Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 34

Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Ég hef fylgt Vinstri grænum að málum allt frá því að flokkurinn var stofnaður. Mér fannst mín lífsgildi falla vel að stefnu flokksins og með þeim átti ég samleið. Ég var ekkert mótfallin því að þessi stjórn væri mynduð, því ekki var margra kosta völ. Ég trúði því, að þessi stjórn myndi standa vörð um velferðarkerfið. Ég trúði því, að þessi stjórn myndi styðja við bakið á þeim sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu. Ég trúði því, að þessi stjórn myndi bjarga skuldugum heimilum barnafólks undan okurkr- umlu bankanna en ekki öfugt eins og raunin varð. Ég trúði því, að á meðan Vinstri grænir væru í stjórn, myndum við vera óhult fyrir Evr- ópu-ófreskjunni. Allt þetta hefur brugðist hrapallega og er óþarft að fara mörgum orðum um það. Orðið vinstristjórn er að verða skamm- aryrði, svo grátt erum við vinstri- menn leiknir af tvíeykinu Jóhönnu og Steingrími. Ekki nóg með það að Steingrími tókst að splundra sínum eigin flokki, heldur tókst þeim hjú- um að koma svo vondu orði á vinstri- stjórnir, að fólk er farið að hrópa: aldrei aftur, aldrei aftur vinstri- stjórn. Nokkur grundvallaratriði sem mér eru efst í huga og skipta sköp- um: 1) Göngum aldrei í Evrópusam- bandið. 2) Látum auðlindirnar aldrei af hendi og arðurinn má ekki fara úr landi. 3) Hættum að niðurgreiða raf- magn til álvera. Við höfum ekki efni á því. Það hefur verið talað um að börn- in okkar og barnabörnin þyrftu að borga óráðsíureikninginn. Má vera að svo verði en í guðanna bænum verndið auðlindirnar þeim til handa. Þau þurfa á þeim halda til að borga óútfyllta víxilinn og skapa sér sóma- samleg lífskjör. Látum þau ekki fæðast inn í orkulaust land. Það var yfirlýst stefna VG að ganga ekki í Evrópusam- bandið, samt leyfir for- maðurinn sér að hjálpa Samfylkingunni við að koma okkur þangað inn. Það er hið versta mál. Nú hriktir í stoð- um Írlands og Portú- gals. Er ekki kominn tími til að snúa við á þessari háskabraut og hætta við þetta gælu- verkefni Samfylking- arinnar, sem mun færa bölvun yfir okkur um ókomin ár. Við sem lifðum 17. júní 1944 hefðum aldrei trúað því að rúmum 60 árum seinna myndi vera kominn stjórnmálaflokkur, sem hans höf- uðmál væri að losa okkur við sjálf- stæðið. Jón Bjarnason stendur eins og klettur í þeim störfum sem honum hafa verið falin. Enda þekki ég nafna minn illa ef svo hefði ekki ver- ið. Jón Bjarnason sagðist ekki banka á þær dyr sem hann ætlaði ekki inn um og við það hefur hann staðið. En Jón er landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og er því erf- iður ljár í þúfu ESB-umsóknar. Það eru einmitt þessi tvö ráðuneyti sem mestu skipta í viðræðum við Evr- ópusambandið. Þess vegna þarf Samfylkingin að losna við Jón. Jó- hanna og Steingrímur fara hamför- um í að sameina ráðuneyti og gefa þeim ný nöfn eins og „velferð- arráðuneyti“. Ætlar velferðarráðu- neyti Jóhönnu og Steingríms að bjarga skuldugum heimilum barna- fólks? Ef svo væri mætti kalla það „velferð í verki“. Nei, því miður, ástæðan er fyrst og fremst sú að losna við Jón Bjarnason og fá krata til að stjórna þessum ráðuneytum og skíra þau upp á nýtt. Þau hika ekki við að hræra í sjálfu Stjórnarráðinu ef það gæti orðið ESB-aðild til fram- dráttar. Vinstri grænir áttu mikilli velgengni að fagna í síðustu kosn- ingum. Fólk hafði trú á þeim. Þeir komu með hreinan skjöld, einir flokka, út úr hruninu. Fólkið treysti á Steingrím en Steingrímur brást. Hann gekk í björg með Samfylking- unni. Tvennt er það sem þessi stjórn ætti að bera meiri virðingu fyrir en það er lýðræði og málfrelsi. Sé á þetta bent bera þau af sér sakir, að sjálfsögðu, telja sig virða hvort tveggja. Hjá þessari stjórn telst það stórsigur að koma máli í gegnum þingið með eins atkvæðis meirihluta eða minna, eins og nýlegt dæmi sannar. Flokksræðið er enn í fullu gildi. Hvar er hið nýja Ísland? Mér sem eindregnum stuðningsmanni VG hefur verið misþyrmt, pólitískt séð. Flest mín lífsgildi, sem ég treysti flokknum fyrir, hafa verið svikin. Nú er ég orðinn mun- aðarlaus. Ég get ekki stutt þessa ríkis- stjórn, vegna svikinna loforða og væntinga sem hún gaf og sveik. Okkur Vinstri grænum hefur verið misboðið. Nú er komið nóg og ég vil fá að vita hvar við stöndum áður en ég segi skilið við flokkinn. Ég veit að við í VG eigum vaska sveit flokks- systkina sem ég treysti til að rétta kúrsinn og bjarga flokknum úr tröllahöndum. Ég skírði þetta greinarkorn „Fé án hirðis“. Okkur Vinstri grænum hefur verið líkt við ketti af forsætis- ráðherra. Ég vil heldur líkja okkur við fénað. Ég auglýsi hér með eftir hirði til að gæta sauðanna. Sauðirnir eru tvístraðir út um allar grundir og þeir eru ráðvilltir. Það þarf að smala þeim saman og koma þeim í sauða- byrgið. Lilja Mósesdóttir hefur reynst tvíeykinu erfið. Hún virðir bæði lýð- ræði og málfrelsi og stendur vörð um hvort tveggja. Þess vegna er hún illa séð hjá stjórnarforystunni. Ég lýsi hér með yfir fullum stuðn- ingi við hana og Atla Gíslason en hann er einn af okkar traustustu og heiðarlegustu þingmönnum. Vonandi fást þau til forustu. Eftir Jón Fanndal Þórðarson » Fólkið treysti á Steingrím en Stein- grímur brást. Hann gekk í björg með Sam- fylkingunni. Jón Fanndal Þórðarson Höfundur er garðyrkjufræðingur. Fé án hirðis Erindi: Íslandsljóð Og horfðu heim á bú. Upp til heiða endalausar beitir, en til byggða níddar, eyddar sveitir. Sinumýrar rotnar, rýrar reyra svörul hjú. Og svo túnið._ Sérðu í blásnu barði, bóndi sæll, þar mótar fyrir garði? Svona bjó’ann hingað hjó’ann hann, en ekki þú. Höfundur Einar Benediktsson Sá sem á gullið ákveður reglurnar. En hver á gullið (og á enn!) og hver á skuld- irnar sem sköpuðust af braskinu með gull- ið? Ef þeir sem kjósa já hafa „rétt“ fyrir sér skiptir ekki máli hvað mér eða öðrum sem kjósum nei finnst. Ef við hins vegar höfum „rétt“ fyrir okkur og svarið verður nei, þá skiptir ekki máli hvað hinum finnst. Annar kosturinn útilokar hinn. Það svar sem verður ofan á útilokar með öllu möguleikann á að sjá hvað hitt svarið hefði haft í för með sér. Því er þetta einfald- lega spurning um hverju við kjós- um að trúa. Að halda annað væri barnaskapur, því hvorug leiðin er hafin yfir allan efa, báðar fela í sér áhættu. Það getur enginn „lofað“ neinu vegna þess hversu margir óvissuþættir eru báðum megin. Icesave-samningurinn setur okk- ur því í sannkallaða úlfakreppu. Þegar maður lítur yfir íslenskt þjóðfélag koma einna helst upp í hugann sögurnar um þing Aþenu- búa sem lutu lýðræði þar sem kosningar fóru fram á þann hátt að notaðir voru svartir og hvítir steinar, hvítu stein- arnir merktu já en þeir svörtu nei. Nema á Íslandi eru sumir – misjafnlega syndlaus- ir – kjósendur farnir að kasta steinunum hver í annan! Þeir sem helst höfðu áhrif á hvað kjósendur kusu um 600 fyrir Krist voru grínleik- arar leikhúsa og þá með pólitískum sat- írum. Nú virðast ýms- ir fjölmiðlar þjóna sama hlutverki, ásamt stjórnvöld- um og leikbrúðum þeirra. Hryðjuverkalög og gallað banka- og eftirlitskerfi Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að ég kýs nei varðandi Icesave-samninginn. Meira að segja „aðalsamningamaður Ís- lands“ var á því að eftirlitskerfi hefðu brugðist. Hugsun mín var einfaldlega: „Ef ég kýs já, hvaða líkur eru á því að bankareglum verði breytt og eftirlitskerfi bætt?“ Já þýðir í mínum huga að ég við- urkenni að það sem á undan er gengið sé eðlilegt, þegar það er það ekki. Er ekki næsta víst að börnin okkar muni upplifa sams konar hrun og við erum að ganga í gegnum núna – í versta falli áður en Icesave-samningurinn væri greiddur að fullu – þar sem banka- sukkið virðist vera hafið að nýju með sínum ofurlaunum, bón- usgreiðslum og „ekki“-afskriftum? Vel á minnst, kunningi minn keyrði út um allt að leita að skjaldborginni sem ríkisstjórnin ætlaði að slá um heimili landsins, hefur einhver séð þessa skjald- borg? Eftir situr spurningin: Hvað er áróður og hvað er sannleikur? Hvað er sannleikur og hvað er lygi og hversu lengi er hægt að lafa á henni? Það kemur mér hreint ekki á óvart að margir, sem sumir hverj- ir hafa misst allt, skuli vera væg- ast sagt ósáttir við að standa frammi fyrir þessum tveimur mjög svo fúlu valkostum, já eða nei, sem báðir fela talsverða áhættu í sér fyrir hinn almenna skattborgara á meðan aðilar sem taldir eru hafa beint og óbeint or- sakað hrunið hækka jafnt og þétt á lista yfir ríkustu menn heims. Samtímis hækka og hækka skatt- ar hjá okkur, hvers konar réttlæti er það? Til þess að keyra þetta al- veg úr hófi fram er okkur sagt að við eigum líka að vera með sam- viskubit og finna fyrir sektar- kennd vegna þess að við skuldum þessa peninga? En hver er gallalaus? Í mínum huga er þetta er ekki spurning um að borga, því að sjálf- sögðu þarf að borga eitthvað, að- eins spurning um hver á að borga, á hvaða tíma, hvaða upphæð og á hvaða kjörum. Hins vegar skiptir fyrst og fremst máli á hvaða for- sendum er borgað! Miðað við for- dæmisgildið og hversu miklar lík- ur eru á því að bankasukkið haldi áfram ef við segjum já gat ég ekki annað en sagt nei. Það er mik- ilvægara í mínum huga að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Jafnvel þótt það þýði að Bretar, Hollendingar og hugsanlega fleiri fari tímabundið í fýlu við okkur, sem þeir munu mjög líklega gera, því við virðumst einhverra hluta vegna ekki geta borið við kring- umstæðum sem við réðum ekki við á sama hátt og þeir myndu vænt- anlega gera varðandi hryðju- verkalögin. Hvar voru viðvör- unarbjöllurnar? Hvar var eftirlitið? Líklegasta niðurstaðan er einfaldlega að bankakerfið hafi verið gallað, og er það trúlega ennþá, sem og viðvörunarbún- aðurinn. Þetta verður að laga, ef við eigum að fá traust á bönkunum aftur, en það gerist ekki af sjálfu sér. Sagan er skrifuð af sigurveg- urunum. Eini „hemillinn“ sem við getum togað í núna er að kjósa. Það er ekki ætlun mín að „snúa“ einhverjum frá því að samþykkja samninginn yfir í að synja honum, slíkt er fráleitt enda búið að vera nóg af hræðsluáróðri. Þvert á móti hvet ég fólk til þess að kjósa eftir innsæi sínu. Ef við trúum því að það sé rétta leiðin að samþykkja samninginn og að þeir sem vilja að við samþykkjum séu að hvetja okkur til þess á réttum forsendum þá gerum við það. Hins vegar bendi ég á að ef einhver óvissa er um það innra með okkur, að við séum að gera mistök með því að samþykkja samninginn, að við vegum og metum hinn mögu- leikann, áður en við kjósum. Hug- rekki er ekki að vera óttalaus, heldur að sigra óttann. Mikilvægt er að muna að þetta er ekki í fyrsta sinn sem við stöndum í bar- áttu við aðrar þjóðir, sem við get- um sigrað. Nefna má þorskastríð- ið í því samhengi þótt baráttan fari nú fram á rafrænum afla- miðum peninga- og fjármálamark- aða. Eftir Sölva Fannar Viðarsson » Í mínum huga er þetta er ekki spurn- ing um að borga, því að sjálfsögðu þarf að borga eitthvað, aðeins spurn- ing um hver á að borga, á hvaða tíma, hvaða upphæð og á hvaða kjörum. Sölvi Fannar Viðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsuvaka. Gullna reglan Bridsfélögin á Suðurnesjum Meistaramótið í tvímenningi stendur sem hæst og er lokið tveim- ur umferðum af fjórum. Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson skoruðu mest sl. mið- vikudag eða 61,3%. Karl Sigurbergs- son og Skafti Þórisson voru með 57,4% skor og Þorgeir Ver Halldórs- son og Garðar Þór Garðarsson urðu þriðju með 55,5% Staðan í mótinu er þessi í %: Arnór - Gunnlaugur - Garðar Garðarss. 61,3 Vignir Sigursveins. - Úlfar Kristinss. 54,7 Svala Pálsd. - Karl G. Karlsson 54,5 Dagur Ingimundars. - Bjarki Dagss. 52,8 Þriðja kvöldið er nk. miðvikudag. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund og hefst spilamennskan kl. 19 stundvíslega. Bridsfélag Kópavogs Eftir tvö kvöld í þriggja kvölda Monrad-barómeter eru Sveinn Þor- valdsson og Hjálmar Pálsson efstir með samanlagða prósentuskor, 116,7%. Þórður Jónsson og Björn Jónsson voru með besta kvöldskorið, 66,3% og eru í þriðja sæti samanlagt. Staða efstu para er þessi þegar pró- sentuskorið hefur lagt saman: Sveinn Þorvaldss. - Hjálmar S. Pálss. 116,7 Heimir Tryggvas. - Árni M. Björnsson 115,3 Þórður Jónsson - Björn Jónsson/ Ingi Már Aðalsteins 108,6 Gísli Tryggvason - Guðlaugur Nielsen/Leif- ur Kristjánss 108,2 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 107,4 Úrslit má einnig sjá á bridge.is/bk. Síðasta spilakvöldið fyrir páska er fimmtudaginn 14. apríl en eftir páska verður einmenningur sem verður auglýstur síðar. Sextíu spilarar í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 7. apríl. Úrslit í N/S: Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannss. 320 Ásgr. Aðalsteinss. - Birgir Ísleifsson 301 Örn Einarsson - Jens Karlsson 297 Lilja Kristjánsd. - Sturl. Eyjólfsson 289 A/V: Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 313 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 312 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 296 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðsson 291 Ármann J. Láruss. - Guðlaugur Nielsen 291 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.