Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 16
„Þegar kemur að fyrirtækjum í eigu ríkisins er verið að opna mjög aðgang að upplýsingum.“ Róbert Marshall Frumvarp til upplýsingalaga eykur aðgang að upplýsingum um opinbera stjórnsýslu og meðferð opinberra hagsmuna að stórum hluta, að mati Róberts Marshall, alþingismanns og formanns allsherjarnefndar. Hann kvaðst skilja gagnrýni sem fram kemur t.d. í umsögn Blaða- mannafélags Íslands (BÍ) um frum- varpið. Róbert starfaði sem blaða- maður og var formaður BÍ og þekkir því vel sjónarmið blaðamanna. Fé- lagið telur m.a. fráleitt að fjölga undanþágum frá upplýsingaskyldu hins opinbera, eins og það telur gert. Ný upplýsingalög eigi að stuðla að meira upplýsingastreymi í stað þess að hefta það. „Mér finnst mikilvægt að fara mjög vel yfir ábendingar þeirra,“ sagði Róbert um umsögn Blaða- mannafélagsins. Hann kvaðst telja mikilvægt að útvíkka frekar þau svið sem veita á upplýsingar um í stað þess að takmarka meira. Róbert kvaðst vilja fara eins nálægt upplýs- ingalöggjöf Svía og kostur er, en hún sé sú framsæknasta sem þekkist. „Að mörgu leyti er það gert með þessu frumvarpi. Sérstaklega þegar kemur að fyrirtækjum í eigu ríkisins. Þar er verið að opna mjög aðgang að upplýsingum,“ sagði Róbert. Lagt er til að lögin taki til fyrir- tækja sem eru í 75% eigu hins opin- bera eða meira. BÍ bendir á að eðli- legra sé að miða við meirihlutaeign hins opinbera. Róbert kvaðst velta stærð eignarhlutarins fyrir sér en aðalatriðið sé að blaðamenn og al- menningur eigi rétt á upplýsingum um meðferð opinberra fjármuna. Lagt er til að hægt verði að und- anskilja ríkisfyrirtæki, sem eru í samkeppnisrekstri, upplýsinga- skyldu. Róbert kvaðst telja að skil- greina megi hvaða hluti starfseminn- ar eigi að vera undanþeginn upplýs- ingaskyldu vegna samkeppnis- sjónarmiða. En upplýsingar t.d. um fríðindi stjórnarmanna og forstjóra og um meðferð fjármuna þurfi ekki að vera það. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og er það nú í allsherjarnefnd. Þessa dagana eru gestir að koma fyrir nefndina til að fylgja eftir um- sögnum sínum. gudni@mbl.is Aðgengi að upp- lýsingum aukið  Frumvarp um upplýsingalög til bóta 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ef deiliskipulag við nýjan Landspít- ala verður tilbúið í haust er gert ráð fyrir að fyrstu þrír hlutar fram- kvæmdanna verði tilbúnir til útboðs í september. Þar er um að ræða fram- kvæmdir við gatnagerð, sjúkrahótel og bílastæðahús nýja sjúkrahússins. Í byrjun febrúar eiga svo útboðs- gögn vegna framkvæmda við legu- deildir og rannsóknarhús að vera tilbúin. Gert er ráð fyrir að um 870 manns muni starfa við byggingu nýs sjúkrahúss þegar mest lætur. Bygging fyrir háskólann ótalin Í áætlunum byggingarnefndar nýja spítalans kemur fram að gert sé ráð fyrir að ellefu manns muni starfa við byggingarframkvæmdir í lok þessa árs auk á fimmta tug hönnuða. Strax á næsta ári verði sá fjöldi hins vegar kominn upp í 228 manns. Búist er við því að framkvæmdir verði í há- marki árin 2014 og 2015 og muni þá 870 manns starfa við þær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2017. Þar með er þó ekki allt upptalið því að í febrúar er einnig gert ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin vegna hátt í átta þúsund fermetra bygging- ar heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Fjárveiting þess húss er byggð á fjárlögum um ráðstöfun eig- infjár Happdrættis Háskóla Íslands. Í áætlunum byggingarnefndarinn- ar um mannaflsþörf við framkvæmd- ir er sá fjöldi sem mun starfa við þá byggingu ekki tekinn með í reikning- inn. Háð samþykki stjórnvalda Þessar áætlanir byggingarnefnd- arinnar eru með þeim fyrirvara að deiliskipulag verði samþykkt af Reykjavíkurborg og framkvæmda- samningar heimilaðir af Alþingi. Gunnar Svavarsson, formaður bygg- ingarnefndar Nýja Landspítalans, er bjartsýnn á framhaldið jafnvel þótt þetta sé, eins og hann kemst að orði, þriðji snúningurinn á verkefninu en því hefur verið frestað nokkrum sinnum. Reykjavíkurborg eigi eftir að klára deiliskipulag en verið sé að fjalla um það þessa dagana. „Ég heyri ekki betur en að það sé mjög góður hljómgrunnur hjá núverandi borgar- og skipulagsfulltrúum að vinna áfram með þetta verkefni.“ Samkvæmt lögum um nýjan Land- spítala er byggingarnefndinni heim- ilt að bjóða út framkvæmdir við hann en hins vegar þarf Alþingi að sam- þykkja framkvæmdasamninginn þegar hann liggur fyrir. „Ég finn ekki annað en það sé nokkuð góður þverpólitískur stuðningur við verk- efnið núna. Það sem menn eru að leita eftir eru mannaflsfrekar fram- kvæmdir og þetta er klárlega það,“ segir Gunnar. Þá muni nýja bygg- ingin verða til hagræðingar fyrir rekstur Landspítalans um allt að 2,4 milljarða á ári. Í höndum þingsins „Það er ekkert sem hefur komið upp sem hægir á þessu,“ segir Guð- bjartur Hannesson heilbrigðisráð- herra um hvort haldið verði áfram með byggingu nýs Landspítala nú. Fátt sé í raun hægt að segja um framhaldið fyrr en framkvæmda- samningar liggi fyrir. Forsendur framkvæmdanna hafi verið að hag- ræðið við að hafa starfsemi spítalans í einni byggingu greiði fyrir bygg- inguna til lengri tíma. Málið hafi ekkert komið á borð ráðuneytisins aftur, það sé á borði byggingarnefndarinnar þar sem það sé í vinnuferli. „Það er í höndum þingsins,“ segir ráðherra aðspurður hvort hugsanlegt sé að framkvæmd- um verði frestað ef samningar stand- ast ekki forsendur áætlana. Engin önnur áform séu hins vegar uppi en að halda áfram með byggingu sjúkrahússins. „Þetta er búinn að vera mjög lang- ur aðdragandi og margar borgar- og ríkisstjórnir sem hafa fjallað um það. Eins og allt annað sætir þetta lýð- ræðislegri ákvörðun.“ Nýr Landspítali færist nær Nýbygging Loftmynd af vinningstillögu SPITAL- hópsins að hönnun nýs Landspítala. Búist er við að framkvæmdir geti hafist seint á þessu ári.  Að minnsta kosti 870 manns munu starfa við framkvæmdir þegar mest lætur  Útboðsgögn fyrir fyrstu þrjá hluta tilbúin í haust  Ráðherra segir ákvörðun um framhald byggingar í höndum þings Mannaflaþörf við byggingu nýja Landspítalans Kostnaður við Nýja Landspítalann Heildarkostnaður: 40 milljarðar Forhönnun: 1,2 milljarðar 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 11 228 470 870 870 555 11 870 starfsmenn » Útboðsgögn vegna fyrstu þriggja hluta bygging- arframkvæmda við Nýja Land- spítalann eiga að vera til í sept- ember. Aðrir hlutar eiga að vera tilbúnir til útboðs í byrjun febrúar á næsta ári. » Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í vetur og standi til 2017. » Að minnsta kosti 870 manns munu starfa við framkvæmdir þegar þær standa sem hæst á árunum 2014 og 2015. » Heildarkostnaður við bygg- ingu nýja sjúkrahússins er tal- inn vera 40 milljarðar króna. bruun-rasmussen.dk Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Verið velkomin á Hótel Holt 5. maí kl. 14-18 Hópur reynslumikilla sérfræðinga frá einu elsta og virtasta uppboðshúsi Skandinavíu, BRUUN RASMUSSEN, meta gömul og ný málverk, bækur, silfur, hönnunar- og listmuni, einnig úr, skartgripi, vín og „design“-húsgögn. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Við leitum sérstaklega að verkum eftir Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Ólaf Elíasson og marga fleiri. Ef um stóra hluti er að ræða, er best að koma með ljósmynd. Einnig er möguleiki á að fá okkur í heimahús þann 6. og 7. maí. Nánari upplýsingar veita: Nadia Gottlieb, 0045 8818 1183, nag@bruun-rasmussen.dk Hvers virði er þetta ? Ó la fu r El ia ss o n :“ Tw o h o t a ir co lu m n s” ,2 0 0 5 . Tv æ r h ö g g m yn d ir ú r ry ð fr íu st á li m eð ra fm a g n sp er u m . H a m a rs h ö g g :2 10 .0 0 0 d kr .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.