Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 1

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  89. tölublað  99. árgangur  PÁSKAR FERMINGAR, TÓNLISTARHÁTÍÐ, UPPSKRIFTIR, PÁSKALILJUR OG GÓÐAR MINNINGAR Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Áfram þokaðist í kjaraviðræðum í gær en að- ilar beggja vegna borðsins eru sammála um það að enn geti brugðið til beggja vona um hvort samið verður til þriggja ára eða gengið frá skammtímasamningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ómögulegt að segja hvernig fer. „Hitt er alveg ljóst, og um það erum við sammála, við og at- vinnurekendur, að deginum [í dag] verður lok- veggjalds: „Veggjalds sem, eftir því sem okkur skilst, á ekki að leggjast á fyrr en 2015 eða 2016,“ segir hann. Vilmundur segir einnig hægt þokast hvað varðar sjávarútvegsmálin og beðið sé svara frá forsætisráðherra um þau mál. Hann segist hóf- lega bjartsýnn á að gerður verði langtíma- samningur en niðurstaða verði komin klukkan korter yfir fimm í dag. ið með gerð kjarasamnings, hvort sem hann verður til þriggja ára eða sex mánaða.“ Forystumenn bæði Samtaka atvinnulífsins og ASÍ funduðu með stjórnvöldum með mis- góðum árangri. „Við áttum ágætis fund með fjármálaráðherra um orkumálin en við erum ennþá að reyna að finna lausn á samgöngu- pakkanum og okkur sýnist það ganga frekar illa,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. Svo virðist sem samkomulag um breikkun Suð- urlandsvegar og Vesturlandsvegar strandi á afstöðu sveitarstjórnarmanna til fyrirhugaðs Segjast semja í dag  ASÍ og SA ætla að ganga frá kjarasamningum í dag  Ljóst verði klukkan 17.15 hvort samið verður til lengri eða skemmri tíma  Svör ríkisstjórnar valda óvissu MEnn mikil óvissa »2 Háskólahlaupið var þreytt fimmtánda árið í röð í gær en alls voru um 400 manns skráðir til leiks. Hlaupararnir fengu að finna fyrir veðrinu sem lék sér með vorþyrsta höfuðborgarbúa og sendi þeim sólargeisla og haglél til skiptis fram eftir degi. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er útlit fyrir að heimskautaloft sem hangið hefur úti fyrir vestanverðu landinu fari að gefa eftir og breytinga sé að vænta eftir helgi. Hverjar þær verði sé þó enn ómögulegt að segja til um. Morgunblaðið/Kristinn Hlaupið í veðrabrigðunum  Sérfræðingar matsfyrirtækisins Standard&Poor’s (S&P) munu ekki taka afstöðu til þess hvort rétt eða rangt hafi verið hjá ís- lensku þjóðinni að hafna Icesave-lögunum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Íslenska ríkið var sett á athugunar- lista fyrirtækisins með nei- kvæðum horfum í fyrra- dag. Eileen Zhang, sem hefur yfirumsjón með greiningu S&P á Íslandi, segir að viðbrögð erlendra lánveitenda Íslands, til að mynda Norðurlanda, við höfnun Icesave-laganna muni ráða miklu. „Ástæða þess að lánshæfi Ís- lands hefur verið sett á athug- unarlista er sú að við höfum ekki komist að niður- stöðu um áhrif Ice- save. Við erum núna að kanna hvaða afleiðingar niðurstaða þjóð- aratkvæða- greiðslan kann að hafa fyrir lánshæfi landsins,“ segir Ei- leen Zhang. »20 S&P mun ekki taka afstöðu til þess hvort rangt hafi verið að hafna Icesave-lögunum  Floyd Norris, helsti fréttaskýr- andi New York Times á sviði fjár- mála, minnist í grein um vanda evrusvæðisins á Icesave-deiluna. Hann segir að Íslendingar séu krafðir um fjárhæð er nema mundi 6,8 þúsund milljörðum dollara ef Bandaríkjamenn fengju sendan hlutfallslega jafn háan reikning. Norris segist ekki skilja hvers vegna Íslendingar eigi að bera ábyrgðina þótt eftirlitsaðilar þar hafi vafalaust staðið sig mjög illa. „En hvar voru breskir og hollenskir eftirlitsaðilar þegar bankarnir tóku við innlögnum frá borgurum þeirra?“ spyr Norris. Segist ekki skilja Icesave-kröfugerð Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir undirbúa nú stofnun eigin þingflokks, sem mun gefa þeim aukinn pólitískan slagkraft á Alþingi. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Með stofnun þingflokks fá þau áheyrnarrétt í nefndum, fjármuni til sérfræðikaupa, aðgang að vikulegum fundum þingflokksformanna og áheyrnaraðild að forsætisnefnd, sem þau ætla að nýta sér. Ásmundur Einar sagði sig með tölvupósti úr þingflokki VG í gærmorgun. Heimildir Morgunblaðsins herma að flokks- forystan hafi stórkostlega vanmetið pólitískan styrk Guðfríðar Lilju og bakland hennar. For- ystan hafi áttað sig á því í fyrradag, daginn sem vantrauststillagan var borin fram, að hún ætti engra kosta völ annarra en að setja Árna Þór Sigurðsson, nýkjörinn formann þingflokks VG, af. Ella yrðu átökin í flokknum óviðráð- anleg. Ekki er þar með sagt að Guðfríður Lilja sé endilega sátt við stöðuna og því hafi staða hennar styrkst. Stofna nýjan þingflokk  Fá aukinn pólitískan slagkraft á Alþingi MBreytt pólitískt landslag »6 Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, hefur kært Fréttablað- ið til Neytendastofu fyrir auglýs- ingar sem brjóta gegn lögum um eft- irlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, þá fullyrðingu í blaðhaus Fréttablaðsins að það sé mest lesna dagblað landsins og aðrar auglýsingar Fréttablaðsins þar sem tiltekin prósenta er sögð lesa Frétta- blaðið. Neytendastofa setur ofan í við 365 miðla, eiganda Fréttablaðsins, og óskaði eftir skýringum eða athugasemdum vegna kærunnar, en 365 miðlar virtu ekki gefinn frest til að svara. »6 Fréttatíminn kærir Fréttablaðið Kæra Fréttatíminn telur Fréttablaðið hafa brotið lög með fullyrðingum sínum. Stefnt er að því að láta flestar hugmyndirnar um sameiningu grunn- og leik- skóla í Reykjavík verða að veruleika þótt menntaráð hafi lagt til að fresta sum- um þeirra um hálft ár. Oddný Sturludóttir, for- maður menntaráðs, segir að undirbúningstíminn verði lengri í sumum til- fellum. En ekki verði kom- ist hjá því að spara í skólakerfinu, fjárhags- staða borgarinnar sé svo slæm. Sparnaðurinn verður þó hundrað milljónum króna minni en stefnt var að upphaflega í vet- ur ef menn samþykkja breytingatillögur ráðs- ins. »16 Flestar breyt- ingar nái fram Börn Skólamálin eru í brennidepli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.