Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 23

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 23
Ódaunn dauðans fylgdi manni hvert skref á ferð minni um Abidjan og vesturhluta Fílabeinsstrand- arinnar (Côte d’Ivoire) á meðan lokaatlagan til að koma Laurent Gbagbo, fráfarandi for- seta, frá völdum stóð yfir. Ég gægðist ofan í brunn við yfirgefnar höfuðstöðvar vígamanna í Carrefo- ur-hverfinu í Duékoué. Engar jarð- neskar leifar manna sáust í myrkr- inu en lyktin olli því að engum gat dulist hvað þar var hulið. Enginn veit hve margir mættu þarna örlög- um sínum. Það ömurlega starf að endurheimta og nafngreina hina látnu bíður. Annars staðar eru afleiðingar blóðsúthell- inganna að koma í ljós. Í tveimur mann- skæðum atvikum, nú síðast 28. mars, voru meira en 300 drepnir. Ungu marokkósku frið- argæsluliðarnir sem sendir voru á vettvang hafa talið 255 lík en fleiri liggja í valnum í þéttvöxnum runna- gróðri og á öðrum óað- gengilegum stöðum. Myndin er ekki svart-hvít. Samkvæmt upplýsingum sem skrifstofa Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hefur aflað sér átti fyrra atvikið sér stað á yf- irráðasvæði herflokka hliðhollra frá- farandi forseta Laurent Gbagbo og fórnarlömbin voru flest af kyni Dioula sem hneigjast til að styðja erkióvin Gbagbo, Alassane Outtara sem er almennt viðurkenndur rétt- kjörinn forseti landsins. Síðara at- vikið átti sér hins vegar stað á svæði sem er á yfirráðasvæði hersveita hliðhollra Outtara og fórnarlömbin af ættbálki Gueré þar sem flestir eru á bandi Gbagbo. Klæðaburður hinna látnu benti til að þeir væru óbreyttir borgarar. Það er ekki vitað hve margir hafa látist í Abidjan. Guillaume Ngefa, yfirmaður mannréttindateymis Sameinuðu þjóðanna í Côte d’Ivoire, taldi töluna líklega vera yfir 400. Líkum hefur ekki verið safnað sam- an kerfisbundið vegna áframhald- andi hættuástands. Einföldustu lyf voru á þrotum og matur af skornum skammti. Fólk var hungrað og ótta- slegið. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna fluttu diplómata og blaða- menn í brynvörðum bifreiðum á brott frá átakasvæðinu í nágrenni forsetabústaðarins þar sem Laurent Gbagbo var króaður inni. Íbúunum var ekki boðið upp á neina slíka örugga flóttaleið. Ouattara forseti sagði mér að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að rjúfa vítahring ætt- bálkaofbeldis. „Ég mun stofna sann- leiks- og sáttaráð og tryggja gagn- sæja meðferð allra sem hafa framið glæpi, óháð því hvar í pólítík eða ætt þeir skipa sér,“ sagði hann. „Ég vil sættir. Ég vil ríkisstjórn þar sem all- ir landshlutar og allir ættbálkar eiga sína fulltrúa.“ Hann hefur síðan ítrekað þetta heit sitt í opinberum yfirlýsingum. Hugsanlega hefði verið hægt að forðast núverandi ástand á Fíla- beinsströndinni ef sannleikurinn hefði fyrr verið leiddur í ljós um þá glæpi sem framdir hafa verið frá því yfirstandandi átök hófust í sept- ember 2002 og hinir seku látnir sæta ábyrgð. Alþjóðleg rannsóknarnefnd var skipuð 2004 en skýrsla hennar var hvorki birt né hún tekin upp á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Slíkt mun ekki gerast að þessu sinni. Öryggisráðið hefur þeg- ar beðið framkvæmdastjórann Ban Ki-moon um að kynna því efni skýrslu óháðra rannsóknaaðilja sem unnu verk sitt að beiðni Mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna og deila efni hennar með öðrum alþjóð- legum samtökum. Báðar stríðandi fylkingar segjast munu styðja starf nefndarinnar og vinna með henni. Skýrslan á að koma út um miðjan júní, en hve margir munu týna lífi þangað til? Mun takast að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir? Ouattara forseti hefur nú náð óskoruðum völdum eftir handtöku Gbagbo á mánudag og það vekur vonir um að íbúar Fílabeinsstrandarinnar öðlist langþráðan frið. En ekkert er fast í hendi. Outtara forseti og aðrir stjórnmálaleiðtogar um allt landið verða nú þegar í stað að feta langa og torsótta leið reikningsskila en forðast um leið hvers kyns hefnd- araðgerðir. Það verður að koma fram við Gbagbo, fyrrverandi for- seta, með virðingu og ef hann verður sóttur til saka ber að gera það í sam- ræmi við alþjóðlega mannréttinda- staðla. Forðast ber að gera hann að blóraböggli. Hver sá sem dreginn er til ábyrgðar, hvar í flokki sem hann stendur, á rétt á sanngjarnri máls- meðferð. Fílabeinsströndin er auðugt land með sterka innviði sem enn eru að mestu óskemmdir. En landið mun þurfa á umtalsverðri hjálp erlendis frá að halda; mannúðaraðstoð verð- ur að berast hið fyrsta en einnig að- stoð til lengri tíma litið, í því skyni að koma hjólum efnahagslífsins af stað á ný. Vonandi verður ekki of torsótt að fá nauðsynlega athygli og fjár- magn nú þegar alþjóðasamfélagið hefur í mörg horn að líta eftir ný- liðna atburði í Norður-Afríku og jarðskjálfta í Japan. Eftir Ivan Simonovic »Hugsanlega hefði verið hægt að forð- ast núverandi ástand ef sannleikurinn hefði fyrr verið leiddur í ljós og hinir seku látnir sæta ábyrgð. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála. Ivan Simonovic Fílabeinsströndin – Uppgjör í stað hefndar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Veisla undirbúin? Þýskir sjóliðar slógu í gær upp tjaldi yfir þilfar freigátunnar Brandenburg í Sundahöfn. Þótt heita eigi að vorið sé komið hér á landi er allur varinn góður því spáð er éli í dag. Ómar Þau voru athygl- isverð ummælin sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lét falla í umræðum á Alþingi þegar tekin var fyrir vantrausts- tillaga á ríkisstjórn- ina. Til stuðnings áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar tefldi ráðherrann fram þeim rökum að hann væri verkstjórinn í rannsókn meintra efnahagsbrota, væntanlega í að- draganda bankahrunsins. Nú er það svo að nokkrir áratugir eru síðan ákæruvald dómsmálaráðherra var afnumið, að gefnu tilefni myndu flestir segja. Sjálfstætt og óháð ákæruvald er nú ein af grundvall- arstoðum réttarrík- isins. Það vekur því athygli að ráðherrann skuli líkja sjálfum sér við verkstjóra yfir rannsókn þeirra mála sem nú eru á borði jafnt sérstakra saksóknara og annarra. Verkstjórn Ögmundar hlýtur þá að eiga að jöfnu við í rannsókn Eftir Borgar Þór Einarsson » Það vekur því at-hygli að ráðherrann skuli líkja sjálfum sér við verkstjóra yfir rann- sókn þeirra mála sem nú eru á borði jafnt sér- stakra saksóknara og annarra. Borgar Þór Einarsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Verkstjóri ákæruvaldsins saksóknara í landsdómsmálinu og þeim málum sem heyra undir sér- stakan saksóknara. Það skýrir ým- islegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.