Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Samræður Fjármálaráðherra Grikk-
lands og seðlabankastjóri Evrópu.
Ótti fjárfesta um að ekki verði
komist hjá því að fella niður eða
lengja í hluta opinberra skulda
gríska ríkisins fer stigmagnandi.
Samhliða hefur söluþrýstingur á
grísk ríkisskuldabréf farið vaxandi
og áhættuálagið á gríska ríkið
hækkar ört. Það sem veldur titr-
ingnum núna eru þau ummæli
George Papaconstantinou, fjármála-
ráðherra Grikklands, í vikunni að
ekki væru líkur á að gríska ríkinu
tækist að fjármagna sig á ný með
skuldabréfaútgáfu á næsta ári eins
og efnahagsáætlanir hafa gert ráð
fyrir til þessa. Stjórnvöld í Aþenu
þurfa ekki að leita eftir endurjár-
mögnun í ár vegna neyðarlánsins
sem fékkst frá Evrópusambandinu í
fyrravor. Hins vegar þurfa þau að
endurfjármagna um 30 milljarða
evra á næsta ári.
Önnur úrræði en neyðarlán
inni í myndinni
Ótti manna við stöðu gríska rík-
isins minnkaði ekki í gær við um-
mæli Wolfgangs Schäuble, fjár-
málaráðherra Þýskalands, í blaðinu
Die Welt um að ef næsta endur-
skoðun á stöðu gríska ríkisins sýni
fram á að skuldir þess séu ósjálf-
bærar gæti þurft að „grípa til ann-
arra úrræða“. Þar sem þau úrræði
sem þegar hefur verið gripið til
hafa falist í neyðarlánum gegn fyr-
irheitum stjórnvalda um niðurskurð
og aðhaldsaðgerðir verða ummæli
Schäuble ekki skilin á annan veg en
að átt sé við afskriftir og lengingu í
lánum. Spurður út í þetta benti
Schäuble á að samkvæmt nýjum
reglum Evrópusambandsins verður
ekki hægt að knýja fram afskriftir
á ríkisskuldum aðildarríkja evru-
svæðisins einhliða fyrr en eftir árið
2013 en eftir þann tíma gætu eig-
endur ríkisskuldabréfa þurft að
taka á sig skell reynist skuldir við-
komandi ríkja með öllu ósjálfbærar.
Ekki eru allir á þeirri skoðun að
sá möguleiki að færa niður skuldir
gríska ríkisins sé fyrir hendi. Lo-
renzo Smaghi, sem situr í stjórn
Evrópska seðlabankans, sagði í gær
við ítalska fjölmiðla að slíkar af-
skriftir gætu fellt stærsta hluta
gríska bankakerfisins þar sem að
það myndi ekki lengur hafa aðgengi
að veðlánum við ECB. Þeirra áhrifa
myndu svo gæta um allt gríska
hagkerfið þar sem lánafyrirgreiðsla
bankakerfisins myndi að mestu
stöðvast.
Niðurfelling skulda gríska ríkisins á borðinu
Fjármálaráðherra Þýskalands segir ekki útilokað að grípa þurfi til annarra úr-
ræða en veitingar neyðarlána reynist skuldastaða gríska ríkisins með öllu ósjálfbær
Stuttar fréttir ...
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,15 prósent í viðskiptum gær-
dagsins og endaði í 207,52 stigum.
Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði
um 0,28 prósent en sá óverðtryggði
hækkaði um 0,18 prósent. Úrvals-
vísitala Kauphallarinnar hækkaði um
0,18 prósent. Bréf Icelandair hækkuðu
um 2,02 prósent og Marels um 0,39
prósent. bjarni@mbl.is
Bréf Icelandair hækka
● Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum
hlutum í Kreditkorti hf., sem er útgáfu-
aðili Mastercard og American Express
greiðslukorta á Íslandi. Fyrir átti Ís-
landsbanki 55 prósenta hlut í fyrirtæk-
inu. Eigendur þeirra 45 prósenta sem
eftir stóðu voru Nýi Landsbankinn, Ar-
ion banki, Byr sparisjóður, Sparisjóð-
urinn í Keflavík, Drómi hf. og sjö smærri
sparisjóðir.
Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún
Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur
Skúlason, forstöðumaður á viðskipta-
bankasviði Íslandsbanka, og Vilborg
Lofts sem jafnframt er stjórnar-
formaður.
Kreditkort hf. varð sjálfstæður korta-
útgefandi árið 2008, þegar fyrirrennara
þess var skipt upp í tvö félög, annars
vegar Kreditkort sem kortaútgefanda
og hins vegar Borgun sem færsluhirði.
bjarni@mbl.is
Íslandsbanki kaupir
Kreditkort hf.
Kaup Íslandsbanki á nú Kreditkort hf.
augum S&P sé ekki fullljóst hverjar
þær afleiðingar eru. „Við munum
ekki leggja mat á það hvort það hafi
verið rétt eða röng ákvörðun að
hafna Icesave-lögunum. Okkar við-
brögð við niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar munu markast af því
hver viðbrögð erlendra kröfuhafa og
lánveitenda Íslands verða,“ segir
Zhang.
Verri horfur ríkisfyrirtækja
Ásamt því að setja íslenska ríkið á
athugunarlista með neikvæðum
horfum, hafa Landsvirkjun og
Íbúðalánasjóður (ÍLS) einnig verið
færð þangað. Bæði fyrirtækin eru að
fullu í eigu íslenska ríkisins. Í um-
sögn S&P vegna færslu ÍLS á athug-
arlistann, segir að S&P telji mjög
líklegt að íslenska ríkið þurfi að veita
ÍLS aukið eiginfjárframlag til við-
bótar við milljarðana 33 sem ríkið
setti inn fyrir skömmu. Að sögn
Zhang skýrist sú skoðun af lágu eig-
infjárhlutfalli ÍLS, sem er 2,2% eftir
eiginfjárinnspýtingu ríkisins. En Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst
þeirri skoðun sinni að æskilegt sé, að
eiginfjárhlutfall ÍLS nái 5%. Eigi
það að nást, að sögn Zhang, séu mikl-
ar líkur á að meira fé þurfi.
15% sótt um 110%-leiðina
Sigurður Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri ÍLS, segir að for-
svarsmenn sjóðsins eigi fund með
S&P eftir helgina, þar sem áhrif
110%-leiðarinnar á efnahag sjóðsins
verða meðal annars kynnt. Afskriftir
vegna 110%-leiðarinnar séu nú áætl-
aðar 22 milljarðar króna. „Sú upp-
hæð miðast hins vegar við að allir
þeir 9000 viðskiptavinir sjóðsins,
sem við teljum að geti fengið afskrift
á grunni þess úrræðis, nýti sér það.
Hins vegar hafa bara um 1400 sótt
um afskrift niður í 110%, eða um 15%
alls hópsins. Sem dæmi, ef við þurf-
um bara að afskrifa um 18 milljarða
vegna 110%-leiðarinnar, hækkar eig-
infjárhlutfallið strax um rúmlega eitt
prósentustig við það,“ segir hann.
S&P bíður átekta eftir við-
brögðum lánveitenda Íslands
Lánshæfismat ræðst meðal annars af því hvort Norðurlönd halda lánalínum opnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Íslenska ríkið Er einu þrepi frá spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, hjá
S&P. Sérfræðingur S&P segir að áhrif synjunar Icesave verði nú könnuð.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
„Ástæða þess að lánshæfi Íslands
hefur verið sett á athugunarlista er
sú að við höfum ekki komist að nið-
urstöðu um áhrif Icesave. Við erum
núna að kanna hvaða afleiðingar nið-
urstaða þjóðaratkvæðagreiðslan
kann að hafa á lánshæfi landsins,“
segir Eileen Zhang, sem hefur yfir-
umsjón með greiningum matsfyrir-
tækisins Standard&Poor’s (S&P) á
lánshæfi íslenska ríkisins. Hún segir
að sérfræðingar S&P muni fylgjast
með fréttum af málefnum Íslands á
næstu vikum, til að geta tekið endan-
lega ákvörðun um lánshæfi landsins.
„Við horfum ekki á Icesave-málið
einangrað, heldur lítum við til þess
hvað niðurstaða þess mun þýða fyrir
hagkerfið í heild, fjármálakerfið og
fjármál hins opinbera. Ef höfnun
Icesave mun orsaka að aðgangur Ís-
lands að lánalínum hjá Norðurlönd-
unum lokast, þá hefur það áhrif til
verri vegar fyrir lánshæfi Íslands,“
segir hún. En ráðamenn í Svíþjóð
hafa þegar gefið til kynna að lánalína
til Íslands verði opin áfram, eftir að
Icesave var hafnað í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Zhang segir að ásamt því að fá
botn í hversu góður aðgangur ís-
lenska ríkisins að lausafé í erlendri
mynt verður á næstunni, ætli S&P
að kanna pólitískar afleiðingar synj-
unar Icesave-laganna á Íslandi. Í
Lánshæfi Íslands
» Eileen Zhang, yfirgreinandi
S&P á Íslandi, segir að við-
brögð erlendra lánveitenda Ís-
lands við synjun Icesave muni
ráða miklu um lánshæfismat.
» S&P telur líklegt að Íbúða-
lánasjóður þurfi meiri eigin-
fjárinnspýtingu frá ríkinu, til
viðbótar við 33 milljarða sem
hafa verið afgreiddir.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Líklegt er að miklar sveiflur í hagvexti og verð-
bólgu hér á landi eigi sér frekar rætur í slakri hag-
stjórn en smæð og fábreytni íslenska hagkerfisins.
Er þetta mat Friðriks Más Baldurssonar hagfræ-
ðiprófessors en hann skilaði áliti á skýrslu Seðla-
bankans um peningamálastjórnun.
Í áliti sínu segir Friðrik að í skýrslunni fallist
Seðlabankinn á að tilraunin um verðbólgumark-
mið í peningamálum hafi mistekist, en að í henni
skorti afgerandi tillögur um hvað eigi að taka við
eftir gjaldeyrishöft. Að vísu sé talað um „verð-
bólgumarkmið plús“, þ.e. verðbólgumarkmið með
hliðarráðstöfunum sem séu illa skilgreindar.
Hann segir að rannsóknir sýni að á Íslandi sé
erfitt að viðhalda stöðugu verðlagi til lengri tíma
nema með meiri sveiflum í framleiðslu og atvinnu-
stigi. Að sama skapi sé erfitt að halda stöðugleika í
hagvexti nema með meiri verðbólgusveiflum. Al-
mennt megi gera ráð fyrir að stjórnvöld velji frek-
ar meiri hagvöxt en minni verðbólgusveiflur.
Þetta sé ástæðan fyrir því af hverju allar útgáfur
peningastefnu, sem reyndar hafi verið á Íslandi,
hafi siglt í strand.
Til viðbótar ábyrgari hagstjórn segir Friðrik að
nauðsynlegt sé að auka virkni peningastefnunnar
og nefnir nokkra möguleika í því sambandi. Eitt
skref sé að draga úr notkun erlendrar myntar í
lánakerfinu og betra sé að beita efnahagslegum
hvötum til að ná því marki en beinni reglusetn-
ingu. Jafnframt sé æskilegt að draga úr notkun
verðtryggingar til að auka bit stýrivaxta.
Segir slaka hagstjórn skaðvald
Hagfræðiprófessor segir slaka hagstjórn skýra bet-
ur efnahagssveiflur en smæð og fábreytni hagkerfisins
Árvakur/Ómar
Slaki Friðrik Már segir að hagstjórn hafi verið of
slök hér á landi og það hafi valdið sveiflum.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+
+./-,,
++0-+0
1+-.20
12-3/4
+.-22/
+13-14
+-,53/
+.2-13
+31-30
++,-,0
+./-0.
++0-5+
1+-.0+
12-0+
+.-250
+13-3/
+-,32/
+.2-.
+3,-+,
1+3-.000
++,-3/
+.5-1,
++0-.5
1+-4,5
12-00+
+.-++
+13-44
+-,3//
+.+-,/
+3,-54
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á