Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 49
DAGBÓK 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Velvakandi
Hvernig stendur á því
að plássið sem Velvak-
andi hefur haft í Morg-
unblaðinu hefur
minnkað svona? Hvar
er tjáningarfrelsið og
lýðræðið hjá Morg-
unblaðinu? Svar ósk-
ast.
Áskrifandi.
Ríkissjónvarpið -
kynning á Icesave
Þvílíkur áróður hjá
þessari stofnun með að
við skulum samþykkja Icesave. Það
er fullt af fólki, sérstaklega full-
orðnu, sem horfir eingöngu á RÚV.
Sem dæmi um kynningu 7. apríl sl.
voru þrír af fjórum viðmælendum já-
menn. Síðan endursýna þeir þessa
kynningarþætti um og eftir mið-
nætti, þá eru nú margir hreinlega
sofnaðir, þetta er út í hött og við er-
um skyldug að borga fyrir þetta
drasl.
Kona.
Hvers vegna segjum
við já við Icesave?
Það er vegna þess að fellum við
þennan samning dynja á okkur mjög
öflugar efnahags-
þvinganir hjá Evrópu-
sambandinu, Norð-
urlöndum, Bretum og
fleiri. Við stöndumst
ekki þessar þvinganir
til margra ára, við meg-
um reikna með að þær
taki 5-15 ár og þá eig-
um við í erfiðleikum
með að selja afurðir
okkar og útflutnings-
vörur og jafnvel eiga
Íslendingar erfiðara
með að fá vinnu erlend-
is. Stöndum vel við
samning okkar, segjum
já, það gefur okkur
bestu leiðina til sigurs.
Hörður Sigtryggsson.
Hrósið fær Ásgerður
Ég vil hrósa Ásgerði Jónu Flosa-
dóttur hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir góða hluti og það sem hún er að
gera. Hún er dugnaðarforkur og
baráttukona. Ég hef þurft að leita til
hennar og hún hefur allt gert fyrir
mig sem hún hefur getað. Ég vona
að þjóðin vakni og hjálpi henni og
styrki hennar starf.
Kona af höfuðborgarsvæðinu.
Ást er…
… það sem gerir það
ánægjulegra að eldast.
Velvakandi
Þegar ég hitti karlinn á Lauga-veginum lifnaði yfir honum,
hann sló taktinn og sönglaði undir
alþekktu rímnalagi:
Lítil staka um loftið fló,
létt og slétt í bragði.
Sjómenn flaka fisk úr sjó.
Fuglar kvaka úti í mó.
Vísan er efnisrýr, sagði hann, en
hljómurinn er góður. Og það er
galdurinn við hringhenduna.
Sturla Friðriksson líffræðingur
og lífskúnstner er víðförull maður.
Hann yrkir um hvað sem fyrir augu
ber, undir ólíklegustu bragarhátt-
um og er reyndar ólíkindatól í sín-
um skáldskap:
Sú þversögn er alltaf að þjaka mig
og þjáningin er alveg svakalig.
Ég karpa við segg
um keisarans skegg,
þótt karlinn sé búinn að raka sig.
Hjónasvipur er lítið kver eftir þau
hjónin Sigrúnu Laxdal og Sturlu. Í
formála segir að þau hafi um tutt-
ugu ára skeið ferðast á hestum um
hálendið í góðra vina hópi til að
njóta útivistar og kynnast öræfum
landsins. Þá var atvika stundum
minnst með vísum eða kvæðum, sem
hafa verið tínd saman í þessa bók.
Og fyrsta stakan er eftir Sturlu, – Í
Hólaskógarkofa var þröng á þingi í
náttstað á leið að Arnarfelli 1956:
Það var makk og mikið flangs,
sem mjög er frægt í versum,
því konur allar kúrðu langs,
en karlar voru þversum.
Sigrún getur ekki stillt sig um að
ljóða á bónda sinn:
Hann yrkir um oss lygaljóð
og lækinn upp við Kjalveg.
En þegar hann í straumnum stóð
sturlaðist hann alveg.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Konur allar kúrðu langs
Stundum er orðasambandið „þriðji
heimurinn“ notað um fátækar þjóðir í
suðri. Franski félagsfræðingurinn
Alfred Sauvy, sem uppi var frá 1898
til 1990, smíðaði það. Hann skrifaði
grein undir fyrirsögninni „Þrír heim-
ar, ein jörð“ í L’Observateur 14. ágúst
1952. Þar segir: „Því að loksins vill
þessi Þriðji heimur, vanræktur, arð-
rændur, fyrirlitinn, eins og Þriðja
stétt, líka vera eitthvað.“
Fyrsti heimurinn var samkvæmt
kenningu Sauvys þróuð iðnríki Vest-
urlanda, sem bjuggu við kapítalisma
og lýðræði. Annar heimurinn var
kommúnistaríkin, en þriðja heiminn
mynduðu aðrar þjóðir.
Sauvy vísaði með þessu hugtaki
beint til frægra orða franska ábótans
og byltingarmannsins Emmanuels Jo-
sephs Sieyès, sem gaf út bækling í
janúar 1789, þar sem sagði: „Hvað er
þriðja stétt? Allt. Hvað hefur hún ver-
ið fram að þessu í stjórnmálum? Ekk-
ert. Hvað vill hún verða? Eitthvað?“
Þriðja stétt Frakka á átjándu öld
var það, sem við nútímamenn mynd-
um kalla miðstétt, kaupmenn, lög-
fræðingar, embættismenn og aðrir
slíkir. Eins og allir vita, skiptist
stéttaþingið franska, sem Lúðvík
XVI. kallaði saman 1789, í aðalsmenn,
klerka og borgara. Má kalla frönsku
stjórnarbyltinguna uppreisn borg-
aranna gegn aðli og klerkum, þriðju
stéttar gegn hinum tveimur.
Þýski sósíalistinn Ferdinand Las-
salle talaði síðan um það á síðari helm-
ingi nítjándu aldar, að „fjórða stétt“,
verkalýðsstéttin, væri líka til og ætti
heimtingu á mannsæmandi tilveru.
Hvað sem því líður, hafa fræðimenn
bent á, að þriðji heimurinn sé lítt not-
hæft hugtak. Til þess er ekki aðeins
sú ástæða, að „annar heimurinn“ er
nánast horfinn úr sögunni, heldur
líka, að löndin í þessum svokallaða
þriðja heimi eru gerólík. Sum hafa
skipað sér á bekk með þróuðum iðn-
ríkjum, til dæmis Suður-Kórea og
Taívan. Sum eru örsnauð, svo sem
Nepal, en önnur vellauðug, til dæmis
Kúveit. Sum eru risastór, Kína, Ind-
land og Brasilía, en önnur mjög lítil,
meðal annars eylönd í Karíbahafi og
Kyrrahafi.
Því er við að bæta, að forseti tékk-
neska lýðveldisins, Vaclav Klaus,
heldur því fram, að þriðja leiðin, sem
sumir segja til milli kapítalisma og
sósíalisma, sé leiðin beint inn í Þriðja
heiminn!
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þriðji heimurinn
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
„KÆRI
HUNDUR...
...ER LÍF Á
TUNGLINU?”
FRAMVEGIS EKKI SPYRJA UM
NEITT SEM TENGIST TUNGLINU
ÉG
ER HÆTT!
ÉG NENNI EKKI
AÐ SPILA MEÐ
YKKUR!
EKKI HÆTTA! LIÐIÐ ÞARF Á
ÞÉR AÐ HALDA! VIÐ VERÐUM
AÐ STANDA SAMAN!
ÞAÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU ÞÓ
VIÐ VINNUM ALDREI! ÞAÐ ER
BARA GAMAN AÐ SPILA!
ÞETTA ER EKKI
AÐ VIRKA!
JÁ,
MUNDIRÐU EKKI
ÖRUGGLEGA EFTIR ÞVÍ
AÐ GREIÐA IÐGJALDIÐ
FYRIR
LÍFTRYGGINGUNA
ÞÍNA?
ER
EITTHVAÐ SEM
ÞÚ VILT SEGJA
VIÐ MIG ÁÐUR
EN ÉG FER?
ÉG ER FARINN TIL ENGLANDS
TIL ÞESS AÐ RÆNA OG RUPLA KASTALA!
ÉG MUN ÞURFA AÐ VAÐA ELD OG
BRENNISTEIN, BERJAST VIÐ MENN SEM
ERU GRÁIR FYRIR JÁRNUM OG MINNST
TÍU SINNUM FLEIRI EN VIÐ!!
HVAÐ ERTU
AÐ GERA? KATA
ER AÐ VERÐA OF
SEIN
HÚN NEITAR
AÐ BERA TÖSKUNA
SÍNA SJÁLF
ÞURFUM VIÐ
VIRKILEGA AÐ
STANDA Í ÞESSU
NÚNA?
KOMDU
ÁSTIN MÍN!
JÁ, MÉR
FINNST HÚN
VERA ORÐIN
NÓGU GÖMUL TIL
AÐ BERA SJÁLF
TÖSKUNA SÍNA
ÞÚ RÚSTAÐIR
BYSSUNNI MINNI!
KANNSKI, EN
NÚ GETUR ÞÚ SKOTIÐ
FYRIR HORN!
NÁÐI
ÞÉR!
NUDDSTOFA
SÝRÐUR
RJÓMI
SMJÖR
SALT
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is