ar en jurtalitun er einmitt eitt form
grasnytja. „Þetta er áttunda árið
sem ég bý hér á Hvanneyri og ég vil
meina að nú sé ég orðin fullgildur
Hvanneyringur,“ segir Guðrún sem
byrjaði að fást við jurtalitun fyrir
tveimur árum en kveikjan var kona
sem hún sá jurtalita á markaði í Mið-
firði. „Þetta er mjög skemmtilegt
áhugamál því það sameinar útiveru
og handverk. Ég nota sumrin til að
safna jurtum og ég þurrka hluta
þeirra til að eiga fyrir veturinn, en
það er best að setja þær ferskar
beint í pottinn. Vinnuferlið er þannig
að ég byrja á því að hespa einbandið
upp í 50 gramma hespur. Því næst
þarf ég að skola bandið í litfesti. Þá
get ég byrjað að sjóða jurtirnar í
stórum potti og yfirleitt sía ég þær
skola það. Svo setur
hún það í vindu og
hengir upp með lóð-
um svo það þorni
fallegt og beint. „Því
næst skrái ég litunina
í bókhald, hvaða jurt ég
notaði, hvort það var
kopar útí, hvort ég
skolaði með salmíaki
eða ekki. Síðan þarf
ég að hespa þetta
upp aftur til að
jafna, svo hespan
sé falleg og sölu-
væn. Að lokum bý ég
til magabelti utan
um hespuna þar
sem ég prenta á
upplýsingar, númer
og jurtaheiti á latínu svo útlendingar
geti fundið út hvaða jurtir eru not-
aðar.“
„Ég þekki mín slump“
Ekki er alltaf fyrirsjáanlegt
hvaða lit jurtirnar gefa í garnið. T.d
gefa bláu lúpínublómin neongrænan
lit og rauðleit rabarbararót gefur
grænleitan og gulleitan lit og rauð-
laukshýði gefur fallegan ólívugræn-
an lit. „Mér finnst reyndar ekki nógu
sjarmerandi að tína lauk í poka í
Bónus til að lita með, ég vil frekar
fara út í íslenska náttúru.“
Guðrún segist aldrei mæla
magn jurtanna eða efnanna, þegar
hún er að lita, heldur slumpar hún
bara. „Ég þekki mín slump. Hef til-
finningu fyrir þessu. En ég lita alltaf
Hún er alltaf að. Milli
þess sem hún kennir
grasafræði við Land-
búnaðarháskólann á
Hvanneyri og skrifar
meistararitgerð um
grasnytjar, þá tínir hún
jurtir og safnar kúa-
hlandi sem hún notar
til að lita einband.
Ég þekki ekki hugtakið
Þrír tónar af Indígó, lit-
arefni úr plöntu af ætt-
hvíslinni Indígófera.
Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og
hispurslausum samræðum. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það
sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi. Ekki kaupa þér vinsældir – vertu fullorðinn!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
15
8
Á þessari vefslóð má sjá hvaða
bækur um jurtalitun voru gefnar
út hér á landi á síðustu öld og
lesa formála þeirra. Fyrst var
Þórdís Stefánsdóttir sem gaf út
bókina Jurtalitir árið 1919. Síðan
kom Kristín Þorsteinsdóttir með
bókina Jurtalitun árið 1942 og
tveimur árum síðar, 1944, kom
út bókin Um jurtalitun eftir
Matthildi Halldórsdóttur.
Í formála Matthildar segir
m.a.: „Jurtalitun á sér langa
sögu og hefur verið stunduð hér
allt frá landnámi. Hún var þáttur
í verkhefð okkar öldum saman.
Nægir í því sambandi að nefna
lýsingar á litklæðum fornkappa.
Það töldust hlunnindi að eiga lit-
unargrös í landareign sinni. Hér
á landi hafa margar jurtalitunar-
aðferðir forfeðra okkar varðveist
fram á okkar daga. Ástæður
þess að ég ræðst í endurútgáfu
þessarar litunarbókar eru eink-
um þær að ég vil kynna þessa
fornu verkhefð fyrir nútíma-
fólki.“
Vefsíðan www.front-
page.simnet.is/munstur/
jurtalitun.htm
Bækur um
jurtalitun
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.