Morgunblaðið - 09.04.2011, Síða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Eftir hrunið 2008
hélt þjóðin sig kjósa
velferðarstjórn. Jó-
hanna sparaði ekki
loforðin um sæluríki
sitt, en nú hangir líf
okkar á því að losna
við hana. Þjóðarauð-
urinn hefur alla tíð
verið á höndum fárra
forríkra hægri og
vinstri fjölskyldna og
er enn. Lífskjör al-
þýðu manna hafa alltaf verið
margfalt verri hér en á hinum
Norðurlöndunum.
Núverandi stjórn hefur svikið
allt sem hún lofaði alþýðu manna.
Lág-og meðaltekjufólk hefur ver-
ið höggvið í herðar niður, of-
urskattlagt, svívirt. Velferð-
arkerfið sem var er farið og enn
á að keyra almenna borgara í
svaðið. Jóhönnu og Steingríms
verður minnst sem útbrunninna
öldunga, sér-
gæðafólks sem lædd-
ist aftan að okkur.
Stjórnin er svo
heilaþvegin að hún er
í krossferð til að
þræla þjóðinni til að
skrifa undir óútfyllta
ávísun og samþykkja
greiðslu ólögmætra
fjárhagskrafna.
Venjulegir Íslend-
ingar skulda Bretum
og Hollendingum
ekki krónu. Það er
óyggjandi staðreynd.
Nei við kröfunni er skylda hvers
Íslendings.
Stjórnin vogar sér fáránlegar
hótanir eins og að hér muni ríkja
áframhaldandi vesöld, verði
kröfuleysan ekki samþykkt. Hví-
líkt rugl. Vesöldin hér er afurð
stjórnleysis, hunsunar á að grípa
á lofti atvinnutækifæri fyrir
fjölda manns. Ekki síst afneit-
unar á nauðsynlegri atvinnu-
uppbyggingu. Afnám illræmds
kvótakerfis er lífsnauðsyn. Um-
hverfisráðherra eyðileggur fyrir
öllum atvinnutækifærum, tefur
allt og á að víkja. Stjórnin sparar
ekkert við sig, hefur morðfjár til
sinnar KBG-starfsemi. Stein-
grímur, Jóhanna og þeirra hand-
bendi eiga að flytja í sín sæluríki
einræðis. Stjórnina snertir ekki
sú fátækt og það gríðarlega
launamisrétti sem þau hafa kom-
ið á til að vera í „velferðarríki“
þeirra.
Framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins tyggur í sífellu að
hugsanlegar smánarkjarabætur
byggi á samþykki lögleysunnar.
Hann viðhefur ólöglegan áróður
fyrir landráðafólkið. Hann sjálfur
hefur tæpar 2 milljónir í mán-
aðarlaun auk fríðinda. Burt með
hann strax.
Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins stóð saman í einörðu
Nei-i gegn Icesave. Formaður
Sjálfstæðisflokksins, forrík afurð
Engeyjarættarinnar, sneri allt í
einu við blaðinu og er orðinn
marklaus strengjabrúða. Hvernig
útskýrir hann hvarf bótasjóðs
Sjóvár Almennra, gjaldþrot þess
og N1 nú? Fyrrum forstjóri Sj.A.
er föðurbróðir formannsins. Eða
sölu hlutabréfa þeirra feðga fyrir
hrun? Fjárfestingar hans sjálfs í
Dubai og fleira? Forríkur for-
maðurinn var ákveðinn í að láta
ekki kúga flokkinn. Hvað sneri
honum? Endurkoma fv. mennta-
málaráðherra á þing er löðr-
ungur í andlit fólks. Innistæðu-
lausar 500 milljónir af fé okkar
voru lagðar inn á fyrirtæki í eigu
hennar og maka. Hún er ekki
hafin yfir grun. Þau hjón virðast
halda tugmilljónum í fé og dýr-
um eignum. Óásættanleg tengsl
lykilmanna við landráðaöflin og
fleiri álíka „snú-snú“-aðila á að
rannsaka í botn af sérstökum
saksóknara. Það er hið eina
rétta. Grunað, forríkt þinglið í
öllum flokkum á þjóðin ekki að
líða.
Samtímis er allt tekið af sak-
lausu fólki sem „skuldar“ ennþá.
Hótanirnar um að nei yrði til
þess að höfðað yrði mál fyrir
EFTA-dómstólnum eru hlægileg-
ar. Ef svo færi, yrðu Bretar og
Hollendingar að taka ábyrgð á að
hafa heimilað Landsbankanum að
starfa í löndum sínum. Ekki
gerðu þeir á sínum tíma at-
hugasemdir um að þar færi fjár-
glæfrafyrirtæki í einkaeign. Lög-
fróðir, hlutlausir aðilar telja að
ekki kæmi til málaferla gegn Ís-
landi. Ef svo ólíklega færi, yrði
það í íslenskum krónum og
myndi skiptast á þrjár þjóðir.
Ólesinn Svavarssamninginn var
rekinn framan í þingmenn, því að
Svavar „nennti þessu ekki leng-
ur.“ Þinglýðurinn hlýddi. Segir
það ekki nóg? Núverandi stjórn
veit ekki lengur hvað orðið lýð-
ræði þýðir, þingmenn hennar enn
síður.
Forseti okkar, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, er klettur okk-
ar. Hann er eini forseti Íslands
sem hefur skilning á embætti
sínu og þorir að hlusta á þjóðina.
Allir fyrri forsetar hafa verið
hlýðin handbendi og undirritað
auðmjúklega mörg ólög.
Einkavæðing bankanna var
landráð. Þeir voru pólitískt af-
hentir vafasömu fólki á tombó-
luprís án ýtarlegra rannsókna á
greiðslugetu og siðferði. Lykilað-
ilarnir skipulögðu þjóðarrán inn-
anfrá í skjóli opinbers eftirlits-
leysis. Engin lög né
endurgreiðslukröfur virðast ná
yfir það fólk. Földu milljarðarnir
finnast í þeirra ranni, ekki hjá
saklausri þjóð.
Í málefnalegri grein eftir Aðal-
stein E. Jónasson hrl. í Mbl. 1.
apríl má lesa fullkomin rök fyrir
nei við Icesave. Þar segir Að-
alsteinn m.a. að foreldrar hans
hafi kennt honum að undirgang-
ast aldrei greiðsluskyldu nema
vita nákvæmlega fjárhæðina.
Ætti að prenta grein hans sem
hlutlaus, gáfuleg rök.
Meginatriðið: Ábyrgstu ekki
skuldir annarra.
Ótrúlegt er að hlusta á þá sem
„nenna ekki lengur að hanga yfir
Icesave“. Hvað er að þeim?
Vanhæf stjórnvöld beita nú
óhreinum brögðum til að hrella
hrjáða og pínda þjóð til landráð-
anna. Þjóðin má ekki lyppast nið-
ur. Það er skylda allra að segja
nei.
Íslenskum stjórnvöldum á eng-
inn maður að treysta. Þjóðin
verður að hafa vit fyrir þeim og
koma hér á alvöru lýðræði.
Nei við Icesave.
Þjóðarhagur í húfi –
Nei við Icesave
Eftir Arndísi Her-
borgu Björnsdóttur » Samþykki Icesave-
lögleysunnar væri
ávísun á endanlegt
gjaldþrot kynslóða sak-
lausra Íslendinga sem
bera enga ábyrgð á
starfsemi landráða-
mannanna.
Arndís Herborg
Björnsdóttir
Höfundur er kennari.
Haukur Guðmunds-
son pressari var
þekktur maður á
sinni tíð. Hann sem
trúði á slagorð
Landsbanka Íslands
„Græddur er geymd-
ur eyrir“ var á sjö-
unda áratug síðustu
aldar farinn að hafa
svo miklar áhyggjur
af framtíð íslensku
krónunnar, vegna þeirrar pólitísku
óstjórnar sem fólst í gengisfell-
ingum að hann gerði sér ferð á
fund Bjarna Benediktssonar þá-
verandi dóms- og kirkjumálaráð-
herra til að biðja krónunni griða.
Studdi hann mál sitt ýmsum rök-
um eins og að ekki þýddi sér að
fjölga krónum í bankabók sinni
meðan þær færu síminnkandi í
höndum stjórnmálamanna. Þarna
kom í ljós hjá Hauki hin eðlislæga
fjármálaviska alþýðumannsins sem
með eigin höndum hefur aflað
þess fjár sem hann hefur umleikis.
Haukur sem hafði einstakt
traust á Sjálfstæðisflokknum
krafðist nú þess loforðs af ráð-
herranum að svona minnk-
unarvitleysa á krónunni yrði
stöðvuð strax undanbragða- og
tafarlaust. Þessu svaraði ráð-
herrann á eftirfarandi veg: „Hauk-
ur minn, ég skal lofa þér því að
alltaf munu þó verða fjórir tuttugu
og fimm eyringar í einni krónu.“
Svar Bjarna Benediktssonar við
þessari frómu ósk Hauks varð svo
seinna pólitískur brandari sem
ennþá gengur á milli manna í
óraunveruleikaheimi stjórnarráð-
anna. Það sorglega við þennan
brandara er að loforðið við lít-
ilmagnann var svikið eftir daga
Bjarna Benediktssonar eins og
önnur pólitísk loforð. Að nokkrum
árum liðnum þegar pólitískar
gengisfellingar höfðu þjarmað
nógu rækilega að krónunni þá var
tekin hagfræðileg ákvörðun um að
hætta við auranotkun í öllum við-
skiptum með krónuna. Hvernig
Hauki pressara hefur liðið á þeim
tíma með loforð ráðherra í annarri
hendinni og bankabók fulla af
verðlausum peningum í hinni hef
ég ekki haft spurnir af enda hefur
það sennilega ekki þótt henta í
annan brandara fyrir elítuna.
Ævistarf Hauks Guðmunds-
sonar fólst í að pressa vel og vand-
lega fyrir almenning betri fötin, að
ganga um í sparifötum sem ný-
pressuð voru af Hauki
hjálpaði mörgum
manninum til sjálfs-
virðingar. Þeir menn
sem gengu í nýpress-
uðum fötum um götur
Reykjavíkur voru
frjálsari í fasi, sýndu
af sér reisn í staðinn
fyrir undirlægjuhátt
og kinkuðu vinsam-
lega kolli til náunga
síns en slepptu því að
hneigja sig og beygja.
Steingrímur J. Sig-
fússon virðist vera allt öðruvísi
persónuleiki. Þó hann stefni nú í
það ótrauður að verða framtíð-
arstraujari fyrir Breta og Hol-
lendinga en til þess að geta helgað
sig því starfi verður hann fyrst að
geta pressað.
Ekki dettur Steingrími þó í hug
að pressa betri föt borgarana eins
og Haukur gerði svo afbragðs vel
á sínum tíma, Steingrímur æfir sig
aðallega í að pressa á fólk. Hann
byrjaði með að pressa á þingflokk-
inn sinn, síðan á samþingsfólkið
sitt, seinna á flokkssystkini sín,
svo á kjósendur flokks síns og nú
að lokum þegar hann telur sig
hafa fengið verulega góða æfingu í
pressun, þá gerir hann lokatilraun
til að pressa út úr þjóð sinni heim-
ild handa sér til að strauja kred-
itkort þjóðarinnar í posum Breta
og Hollendinga. Til að standa við
arfavitlausan og ólögmætan rað-
greiðslusamning sem gerður var í
algjörri fljótfærni af skammsýnum
og vanhæfum samningamönnum á
vegum ráðherrans.
Að strauja fjármuni almennings
á Íslandi allt til ársins 2046 ofan í
gengistryggða vasa Breta og Hol-
lendinga, án lögmætrar ástæðu
virðist því vera af hinu góða í
huga Steingríms J. Sigfússonar og
hinnar hreinu vinstri ríkisstjórnar.
Eins og Steingrímur hefur marg-
lýst yfir í opinberum viðtölum þá
er aðeins um að ræða tvo vonda
kosti í Icesave-deilunni, annar
vondi kosturinn er að strauja á
kreditkortið gengisáhættutryggð-
ar raðgreiðslur allt til ársins 2046,
hinn kosturinn sem hann telur
sýnu verri er að strauja ekki og þá
með þeim voðalegu afleiðingum að
háttsettum mönnum í útlöndum
gæti mislíkað við Íslendinga sem
þjóð.
Í stuttu máli sagt, í augum rík-
isstjórnar landsins snýst Icesave-
deilan um framtíðarvinsældir ís-
lenskra pólitíkusa í útlöndum.
Þessar vinsældir á þjóðin nú að
kaupa þeim með því að samþykkja
heimild til straujunar á kred-
itkortinu í atkvæðagreiðslunni
laugardaginn 9. apríl næstkom-
andi. Til að örvæntingarfull, ráð-
þrota og óvinsæl ríkisstjórn geti
gert úrslitatilraun við að kaupa
sér þær vinsældir í útlöndum sem
hún hefur tapað hér heima. Svo er
það lýsandi dæmi um undirlægju-
og afglapaháttinn í öllu þessu
máli, að falast er nú eftir þessum
vinsældum með afborgunum á
gengistryggðum raðgreiðslum til
2046.
Eins og sjá má hér að framan er
ekki margt líkt með Hauki press-
ara og Steingrími straujara.
Annar erfiðaði til að auka sjálfs-
virðingu samborgara sinna, hinn
hefur fram að þessu brotist um á
hæl og hnakka við að auka á nið-
urlægingu samlanda sinna. Sjálfs-
virðing virðist vera eitt af þeim
orðum sem þessi maður hefur
löngu gleymt.
Eftir Reyni
Valgeirsson » Þessar vinsældir á
þjóðin nú að kaupa
þeim með því að sam-
þykkja heimild til
straujunar á kreditkort-
inu í atkvæðagreiðsl-
unni laugardaginn 9.
apríl næstkomandi.
Reynir Valgeirsson
Höfundur er meistari í vélvirkjun
og pípulögnum.
Pressari eða straujari
Erindi: Íslandsljóð
Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
litla þjóð, sem geldur stórra synda,
reystu í verki
viljans merki,-
vilji er allt sem þarf.
Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.
Upp með plóginn. Hér er þúfa á vegi.
Bókadraumnum,
böguglaumnum
breyt í vöku og starf.
Höfundur Einar Benediktsson