Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Þrekmikill, glíminn, lekker, huggulegur og
herðabreiður.
Hefur þú séð geimveru? (spyr síðasti að-
alsmaður, Magdalena Sara Leifsdóttir)
Nei, ekki með eigin augum. En þó hef ég heyrt
af þeim.
Hvað færð þú ekki staðist?
Freistingar.
Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá
hvern?
Ég er mjög handlaginn og þyki ágætissmiður.
Þetta vita fáir.
Með hvaða umræðuefni gætir þú aldrei mælt?
Nú veit ég ekki hvað skal segja eftir að hafa
mælt með frjálshyggju í úrslitum Morfís og
unnið. Kannski væri enn erfiðara að verja
Sjálfstæðisflokkinn eða kvótakerfið.
Hver er mesti ræðumaður allra tíma?
Þegar stórt er smurt verður oft fátt um smjör.
Sushi eða burrito?
Bland í poka.
Gætir þú vinsamlegast andmælt kærleikanum í
fjórum, stuttum setningum?
Þegar okkur þykir vænt um einhvern þá bind-
umst við honum og töpum sjálfstæði okkar og
frelsi. Þegar við finnum til samúðar með
náunganum þá smitumst við af þjáningum
hans. Þess vegna er kærleikurinn sjúkdómur.
Hann breytir heiminum í táradal.
Hvernig myndirðu lýsa dansstíl þínum á
djamminu?
Ég einskorða mig ekki við einhvern einn stíl
heldur gríp til ýmissa dansstíla, allt eftir að-
stæðum og lundarfari. Barrokk, samba … fjöl-
breytnin er í fyrirrúmi.
Ertu besserwisser?
Nei, það finnst ekki vottur af hroka á þessum
bæ.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Mér finnst ótrúlega gaman að fara með dóttur
minni í húsdýragarðinn og fylgjast með við-
brögðum hennar. Svo er skemmtilegt þegar
hún reynir að segja „pabbi“ við mig, en segir
bara „pa“.
En það leiðinlegasta?
Það er leiðinlegast að fara í fýlu og svoleiðis.
Betra er að vera kátur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Fornleifafræðingur, þangað til ég uppgötvaði
að Indiana Jones er undantekning en ekki
regla.
Hver er tilgangur lífsins (bannað að segja
42)?
Að láta sér líða illa. Þá verður manni
launað að þessu lífi loknu.
Hvers viltu spyrja næsta að-
alsmann?
Er staðgöngufeðrun tabú?
„Þegar stórt er smurt
verður oft fátt um smjör“
Aðalsmaður vikunnar, Jóhann Páll Jóhannsson, er í ræðuliði Menntaskólans í
Reykjavík sem fór með sigur af hólmi í Morfís-keppninni í vikunni. Hann er með
munninn fyrir neðan nefið.
Ræðumaðurinn Þrek-
mikill, glíminn, lekker,
huggulegur og herða-
breiður.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Si
gu
rg
ei
r
S
SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr..
FRÁBÆR SKEMMTUN
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS - ROGER EBERT
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR
TEIKNIMYND FRÁ DISNEY
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MATT DAMON EMILY BLUNT
ATH. NÚMERUÐ SÆ
TI
Í KRINGLUNNI
MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND
SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU
HHHH
- BOX OFFICE MAGAZINE
HHHH
- EMPIRE
SÝND Á LAU. OG SUN.SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG SELFOSSI
HÖRKUSPENNANDI MYND ÞAR SEM ERFITT
GETUR VERIÐ AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ HVER
BREYTIST Í VARÚLF EFTIR MIÐNÆTTI
FRÁ CATHERINE HARDWICKE, LEIKSTJÓRA TWILIGHT
AMANDA SEYFRIED ÚR MAMMA MIA OG GARY OLDMAN
ERU KOMIN Í NÚTÍMA ÚTGÁFU AF RAUÐHETTU
HJARTAKNÚSARINN ED WESTWICK ÚR GOSSIP GIRL,
FELICITY JONES, BROOK SHIELDS OG BILL NIGHY ERU
ÆÐISLEG Í ÞESSARI SKEMMTILEGU MYND
„BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIN.ÞÚ ÁTT
EFTIR AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.“
- SUGAR
"BRIDGET JONES MYNDIN Í ÁR"
- COMPANY
SÝND Í EGILSHÖLL
SÝND Á LAU. OG SUN.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
RED RIDING HOOD kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12
RED RIDING HOOD kl. 3:40 - 8 - 10:20 VIP UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16
CHALET GIRL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L JUSTIN BIEBER kl. 3:40 - 5:50 L
SOURCE CODE kl. 5:50VIP - 8 - 10:20 12 GEIMAPAR 2 ísl. tal kl. 4 L
MÖMMUR VANTAR Á MARS ísl. tal kl. 43D - 63D L
/ ÁLFABAKKA
CHALET GIRL kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 L SOURCE CODE kl. 5:40 - 8 - 10:20 12
RIO 3D ísl. tal kl. 3:20 - 5:40 L SUCKER PUNCH kl. 8 12
RIO ísl. tal kl. 3:20 - 5:40 L LIMITLESS kl. 10:35 14
RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 12 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D ísl. tal kl. 3:20 L
/ EGILSHÖLL