Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 43
sem ekki kom á réttum tíma. Við
bárum takmarkalaust traust til
Einars og höfðum það alltaf á
tilfinningunni að það væri gagn-
kvæmt.
Ekki skal því gleymt hér að
Prjónaver var ekki bara Einar
Árnason heldur líka Árni Ein-
arsson. Árni stóð eins og klettur
við hlið föður síns og var það
Einari alltaf mjög mjög mikils
virði. Það var fastur liður í
heimsókn okkar hjónanna til Ís-
lands að Hulda bauð upp á kaffi
og meðlæti og það ekki af verri
endanum. Voru þessi kaffiboð
ýmist á heimili þeirra í Goð-
heimunum eða á Hvolsvelli. Við
hjónin erum þakklát fyrir að
hafa fengið að vinna með slíkum
heiðursmanni um 20 ára skeið.
Við sendum Huldu, börnum
hennar og barnabörnum og allri
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Andrés og Eva-Maria.
Enn fækkar frumbyggjunum
á Vallarbrautinni á Hvolsvelli.
Kvaddur hefur verið hinstu
kveðju Einar Árnason, raf-
virkjameistari, sem var mikill
áhrifamaður í samfélaginu hér á
Hvolsvelli og í Rangárvallar-
sýslu allri. Foreldrar hans, þau
Margrét Sæmundsdóttir og
Árni Einarsson, póst- og sím-
stöðvarstjóri á Hvolsvelli, voru
einnig mikið áhrifafólk hér og
einir af frumbyggjunum. Einar
nam rafvirkjun á þeim tíma þeg-
ar rafvæðing sveitanna var að
hefjast en rafmagnið olli bylt-
ingu á Íslandi og þóttu rafvir-
kjarnir líkari galdramönnum en
mennskum mönnum enda raf-
magnið og áhrif þess göldrum
líkast. Lengi vann Einar hjá
Kaupfélagi Rangæinga og stýrði
rafmagnsverkstæði þess félags
um áraraðir. Gamla rafmagns-
verkstæðið hýsir nú veitinga-
stað við Hvolsveginn á Hvols-
velli og er lýsandi fyrir
breytingarnar í byggðarlaginu.
Síðar stýrði Einar prjónastofu
kaupfélagsins og eignaðist síðar
sína eigin prjónaverksmiðju,
prjónastofuna Prjónaver sem
hann rak í gegnum þykkt og
þunnt og var sjálfstæður at-
vinnurekandi í héraði um langt
árabil. Einar lét sig einnig varða
málefni samfélagsins með öðr-
um hætti því hann var, eins og
faðir hans, hreppsnefndarmað-
ur í Hvolhreppi hinum forna,
sem nú er hluti af sameinuðu
sveitarfélagi okkar, Rangár-
þingi eystra. Einar var ötull
sveitarstjórnarmaður og var
einn af þeim sem áttu stóran
þátt uppbyggingu gagnfræða-
skólans á Hvolsvelli, ásamt öðr-
um sveitarstjórnarmönnum og
hinum farsæla skólastjóra Trú-
manni Kristíansen. Gagnfræða-
skólinn var mikið framfaraskerf
því þá gátum við sem nutum
nýja skólans verið lengur heima
við nám en áður hafði tíðkast.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera í fyrstu árgöngun-
um sem útskrifuðust úr þeim
skóla, en áður þurftu nemendur
að ljúka lands- og gagnfræða-
skólanámi t.d. frá Skógaskóla.
Nú hafa sveitarfélögin sem tóku
þátt í uppbyggingu skólans sam-
einast í eitt sveitarfélag. Með
samvinnu um gagnfræðaskól-
ann var e.t.v. sá upptaktur sleg-
inn. Einar var gæfumaður í
einkalífi, giftist sæmdarkon-
unni, Huldu Sigurlásdóttur og
eignaðist með henni Margréti,
Árna og Aðalheiði, gamla og
góða leikfélaga mína og systra
minna. Að leiðarlokum þakka ég
f.h. sveitarfélagsins Einari fyrir
brautryðjandastarf í samfélagi
okkar. Við sem um hríð vinnum
að málefnum sveitarfélaga meg-
um aldrei gleyma því að á undan
okkur hefur starfað fólk sem
rutt hefur veginn. Einar var
einn þeirra. Huldu og fjölskyldu
hennar votta ég dýpstu samúð,
minningin lifir um dugmikinn
brautryðjanda.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Mig langar að
minnast elskulegrar
fyrrverandi tengdamóður minnar,
Guðlaugar Hallbjörnsdóttur, í
nokkrum orðum. Ég kynntist
Laugu 19 ára gömul þegar Sævar
kom með mig í Sörlaskjólið til að
kynna mig fyrir mömmu sinni, afa
og móðurbróður. Frá þeim degi
höfum við verið perluvinkonur og
aldrei komið hnökrar á okkar vin-
áttu þó svo að leiðir okkar Sævars
hafi skilið. Hún tilkynnti mér það
þegar við Sævar skildum að ég
mundi sko ekki skilja við hana og
það stóðst, betri tengdamömmu
var ekki hægt að eignast. Eign-
aðist ég margar góðar vinkonur í
gegnum hana, því að allar hennar
vinkonur urðu mínar vinkonur.
Og ekki versnaði samband okkar
þegar Siggi Jói fæddist, fyrsta
barnabarnið hennar og stoltið
hennar. Þegar ég flutti norður á
Sauðárkrók þá var mér tilkynnt
að ég ætti alltaf pláss hjá henni
þegar ég kæmi í bæinn.
Ekki get ég gleymt hve hjálp-
söm hún var mér í veikindum
Sigga Jóa. Öll árin sem við þurft-
um að koma hingað suður vegna
veikinda hans. Þá kom aldrei ann-
að til greina en að við værum hjá
henni, þó svo að hver heimsókn
væri 1-2 mánuðir, það skipti engu
máli. Og þegar ég eignaðist Arnar
Má, þá sagði hún við mig „ég ætla
bara að láta þig vita það, Margrét,
að ég verð sko amma þessa barns
líka“ og það sýndi hún og sannaði.
Drengirnir mínir eru mjög ríkir
að hafa átt hana fyrir ömmu.
Eftir að Arnar Már og Elsa
fluttu til Noregs þá vildi hún alltaf
fá að vita hvernig gengi hjá þeim
og drengjunum þeirra. Þegar ég
fór núna um jólin til Noregs þá
kom hún til mín með sokka og
Guðlaug Sigríður
Hallbjörnsdóttir
✝ Guðlaug Sig-ríður Hall-
björnsdóttir, fv.
matráðskona,
fæddist á Seyð-
isfirði, 14. apríl
1926.
Útför Guðlaugar
fór fram frá Nes-
kirkju 7. apríl 2011.
vettlinga, sagði að
ekki muni veita af í
kuldanum. Þær eru
ófáar stundirnar
sem við áttum sam-
an bæði hér og í
Bandaríkjunum. Var
oft glatt á hjalla hjá
okkur í þessum ferð-
um okkar. Síðasta
langa ferðin okkar
var fyrir 4 árum. Þá
fórum við í Skaga-
fjörðinn og skemmtum okkur vel.
Þá gisti Lauga hjá Báru föður-
systur minni og skemmtu þær sér
konunglega saman. Sátu og spjöll-
uðu um alla heima og geima,
prjónuðu og drukku „Ammarúll-
ar“ eins og þær kölluðu það. Alltaf
var gaman að koma til hennar, ég
leit oft við hjá henni þegar ég var á
leið úr vinnu eða skrapp til hennar
í hádeginu til að fá mér snarl með
henni. Oft sátum við bara og
prjónuðum saman og spjölluðum.
Hún sagði mér margar skemmti-
legar sögur frá sínum ungdóms-
árum og oft fannst mér við vera á
svipuðum aldri, hún var svo ung í
anda og lífsglöð. En fyrst og
fremst er í huga mér þakklæti fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þess-
ari einstöku konu. Það sem hún er
búin að hjálpa mér í gegnum tíð-
ina er alveg ómetanlegt. Stuðn-
ingur hennar og styrkur var ein-
stakur. Hún var stoðin mín og
styrkur í veikindum og fráfalli for-
eldra minna og Steina. Get ég
aldrei fullþakkað fyrir það. Arnar
og Elsa biðja fyrir hjartans kveðj-
ur með þakklæti fyrir allt. Við eig-
um öll eftir að sakna þín mikið. En
mestur er þó söknuðurinn hjá fjöl-
skyldunni. Elsku Sævar, Hrönn,
Siggi Jói, Hilmar Kári, Gullý,
Maggi og fjölskyldur, guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Elsku Lauga mín, Guð geymi
þig og blessi. Hvíldu í friði.
Þín fyrrverandi tengdadóttir,
Margrét Sigurðardóttir.
Ég var í vinnunni þegar ég fékk
símtal frá barnsföður mínum þar
sem hann sagði mér að amma
hans hefði dáið þá um nóttina.
Þetta voru viðbúnar fréttir þar
sem hún hafði verið lasin um tíma
svo við vissum hvert stefndi hjá
henni svo allmörg tár hafa fallið
yfir að þurfa að kveðja hana.
Með henni fór góð kona sem
átti risastórt hjarta handa öllum
sem kynntust henni og hún hafði
alltaf pláss fyrir fleira fólk í kring-
um sig. Hún hjálpaði mörgum á
sinni löngu lífsleið og fékk m.a.s.
fálkaorðuna fyrir að hafa hjálpað
nýbúum undanfarin þrjátíu ár og
stóð heimili hennar ávallt opið fyr-
ir þau.
Amma Lauga veitti mér mikinn
stuðning þegar ég var í námi með
börnin mín lítil, hennar lang-
ömmubörn. Hún gætti þeirra oft
þegar ég þurfti þess, bæði vegna
skólans og eins til að stunda fé-
lagslífið. Oft hlustaði hún á mig
þegar ég þurfti öxl til að skæla á
og trúði á mig þegar ég hafði ekki
trú á sjálfri mér. Ég efast um að
ég hefði komist í gegnum nám
mitt ef ég hefði ekki haft stuðning
hennar og er ég henni ævinlega
þakklát fyrir það.
Samband barnanna minna við
ömmu þeirra var náið og þó að hin
síðustu ár hafði heimsóknum
fækkað, þá þótti þeim alltaf gott
að koma til hennar. Einu sinni,
sem oftar, voru börnin í nætur-
gistingu hjá henni þegar litli bróð-
ir þeirra fæddist og kom hún með
þau strax í heimsókn um morg-
uninn svo þau gætu séð hann í
fyrsta sinn. Það var því stolt
mamma sem tók á móti eldri börn-
um sínum og kærri vinkonu til að
sýna nýjasta afsprengið og þótti
ástæða til að taka mynd af öllum
börnunum með ömmu Laugu.
Því miður var þetta eitt af síð-
ustu skiptum sem ég hitti ömmu
Laugu áður en hún veiktist.
Fyrsta skiptið sem ég heimsótti
hana á spítalann var ég alls ekki
viss um að hún myndi þekkja mig,
en þegar ég kynnti mig þá spurði
hún: „Er þetta Selma mín?“ – og
var alveg með á nótunum þegar ég
talaði um langömmubörnin henn-
ar. Það gladdi mig og gaf mér von
um að hún myndi ná sér aftur á
strik en það reyndist skammgóð-
ur vermir.
Börnin mín búa vel að því að
hafa kynnst ömmu Laugu og eiga
góðar minningar um hana sem
þau munu ekki gleyma. Hvíldu í
friði.
Selma.
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
✝ Oddur Helga-son fæddist á
Gvendarstöðum í
Kinn 28. desember
1926. Hann lést að
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 6. mars
2011. Oddur var
sonur hjónanna
Helga Jónassonar
grasafræðings og
bónda á Gvend-
arstöðum og konu
hans Halldóru Jónsdóttur frá
Fornastöðum. Oddur var sjötti í
röð átta systkina. Elstur var Jón-
as, f. 1918, d. 2006, næstur var
Ingi, f. 1919, d. 1984. Ingi var
kvæntur Guðnýju Þórhallsdóttur
frá Ljósavatni og eignuðust þau
fjögur börn. Rannveig, f. 1921,
hennar maður var Þorvaldur
Helgason úr Reykjavík og eign-
aðist hún einn son. Forni, sem bjó
á Gvendarstöðum alla tíð, f.
1923, d. 1981. Sæmundur, f.
1925, d. 2008, kvæntist Guð-
björgu Guðmundsdóttur frá Haf-
þórsstöðum í Norðurárdal, þau
eiga fimm börn. Jórunn, f. 1928,
maður hennar var Guðmundur
A. Jónsson og á hún
eina dóttur. Yngst
er Kristín, f. 1930,
hún á einn son.
Oddur ólst upp á
Gvendarstöðum og
gekk í Alþýðuskól-
ann á Laugum í
einn vetur. Þaðan
fór hann í bænda-
skólann á Hólum,
þar sem hann tók
eldri bekkinn og út-
skrifaðist sem búfræðingur árið
1948. Eftir skólann vann hann
um tíma hjá Mjólkursamlaginu á
Sauðárkróki, en fer þaðan til
Danmerkur þar sem hann út-
skrifast sem mjólkurfræðingur
frá Dalum Mejeriskole í Óðins-
véum árið 1954. Að námi loknu
vann hann fyrst við mjólkurstöð-
ina í Borgarnesi en flytur sig
fljótlega til Reykjavíkur þar sem
hann vann síðan allan sinn starfs-
aldur hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík.
Útför Odds fór fram frá Lága-
fellskirkju 15. mars 2011. Jarð-
sett var í heimagrafreit að
Gvendarstöðum.
Er ég sest niður og hugsa til
móðurbróður míns Odds Helga-
sonar leita kærar minningar á
hugann. Í bernskuminningum
mínum er Oddur frændi sá sem ég
gat ætíð rætt við um allt milli him-
ins og jarðar hvort heldur sem var
um að ræða gaman eða alvöru.
Mörg ævintýraferðalög fórum
við í bernsku minni. Oddur var
auðvitað bílstjórinn en ég vissi um
allar sjoppurnar sem seldu góðan
ís. Öll mín bernskuár var hann hjá
okkur um jólin og jólin komu ekki
fyrr en Oddur var kominn. Þannig
hélst þetta eftir að ég var sjálf far-
in að búa og þegar dætur mínar
voru litlar fannst þeim jólin ekki
komin fyrr en Oddur frændi var
mættur á aðfangadagskvöld.
Margar ánægjulegar stundir
áttum við Oddur saman yfir kaffi-
bolla er ég heimsótti hann í
Hraunbæinn og var þá skrafað um
margt. Hann sagði mér þá oft
skemmtilegar sögur, bæði af
mönnum og málefnum. Oddur
sýndi mér jafnan stuðning og að-
stoðaði mig á ýmsan hátt bæði í
orði og verki. Hann var ætíð jafn
rólegur og uppörvandi hvernig
sem mér fannst veröldin vera. Allt-
af hafði hann fulla trú á því sem ég
var að gera og sagðist vita að mér
tækist það sem ég ætlaði mér.
Síðustu misserin dvaldi Oddur á
Landakoti og síðast í Sóltúni. Þótt
heilsu hans hefði hrakað var enn
jafn gott að koma til hans. Alltaf
var hann sami góði frændinn sem
ég átti gott með að spjalla við. Síð-
ast heimsótti ég hann í Sóltún
nokkrum dögum fyrir andlát hans.
Hann var þá með hressasta móti
og náði að setjast í stól í herberg-
inu sínu. Hann vildi að ég fengi
mér kaffi með sér og ég sat með
kaffibollann minn en hann drakk
sitt vatn. Við áttum gott og nota-
legt samtal eins og svo oft áður.
Þetta var yndisleg heimsókn og
minningin um hana, sem og öll
okkar samskipti í gegnum árin
mun lifa með mér og ylja mér um
ókomin ár.
Með þessum orðum kveð ég
Odd frænda og bið góðan Guð að
blessa minningu hans.
Halldóra Anna
Jórunnardóttir.
Oddur Helgason
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
ÞORSTEINS PÁLMA
GUÐMUNDSSONAR,
Steina spil,
Furugrund 8,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima HSu fyrir hlýju og
frábæra umönnun.
Unnur G. Jónasdóttir,
Soffía G. Þorsteinsdóttir, Eiður Steingrímsson,
Guðmundur Þorsteinsson, Dröfn Sigurðardóttir,
Silja S. Þorsteinsdóttir, Lúðvíg Þorfinnsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRDÍS ÞORBERGSDÓTTIR,
Víðigerði 15,
Grindavík,
áður til heimilis á
Mávabraut 12d,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 14. apríl
kl. 14.00.
Gunnar Páll Guðjónsson,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Geir Gunnarsson,
Guðrún Gunnarsdóttir, Ólafur E. Ólafsson,
Þórdís Gunnarsdóttir, Ómar Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku besti pabbi minn, sonur okkar og
bróðir,
BOGI EYMUNDSSON,
Vallarási 2,
Reykjavík,
lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge
Stokkhólmi miðvikudaginn 30. mars.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
12. apríl kl. 13.00.
Eymundur Þór Bogason,
Eymundur Lúthersson, Margrét Halldórsdóttir,
Sigurjón Kr. Bergsson,
Katrín Eymundsdóttir, Hannes Trausti Skírnisson,
Eymundur L. Eymundsson,
Lára Eymundsdóttir, Hörður Theódórsson,
Eydís Elva Eymundsdóttir
og frændsystkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR PÁLSSON,
Áshamri 55,
lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmanna-
eyjum miðvikudaginn 6. apríl.
Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn
15. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórey Guðrún Björgvinsdóttir.
✝
Þökkum hjartanlega sýndan hlýhug og
samúð vegna andláts
HARÐAR G. ALBERTSSONAR
forstjóra.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þórdís Ásgeirsdóttir.
✝
Þökkum öllum þeim sem heiðruðu minningu
föðursystur okkar,
SIGRÍÐAR KLEMENZDÓTTUR.
Rúna Bína, Anna Ingibjörg, Unnur, Jakobína,
Jóhanna og Sigríður Sigtryggsdætur.