Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 30

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 ✝ BrynhildurIngibjörg Vil- hjálmsdóttir fædd- ist á Brandaskarði, Skagaströnd í Austur-Húnavatns- sýslu 1. október 1933. Hún lést á heimili sínu hinn 7. apríl 2011. Foreldrar henn- ar voru þau Vil- hjálmur Benedikts- son, f. 7.4. 1894, d. 21.10. 1955, og Jensína Sigríður Hallgríms- dóttir, f. 4.10. 1892 , d. 7.2. 1963. Systkini hennar eru Sigríður Hjaltberg, f. 14.11. 1921, Jón Margeir, f. 19.3. 1931, Valdimar Benedikt, f. 15.2. 1935, og Páll Ísleifur, f. 17.8. 1936, d. 5.2. 1968. Brynhildur giftist 17. júní 1956 Sigurði Vilhelm Garð- arssyni, vélstjóra í Grindavík, f. Elín Sandra Skúladóttir og eiga þau einn son. Sambýliskona Unnur Guðjónsdóttir, búsett í Reykjavík. Brynhildur ólst upp í for- eldrahúsum til fjórtán ára ald- urs en fór þá að vinna fyrir sér sem kaupakona á ýmsum bæjum eins og algengt var í þá daga. Nítján ára fór hún til Grindavík- ur, kynntist þar maka sínum og settist þar að. Í Grindavík starfaði hún við fiskvinnslu auk heimilisstarfa, en í seinni tíð starfaði hún mikið að félagsstörfum og var virk fé- lagskona í Kven- og slysavarna- félagi Grindavíkur. Kenndi hún eldri borgurum handavinnu og keramikvinnslu, kom á fót út- skurðarnámskeiðum í tré ásamt ýmsum öðrum tómstundum. Útför Brynhildar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 15. apríl, og hefst hún kl. 14. 17.2. 1934. Börn þeirra eru: 1) Vil- hjálmur, f. 13.9. 1956, maki Helena Reykjalín Jóns- dóttir, búsett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 2) Jens f. 20.9. 1959, bú- settur í Grindavík. Eginkona hanns var Eyrún Eyjólfs- dóttir, þau skildu, þau eiga fjög- ur börn og þrjú barnabörn. 3) Garðar Hallur, f. 11.11. 1963, maki Þóra Kristín Sigvaldadótt- ir, búsett í Reykjavík og eiga þau tvö börn. 4) Jóhanna Harpa, f. 7.12. 1965, maki Kristján Steingrímsson, búsett í Mý- vatnssveit og eiga þau tvö börn. 5) Hjalti Páll, f. 25.10. 1971, gift- ur Helgu Oddsdóttur, þau skildu og eiga þau tvo syni, barnsmóðir Í dag verður borin til grafar elskuleg móðir okkar Brynhild- ur Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Mamma er fædd á Branda- skarði í Skagahreppi árið 1933. Mamma ólst upp í fimm systk- ina hópi við leik og störf. Árið 1953 kynntist mamma eftirlifandi manni sínum Sigurði Vilhelm Garðarssyni í Grinda- vík og þar hafa þau búið síðan. Pabbi stundaði sjó og var oft að heiman sumarlangt á síldveið- um áður fyrr og fór mamma þá oftast yfir sumartímann heim að Brandaskarði þar sem hún hjálpaði móður sinni og bróður með búverkin. Starf þeirra kvenna sem störfuðu í sveit var löngum erfitt og unnu þær ekki minna en karlmennirnir á bæn- um. Á sumrin þurfti að sinna heyskap og er okkur minnis- stætt að bæði amma og mamma þurftu, eftir erfiðan dag við hey- skapinn, að fara heim og elda mat fyrir heimilisfólkið. Á með- an á borðhaldi stóð var glatt á hjalla þrátt fyrir erfiði dagsins. Þessi sumarvinna mömmu sýnir vel tryggð hennar við æsku- stöðvarnar. Mamma hugsaði vel um okkur börnin, aldrei minn- umst við þess að hún væri hörð í dómum sínum þegar að því kom að beina okkur á betri brautir, heldur var það gert í móðurleg- um kærleika sem sótti rök sín í skýra hugsun og sterka réttlæt- iskennd. Erum við systkinin á því að vel hafi tekist. Móðir okkar var mjög listræn og eftir hana liggja mörg falleg verk sem hún vann bæði í tré og leir auk allskyns prjónaskapar og útsaums. Hún var sérdeilis nýtin og hagsýn húsmóðir en á því sviði voru þau pabbi mjög samstiga. Heimili þeirra er fal- legt og hlýlegt, skreytt mörgu sem mamma vann. Mamma var mjög skemmti- leg heim að sækja og gestrisin með afbrigðum. Við börnin minnumst jólaboðanna hennar þar sem ættingjarnir komu til að njóta samvista, en sá andi sem pabbi og mamma sköpuðu á heimilinu vermdi hjörtu þeira er boðin sóttu. Einnig reyndi hún að rækta sambandið við barna- börnin sín eins vel og hún mögu- lega gat, þótt þau væru dreifð um landið. Hún hafði alltaf tíma fyrir þau. Mamma hafði næma tilfinn- ingu fyrir þeim er minna máttu sín og gæti hún hjálpað þá gerði hún það. Það var gott að ræða vandamál sín við mömmu og vit- um við um marga sem það gerðu. Hlýja mömmu var ekki bara hjá mönnum, hún átti líka gott með að skilja eðli dýra. Ég man einu sinni að kýrnar á Brandaskarði höfðu sloppið úr girðingu og blandast kúm næsta bæjar. Ég var sendur til að ná í þær og var ég ekki sem hrifn- astur af þessu. Ég rak kýrnar hratt til baka og þegar ég kom heim sagði mamma: „Þú ættir að fara hægar með kýrnar, mundu að þær eru félagsverur og því fóru þær í heimsókn til hinna kúnna, rétt eins og við mannfólkið gerum. Því verður þú að sýna þeim tillitssemi og virðingu.“ Mamma kenndi okkur vísu sem mamma hennar hafði kennt henni og varð það okkur að lífs- sýn. Berðu ætíð höfuð hátt hvað sem að þér gengur. Verndaðu blómið veikt og smátt og vertu góður drengur. Elsku mamma, við trúum því að seinna fáum við að hittast og þá munum við aftur upplifa þá sönnu gleði sem einkenndi sam- veru okkar hér í lífinu. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín börn, Vilhjálmur, Hallur, Harpa, Hjalti og fjölsk. Í fallegu lagi syngur Kather- ine Jenkins um göngu með Guði á ströndinni þar sem fótsporin verða eftir þegar gengið er hjá. Móður mína, Brynhildi Ingi- björgu Vilhjálmsdóttur, hefur án efa dreymt eitthvað viðlíka fallegt og hér er vitnað til – enda sofnaði hún svefninum ei- lífa á friðsælan hátt hinn 7. apríl sl. Fótspor móður minnar á langri ævi urðu bæði mörg og sterk; fótspor sem sandurinn mun seint fylla á ný. Móðir mín lifði tímana tvenna og fór aðeins 14 ára að heiman til þess að vinna fyrir sér. Ung að árum missti hún báða for- eldra sína og skömmu síðar yngsta bróður sinn í sjóslysi. Hún er þessi sterka kona af gamla skólanum sem lagði allt í sölurnar fyrir eiginmann sinn og börnin fimm. Heimilið var hennar griðastaður og þar átt- um við börnin alltaf öruggt skjól. Móðir mín var húsmóðir af guðs náð og sá fyrir öllum okkar þörfum á meðan faðir okkar var löngum stundum til sjós. Líf sjómannskvenna hefur löngum verið vanmetið – enda hafa þær alla tíð orðið að standa undir öllum þörfum fjölskyld- unnar á meðan heimilisfaðirinn dró björg í bú. Þannig var móðir mín. Hún var í senn konan sem fæddi okkur og klæddi, upp- fræddi og elskaði og um leið okkar besti vinur. Faðmur hennar var stór og náði langt út fyrir heimilið – enda mátti hún ekkert ekkert aumt sjá án þess að láta til sín taka. Hún var elskuð og virt af öllum og verð- ur sárt saknað af þeim fjöl- mörgu sem áttu því láni að fagna að kynnast henni. Mestur er þó harmur föður míns sem sér nú á bak lífsförunaut sínum, eiginkonu og vini um áratuga- skeið; konu sem hann gat alltaf reitt sig á og treyst fyrir sam- eiginlegum verðmætum þeirra hjóna; fjölskyldunni þeirra í landi. Ég bið góðan Guð að varð- veita og styrkja föður minn á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning móður okkar og ömmu. Spor hennar í sandinum munu aldrei hverfa. Jens, Sigurður og Sindri. Elsku amma, ég vil byrja á að þakka þér fyrir þau 26 ár sem ég fékk að upplifa með þér, þessi ár eru ómetanleg og geymi ég hverja einustu minn- ingu í hjartanu mínu. Það eru sannkölluð forréttindi að hafa átt þig sem ömmu. Ég trúi því varla að ég skuli sitja hérna og skrifa minningargrein um þig því ekki hefði mig grunað að þú myndir fara frá okkur svona fljótt. Ég man þegar ég var lítil, þá voru ófá skiptin sem ég kom til þín og yfirleitt fann ég ilm- andi kökulykt þegar ég opnaði útidyrnar, þú varst alltaf að baka og varst alltaf með eitt- hvað gott á boðstólum þegar ég kom til þín. Þegar ég fékk að gista hjá þér sátum við stundum langt fram á kvöld og spiluðum kasínu og enduðum svo á að fá okkur lagköku og mjólk fyrir svefninn, svo fórum við inn í rúm og þú last eða söngst fyrir mig og kenndir mér fjöldann allan af fallegum bænum. Mér fannst alltaf svo gott að koma í ömmu hús og breyttist það ekkert þegar ég varð eldri, ég var hálfgerður heimalningur hjá þér og við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Það var nú alltaf stutt í grínið hjá þér og eru örugglega ekki nema um 2-3 vikur síðan þú vildir endilega að ég smakkaði rosa- lega góðan engiferdrykk sem þú varst að sjóða, ég tók risastóran sopa og þetta var svo sterkt að ég fékk tár í augun, og þú stóðst þarna og glottir og fannst þetta nú ekkert lítið fyndið. Ég gleymi ekki hlátrinum þínum, hann var svo smitandi. Patrekur og Antonía elskuðu að fá að fara í heimsókn til langömmu sinnar, þú gast setið með þeim og lesið fyrir þau tímunum saman. Það á eftir að vanta svo mikið að hafa þig ekki lengur, að geta ekki skroppið til þín, hringt í þig eða rekist á þig úti í búð. Það er enginn sem kallar mig Jensínu sína lengur. Ég gat alltaf leitað til þín, ef ég var spennt yfir einhverju þá hlakkaði ég alltaf til að fara til þín og segja þér frá því. Og ef ég var leið þá varst þú alltaf til staðar með góð ráð og mér leið alltaf betur eftir að hafa talað við þig. Ég hef alltaf talað mikið um hvað ég sé heppin að eiga þig sem ömmu, þú tókst alltaf á móti mér með opnum örmum og kvaddir mig með kossi og faðm- lagi. Þú varst svo sannarlega engill í dulargervi hérna á jörðu, en núna ertu engill á himnum. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin fyrir fullt og allt og að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur, en ég á eft- ir að vera dugleg að tala um þig og rifja upp minningar um þig með Patreki og Antoníu. Ég veit þú ert ekki langt und- an, og við munum hittast aftur þegar sá tími kemur. Þangað til ylja ég mér við minningar af þér. Ég ætla að kveðja þig með uppáhaldsbæninni minni sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi, megi Guð og allir hans englar veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Ég elska þig, amma mín, að eilífu. Þín ömmustelpa, Jenný Björk. Elsku amma mín. Ég bjóst ekki við að þurfa að kveðja þig svona fljótt og var engan veginn undir það búin þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farin frá okkur. Það var skrítið að koma heim til ykkar í dag og þar var engin þú til að taka á móti manni, faðma mann og kyssa. En ég veit samt að þú munt allt- Brynhildur Ingibjörg Vilhjálmsdóttir ✝ Vigdís Þor-móðsdóttir fæddist á Finns- stöðum í Ljósa- vatnshreppi 1. júní 1931. Hún lést á Landspítalanum, Borgarspítala 8. apríl 2011. Foreldrar Vig- dísar voru Nanna Jónsdóttir hús- freyja, f. 7. maí 1907, d. 17. september 1976, og Þormóður Sigurðsson, sókn- arprestur í Þóroddsstað- arprestakalli, f. 30. apríl 1903, d. 26. mars 1955. Vigdís var elst sex systkina sem eru: Árni, f. 5. ágúst 1932, d. 9. apríl 1970, Kristbjörg, f. 23. september 1933, Sigríður Bóthildur, f. 18. júlí 1942, d. 1. ágúst 1964, Sig- urður Jón, f. 13. júlí 1949, d. 22. september 1954, Kolbrún, f. 11. janúar 1952. Vigdís giftist 27. september 1953 Sveini Skorra Höskulds- syni, f. 19. apríl 1930, d. 7. sept- Reykjavík, maður hennar Hall- grímur Óli Hólmsteinsson, f. 3. desember 1965, viðskiptafræð- ingur. Sonur þeirra Hólmsteinn Skorri, f. 17. ágúst 2000. Önnur börn Ásgerðar og Hallgríms eru Valgerður Arnardóttir, f. 2. jan- úar 1983, Guðmundur Örn Arn- arson, f. 17. apríl 1986, og Guð- mundur Hallgrímsson, f. 6. janúar 1987. 4) Gunnhildur, f. 27. apríl 1967, lífefnafræðingur í Garðabæ, maður hennar Svan- björn Thoroddsen, f. 3. sept- ember 1965, hagfræðingur. Synir þeirra eru Ásgeir Skorri, f. 20 mars 1990, og Tryggvi, f. 24. febrúar 1992. Vigdís stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri 1947-49 og við Húsmæðraskól- ann í Hveragerði 1951-52. Vig- dís var búsett í allmörg ár er- lendis með fjölskyldu sinni, fyrst í Danmörku 1958-59, í Kanada 1960-61 og í Svíþjóð 1962-68. Eftir heimkomu hóf Vigdís störf sem bankafulltrúi hjá Landsbanka Íslands í Lang- holtsútibúi og seinna í aðal- bankanum Austurstræti til árs- ins 1995. Útför Vígdísar Þormóðs- dóttur fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 15. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. ember 2002, pró- fessor í íslenskum bókmenntum við HÍ. Foreldrar hans voru Sólveig Bjarnadóttir hús- freyja, f. 10. ágúst 1905, d. 24. júlí 1979, og Höskuldur Einarsson, f. 23. nóvember 1906, d. 11. mars 1981, bóndi og hrepp- stjóri í Vatnshorni í Skorradals- hreppi. Börn Vigdísar og Sveins eru: 1) Þormóður, f. 5. júní 1953, arkitekt í Reykjavík, kona hans er Sigríður Hjörleifsdóttir, f. 5. júlí 1954, félagsráðgjafi. Börn þeirra eru Vigdís, f. 10 apríl 1979, og Hjörleifur Skorri, f. 13. ágúst 1984. 2) Höskuldur, f. 26. júlí 1954, arkitekt í Reykjavík, kona hans Helena Þórðardóttir, f. 14. febrúar 1961. Börn þeirra eru Sveinn Skorri, f. 22. sept- ember 1987, og Sólveig Lóa, f 22. mars 1995. 3) Ásgerður, f. 6. júlí 1964, íslenskufræðingur í Elsku amma Dísa, ég sakna þín og mun ávallt gera. Ég minnist alltaf þess þegar ég, Vala systir og mamma bjuggum hjá ykkur afa í Grænuhlíðinni og þið hjálpuðuð mömmu með okk- ur. Þetta voru alveg einstaklega góðir tímar og við svo heppin að kynnast svona yndislegri ömmu eins og þú varst alltaf við okkur barnabörnin. Ég man líka þeg- ar þú leiddir mig í skólann í grunnskólanum og horfðir á eft- ir mér yfir göturnar eða Miklu- brautina og veifaðir, fannst það voða gaman. Þegar við vorum líka alltaf á sumrin í bústaðnum í Skorradal, þá sé ég alltaf þessa yndislegu ömmu sem gerði æðislegan morgunverð og gerði allt fyrir mann sem maður vildi. Ég mun alltaf sakna þín og þegar ég hugsa til þín fæ ég endalaust af góðum og fallegum minningum. Hvíldu í friði elsku amma mín. Guðmundur. Amma Dísa var besta amma í heimi. Ég veit að enginn á betri ömmu en hana. Einhvern tíma þegar ég gisti hjá þér man ég að ég mátti fá hvað sem ég vildi, eins og lakkr- ísinn sem var í krukkunni, og ef ég spurði um eitthvað fórum við saman út í Kringlu og náðum í það. Við fórum saman út í göngutúr. Þú eldaðir langbesta graut sem ég hef smakkað og kenndir mér að láta salt og smjör ofan á egg. Við horfðum saman á sjónvarpið og þú varst að prjóna. Þú prjónaðir sokka á mig. Þeir voru flottir og góðir sokkar og ég notaði þá mikið. Þú komst til okkar á jólunum og sast hjá mér og spurðir mig um sundæfingarnar mínar. Í Skorradal fórum við mamma og tíndum sveppi (kantarellu- sveppi) því þú hafðir sagt að þeir væru svo góðir. Nú veit ég að þú hefur það gott amma mín því þú varst búin að vera lasin. Takk fyrir allt gott og skemmtilegt sem þú hefur kennt mér og sagt mér. Þinn Hólmsteinn Skorri. „Ég hafði aldrei séð fallegri konu en hana Vigdísi!“ Þannig lýsti móðir mín fyrstu sýn af Vigdísi Þormóðsdóttur sem var jarðsungin í gær tæplega átt- ræð. Mágkonurnar munu fyrst hafa hist þegar Sveinn Skorri, móðurbróðir minn, kom með unnustu sína í foreldrahús í Vatnshorni í kringum árið 1950. Nú eru þær báðar kvaddar með söknuði, með einungis fjögurra mánaða millibili. Vigdís var sannarlega glæsi- leg kona, augun dökk og skýr og reisn yfir fasi og framkomu. Sjálf kynntist ég henni ekki vel fyrr en 1975, þegar hún var orð- in hálffimmtug. Tildrögin voru þau að ég var send í fóstur til Vigdísar og Sveins Skorra þegar ég fór í menntaskóla. Þau hjón og frændsystkini mín tóku mér eins og ég væri sjálfsagður hluti af kjarnafjölskyldunni og ég var frænka og fósturdóttir í einu. Heimili þeirra heiðurshjóna var menningarheimili enda voru þau bæði alin upp í íslenskri sveit af fólki sem lagði áherslu á andann ekki síður en efnið. Bækur á heimilinu voru þar kannski fleiri og meiri en al- mennt gengur og gerist enda ævistarf húsbónda helgað þeim. Hvarvetna mátti sjá fallegt handbragð Vigdísar, bókband, batik og bróderí. Gestagangur var mikill og öllum tekið fagn- andi sama á hvaða aldri eða í hvaða ásigkomulagi þeir voru. Veislur þeirra hjóna eru líka eft- irminnilegar, ekkert var til spar- að, hvorki í mat né drykk. Hlut- verk húsmóður á stóru rausnarheimili fór Vigdísi vel. Við Vigdís urðum strax mikl- ar vinkonur. Við gátum setið löngum stundum á kvöldin við kertaljós með tebolla og spjallað um eldamennsku; gæði matar, nýjar uppskriftir eða slátur og súrmat, um handavinnu; gömul mynstur eða frjálsar aðferðir; um fatasaum, en engin sem ég þekki gat tekið gamlan frakka, vent honum við og saumað flunkunýjan jakka úr honum nema Vigdís. Og allt var þetta áður en endurvinnsla komst í tísku. Hún sagði mér líka sögur af ættboganum úr Þingeyjar- sýslum, sögur sem ég hefði ella ekki heyrt en eru mér nú enn dýrmætari en áður. Hin síðustu árin var vinkona mín orðin þreytt. Heilsan fór þverrandi og henni þótti erfitt að geta ekki lengur sinnt áhuga- máli sínu, hannyrðum, af sama sköpunarkrafti og áður. Við höfðum samt alltaf nóg að spjalla og hún sagði stolt sögur af barnabörnum sínum og lífinu í Hvassaleitisblokkinni þar sem hún eignaðist góða vini. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt Vigdísi til hvíldar. Ég sendi mínu góða frændfólki og vinum innilegar samúðarkveðjur. Góð- ar minningar ylja okkur öllum. Salvör Jónsdóttir. Í mörg ár hékk á vegg yfir borðinu okkar á Húsavík vöndur af grösum. Þetta voru þau grös sem nefnd eru reyr og ilma hvað best allra jurta sem þrífast í þessu hrjóstruga landi. Falleg eru þau líka þegar þau eldast, bregða litum. Og lengi eftir að vöndurinn var hættur að ilma var hann þarna sem falleg mynd er kallaði fram ilminn sem eitt sinn var. Og minningu um góða heimsókn. Reyr finnst ekki alltaf í þjóð- braut og þarf nokkra kunnáttu og næmi til að leita hann uppi. Yfir þeirri kunnáttu bjó mynd- arkonan Vigdís Þormóðsdóttir. En það var hún sem tíndi og bar þennan vönd inn í hús frænda Vigdís Þormóðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.