Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 39

Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 L.R í rúma þrjá áratugi. Þar kynntist ég leikurum og öðru sviðslistarfólki og fann brátt hve hlýr og hreinskiptinn hóp- urinn í Iðnó var og hvað hinn umtalaði „Iðnó-andi“ var heillandi. Á stuttum tíma leiddi kunningsskapur minn til vin- áttu við þetta greinda og skemmtilega fólk. Þau vináttu- bönd hafa styrkst með árunum. Gréta og Steindór eru þar fremst í hópi meðal jafningja. Nú kveður fjölskylda mín Margréti Ólafsdóttur, einlæga vinkonu okkar, og við þökkum henni af heilum hug einlæga vináttu hennar og allar gleði- stundirnar sem hún gaf okkur á liðnum árum. Við færum Steindóri, Heiðu, Jóni, Steindóri yngra og Mar- gréti yngri einlægar samúðar- kveðjur. Baldvin Tryggvason og Halldóra J. Rafnar. Elskuleg Gréta var stór hluti af okkar lífi. Ef það var einhver stórviðburður í fjölskyldum okkar þá var alltaf eitt af því mikilvægasta að Gréta og Steindór gætu örugglega verið með. Gréta var ekki bara stór hluti af okkar lífi heldur líka barna okkar sem kölluðu hana ömmu Grétu. Það sem ein- kenndi Grétu var gleði. Hún var alltaf brosandi, glöð og geislaði af sér gleði til annarra. Hún vildi öllum vel og hún elsk- aði börn sem hún kitlaði og knúsaði. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Grétu. Einu sinni vorum við á ferðalagi í Portúgal og vorum svo heppin að hitta Steindór og Grétu. Ákváðum að leigja bíl og skoða okkur um í Portúgal, meðal annars skoð- uðum við vestasta hluta Portú- gals sem kallaður er heimsendi. Þar á kletti sem skagar út í Atlantshaf er viti nokkur. Þeg- ar við komum þangað kom í ljós að vitinn var frekar minni en við höfðum búist við. Heyrist þá í Grétu: „Ja, rosalega er þetta nú eitthvað lítill viti. Þetta er eiginlega bara algjör hálfviti.“ Þannig var Gréta, sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllu. Það var svo aðdáunarvert að fylgjast með hjónabandi Grétu og Steindórs, það var svo mikil hlýja á milli þeirra og þau báru svo mikla umhyggju og virð- ingu hvort fyrir öðru, svo sam- hent í einu og öllu. Elsku Stein- dór og Heiða, þið eruð búin að vera stoð og stytta fyrir Grétu í veikindum hennar. Söknuður okkar allra er mik- ill en góðar minningar lifa um yndislega konu sem verður okkur fyrirmynd og ljós í lífinu. Elsku Steindór, Heiða, Jón, Steindór Grétar og Margrét, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi guð vera með ykkur og styrkja á sorgar- stundu. Blessuð sé minning Grétu okkar. Sigríður og Birna Björnsdætur og fjölskyldur. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, Gréta mín. Hjarta mitt er barmafullt af þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast svona yndislegri konu eins og þér. Þú varst engri lík, kunnir öllum betur að elska og gefa af þér. Þú hafðir einstak- lega góða nærveru, svona hjartahlý, opin og skemmtileg eins og þú varst. Þar að auki varst þú frábær leikkona. Það spillti heldur ekki fyrir þínum vinsældum, hvað það var lítið mál hjá þér að reiða fram hlað- borð af kræsingum, hvenær sem maður leit óvænt inn, eins og tíðkaðist í gamla daga. Elsku Gréta, ég veit ekki hvernig þú fórst að þessu, en þú varst stórkostleg guðsbless- un inn í mitt líf og margra ann- arra. Það er alveg ótrúlegt að liðin skuli vera hálf öld síðan kærastinn fór með mig í heim- sókn til Steina frænda síns og Grétu. Ég man hvað ég var rosalega feimin, en mjög spennt að hitta svona fræga leikara eins og ykkur. Feimnin hvarf lönd og leið þegar ég sá ykkur, og ég kolféll fyrir ykkur báðum. Síðan er ég ofurseld ykkur og leikhúsbakteríunni, sem er bara hið besta mál. Gréta mín. Takk fyrir náunga- kærleikann og hjálpsemina við aðra. Þar voruð þið Steindór svo ótrúlega samstillt. Sem dæmi, þegar við Kristinn bjuggum í Lux og komum heim til að láta ferma elsta soninn, Benedikt, þá var það meira en sjálfsagt mál að bjóða okkur að halda veisluna heima hjá ykkur, í Laufásnum, á ykkar yndislega heimili. Þannig að þegar Guð gaf okkur þriðja soninn, mánuði eftir fermingu Benna, kom bara ekkert annað til greina en að láta hann heita Steindór Grét- ar. Það er einhvern veginn erf- itt að minnast þín og segja frá þér, elsku Gréta, án þess að hafa Steindór þinn með. Ég fyllist mikilli hlýju og lotningu, þegar ég hugsa um ykkar sam- band, sem var sérlega náið, kærleiksríkt og fagurt. Sem eiginkona, mamma og amma, fórst þú á kostum og sem amma og afi voruð þið Steindór fullkomin, enda með eindæmum barnelsk bæði og þú alveg sjúk í að kyssa og knúsa öll litlu krílin sem þú náðir í. Takk aft- ur fyrir hvað þú varst alltaf yndisleg, Gréta mín. Ég sé þig fyrir mér, dansandi í dýrðinni hjá Jesú, frjálsa og glaða í leik, um eilífð. Það er ótrúlega gott að eiga þessa fullvissu í hjarta sínu. Elsku hjartans Steindór, Heiða, Jón, Steindór Grétar, Margrét Dóróthea og aðrir ást- vinir: Bið góðan Guð að um- vefja ykkur með kærleika sín- um og gefa ykkur styrk í sorginni. Við höfum öll misst ótrúlega mikið. Við höfum líka mjög mikið að þakka fyrir. Því- líkur sólargeisli og guðsgjöf sem hún Gréta okkar var, allar yndislegu minningarnar sem við geymum í hjörtum okkar getur enginn frá okkur tekið. Við kveðjum þig, elsku Gréta, með sárum söknuði og yfirflæði af þakklæti. Drottinn blessi minningu þína og gefi þér frið um eilífð. Þínir einlægu vinir, Konný, Kristinn, Stein- dór Grétar (Hollandi), Guðjón Ágúst (Balí), Benedikt og fjölskylda (Svíþjóð). Ég kynntist Grétu heitinni í afmæli Félags íslenskra leikara sem haldið var í Þjóðleikhúsinu, þar kom ung kona og gaf sig á tal við mig, þetta var Ragnheið- ur dóttir Grétu og Steindórs Hjörleifssonar, síðan hefur ekki slitnað þráðurinn á milli okkar því hún var svo skemmtileg, henni var alltaf boðið í afmæli okkar Ingu þar sem hún sprell- aði af miklu fjöri. Þegar Hala- leikhópurinn var stofnaður komu þau á sýningar hópsins. Mig langar að þakka Margréti fyrir að vera hún og gefa svo mikið af sér eins og hún gerði í hvert sinn sem við sáum hana. Einu sinni sátum við saman í bílnum hennar að kvöldlagi, hún þurfti að koma við í búð sem var opin einhvers staðar og rataði þangað og þegar hún kom að búðinni þá klappaði hún fyrir sér og hló og fíflaðist, þessi túr sýnir bara hversu yndisleg kona hún var í lifanda lífi. Við Inga sendum Steindóri, Ragnheiði, Jóni, manni Ragn- heiðar, Steindóri Grétari og Margréti Dórotheu okkar inni- legstu samúðarkveðjur. Kristinn G. Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir. ✝ Sigurbjörg Ei-ríksdóttir fæddist 16. sept- ember 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu á Hornafirði 29. mars 2011. Foreldrar Sigurbjargar voru Steinunn Sigurð- ardóttir, f. 1884, og Eiríkur Sigurðsson, f. 1879. Þau bjuggu á Miðskeri í Nesjum. Eiríkur lést 1937, þegar Sigurbjörg var 14 ára, en Steinunn lést 1975. Sig- urbjörg átti fjóra bræður. Eldri voru Benedikt, f. 1914, d. 2002, gæðinga sem náðu til sín mörg- um verðlaunum. Sigurbjörg og Sigfinnur eignuðust fjóra syni. Þeir eru Eiríkur, f. 1942, sam- býliskona hans var Guðrún Ragna Sveinsdóttir, sem nú er látin, Valþór, f. 1947, d. 2007, Sigurður, f. 1953, eiginkona hans er Jóhanna Gísladóttir og búa þau í Stórulág, börn þeirra eru þrjú Árni Már, sambýlis- kona hans er Tinna Rut Sigurð- ardóttir. Yngri eru Smári Þór og Hulda Björg. Yngsti sonur Sigurbjargar og Sigfinns er Páll, f. 1958. Eiginkona hans var Vigdís Ellertsdóttir, þau eign- uðust þrjú börn. Elsti sonur þeirra, Sigfinnur, lést á síðasta ári, aðeins 15 ára gamall, yngri börn þeirra eru Vignir Páll og Elín. Útför Sigurbjargar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 9. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 12. og Sigurður, f. 1918, d. 2006. Yngri voru Rafn, f. 1924, d. 2002, og Hreinn, f. 1931, hann er einn á lífi af þeim systkinum sem öll áttu heima í Nesj- um mestan hluta ævinnar. Eig- inmaður Sig- urbjargar var Sig- finnur Pálsson, f. 1916, d.1989. Þau bjuggu í Stórulág í Nesj- um, þar sem þau ráku mikið myndarbú sem varð með tím- anum vel þekkt fyrir einstaka Sigurbjörg systir mín er látin. Aldin heiðurskona hefur lokið lífs- göngu sinni með sæmd. Hún var fædd á Miðskeri í Nesjum og átti þar heima fram yfir tvítugsaldur. Faðir okkar lést þegar hún var fjórtán ára gömul. Hafði hún ann- ast hjúkrun hans ásamt móður okkar. Varð þetta henni mjög minnisstætt og það fylgdi henni allt lífið að vilja vera til aðstoðar þar sem erfiðleikar steðjuðu að og var skylduræknin við hennar nán- ustu ávallt í fyrirrúmi. Hún lauk hefðbundnu skólanámi en tæki- færi til frekari skólagöngu gáfust ekki. Hún ólst upp í hópi fjögurra bræðra og það kom í hennar hlut að annast heimilið ásamt móður sinni. Hún saknaði þess löngum að mega ekki sinna útiverkum og bú- fénu eins og bræður hennar. Tví- tug að aldri trúlofaðist hún Sig- finni Pálssyni. Þau fluttu saman að Fornustekkum með Eirík son sinn á fyrsta ári. Hún lýsti upphafi búskapar þeirra á þessa leið: „Ég flutti þangað með sængina mína og litla drenginn minn sem heim- anmund og við byrjuðum búskap- inn með bjartsýnina að vega- nesti.“ Árið 1946 fluttust þau að Stórulág og bjuggu þar í sambýli við Sigurð Þórarinsson þar til hann lést 1957, þá keyptu þau jörðina. Hófust nú miklar ræktun- arframkvæmdir og uppbygging á jörðinni og bústofninn stækkaði ört. Synir þeirra fjórir urðu snemma liðtækir til allra verka. Búskapurinn lánaðist vel og heim- ilishaldið einkenndist af rausn og myndarskap. Þótt störfin innan- húss væru umfangsmikil hlífði Sigurbjörg sér ekki við útiverkin. Hún var einkar lagin í umgengni við allar skepnur og skildi vel þarfir þeirra. Ótalin eru þau lömb og kálfar sem hún hjálpaði í heim- inn. Hrossarækt var mikið stund- uð í Stórulág og þaðan eru komnir margir landskunnir gæðingar og átti Sigurbjörg sinn þátt í vel- gengni þeirra. Þrátt fyrir annríki var alltaf nægur tími ef gesti bar að garði. Þar var alltaf hús- og hjartarými. Gestum var fagnað og húsfreyjan setti kjöt í pott eða dró fram nýbakaðar kleinur og allir fóru þaðan með mettan maga og þakklæti í huga. Mörg börn og ungmenni komu til sumardvalar í Stórulág, sum ár eftir ár og minn- ast þau verunnar þar og hjarta- hlýju Sigurbjargar með þakklæti. Sigurbjörg unni öllum gróðri jarð- ar og kom sér upp fallegum garði sem blasti við úr eldhúsgluggan- um hennar. Þar gaf að líta tré, runna og litfögur blóm, sem glöddu augað. Hún söng með kirkjukórnum um árabil. Hún var einstaklega ljóðelsk og kunni ógrynni af ljóðum. En árin líða og tíminn vinnur sín verk. Sigfinnur deyr árið 1989. Sigurður sonur þeirra hefur þá tekið við búinu. Sigurbjörg flytur eftir nokkur ár á Höfn. Valþór var þá orðinn rúm- liggjandi og henni þótti vænt um að geta verið nálægt honum í veik- indum hans. Á hjúkrunarheim- ilinu naut hún frábærrar umönn- unar sem létti henni síðustu stundirnar. Á hljóðan og kyrrlát- an hátt kvaddi hún þetta líf. Við fjölskyldan þökkum henni vináttu og tryggð og kveðjum hana með ljóðlínum sem voru henni hugleiknar undir ævilokin. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðmundsson) Hreinn Eiríksson. Nú þegar kemur að kveðju- stund og leiðir skilur um sinn rifj- ast upp margar minningar tengd- ar henni Sigurbjörgu frænku minni. Aðallega eru þær þó frá mínum yngri árum þegar ég átti því láni að fagna að fá að dvelja hjá þeim hjónum, henni og Sigfinni. Að fá að fara inn í Stórulág og vera þar um lengri eða skemmri tíma var eitthvað sem snáðinn frá Sunnuhvoli naut til hins ýtrasta. Í minningunni var hún Sigur- björg frænka mín ofurkona. Þessi smávaxna en þó sterkbyggða, hnellna, hressa og hláturmilda kona virtist geta allt. Hún var allt- af að og gekk í öll þau verk sem þurfti að vinna en virtist þó alltaf geta gefið sér tíma til allra skap- aðra hluta. Þegar við snáðarnir risum úr rekkju á morgnana var hún oftast löngu vöknuð og tekin til við að sinna hinum ýmsu úti- og inniverk- um og mér er það minnisstætt að oftar en ekki var það hennar síð- asta verk á kvöldin að slökkva á ljósavélinni. Síðan heyrði maður hana hlaupa léttfætta upp stigann. Þá var komið kvöld og reyndar oft liðið á nótt í Stórulág og tími til að fara að sofa. Á milli verka lét hún sig svo ekki muna um að bera fóður í mannskapinn því henni var um- hugað um að við karlpeningurinn fengjum nóg að borða og það var alltaf gott að koma inn í matar- og kaffitímum í Stórulág. Þá gekk maður á ilminn af nýsteiktu lambalæri eða kleinum sem bland- aðist saman við sterka lyktina af „grúnóinu“ úr pípunni hans Sig- finns og þar varð til þessa sérstaka Stórulágarlykt sem ég fann hvergi annars staðar. Þrátt fyrir mikið annríki og daglegt bras þá gaf hún sér hins vegar alltaf tíma til að setjast nið- ur og spjalla við mann og segja sögur. Hún var mér ætíð hjálpsöm þann tíma þegar ég dvaldi hjá henni innfrá og kenndi mér ým- islegt sem hefur komið sér vel í seinni tíð. Hún og Valþór kenndu mér til dæmis ungum snáðanum að svindla í spilum og að þeirri kunnáttu bý ég enn þann dag í dag. Mér er það líka minnisstætt og við rifjuðum það oft upp og hlógum að því í seinni tíð þegar ég bað hana um að hjálpa mér að vernda hann Gunnar bróður minn svo að Sigfinnur gerði hann ekki að sjálf- stæðismanni. En þó glensið og glaðværðin einkenndi hana frænku mína oftar en ekki þá hafði hún sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og var þá oft ómyrk í máli. Þá gat hún verið snögg upp á lagið og það gustaði af henni að hætti okkar Miðskersmanna. Fyrir tæpum mánuði heimsótti ég Sigurbjörgu á hjúkrunarheim- ilið á Höfn. Þó hún væri þá orðin rúmföst og þrotin að kröftum þá náðum við samt að spjalla saman en líkt og áður hafði hún mestan áhuga á að spyrjast fyrir um mig og mitt fólk. Fyrir þá stund sem og allar aðrar stundir sem ég átti með henni frænku minni er ég þakklátur í dag. Síðustu ár reyndust Sigur- björgu erfið en nú er komið að leiðarlokum. Hún hefur svarað kallinu sem bíður okkar allra því það er jú lífsins gangur að lifa og deyja. Eftir situr minning um merka konu. Við Svana sendum Eiríki, Sigga og Palla, þeirra fjölskyldum og öðrum skyldmennum innilegar samúðarkveðjur. Karl Rafnsson. Meira: mbl.is/minningar Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson.) Sigurbjörg frá Stórulág er lát- in. Margar góðar minningar á ég frá þeim tíma er við bjuggum báð- ar í Nesjasveit og fólk mátti vera að því að skreppa í heimsóknir. Allt frá þeim tíma var hún mér góð vinkona. Áttum við margar góðar stundir saman, ræddum málin og margt bar á góma sem var bara okkar. Gott var að eiga hana að sem trúnaðarvin. Sigurbjörg var sterkbyggð og traust. Ekkert verk vafðist fyrir henni, hvort heldur voru útiverk eða heimilisstörf. Hún skilaði sínu hlutverki af elju og samviskusemi. Það var ekki hennar lífsstíll að kvarta. Hennar metnaður var að leysa hvert verk svo af hendi að ekki þyrftu aðrir þar um að bæta. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Vöku, var lengi í stjórn félagsins og lá ekki á liði sínu við þau störf sem félagið tók að sér svo sem kaffiveitingar, leik- sýningar og ekki síst umhirðu á kirkjugarðinum, sem var henni mikið metnaðarmál. Til margra ára söng hún með kirkjukórnum en það gerði hún einungis sér til ánægju. Sem ung stúlka átti hún sér drauma eins og að læra að spila á orgel og nema hjúkrunarfræði en af því varð nú ekki. Ungu stúlk- unni á Miðskeri var ætlað annað hlutverk í lífinu. Rauðhærði og hugumstóri pilturinn frá Hoffelli hann Sigfinnur fangaði hana og saman reistu þau sér bú á vild- arjörðinni Stórulág og bjuggu þar rausnarbúi. Sigurbjörg hafði fastmótaðar skoðanir, hún gat farið geyst líkt og húsfreyjan á Bergþórshvoli en hún var drengur góður og var vin- ur vina sinna, aðrir skiptu hana litlu máli. Hún var mikið náttúrubarn og hafði glöggt auga fyrir umhverf- inu enda alin upp í einni fegurstu sveit landsins en frá Miðskeri, æskuheimili hennar, er óvíða feg- urra útsýni til allra átta. Hún bjó sér lítinn gróðurreit austan við bæinn sinn Stórulág sem hún með stolti sýndi gestum og gangandi sem leið áttu um hlaðið. Svo var boðið í bæinn upp á kaffi og dýrindis kruðirí. Hún hafði alla tíð verið heilsu- hraust en svo fór óminnið að hrjá hana. Síðastliðið sumar er ég heimsótti hana á hjúkrunarheim- ilið á Höfn töluðum við helst um góðu gömlu dagana og fór hún með vísur og sálma fyrir mig. Þakka ég henni fyrir þá stund sem og margar aðrar. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Guð blessi minningu Sigur- bjargar frá Stórulág. Ásta Karlsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þetta ljóð kemur upp í hugann og á vel við er við kveðjum þig, elsku Sigurbjörg, og þökkum þér samfylgdina, alla þína vináttu og tryggð. Þær eru margar góðar minn- ingarnar sem leita á hugann og hafa gert undangfarna mánuði. Minningar sen við geymum og munum ylja okkur við. Minningar um góða vinkonu sem ekki bar sínar tilfinningar á torg. Minning- ar úr eldhúsinu í Stórulág, þar sem oft var mannmargt og fjörugt. Minningar notalegra stunda yfir myndaalbúmum á „nýja heimilinu“ á Höfn. Minning- ar á hjúkrunarheimilinu, hönd í hönd, þrekið þitt á þrotum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þökkum þér samfylgdina, kæra vinkona, og felum þig góðum Guði á vald. Þínir vinir, Ingibjörg, Þrúðmar og fjölskylda. Sigurbjörg Eiríksdóttir Okkur þótti vænt um okkar kæra vin, Kára. Hann Kári Þorleifsson ✝ Kári Þorleifs-son fæddist í Reykjavík 16. mars 1982. Hann and- aðist á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 16. mars 2011. Útför Kára var gerð frá Áskirkju 25. mars 2011. brosti alltaf þegar við sáum hann á böllun- um og vildi kók og súkkulaði. Og svo sáum við hann í skól- anum. Hann var alltaf brosandi þegar hann heilsaði okkur. Í Ási var hann líka alltaf brosandi þegar hann gekk til systur sinnar. Rós Marí (Didda), Kristrún og Hugrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.