Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Hvað er það í hnot-
skurn sem menn hafa
fært fram annars vegar
til stuðnings og hins
vegar gegn Icesave-
samningnum:
Til stuðnings samn-
ingnum heyrist það
helst, að þetta sé skuld
íslensku þjóðarinnar,
sem við höfum efni á að
greiða; að samning-
urinn eyði óvissu en að dóm-
stólaleiðin skapi hins vegar óvissu og
sé jafnframt pólitískt óþægileg auk
þess sem slíkt myndi hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahagslíf landsins.
Þá hafa talsmenn samningsins jafn-
framt á það bent, að siðferðileg
skylda standi til að greiða kröfuna.
Rök andstæðinga samningsins eru
á hinn bóginn þessi helst:
1) Þetta er ekki skuld íslensku
þjóðarinnar, heldur ólögvarin krafa,
sbr. álit flestra málsmetandi lög-
fræðinga, innlendra sem erlendra,
auk þess sem margir hagfræðingar
hafa bent á, að við höfum alls ekki
efni á að greiða þessa kröfu.
2) Peningar eru blindir. Vandamál
Íslands eru skuldirnar. Þeir sem
skulda minna eiga meiri möguleika á
að fá lán, enda almenn hagfræði.
3) Óvissa er mikil í samningnum.
Við munum örugglega greiða tugi
milljarða auk þess sem örlítil geng-
isbreyting íslensku krónunnar gæti
margfaldað þá fjárhæð. Vaxta-
greiðslur verða alltaf greiddar af ís-
lensku þjóðinni óháð því hvað fæst
greitt úr þrotabúi Landsbankans.
4) Alls er óvíst að nokkru sinni
komi til málaferla, því tapi Hollend-
ingar og Bretar máli hefur það ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar fyrir þeirra
eigin bankakerfi, sbr. nú síðast grein
í The Guardian.
5) Vægast sagt afar fjarlæg hætta
á að tapa dómsmáli. Varla til sá máls-
metandi lögfræðingur, hér á landi
sem erlendis, sem heldur því fram að
Ísland sé greiðsluskylt að lögum. Al-
gert tap í dómsmáli þarf þá alls ekki
að þýða meiri greiðsluskyldu en
samningurinn kveður á um, enda
yrði þá greitt í íslenskum krónum
með vöxtum ákveðnum af íslenskum
dómstólum.
6) Með því að samþykkja samning-
inn erum við fyrst að
skuldbinda okkur til
greiðslu óljósrar fjár-
hæðar í erlendri mynt
um ókomin ár.
7) Óljós skuldbinding
nokkurra pólitíkusa
hefur enga þýðingu að
þjóðarrétti, en um það
eru skýr ákvæði í
stjórnarskrá okkar.
Þetta vita Bretar og
Hollendingar. Þjóðir
innan Evrópusam-
bandsins eiga stöðugt í málaferlum
vegna hagsmuna sinna og nægir að
vísa í hundruð dóma Evrópudóm-
stólsins þar um. Öllum þykir það
eðlilegt.
8) Það er ekki siðferðilega rétt að
láta börn okkar og barnabörn greiða
kröfur útlendinga sem lögðu fé inn á
áhættureikninga með miklu hærri
vexti en almennt tíðkaðist. Er ekki
bara best að þeir Íslendingar sem
vilja greiða skuldbindi sig sérstak-
lega til þess en láti annað fólk í friði.
Erlendir innistæðieigendur hafa
þegar fengið sitt, krafan er ekki frá
fólki í þessum löndum heldur stjórn-
völdum sem voru að verja eigið
bankakerfi.
9) Fjölmargar greinar hafa birst
þess efnis að almenningur í öðrum
löndum er eins og við einnig orðinn
þreyttur á að greiða endalaust fyrir
spillt bankakerfi og bíða eftir að
komi nei frá Íslandi. Helstu við-
skiptablöð heims, Financial Times og
Wall Street Journal, hafa lýst yfir
stuðningi við málstað Íslendinga. Sjá
nú einnig síðast grein Evu Joly í
Morgunblaðinu 7. apríl sl.
Það blasir við hvor rökin mega sín
meira. Íslendingum ber hvorki laga-
leg né siðferðileg skylda til að sam-
þykkja Icesave-kröfuna. Við skulum
öll segja nei.
Eftir Þórhall
Þorvaldsson
» Það blasir við hvor
rökin mega sín
meira. Íslendingum ber
hvorki lagaleg né sið-
ferðileg skylda til að
samþykkja Icesave-
kröfuna.
Þórhallur Þorvaldsson
Höfundur er lögmaður.
Icesave í stuttu máli
Endurreisn efna-
hagslífs, samhliða
aðgerðum til að
draga úr skaðlegum
umhverfisáhrifum
núverandi atvinnu-
stefnu, er meðal
þeirra áskorana sem
flestar þjóðir heims
standa frammi fyrir.
Efnahagskreppan
kallar á aukinn hagvöxt, fram-
leiðni, lægri kostnað og hæfni til
að þróa afurðir og þjónustu sem
alþjóðleg eftirspurn er eftir. Um-
hverfi fyrirtækjareksturs er að
taka stakkaskiptum sem erfitt er
að sjá hvert leiða.
Til að endurreisa íslenskt þjóð-
félag er mikilvægt að nýta þau
tækifæri sem liggja í alþjóðlegri
eftirspurn eftir umhverfisvænum
vörum og þjónustu og þeirri
tækni sem því fylgir (grænn hag-
vöxtur). Rannsóknir benda til
þess að víðast hvar muni störfum
sem tengjast „vistvænni atvinnu-
starfsemi“ (umhverfi, matvælum,
endurnýtanlegri orku og fleiru)
fara mjög fjölgandi á næstu árum
og áratugum.
Áætlað er að störfum í vist-
vænum greinum muni í Evrópu
einni fjölga um 25 milljónir fram
til 2020. Íslensk stjórnvöld þurfa
að vera meðvituð um þessa fram-
tíðarspá, ekki síst með tilliti til
hvers konar menntunar og færni
sem þeir einstaklingar þurfa að
búa yfir, sem starfa munu að
uppbyggingu slíkra arðbærra og
vistvænna atvinnugreina. Við
gerð efnahags- og atvinnustefnu
framtíðarinnar þarf samhliða að
móta heilstæða menntastefnu í
sama anda. „Grænn hagvöxtur“
verður skýr krafa framtíðarinnar.
Því þarf að mennta neytendur og
framleiðendur til græns hug-
arfars.
Lífæð efnahagslífsins felst í út-
flutningi á vörum og þjónustu
sem greitt er fyrir með erlendum
gjaldeyri. Gro Harlem Brundt-
land, fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs, hefur sagt að efna-
hagsþróun og umhverfi þurfi að
haldast hönd í hönd. Grænt sé
ekki litur heldur hugarfar. Stefna
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) á næstu árum er
að leggja höfuðáherslu á sjálf-
bæra þróun og hámarksnýtingu
aðfanga og þar með innleiðingu á
„grænu efnahagskerfi“ (Decl-
aration on Green Growth, 25. júní
2009).
Þessi stefna kallar á uppbygg-
ingu vistvænna atvinnuvega og
endurskoðun á færni og menntun
starfsfólks í öllum atvinnugrein-
um. Til að slíkt náist þarf að
koma á nánu samstarfi atvinnu-
lífs, menntastofnana og hins op-
inbera með það að markmiði að
greina hvers konar framtíð við
viljum sjá á Íslandi og hvaða leið-
ir séu bestar að því markmiði.
Það þurfti heila heimsstyrjöld og
þá hergagna- og iðnaðaruppbygg-
ingu sem henni fylgdi til að koma
Bandaríkjunum út úr efnahags-
lægðinni sem fylgdi hruninu
mikla árið 1929. Síðan höfum við
upplifað litlar efnahagsupp-
sveiflur og kreppur.
Á tíunda áratug síðustu aldar
sáu ýmsir netbyltinguna sem
upphaf hins „nýja hagkerfis“. Sú
bylting sprakk með hvelli en hef-
ur hinsvegar leitt til gríðarlegra
breytinga í alþjóðaviðskiptum og
samskiptum fólks í heiminum og
skapað gríðarlegan fjölda nýrra
starfa. Nú þurfa efnahagskerfi
heimsins nýjan drifkraft, nýjar
atvinnugreinar þar sem sam-
félagsleg ábyrgð og sjálfbær þró-
un verða höfð að leiðarljósi.
Stjórnvöld í öllum hinum vest-
ræna heimi hafa lagt til óheyri-
lega fjármuni úr opinberum sjóð-
um til að endurreisa bankakerfi
sem hugsanlega á sér enga
grundvallarstoð. Væri þeim gríð-
arlegu fjármunum hugsanlega
betur borgið til uppbyggingar
„græns hagkerfis“.
Árið 1933 ýtti Franklin Roose-
velt, þáverandi Bandaríkjaforseti,
úr vör verkefni sem hann kallaði
New Deal eða „nýja sáttmála“.
Hann fólst fyrst og fremst í að
hjálpa tilteknum atvinnugreinum
að komast aftur á kjölinn. Eitt
þessara verkefna var kallað
Works Projects Administration
(WPA) og fólst í því að gera land-
ið hreinna, heilnæmara og örugg-
ara og eyða um leið atvinnuleysi.
Kannski þurfa Íslendingar ein-
mitt nú á einhverskonar nýjum
sáttmála að halda til að koma sér
út úr þeirri efnahagskreppu sem
við erum í. Umbreyting yfir í
„grænt hagkerfi“ krefst stefnu-
mótunar og utanumhalds þannig
að ný tækifæri skapist á sviði
tækni og starfsmannaþróunar.
Hér þarf að forgangsraða mik-
ilvægi atvinnugreina upp á nýtt
og tryggja að íslenskt atvinnulíf
búi yfir nægri þekkingu og færni
til að verða að því afli að vera al-
þjóðlega samkeppnishæft og
skapa ný störf. Stefnumótandi
aðilar í þjóðfélaginu þurfa að
taka forystu á þessu sviði með
því að setja rannsóknir og
menntun í forgang og sjá til þess
að rannsóknir skili sér í nýrri
tækni.
Ný atvinnustefna þarf að
grundvallast á samráði aðila
vinnumarkaðarins og stjórnvalda
þannig að tryggt sé að þróun í
menntun og færni einstakling-
anna haldist í hendur við þarfir
atvinnulífsins í nútíð og framtíð.
Það þarf að meta þörf atvinnu-
lífsins á færni í framtíðinni og
upplýsa menntakerfið um þá þörf
og aðstoða einstaklinga við að
taka upplýsta ákvörðun varðandi
náms- og starfsval. Með slíkum
aðgerðum getum við tekið mik-
ilvægt skref í að endurreisa at-
vinnulífið, skapað ný og fjöl-
breytt störf sem eru
gjaldeyrisskapandi, byggja á
samkeppnishæfni Íslands og sér-
stöðu á sviði vistvænna afurða.
Eftir Önnu Maríu
Pétursdóttur og
Þorvald Finn-
björnsson
» Grænn hagvöxtur
verður krafa fram-
tíðarinnar. Kannski
þurfa Íslendingar nýjan
sáttmála til að koma sér
út úr þeirri efnahags-
kreppu sem við erum í.
Þorvaldur
Finnbjörnsson
Anna María er vinnusálfræðingur og
Þorvaldur rekstrarhagfræðingur.
Anna María
Pétursdóttir
Nýr sáttmáli
Ert þú með
framúrstefnuhugmynd
til að efla
íslenskan sjávarútveg
og tengdar atvinnugreinar?
Framúrstefnuhugmynd
Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011
Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunar-
hugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu
vettvangsins. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og
frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun. Við mat á
hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta:
Frumleika, virðisauka, sjálfbærni
og ímyndar landsins eða greinarinnar út á við
Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 400 þús., en auk þess fá
hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á
Sjávarútvegsráðstefnunni 13.-14. október, 2011.
Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem
fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur
afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls).
Einstaklingar geta sent inn eigin hugmyndir og /eða tilnefnt
hugmyndir annarra í umboði þeirra. Allar hugmyndir þurfa að
uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Frestur til að skila inn umsóknum er 16. maí 2011.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjávarútvegs-
ráðstefnunnar www.sjavarutvegsradstefnan.is
Sjávarútvegsráðstefnan er samskiptavett-
vangur allra þeirra sem koma að
sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps
eru þeir sem starfa við veiðar, eldi,
frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og
markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir
og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar
og nemendur, fjölmiðlar og aðrir
áhugamenn.
EKKI LEITA HRING EFTIR HRING
AÐ FERMINGARGJÖF
WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN
Ískúluhringur
úr Icecold línunni
kr. 10.900
úr silfri – íslensk hönnun
Íshringur með sirkon
steinum úr Icecold línunni
kr. 8.900
m/festi – íslensk hönnun
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A