Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 16
Í tilkynningu frá samtökum
foreldra grunnskólabarna er
því m.a. fagnað að skóla-
samfélaginu í efra Breiðholti
og Vesturbæ verði falið að
leita lausna í skólamálum í
þessum hverfum. Um leið er
gagnrýnt að litið sé framhjá
umsögnum skólaráða í Graf-
arvoginum og Hvassaleiti/
Álftamýri sem hafi hafnað nánast
öll fyrirliggjandi tillögum og gagn-
rýna skort á samráði. SAMFOK telur
eðlilegt að í þessum hverfum og í
öðrum hverfum þar sem samein-
ingar eru fyrirhugaðar nú eða síðar,
verði farin sama leið og í Vesturbæ
og efra Breiðholti.
Í tilkynningu frá Börnunum okk-
ar, samtökum foreldra leikskóla-
barna er því fagnað að fallið sé frá
að sameina sex leikskóla en það séu
vonbrigði að ekki sé fallið frá þeim
öllum. Sameina eigi 24 leikskóla og
þar með sé í engu farið eftir um-
sögnum foreldraráða sem nær öll
hafi hafnað sameiningunum. Ekki sé
gætt jafnræðis milli hverfa og að-
eins sumstaðar boðið upp á samráð
um hagræðingu.
Íbúum í öllum hverfum verði boðið til samráðs
SAMTÖK FORELDRA OG SAMTÖK LEIKSKÓLABARNA HALDA GAGNRÝNI ÁFRAM
Segir að ástæð-
an sé tímahrak
meirihlutans
Tillögur starfshópsins frá febrúar 2011 Umsögn meirihluta menntaráðs
13. apríl 2011
Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur
Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verði sameinuð árið 2011 Komi til framkvæmda 1. janúar 2012
Breiðholt
Fellaskóli og Hólabrekkuskóli verði aldursskiptir þannig að annar
verði unglingaskóli en hinn yngri barna skóli. Undirbúið 2011-2012, stefnumótandi tillaga
fyrir upphaf skólaárs 2012-2013. Horfið frá aldursskiptingu í bili
Leikskólar - sameinuð yfirstjórn á árinu 2011
Arnarborg og Fálkaborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Seljaborg og Seljakot Fallið frá sameiningu vegna
gjörólíkrar hugmyndafræði
Ösp og Hraunborg Horfið frá í bili
Suðurborg og Hólaborg Horfið frá í bili
Hálsaborg og Hálsakot Komi til framkvæmda 1. júlí
Grafarvogur
Korpuskóli og Víkurskóli verði sameinaðir undir eina yfirstjórn haustið 2011. Sameiningu yfirstjórnar frestað
Nemendur úr 8.-10. bekk sæki áfram nám í Víkurskóla til 1. janúar 2012
Borgarskóli og Engjaskóli undir eina yfirstjórn haustið 2011. Unnið verði að Sameiningu yfirstjórnar frestað
sameiningu unglingadeilda til 1. janúar 2012
Foldaskóli verði heildstæður safnskóli á unglingastigi fyrir nemendur Komi til framkvæmda
úr Húsaskóla og Hamraskóla. skólaárið 2012-2013. Óbreytt tillaga
Leikskólar - sameinuð yfirstjórn á árinu 2011
Foldaborg, Foldakot og Funaborg verði sameinaðir árið 2011 Komi til framkvæmda 1. júlí
Laugardalur
Leikskólar - sameinuð yfirstjórn á árinu 2011
Holtaborg og Sunnuborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Ásborg og Hlíðarendi Komi til framkvæmda 1. júlí
Laugaborg og Lækjaborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Háaleiti og Bústaðahverfi
Fossvogsskóli, leikskólinn Kvistaborg og frístundaheimilið Neðstaland verði sameinaðir 2011 Frestað til 2013
Grunnskólar
Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verði sameinaðir undir eina yfirstjórn á árinu 2011.
Nemendur á unglingastigi fluttir til skólaárið 2012-2013. Gætu valið á milli skólavistar í Sameiningu yfirstjórnar frestað
Réttarholtsskóla eða Álftamýrarskóla til 1. janúar
Leikskólar sem lagt var til að yrðu sameinaðir undir eina stjórn á árinu 2011
Furuborg og Skógarborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Miðborg og Hlíðar
Leikskólar - sameinuð yfirstjórn á árinu 2011
Barónsborg, Lindaborg og Njálsborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Hamraborg og Sólbakki Komi til framkvæmda 1. júlí
Sólhlíð og Hlíðarborg Komi til framkvæmda 1. júlí
Vesturbær
Grunnskólar
Hagaskóli verði safnskóli á unglingastig fyrir nemendur í 7.-10. bekk í Vesturbæ og Skólasamfélaginu í Vesturbæ falið að
nemendur færist í hann ári fyrr úr Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla koma til tillögur að breytingum sem
fela í sér að ekki þurfi að reisa
viðbyggingar
Leikskólar - sameinuð yfirstjórn á árinu 2011
Dvergasteinn og Drafnarborg verði sameinaðir Komi til framkvæmda 1. júlí
Frístundastarf
Lagt er til að stefnumótun fyrir skóla- og frístundaheimili verði sameiginleg í allri borginni
frá og með hausti 2012. Stofnaður verði starfshópur i því skyni að útfæra nýja sýn á Samþykkt af meirihluta íþrótta-
samþættingu skóla- og frístundastarfs 6-9 ára barna. Stefnt verði að því að haustið 2011 og tómstundaráðs
verði skóla- og frístundastarf 6-9 ára barna samþætt í a.m.k. einu þjónustuhverfi og
jafnframt því undirbúin innleiðing í borginni allri.
Frá tillögum til umsagnar
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Meirihlutinn í menntaráði Reykja-
víkur stefnir áfram að því að lang-
flestar þær sameiningarhugmyndir
sem lagðar voru fram fyrr í vetur
verði að veruleika, þrátt fyrir að
menntaráð hafi nú lagt til að sum-
um þeirra verði frestað í um hálft
ár. Sjálfstæðismenn í menntaráði
segja að eina ástæðan fyrir frest-
uninni sé sú að meirihlutinn hafi
verið kominn í tímahrak með tillög-
urnar.
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir að áfram sé
stefnt að því að langflestar þær til-
lögur um sameiningar leikskóla og
grunnskóla verði að veruleika. „Við
erum að taka ákvörðun um að sam-
eina. Í einhverjum tilvikum gefum
við aðeins lengri undirbúningstíma.
Grunnskólar og leikskólar eru að-
eins ólíkir hvað þetta varðar. Sam-
einingar leikskóla hafa verið lengur
í umræðunni,“ segir hún og bætir
við að sérstakur gaumur hafi verið
gefinn að skólamálum í Breiðholti.
Oddný segir að fjárhagsstaða
borgarinnar sé með þeim hætti að
ekki verði komist hjá sparnaði í
skólakerfinu. Heldur dregur úr
sparnaði skv. tillögum meirihluta
menntaráðs miðað við þær upp-
hæðir sem starfshópurinn taldi að
mætti spara en menntaráð telur að
um 100 milljónum minna sparist
með þeim breytingum sem það
leggur til.
Vilja tillögur frá foreldrum
í Breiðholti og Vesturbæ
Meðal breytinga sem mennta-
ráð leggur til að verði gerðar frá til-
lögum starfshópsins er að leik- og
grunnskólastarf og frístunda- og fé-
lagsstarf barna í Breiðholti, póst-
hverfi 111, verði skoðað með heild-
rænum hætti. Skipaður verði
starfshópur til að leita leiða við að
auka samstarf í efra Breiðholti í
skóla og frístundastarfi sem skili til-
lögum til borgarstjóra 1. apríl 2012.
Þá verði skólasamfélaginu í Vest-
urbæ falið að koma með tillögur að
breytingum á skólastarfi í Vest-
urbæjar-, Mela-, Granda- og Haga-
skóla svo komast megi hjá því að
byggja við þá skóla. Tillögunum á
að skila fyrir 1. desember 2011.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
menntaráði, segir ljóst að þær
breytingatillögur sem meirihluti
menntaráðs leggi til núna séu ein-
ungis settar fram vegna tímahraks.
Ljóst hafi verið að ekki hafi verið
nægjanlegur tími fyrir nýja stjórn-
endur í grunnskólunum til að sam-
eina stofnanirnar fyrir næsta haust.
Hún segist óttast að fyrirheit um
samráð við foreldra sé sýnd-
armennska. Þá gerir hún
verulegar athugasemdir
við útreikninga um
sparnað sem
hljótast eigi
af þessum
aðgerðum.
Þar að auki
liggi enn
ekki fyrir
upplýsingar
um kostnað vegna
þessara sameininga.
Enn stefnt að sameining-
um þótt sumum sé frestað
Gefinn meiri
tími til undirbún-
ings á breytingum
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
STUTT
Á morgun, laugardag, kl. 11-16 efn-
ir Kattholt, Stangarhyl 2, til ætt-
leiðingardags og basars. Í Kattholti
eru margar fallegar og blíðar kisur
sem bíða eftir að eignast góð heim-
ili. Margir kattanna sem koma í
Kattholt eru týndir heimiliskettir,
heimilislausir kettir og læður með
kettlinga. Kostnaðarliðir við að
halda Kattholti eru því margir og
háir, en þeir felast m.a. í matar- og
lyfjakaupum handa kisunum.
Á basarnum verða fjölmargir fal-
legir munir til sölu, svo sem kisu-
leikföng, páskaskraut, kökur og
ýmsir aðrir munir til heimilisins.
„En sjón er sögu ríkari og enginn
verður glaðari en sá sem ættleiðir
kisu þennan dag,“ segir í frétt frá
Kattholti.
Kisur ættleiddar
Í dag, föstudag, hefst Íslandsmótið í
skák á Eiðum í Fljótsdalshéraði og
mun standa yfir páskana. Mótið er
það fyrsta sem er haldið á Austur-
landi í 21 ár. Tíu af sterkustu skák-
mönnum landsins taka þátt í Íslands-
mótinu sem er það sterkasta í mörg
ár en þrír stórmeistarar eru nú með.
Tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar
taka þátt í mótinu, þeir Héðinn
Steingrímsson og Henrik Danielsen.
Meðal annarra keppenda má nefna
stórmeistarann Þröst Þórhallsson
og alþjóðlegu meistarana Stefán
Kristjánsson, Braga Þorfinnsson og
Guðmund Kjartansson.
Teflt er alla daga á Eiðum og
hefst taflmennska ávallt kl. 14 að
síðustu umferðinni undanskilinni
sem hefst kl. 9:00 hinn 23. apríl nk.
Íslandsmótið
í skák hefst í dag
Á hádegisverðarfundi hinn 19.
mars sl. afhenti Thorvaldsens-
félagið gjafabréf að upphæð
8.600.000 krónur til þjálfunarseturs
fyrir einhverf börn. Styrkur þessi
er til uppbyggingar á starfseminni
og kaupa á húsgögnum og öðrum
búnaði í skólastofurnar. Skóli
Hjallastefnunnar í Garðabæ stofn-
aði þjálfunarsetrið í október 2010
og er það starfrækt í húsnæði skól-
ans á Vífilsstöðum.
Með opnun þjálfunarsetursins
bætist við nýtt úrræði fyrir for-
eldra einhverfra barna sem brýn
þörf er á. Þjálfunarsetrið verður í
samstarfi við ABC-skólann í Sacra-
mento í Kaliforníu sem sérhæfir sig
í atferlisþjálfun einhverfra barna.
Styrkur þess var veittur í tilefni
af 135 ára afmæli Thorvaldsens-
félagsins, sem var hinn 19. nóv-
ember sl. Það var Berglind Brynj-
ólfsdóttir sálfræðingur sem tók við
styrknum fyrir hönd þjálfunarset-
ursins.
Styrkja þjálfunar-
setur fyrir einhverfa
Gjöf Lára Gísladóttir, Guðrún Ragnars,
Berglind Brynjólfsdóttir, Margrét Pála,
Kristín Zoëga og Anna Birna Jensdóttir.