Morgunblaðið - 09.04.2011, Síða 41

Morgunblaðið - 09.04.2011, Síða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Systrakveðja „Um dauðans óvissan tíma“. Þessi orð koma upp í hugann þegar við stöndum frammi fyrir þeirri djúpu sorg sem fráfall bróð- ur okkar veldur, enginn veit hve- nær eða hvar dauðinn ber næst að dyrum, og þó að við vitum að hann bíður okkar allra erum við samt alltaf jafnóundirbúin og varnar- laus gagnvart honum. Sverrir sýndi sannkallaða hetjulund í baráttu sinni við vá- gestinn. Hann stóð meðan stætt var. Það kom ekki á óvart, dugn- aður og ósérhlífni var svo ríkur þáttur í hans eðli. Alltaf var hann rokinn til ef einhvern vantaði að- stoð, þá stóð ekki á honum að hlaupa undir bagga. Hjálpsemi hans átti sér engin takmörk. Starf hans við stjórnunar- og fé- lagsstörf hjá Kíwanishreyfingunni í áratugi átti svo sannarlega við hann og þar átti hann góða vini. Hans góði húmor brást honum ekki til síðasta dags og hjálpaði án efa til að sætta sig við orðinn hlut, hann var ekki að slá ryki í augu sín, hann vissi að hverju stefndi. Við ræddum mikið saman þessa síðustu mánuði um lífið og rifjuð- um upp gamla daga, vorum þakk- lát fyrir hamingjuríka bernsku og sterka vináttu okkar systkinanna, og þó við værum ekki alltaf að hitt- ast var kærleikurinn milli okkar allaf til staðar. Mikil sorg er kveðin að Svan- björgu sem missir eiginmann og besta vin og biðjum við æðri mátt- arvöld að styrkja hana, dæturnar og alla fjölskylduna. Við kveðjum elsku bróður okk- ar að leiðarlokum með miklum söknuði og aldraður faðir kveður og syrgir son sinn. Biðjum við Sverri í friði að fara. Við þökkum fyrir allt og allt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Ólöf Ágústa Karlsdóttir og Sólveig Jónina Karlsdóttir. Nú þegar ég kveð Sverri frænda koma ýmsar góðar minn- ingar upp í hugann. Þú sem varst alltaf svo glaður þegar ég sá þig og hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem ég var að gera. Þegar ég var yngri er mér minnisstæðast að þú varst alltaf með Tópaspakka í brjóstvasanum og ekki ósjaldan sem þú bauðst mér. Þú varst alltaf svo ótrúlega stoltur af fjölskyldu þinni sem sannast á því að þú varst svo ótrú- lega spenntur í byrjun þessa árs þegar þú fréttir að ég væri að kaupa mína fyrstu íbúð. Þú hlakk- aðir svo mikið til að koma í heim- sókn og sjá hana og þiggja kaffi. Þessi ótrúlegi vilji, barátta og æðruleysi sem þú sýndir í þínum erfiðu veikindum staðfesti að þú varst ekki tilbúinn að gefast upp og ætlaðir að sigra, en því miður gekk það ekki. Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku Sverrir, þín verður sárt saknað en minning- arnar lifa áfram. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Sverrir Karlsson ✝ Sverrir Karls-son fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1946. Hann lést á deild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut 28. mars 2011. Útför Sverris fór fram frá Dóm- kirkjunni 8. apríl 2011. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Íris Hrönn. Í dag kveðjum við hjónin góðan vin. Árið 1992 gekk ég í Kiwanis- klúbbinn Esju og kynntist Sverri. Þar tókst með okkur góð vinátta og hélst sú vinátta alla tíð og urðu konurnar okkar líka góðar vinkon- ur. Við fórum saman í ferðalög bæði innanlands og utan, meðal annars til Spánar og í Evrópuferð og var alltaf glatt á hjalla hjá okk- ur. Mörg undanfarin áramót hitt- umst við hjá okkur á Grettó og átt- um ánægjulegar stundir saman. Oft fórum við ásamt öðrum Kiw- anisfélögum og konum í helgar- ferðir í sumarbústað Esju og átt- um mjög góðar stundir. Ófáar vinnuferðir voru farnar í Esjulund með félögum og eiginkonum og var þá oftar en ekki grilluð hásing að hætti hússins og eftir frágang var farið í heita pottinn og þreytan látin líða úr skrokknum og heims- málin og framtíðin skeggrædd fram og til baka. Bóngóður varstu og alltaf var gott að leita til þín. Ekki stóð á að- stoð frá þér þegar við vorum að taka húsið okkar í gegn, bæði að utan og innan. Kæri vinur, þú stóðst ávallt keikur í þínum veikindum og ætl- aðir alltaf að sigrast á þeim en þú þurftir að lúta í lægra haldi. Sverr- ir minn, þín verður sárt saknað. Elsku Svanbjörg og fjölskylda. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi guð geyma ykkur og styrkja. Hilmar og Edda. Við Sverrir ólumst upp saman á Vesturgötunni. Barnæska okkar er mér ógleymanleg því það var svo gaman nema þegar Sverrir datt í sjóinn. Við stálumst niður að höfn að skoða skipin. Við gengum upp landganginn á Lagarfossi en þá datt Sverrir í sjóinn. Honum til happs voru menn mjög snöggir til og hífðu hann upp. Sverrir hresst- ist fljótt og hvílík gleði að sjá hann koma hressan heim. Það voru ekki fleiri ferðir farnar niður á höfn í bráð. Þegar veðrið var það vont að ekki var hægt að vera úti að leika þá sátum við oft í glugganum heima með litla minnisbók og skrifuðum upp bílnúmerin á öllum bílum sem keyrðu Vesturgötuna. Pabbi átti verslun þar sem við Sverrir vorum mikið og vildum við hjálpa til með að vigta ýmsar vörur. Sverrir var meira að vigta sveskjur en ég rúsínur og fórum við þá að kalla hvor annan Sverri sveskju og Dóra rúsínu og það höfum við gert alla tíð síðan. Við fórum einu sinni til Siglu- fjarðar. Á heimleiðinni gerðist spaugilegt atvik. Við vorum að keyra Hvalfjörðinn í brjáluðu veðri þegar Sverrir þurfti að pissa en það var ekki hægt að stoppa. Mamma hafði tekið með kopp og segir við Sverri að pissa bara í koppinn. Sverrir gerir það, mamma tekur koppinn, skvettir úr honum út um gluggann en vindurinn feykti öllu inn aftur og beint framan í okkur Sverri. Fyrst kom oj bara en svo var hlegið. Í fermingarveislunni hjá Sverri vorum við kjafta saman svolítið hátt og þá segir presturinn allt í einu: Þið ættuð nú bara að halda ykkur saman. Við litum hissa á hann en þá bætti hann við: Ég meina vinskapnum, og það gerð- um við. Þegar við vorum 14 og 12 ára fengum við að fara í Þórsmörk. Sú ferð var eitt ævintýri. Okkur leist nú ekkert á að tjalda í Langadal því þar var mikill hávaði og læti. Við fórum því yfir í Húsadal. Við ætluðum með síðustu ferð heim á mánudagskvöldinu. Við komum í Langadal um níuleytið og skildum þá ekkert í því hvað allt var hljótt. Ferðinni hafði verið flýtt en þar sem við vorum í Húsadal hafði gleymst að láta okkur vita. Það vildi okkur til happs að þarna var einn maður og var hann á jeppa. Hann fór með okkur að Stóru- Mörk og sváfum við í hlöðunni. Daginn eftir fengum við far með mjólkurbíl á Selfoss og svo rútu til Reykjavíkur. Þegar við erum á Suðurlandsbrautinni þá kemur til- kynning í útvarpið: Lýst er eftir ungum drengjum sem fóru í Þórs- mörk á föstudag. Svo kom lýsing á okkur. Þetta var skrýtið að heyra. Svo komu unglingsárin og leiðir okkar skildi en við vissum alltaf hvor af öðrum. Fyrir nokkrum ár- um lágu leiðir okkar saman á ný þegar Sverrir hóf störf hjá sama fyrirtæki og ég. Ég á svo margar góðar minn- ingar um góðan dreng og vin sem ég kem ætíð til með að geyma í huga mínum. Hafðu þakklæti fyrir það, Sverrir, að ég fékk að vera sam- ferða þér þennan hluta ævi minn- ar. Kæri vinur, hvíl í friði og Guð varðveiti þig. Elsku Svanbjörg, Kalli, Ólöf, Sólveig og fjölskyldur, ég bið góð- an Guð að styðja ykkur og styrkja á þessari sorgarstundu. Halldór Björnsson. Elsku kæri vinur, í dag kveðj- um við þig með sorg og söknuði í hjarta. Það er erfitt að kveðja og vita að þú sért ekki lengur á meðal okkar og hugsa til þess hvað stutt er síðan stórt skarð var hoggið í fjölskylduna ykkar. Þú komst inn í líf okkar þegar þú kynntist æsku- vinkonu okkar, Svanbjörgu, sem þú síðar giftist og tókst að þér dætur hennar tvær, Elínu Björgu og Gunnu Siggu, sem voru þá smástelpur. Þeim reyndist þú sá besti fósturpabbi sem þær hefðu getað fengið og þær elskuðu þig alla tíð. Á hugann sækja allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem við Heiðar og dætur okkar eigum af ykkur og stóra vinahópn- um okkar, sem flest ólumst upp í sama hverfinu. Allar útilegurnar, sumarbústaðaferðirnar og svo ótal margt annað. Þú féllst strax inn í vinahópinn með þinni rólegu og hlýju framkomu. Í okkar fjöl- skyldu eru þó kærastar minning- arnar um þig frá smalamennsk- unni í sveitinni okkar, heima í Efra-Firði. Þar naustu þín í botn og hlakkaðir til allt árið að fá að koma aftur að hausti. Það er ekki langt síðan þú kvaddir Fríðu Ruth, dóttur okkar og Daða, manninn hennar með orðunum „ég fer upp á Heiðina í haust“. Þá varst þú orðinn veikur, en ekki ór- aði okkur fyrir því að svona stutt yrði í endalokin. Réttirnar munu aldrei verða þær sömu án þín. Þú sýndir mikinn dugnað og æðru- leysi og ætlaðir að komast í gegn- um þetta allt saman. Þvílík hetja sem þú varst, elsku vinur. Þú varst einstaklega ljúfur, góður og traustur vinur okkar þar sem aldrei bar skugga á. Fyrir það verðum við þér ævinlega þakklát. Það var svo yndislegt að sjá stolt og glitrandi augu þín þegar þú tal- aðir um barnabörnin ykkar og gullmolana þrjá, barnabarnabörn- in. Þá kom þinn innri maður í ljós. Við lofum þér því, elsku vinur, að vera til staðar fyrir Svan- björgu. Við kveðjum þig, vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakkað skal allt sem við áttum með þér, það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. (Aðalheiður Hallgrímsdóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíl í friði, elsku vinur. Elsku hjartans Svanbjörg mín, Elínbjörg, Bjössi, Gunna Sigga, Bessi, barnabörn og barnabarna- börn, Megi góður guð umvefja ykkur hlýju og kærleika og styrkja ykk- ur í sorginni. Þínir vinir, Sigríður og Heiðar. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Esju Kallið er komið. Ekki endilega óvænt en alltof fljótt. Sverrir Karlsson varð að láta í minni pok- ann eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann háði baráttuna af miklum dug og lét ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Með aðdáun- arverðri jákvæðni og hugrekki tókst hann á við veikindi sín fram á síðasta dag. Sverrir gekk í Kiwanisklúbbinn Esju fyrir 32 árum og var ötull í öllum störfum sínum fyrir klúbb- inn og hreyfinguna. Hann gegndi öllum helstu embættum klúbbs- ins, var meðal annars forseti hans tvisvar og átti að taka við því emb- ætti í þriðja sinn þegar hann kenndi sjúkdómsins. Sverrir vann líka á vegum Kiwanisumdæmis- ins, var svæðisstjóri Þórssvæðis og formaður K-dagsnefndar. K- dagur er landsverkefni hreyfing- arinnar til stuðnings þeim er við geðræna sjúkdóma glíma. Þar vann hann mikið og gott starf. Sverrir var ekki síður öflugur liðs- maður klúbbsins hvort sem var í félagsstarfi hans eða fjáröflun. Flugeldasala hefur um árabil ver- ið aðalfjáröflun klúbbsins og var eftir því tekið hversu duglegur og óeigingjarn Sverrir var á þeim vettvangi, enda oft fenginn til að stýra því starfi. Það var gott að vera með honum í leik og starfi. Sverrir átti sér fleiri áhugamál en Kiwanishreyfinguna, en hugsjón- um hennar og verkum var hann einlægur og heill. Svanbjörgu, eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum, sem hann unni svo mjög, sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Missir þeirra er mik- ill. Að leiðarlokum kveðjum við góðan félaga og vin og þökkum honum samfylgdina á liðnum ár- um. Minning hans lifir. Guðmundur Pétursson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÞORSTEINSSON frá Bægisá, Stapasíðu 10, Akureyri, lést sunnudaginn 3. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 13.30. Unnur Herbertsdóttir, Þorsteinn Baldursson, Ceniza Iris, Ingimar Þór Baldursson, Birgir Baldursson afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOLVEIG PÉTURSDÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 6. apríl. Útför verður auglýst síðar. Ingunn Péturs, Óðinn Sörli Ágústsson, Helga Rúna Péturs, Valdimar Agnar Valdimarsson, Gabríel Pétur Óðinsson og Tinna Björt Valdimarsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Staðarbakka 20, andaðist á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 6. apríl. Jóhanna Stefánsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUÐMUNDSSON verkfræðingur, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk aðfara- nótt þriðjudagsins 5. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 14. apríl kl. 13.00. Steinunn H. Ólafsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Ómar Þór Árnason, Sverrir Pétursson, Fríðgerður Baldvinsdóttir, Guðmundur Þór Pétursson, Harpa Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, systir og vinkona, SÆUNN RAGNARSDÓTTIR, andaðist mánudaginn 4. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 12. apríl kl. 15.00. María Birgisdóttir, Héðinn Óli Sæunnarson, Víðir Ingólfur Þrastarson,Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir, Svavar Bergdal Þrastarson, Nökkvi Hlynsson, Sól Guðmundsdóttir, Gabríela Ósk Víðisdóttir, Kamilla Líf Víðisdóttir, Tristan Víðisson, systkini og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA RÓS EINARSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði fimmtu- daginn 7. apríl. Útförin verður tilkynnt síðar. Jónatan Kristjánsson, Ingibjörg Jónatansdóttir, Sigurbjörn Jónsson, Einar Þór Jónatansson, Brynhildur Birgisdóttir, Björg Jónatansdóttir, Jón Hauksson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur okkar og bróðir, VILMUNDUR KARL RÓBERTSSON, Vatnsnesvegi 27, Keflavík, lést sunnudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 13. apríl kl. 14.00. Brynjar Már Vilmundarson, Þórunn Ólafsdóttir, Róbert Tómasson, Linda Björk Guðjónsdóttir, Lára Brynjarsdóttir, Einar Júlíusson, Kristinn Bjarnason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óskar Róbertsson, Sigrún Ásmundsdóttir, Hermann Helgason, Rúna Einarsdóttir, Guðrún Lára Róbertsdóttir, Lasse Daniel Kristensen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.