Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Að undanförnu hafa
komið fram peningaleg
og siðferðileg rök sem
lúta að því að hafna
kröfum Breta og Hol-
lendinga sem gerðar
voru í framhaldi af þroti
Landsbankans. Flest
eru þau rök harla skýr
og trúverðug. Engu að
síður berst hópur
manna af miklum ákafa
fyrir því að samþykkja kröfurnar og
borga refjalaust það sem upp er sett. Í
því samhengi er fullyrt að þrátt fyrir
að ríkissjóður taki á sig miklar fjár-
hagslegar skuldbindingar verði ef til
vill auðveldara að fá meira fé að láni og
það hugsanlega á betri kjörum en ella.
Sagt er að það eigi bæði við um rík-
issjóð og einkafyrirtæki sem rík-
issjóður ber þó, enn sem komið er,
óumdeilanlega enga ábyrgð á. Þá hef-
ur það sjónarmið komið fram að sann-
gjarnt sé og réttlátt að ríkissjóður Ís-
lands bæti fyrir ævintýri
Landsbankans í útlöndum.
Varla er að efa að þeir sem vilja
skrifa upp á og greiða sem fyrst séu
einlæglega sannfærðir um að það sé
best, en rökin sem fram koma fyrir
málstaðnum eru þess eðlis að menn
hljóta að kafa dýpra í von um að skilja
hvað gæti legið að baki. Ekki þarf að
halda andanum lengi til að sjá að snið-
mengi þeirra sem vilja sem ákafast
samþykkja og borga og mengis þeirra
sem telja sérstakt framfaramál að inn-
lima Ísland í Evrópusambandið er
stórt. Hætt er við að
deila um innistæðu-
tryggingar verði sem
Þrándur í Götu í þeirri
innlimunarvegferð. Auð-
velt er að skilja að sjái
menn lítinn mun á Evr-
ópusambandinu og
sæluríki framtíðar sé
nokkru fórnandi til að
koma Þrándi burt. Þá
spyrja aðrir: Er ástæða
til að veðsetja ríkissjóð
fyrir himinháum upp-
hæðum til að liðka fyrir
því að Íslendingar og afkomendur
þeirra verði þegnar í verðandi her-
veldi gömlu evrópsku nýlenduveld-
anna? Hér þurfa friðarsinnar eða aðrir
sem greina glögglega milli Evrópu-
sambandsins og Paradísar varla að
hugsa sig lengi um.
Í framhaldi af því mættu menn
velta fyrir sér hversu viljug hin sömu
gömlu nýlenduveldi væru til að taka á
sig ábyrgðir á viðskiptaævintýrum
einkafyrirtækja í útlöndum langt um-
fram árstekjur ríkisins, jafnvel þótt
líklegt væri að góður slatti fengist upp
í kröfur. Þær vangaveltur ættu heldur
ekki að taka langan tíma.
Borga friðarsinnar
Icesave refjalaust?
Eftir Harald
Ólafsson
» Þá hefur það sjón-
armið komið fram að
sanngjarnt sé og réttlátt
að ríkissjóður bæti fyrir
ævintýri Landsbanka...
Haraldur Ólafsson
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands.
Ólíkt hafast þeir
að, fyrrum samstarfs-
menn, forstjóri
Landsvirkjunar (LV)
og forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur (OR).
Forstjóri LV lét
dragast inn í rukk-
unartilraunir Breta-
stjórnar þegar hann
auglýsti að Evrópski
fjárfestingarbankinn
(EIB) mundi lána LV á góðum
vöxtum ef Moodýs lækkaði ekki
lánshæfismat Íslands. En Moodýs
er búið að gefa út að lánshæf-
ismatið verði lækkað ef Íslend-
ingar samþykkja ekki Icesave III!
Semsagt: Landsvirkjun fær gott
lán ef við samþykkjum Icesave
III. Það sem ekki fylgdi sögu hjá
forstjóra LV er að LV getur feng-
ið mjög góð stofnlán nærri hvar
sem er í heiminum á góðum vöxt-
um og þarf ekki að
undirgangast stjórn-
málastefnu ESB og
Breta sem vilja gera
íslensk auðlindafyr-
irtæki háð sér og
komast með klærnar í
íslenskar auðlindir.
EIB er einn af fáum
stofnlánabönkum sem
rukka Icesave fyrir
Breta og Hollendinga.
Moodýs, eitt af fyr-
irtækjunum í þríok-
unarhring lánshæf-
ismatsfyrirtækja, gefur út
lánshæfismat gegn greiðslu og eru
Bretar og Hollendingar meðal
bestu viðskiptavina þeirra. Alvöru
stofnlánabankar sem vinna af
bankafagmennsku reka ekki
stjórnmálastarfsemi, þeir taka
ekki mark á þríokunarhringnum
eftir að hann gaf hæsta mat á
gjaldþrota banka fram undir hrun.
Faglegir stofnlánabankar lesa aft-
ur á móti efnahagsreikning og
rekstraráætlanir lántakenda af því
að þeir vilja fá lánin greidd. Þetta
veit forstjóri OR enda lét hann
ekki hafa sig í að samþykkja að
OR gæti ekki fengið lán vegna
mats Íslands hjá lánshæfismats-
fyrirtækjunum. Hann veit hið
sanna: Lán fæst ekki nú vegna
stöðu OR, það hefur ekkert með
lánshæfismatseinkunnir Íslands
hjá Moodýs að gera. En LV er öfl-
ugt vel statt fyrirtæki og getur
fengið góð lán hjá faglegum og
sjálfstæðum stofnlánasjóðum víða
um lönd og þarf ekki að ganga í
hlutverk rukkara Bretastjórnar
eða gera sig háð stjórnmálastefnu
ESB; það er vont nesti til fram-
tíðar að binda trúss sitt við póli-
tíska banka. Landsvirkjun hefur
hingað til getað haldið sig frá póli-
tík.
Lækkun á lánshæfiseinkunn
Moodýs ef Íslendingar fella Ice-
save III yrði fyrirframkeypt rang-
mat eins og matið á gjaldþrota
bönkunum fyrir hrun. Ef Íslend-
ingar fella Icesave III mun láns-
hæfið batna, ef þeir aftur á móti
samþykkja Icesave III stökkva
ábyrgðir ríkissjóðs upp í 400% af
fjárlögum og lánshæfi Íslands
versnar.
Ég legg til að ríkissjóður Ís-
lands frelsi forstjóra Lansdvirkj-
unar úr rukkarahlutverki EIB og
Breta og gefi sínu besta fyrirtæki,
Landsvirkjun, vextina sem átti að
borga Bretum í vor vegna Icesave
III. Það er nóg fyrir Búðarháls-
virkjun.
Eftir Friðrik
Daníelsson » Lækkun á lánshæf-
iseinkunn Moodýs ef
Íslendingar fella Ice-
save III yrði fyrirfram-
keypt rangmat eins og
matið á gjaldþrota
bönkunum fyrir hrun.
Friðrik Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
Landsvirkjun í Bretarukkun
Óskað er eftir 3ja herbergja íbúðum fullbúnum
m. húsgögnum og tækjum.
Skilyrði að þvottavél og þurrkari sé innan íbúðar,
einnig þarf internettenging og sjónvarp m. erlendum
sjónvarpsstöðum að vera í boði.
Leigutími 1-2 ár.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Rafn Valdimarsson, Lögg. fasteignasali,
s. 695 5520
Traust fyrirtæki óskar eftir
íbúðum til leigu
Til sölu eða leigu nýlega endurbyggt 1500 m2
iðnaðarhúsnæði í GRINDAVÍK.
Húsnæðið er laust strax.
Upplýsingar gefur Jón G. Ottósson
jgo@stakkavik.is
Sími 8939606
TIL SÖLU
EÐA LEIGU
1500 m2
Í hinu alþjóðlega
bankahruni haustið
2008 kom í ljós að inn-
stæðutryggingasjóðir
Evrópulanda voru
ekki til stórræðanna.
Íslenski sjóðurinn
sem starfað hafði at-
hugasemdalaust í ára-
tug samkvæmt til-
skipun ESB gat engar
innstæður bætt,
hvorki í útibúi Landsbankans hér á
landi né erlendis. Evrópska inn-
stæðutryggingakerfið reyndist öll-
um viðskiptavinum Landsbankans
gagnslaust. Þaðan fékk enginn
krónu. Engum var því mismunað á
grundvelli tilskipunar ESB um inn-
stæðutryggingar. Bresk stjórnvöld
gripu þá einhliða til þess ráðs að
bæta allar innstæður á Icesave-
reikningum Landsbankans í Bret-
landi. Hið sama gerðu stjórnvöld í
Hollandi.
Stjórnvöld á Íslandi gripu til
sömu ráða gagnvart innstæðu-
eigendum í útibúum bankans hér á
landi, hvort sem þeir
höfðu íslenskt eða er-
lent ríkisfang. Engin
mismunun á grundvelli
þjóðernis átti sér stað.
Þessar aðgerðir voru
utan hins evrópska inn-
stæðutryggingakerfis
sem reyndist ónýtt er
gaf á bátinn. Rík-
isstjórnir allra land-
anna þriggja gripu til
þessara ráða af sjálfs-
dáðum og á eigin for-
sendum.
Með neyðarlögum
frá Alþingi var innstæðueigendum
veittur forgangur í þrotabú Lands-
bankans. Við þrot bankans hefðu
Bretar og Hollendingar getað
vænst þess að fá 674 milljarða úr
innstæðutryggingum samkvæmt til-
skipun ESB um lágmarkstrygg-
ingu. Neyðarlögin tryggja þeim
hins vegar 1175 milljarða sam-
kvæmt nýjasta mati á búi Lands-
bankans. Forgangur þessi er á
kostnað annarra kröfuhafa í Lands-
bankann. Meðal þeirra eru Seðla-
banki Íslands, Íbúðalánasjóður og
íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir
skuldabréfaeigendur.
Íslenskur almenningur, skatt-
greiðendur og lífeyrisþegar, hefur
því þegar lagt breskum og hol-
lenskum innstæðueigendum til
hundruð milljarða króna. Hugs-
anleg mismunun íslenskra stjórn-
valda snýr því fremur að þessum
aðilum en innstæðueigendum í
Bretlandi og Hollandi. Þegar rætt
er um mögulega mismunun í banka-
hruninu 2008 hljóta menn hins veg-
ar að hugleiða eitt. Bresk stjórnvöld
björguðu bresku bönkunum hverj-
um á fætur öðrum frá falli. Nema
einum. Þau björguðu ekki breska
bankanum Kaupthing Singer &
Friedlander Ltd. Þvert á móti.
Eftir Sigríði
Ásthildi
Andersen
Sigríður Ásthildur
Andersen
» Íslenskur almenn-
ingur, skattgreið-
endur og lífeyrisþegar,
hefur því þegar lagt
breskum og hollenskum
innstæðueigendum til
hundruð milljarða
króna.
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Engin mismunun
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÞORRAGATA 7
3JA HERB. ÍBÚÐ FYRIR ELDRI BORGARA.
OPIÐ HÚS Á MORGUN, SUNNUDAG, FRÁ KL. 16-17
Björt og vel skipulögð 108,1 fm íbúð á 2. hæð auk tveggja sér
bílastæða í opinni bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eld-
hús, samliggjandi rúmgóðar stofur, sjónvarpsstofu, 1 svefnher-
bergi og baðherbergi. Auðvelt er að útbúa svefnherbergi úr
sjónvarpsstofu. Um 20 fm svalir til suðurs út af stofum með fal-
legu útsýni til sjávar. Gott aðgengi og lyfta. Húsvörður. Verð
36,0 millj.
Íbúðin verður til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 16-17
Íbúð á 2. hæð, merkt 0202.
Verið velkomin. Sölumaður verður á staðnum.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is