Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 11

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 11
mjög skemmtileg. Þetta eru mjög ólíkar flíkur og fjölbreytnin mikil.“ Augljóslega vaxtarbroddur Ásdís segir að núna séu ein- göngu stelpur í áfanganum en það hafi líka verið strákar á þessari braut. „Það er vöxtur í þessu og núna er þetta óvenjustór hópur, hafa aldrei verið fleiri. Venjulega hafa þau ekki verið fleiri en 12 en þá telst fullsetið. Það er aug- ljóslega vaxtarbroddur á þessu sviði hérlendis. Við leggjum upp úr því að hafa námið fjölbreytt og ala á víðsýni nemenda. Við erum með tengsl við atvinnulífið þar sem far- ið er í margar starfs- kynningar og það er mjög vel tekið á móti nemendum allsstaðar. Íslensk hönnunarfyrir- tæki eru rosalega jákvæð að taka á móti nemendum og kynna starf- semi sína fyrir þeim. Það er mik- ill samhugur á þessum vettvangi,“ segir Ásdís og bæt- ir við að ný braut sé í smíðum í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, sem heitir hönnunar- og markaðs- braut og fer af stað í haust. „Og veitir ekki af því það skipt- ir miklu máli að koma sér á fram- færi og læra líka um markaðsfræði. Allt þarf þetta að vinna saman.“ Sækja um skóla erlendis Ásdís hefur mikla trú á nem- endum sínum og hún segir nem- endurna eiga mikla framtíð fyrir sér. „Nemendur okkur hafa verið að sækja um skóla úti um allan heim. Ég hef verið að hjálpa þeim með umsóknir í skóla í Bandaríkj- unum, á Spáni, í Bretlandi, í Dan- mörku, í Svíþjóð og fleiri löndum. Við reynum að vísa þeim veginn þannig að þau hafi sem fjölbreytt- asta möguleika, m.a. höfum við myndað tengsl við skóla erlendis. og þessir krakkar hafa verið eft- irsóttir nemendur. Það er mjög gaman að fylgjast með nemendum sínum fara út í lífið, hönnunarnám býður upp á svo marga og fjöl- breytta möguleika bæði í námi og starfi.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Litadýrð Falleg sumarflík. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Kannski er ég strákasjúk. Samt ekki alltaf. Stundum bara smá.Það er líka stundum algjör óþarfi að koma of mikið nálægtþeim. Stundum nægir alveg að glápa bara úr sér augun. Hvaðá maður svo sem annað að gera. Líta undan ef myndarlegur maður nálgast? Karlar horfa og konur láta horfa á sig. Þannig hljóðar kenning í kynjafræði. Samkvæmt þessu nota kynin augun ekki á sama hátt. Þessu er ég ekki algjörlega sammála. Ég klæði mig ekki upp og geri mig sæta bara til að láta horfa á mig. Jú, jú alveg smá, það er bara partur af prógramminu. En stund- um set ég örugglega upp mannýga svipinn minn. Þá vil ég bara vera látin í friði. Enda er ég kannski afar upptekin við að horfa á sæta gaurinn á næsta borði. Þetta er farið að hljóma eins og ég telji það augljóst og sjálfsagt mál að allir séu sífellt að glápa á mig. En það er líka allt í lagi. Manni má alveg finnast maður sætur. Mála sig, skella á sig varalit, fara í pils í vinnuna af því bara og brosa svo framan í heiminn. Það er mikilvægast af öllu. Útgeislun, sjarmi, lífsgleði. Þetta hljómar eins og algjör klisja en er alveg satt. Fallegt bros bræðir mann. Al- gjörlega. Útgeislun undirstrikar fegurð og gerir hana enn meiri. Ég hef hitt menn sem láta mann kikna í hnjáliðunum. Eftir á er maður sveittur, bráðnaður, bleikur í framan. Af einhverju sem erfitt er að festa fingur á en er samt svo augljóst. Eins og einhver ósýni- leg töfrablanda sem þýtur um líkamann og kveikir öll ljósin. Líkamlegt aðdráttarafl er staðreynd. Það er ekki hægt að halda því fram að eingöngu persónuleikinn skipti máli. Hann skiptir samt miklu máli og alveg sérstöku hlut- verki í því sem ég kýs hér að kalla fegurðaraukning. Þetta gerist nokkurn veginn svona. Stelpa og strákur hittast og eitthvað klikkar. Kannski hvað hann er með fal- leg augu og hún með sætan munn (bjór- gleraugu geta vissulega haft sín áhrif hér en höldum þessu rómantísku). Þau spjalla og kynnast. Smám saman stækkar litla ást- arbaunin í maganum. Samhliða því gerist nokk- uð merkilegt. Þau verða enn fallegri í augum hvort annars. Þau verða fallegasta fólk sem hvort þeirra hefur nokkurn tímann séð. Kannski er hann með skakka tönn og hún pínu útstæð eyru. En þetta er fal- legasta tönn eða eyra sem hún/ hann hefur séð. Fullkomnunin felst í því að hrifning þeirra og aðdrátt- arafl persónuleikans strokar allt svona út. Málar lífið með ekkert nema fal- legum litum þangað til að þú stendur fyrir framan meistaraverk sem þér finnst jafn fallegt að innan sem utan. »Líkamlegt aðdrátt-arafl er staðreynd. Það er ekki hægt að halda því fram að eingöngu persónu- leikinn skipti máli. HeimurMaríu María Ólafsdóttir maria@mbl.os Þessi litli krúttlegi jagúar var veginn í Leníngrad-dýragarðinum í Sánkti Pétursborg í gær en mánuður er í dag síðan hann fæddist. Ekki fylgir sög- unni hversu þungur sá stutti reynd- ist. Heimurinn Reuters Jagúar á vog Þær 16 sem tilheyra útskriftarhópnum þetta árið og hönnuðu og saum- uðu flíkurnar sem voru á sýningunni í gær: Árný Þóra Hálfdanardóttir, Eva Lind Fells Elíasdóttir, Gunnhildur Péturs- dóttir, Helga Gabríela Sigurðardóttir, Hrefna Guðríður Garðarsdóttir, Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir, Ingunn Elísabet Viktorsdóttir, Klara Sól Ágústsdóttir, Kolfinna Lína Kristínardóttir, Linda Björk Rögnvaldsdóttir, Lísbet Guðný Þórarinsdóttir, Rakel Unnur Thorlacius, Sara Bestouh, Sól- ey Þorsteinsdóttir, Una Árnadóttir og Þuríður Día Ólafsdóttir. Útskriftarnemarnir KLÁRAR STELPUR Umfelgun 2.990frá kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.