Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 29

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 ✝ Baldur Þor-steinsson fæddist á Akureyri 7. janúar 1920. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, 3. apríl 2011. Foreldrar Bald- urs voru Þorsteinn Steinþórsson, f. 19. júní 1884 á Hall- fríðarstöðum í Hörgárdal, d. 4. júlí 1945, og Marzilína Sigfríður Hansdóttir, f. 27. ágúst 1899 á Myrká í Hörgárdal, d. 3. ágúst 1987. Börn Þorsteins og Marzilínu: 1) Hálfsystir Baldurs, samfeðra, Jóhanna, f. 3.12. 1917, d. 1998, 2) Baldur, f. 7.1. 1920, d. 2011, 3) Steinþór, f. 25.5. 1925, 4) Hans, f. 6.11. 1926, d. 2002, 5) Hulda, f. 22.5. 1928, d. 2009, 6) Hildigunnur, f. 24.12. 1930, d. 2002, 7) Þórunn, f. 22.10. 1936. Baldur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Unni Herberts- dóttur frá Myrká, f. 10.2. 1930, hinn 25.12. 1951. Foreldrar hennar voru Herbert Ingimar Sigurbjörnsson, f. 6.12. 1906 í tor Leví, f. 2010. Sambýlis- maður Unnar er Hilmar Þór, f. 1975. 3) Birgir bifreiðarstjóri, f. 2.6. 1958. Baldur byrjaði að vinna mjög ungur og einkenndist hans starfsferill af miklum akstri enda var hann mikill áhuga- maður um bifreiðar. Á árunum 1940-1945 gegndi Baldur ýms- um verkefnum sem vörubíl- stjóri á eigin bifreið. Á árunum 1945-1975 sem mjólkurbílstjóri um Glæsibæjarhrepp, Öxna- dalshrepp og Skriðuhrepp til Akureyrar. Baldur var einn af stofnendum Nýju bílastöðv- arinnar á Akureyri sem síðar varð Stefnir. Baldur gerði út vöruflutningabíl frá Stefni á ár- unum 1976-1995 og var í sam- starfi við Birgi son sinn síðustu árin, eða frá árinu 1987. Baldur sá um póstflutninga í áð- urnefndum hreppum, frá árinu 1945 til ársins 1996 eða í 51 ár. Baldur og Unnur bjuggu flest sín búskaparár á Ytri- Bægisá, eða frá 1959 til 1988, er þau fluttu til Akureyrar, í Stapasíðu 10. Á þeim árum sem þau bjuggu á Ytri-Bægisá voru þau með blandaðan búskap, einnig var þar símstöð, olíu- og bensínsala. Útför Baldurs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Saurbæjargerði í Hörgárdal, d. 19.11. 1985, og Lovísa Jóhanns- dóttir, f. 10.11. 1910 í Myrkárdal, d. 8. júlí 1985. Börn Baldurs og Unnar eru 1) Þor- steinn bifreið- arstjóri, f. 18.11. 1949, kvæntur Ce- nizu Írisi, f. 8.12. 1951. Börn þeirra eru a) Maria Ivy, f. 11.8. 1972, eiginmaður hennar er Erwin Polines, f. 1974. Barn þeirra er Isabelle, f. 2007. b) Ian Glen, f. 2.12. 1973, eiginkona hans er Mary Jane, f. 1974. Börn þeirra eru Xavier Walt, f. 1994 og Xenia Katrín, f. 2000. c) Ivan Ívar, f. 6.10. 1982, sambýliskona hans er Gena Mae, f. 1980. d) Izaar Arnar, f. 10.10. 1985, sambýliskona hans er Hildur Sif, f. 1987. 2) Ingi- mar Þór bifreiðarstjóri, f. 20.6. 1955, var í sambúð með Birnu Jóhannesdóttur, f. 30.7. 1952. Þeirra barn er Unnur Erna, f. 7.2. 1983. Börn Unnar Ernu eru Kolbrún Birna, f. 2001, og Hec- Það var árla morguns 3. apríl, Kolbrún var nýlega komin inn í hjónaherbergi með Hector litla og hláturinn glumdi í herberginu. Fyrir tilviljun sá ég að gsm-sím- inn minn blikkaði og var það pabbi að hringja. Ég bað Kol- brúnu um að svara og skaust hún fram með símann en kom jafn snöggt inn aftur og rétti mér hann, ég heyrði í pabba, hann var miður sín, hinum megin á línunni. Þá vissi ég að pabbi væri að færa mér slæmar fréttir og tárin byrj- uðu að renna. Svona getur verið stutt milli hláturs og gráts. Stuttu síðar var ég mætt út á flugvöll, mamma tók á móti mér og skutlaði mér til ömmu, þaðan lá leiðin upp á Hlíð að fá að sjá þig. Mikill friður ríkti yfir þér, afi, ég horfði lengi á þig og velti fyrir mér öllum andlitsdráttum, það var svo erfitt að segja „bless, afi“. Þegar ég hugsa til baka um mína fyrstu minningu af þér, þá er ég um þriggja ára, stend uppi á stól, nýbúin að læra símanúm- erið hjá ykkur ömmu, það er svarað og ég segi „afi, viltu sækja mig?“ Þetta var í fyrsta skiptið af mörgum. Þú keyrðir póstinn í sveitinni okkar og voru þær nokkrar ferðirnar sem ég hjólaði niður á veg til að hitta á þig. Að- alsportið var auðvitað að fara með þér í Bögglageymsluna, flokka bréf og keyra með á milli sveitabæjanna, fór ég einnig með þér í þína síðustu póstferð 1996. Strax frá mínum fyrstu árum ferðuðumst við mikið saman fjöl- skyldan, um Ísland þvert og endi- langt. Þið amma fluttuð til Ak- ureyrar og var heimili ykkar mitt annað heimili og undi ég ávallt vel hjá ykkur. Ég man eftir teygj- ustundunum okkar í forstofunni, þegar ég mældi ykkur ömmu hátt og lágt, göngutúrunum við gömlu brýrnar, sunnudagsrúntunum, þegar ég hlassaði mér niður í sóf- ann og bað þig að strjúka á mér tærnar, þegar þú, amma, pabbi og Biggi komuð til mín til Reykjavíkur sumarið 2009. Allt svo góðir tímar sem ég met mjög mikils og einnig það að hafa feng- ið að hafa þig svona lengi í mínu lífi. Elsku afi minn eini, ég mun aldrei gleyma þér og tímanum okkar saman, þú átt stað í hjarta mínu. Þar til við hittumst næst og jafnframt takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíð- ina. Guð geymi þig og varðveiti. Þín „litla“, Unnur Erna. Elsku langafi, takk fyrir sam- veruna. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn „stóri“, Hector Leví. Elsku langafi, þú átt stað í hjarta mínu. Þú varst svo góður við mig og ég vona að þér líði bet- ur hjá Guði. Allir sakna þín. Guð blessi þig. Þín „stóra“ Kolbrún Birna. Baldur Þorsteinsson ✝ Reynir Ólafs-son fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 1952. Hann lést 9. apríl 2011. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Sig- urðsson, f. 1. sept- ember 1924, d. 7. febrúar 2001, og Guðríður Ólafs- dóttir, f. 28. mars 1929, d. 30. desem- ber 1998. Systur Reynis eru Þóra Björg, f. 5. júlí 1950, og Rósa, f. 19. ágúst 1951. Systkini sammæðra eru Valdimar, f. 9. mars 1964, Ólöf Jóna, f. 27. júní 1966, og Björgvin, f. 20. mars 1973. Systkini samfeðra eru Einar, f. 20. janúar 1954, Helga, f. 10. desember 1956, Þorbjörg Kristín, f. 15. janúar 1959, og Sveinn Ómar, f. 12. nóvember 1964. Eiginkona Reynis er Sigríður Stefánsdóttir, f. 5. mars 1955 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Stefán Jónasson, f. 11. júní 1919, d. 22. ágúst 2000, og Að- alheiður Hann- esdóttir, f. 8. apríl 1924, d. 2. mars 2006. Reynir og Sigríður bjuggu í Burknabergi 2, Hafnarfirði. Synir þeirra eru 1) Stefán, f. 16.11. 1977, sambýlis- kona er Oxana Skakoun, f. 12.11. 1980. Dóttir þeirra er María Sigríður, f. 17.2. 2010. 2) Gylfi, f. 15.11. 1986. Reynir var rennismiður og pípulagningameistari og starf- aði hjá Íslenskum aðalverktök- um. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 15. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Í svipnum hans sé ég æsku okkar og eitthvað svo viðkvæman sumarstreng, við skiljum vart þessi óblíðu örlög, sem ætla sér, vinur, þinn góða dreng. Við uxum úr grasi með glitrandi vonir en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern einasta dag eins og ný. (Matthías Johannessen.) Elsku bróðir okkar er látinn eftir erfið veikindi. Vonin var lengi ráðandi um bata en varð að lúta þeim dómi að baráttan var töpuð. Með hjálp fjölskyldu sinnar dvaldi hann heima meðan hægt var. Við systkinin vorum alin upp af einstæðri móður okkar af mik- illi nægjusemi og oft við þröngan kost, en samt var glaðværðin allt- af ríkjandi. Bárujárnshúsið við Bergþórugötuna var okkar æskuheimili og sundin og garð- arnir leiksvæði okkar. Þar byrj- aði Reynir að smíða kofa og mála hjól sem hann hafði fundið ein- hvers staðar í rusli. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann til- kynnti mömmu að þegar hann yrði stór mundi hann byggja fyr- ir hana stóra höll. Flestar helgar og allar hátíðir vorum við á Reyn- isvatni hjá ömmu og afa og þar kynntumst við sveitalífinu. Reyn- ir smíðaði sér kajak og var einn með Reynisvatnið og naut sín vel, fann sér alltaf eitthvað til að gera og Týra fylgdi á eftir. Hann var sjálfum sér og okkur til mikils sóma og mamma var alla tíð mjög hreykin af stráknum sínum. Þeg- ar litið er yfir lífshlaup Reynis, má til sanns vegar færa að „hver er sinnar gæfu smiður“, það sýndi hann svo sannarlega. Hamingja hans reis hæst þeg- ar hann og Sigga kynntust. Þau eignuðust tvo yndislega stráka, Stefán og Gylfa, og síðan litla afa- dúkku, hana Maríu Sigríði. Einhvers staðar stendur, „að sá sem er góður við móður sína verður góður við eiginkonu sína“. Hjónaband Siggu og Reynis var hamingjusamt og þau samhent með alla hluti og miklir vinir. Reynir var mjög músíkalskur, spilaði á hljóðfæri og hafði fallega tenórrödd. Hann elskaði að syngja og var lengi félagi í karla- kórnum Fóstbræðrum. Hann var í eðli sínu náttúrubarn, veiðimað- ur og mikill hagleiksmaður. Hann var glaðvær og léttur í lund, oft dálítið stríðinn, dýravin- ur og mjög barngóður. En fyrst og fremst fjölskyldumaður og hún var alltaf í fyrsta sæti. Fyrir þau byggði hann „höllina“og garðurinn fallegi í Burknaberg- inu var stolt þeirra þar sem öllu var sinnt af alúð. Sigga og Reynir voru glæsileg hjón og miklir vinir og strákarnir þeirra Gylfi og Stefán sjá á eftir föður og vini og María Sigríður barnabarnið þeirra mun gleðja í framtíðinni þó að afa hafa ekki auðnast að njóta hennar nema í nokkra mán- uði. Hugur okkar allra er hjá þeim og Siggu sem er að missa sinn besta vin. Fyrir stuttu sátum við syst- urnar hjá honum og hlustuðum á uppáhaldslögin hans, stundin var viðkvæm en þá stóð hann upp og sagði þessi orð sem hann söng svo oft: „don’t worry be happy“. Það verða hans lokaorð og við munum reyna að virða þau á þessum erfiða tíma. Með þessum orðum okkar kveðjum við hann Reyni litla bróður okkar með innilegri þökk fyrir allt og biðjum góðan guð að styðja fjölskyldu hans. Þóra Björg og Rósa. Einn kafla í lífi mínu kalla ég Reynisvatnsárin, en á þeim tíma var Reynir mágur minn. Nú er góður drengur farinn langt fyrir aldur fram. Mér eru minnisstæð- ar allar veiðiferðirnar sem við fórum í. Við áttum lítinn bát með utanborðsmótor og á honum fór- um við margar sjóferðirnar rétt út fyrir Gróttu. Iðulega var með í för Stefán tengdafaðir hans og alltaf fengum við í soðið. Veiði- ferðirnar voru fleiri því við fórum líka á rjúpu, veiddum í Reynis- vatni og ýmsum ám. Þær voru margar góðar stund- irnar sem við Reynir áttum sam- an, okkur var afar hlýtt hvorum til annars. Svo skildi leiðir okkar, en við vissum alltaf hvor af öðr- um. Síðast þegar ég hitti Reyni vorum við báðir á E11 á Land- spítalanum. Hann lifnaði allur við þegar við ákváðum að fara á sjó- inn í sumar og síðan á rjúpu í haust. En lífið er svo stutt, það verður maður var við núna. Ég er Reyni afar þakklátur fyrir allar samverustundirnar sem við áttum. Sigga mín, þú hef- ur misst mikið. Megi góður Guð styrkja þig, syni ykkar og fjöl- skyldur. Jón Jakob Jóhannesson. Reynir Ólafsson ✝ SigurðurÁrni Árnason fæddist 10. des- ember 1974. Hann lést 1. apríl 2011. Foreldrar hans eru Ásdís Móeið- ur Sigurðardóttir, f. 2.1. 1951, og Árni Guðmundur Árnason, f. 30.5. 1949. Systkini hans eru: 1) Brynja, f. 1972, maki Kol- beinn Steinþórsson, og eiga þau einn son, Baldur Þór. 2) Aron Bachmann, f. 1984. Sigurður Árni verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju í dag, 15. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku brósi, ég trúi því ekki að þú sért farinn, hjartað mitt er svo kramið og ég get ekki hætt að gráta. Þú varst alltaf svo taumlaus og orkumikill og þoldir engin höft og bönn, vildir bara fara þína leið. Ég man að draumabíllinn þinn var svartur Mustang árgerð ’69, mér finnst það lýsa þínum karakter, þú varst svona mustang sem eng- inn getur tamið. Einlægur og hreinskilinn grallari, sagðir alltaf hæ tvisvar og alltaf stutt í prakkaralegan hlátur. Þú varst svo sætur krakki með þessi brúnu augu og alltaf bros- andi, bræddir mömmurnar í götunni og ég get alveg ímynd- að mér að það hafi verið erfitt að skamma þig. En þú barðist við erfiðan sjúkdóm sem tók þig alla leið og það var rosalega erfitt oft að vita hvað þú þjáðist mikið. Þegar þú varst í bata þá áttum við stundum svo gott spjall um lífið og tilveruna, það var virkilega gott að tala við þig og þú varst svo fordóma- laus. Ég var alltaf að vonast eftir að eiga fleiri svona samtöl og að þú myndir verða heill. Þegar við fórum á skíði með pabba í Skálafell, þá óðst þú beint í hólana og ójöfnurnar meðan ég var eins og spýtukall í öruggum plóg. Þú varst aldrei hræddur við neitt en ég hins vegar hrædd við allt. Besta dæmið um það var þegar Nikki hundurinn þinn datt í sjóinn og án þess að hugsa þig tvisvar um hentir þú þér á eftir honum og bjargaðir honum. Við vorum svo ólík systkini og gátum gert hvort annað brjálað, en okkur þótti samt svo vænt hvoru um annað. Ég ætla að geyma þig í hjartanu mínu og sýna þér að til er meiri gleði og hamingja en þú gast ímyndað þér að væri til. En nú ertu kominn til afanna okkar og Ástu ömmu sem þótti svo óskaplega vænt um þig. Ég sé þig fyrir mér með Sambó, Batta og Mollý í kringum þig, þú varst svo mikill dýravinur. Ég óska þess að þín eirð- arlausa sál hafi fundið frið, ljós og gleði. Ég ætla ekkert að kveðja þig, ég ætla bara að segja sjáumst seinna, ég elska þig brósi. Brynja systir. Þó að lífsins mein þig mæði margvíslega hér í heim, angrið svíði, undir blæði öruggt það í hjarta geym. Ef þú trúir og þú biður almáttugan Guð um lið, sviði úr öllum sárum hverfur, sálin öðlast ró og frið. (G. Jóh.) Elsku Ása mín, Árni, Brynja og Aron. Við Elli og strákarnir vottum ykkur innilega samúð og biðj- um Sigga Árna Guðs blessunar. Ykkar Rannveig (Venný). Sigurður Árni Árnason ✝ Af hug og hjarta þakkar fjölskyldan öll inni- lega fyrir hlýhug, samúð og nærgætni sem okkur var sýnd í veikindum og við andlát okkar ástkæru sambýliskonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR INGIBJARGAR SVERRISDÓTTUR frá Dúki. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala háskólasjúkrahúss fyrir góða umönnun, ástúð og hlýju. Einar Jakobsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.