Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 28

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 ✝ KristóferSturla Jóhann- esson fæddist 16. apríl árið 1930 í Höfðadal í Tálkna- firði. Hann lést á Landspítalanum hinn 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Jóhannes Kristófersson bóndi, f. 8.7. 1891, d. 6.10. 1973, og Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27.2. 1896, d. 14.3. 1957. Systk- ini hans: Ólafur Kristinn, f. 14.10. 1917, d. 29.1. 1950, Karl Leví, f. 18.1. 1919, d. 19.1. 2008, Margrét, f. 11.7. 1920, d. 1953, Kristján, f. 26.9. 1921, d. 2.11. 1986, Gyða, f. 1.11. 1922, d. 18.5. 2002, og eftirlifandi nemi, f. 15.7. 1987, Íris Ösp nemi, f. 6.5. 1991, og Krist- björg Una, f. 20.9. 1995. Guð- rún, hjúkrunarfræðingur, f. 24.10. 1964. Maður hennar er Javier Casanova flugstjóri, f. 4.8. 1966. Börn þeirra eru Kristófer, f. 26.5. 1998, og Andrea Nahir, f. 20.11. 1999. Kristín kennari, f. 17.9. 1968. Maðurinn hennar er Jónas Jón- asson, skipstjóri, f. 16.7. 1965. Börn þeirra eru Hildigunnur lögfræðinemi, f. 12.9. 1987, Þórkatla, f. 2.10. 2001, d. 2.10. 2001, og Þorbjörg f. 11.12. 2002. Unnusti Hildigunnar er Arnar Logi Kristinsson sjómað- ur, f. 4.5. 1986. Börn þeirra eru Einar Logi, f. 10.9. 2007, d. 26.2. 2009, og Tristan Logi, f. 18.12. 2009. Kristófer stundaði sjó- mennsku á sínum yngri árum en lengst af vann hann sem verkstjóri í Hampiðjunni. Útför Kristófers fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. systkini hans eru Valdimar Her- mann, f. 20.6. 1936, og Ásdís Berg, uppeldissystir, f. 7.4. 1937. Kristófer kvænt- ist Þorbjörgu Sveinsdóttur 22.9. 1962. Þorbjörg er fædd 10.11. 1927. Foreldrar hennar voru Sveinn Þór- arinn Arngrímsson, f. 19.7. 1885, d. 6.3. 1963, og Guðrún Jónsdóttir, f. 2.6.,1886, d. 1.3. 1968. Börn Kristófers og Þor- bjargar eru: Jóhannes verk- fræðingur, f. 7.7. 1962. Kona hans er Berglind Björk Ás- geirsdóttir, kennari, f. 11.7. 1966. Börn þeirra eru Ívar Örn Nú hefur þú loks fengið lang- þráðan frið eftir erfiða sjúk- dómslegu og honum ert þú örugglega feginn. Margs er að minnast af okk- ar samverustundum og dálítið skrítið hvað það eru oft litlu hlutirnir sem festast á teflon- minninu. Ég man t.d. þegar ég fékk „Batman“-bílinn í jólagjöf sem þú hafðir keypt í siglingu til Englands. Hann var úr stáli, eitthvað annað en plastleikföng- in sem fást í dag og svo fínn að hann var hafður uppi í skáp og aðeins tekinn fram við sérstök tækifæri. Ég man eftir fyrsta hjólinu sem ég fékk en það hafðir þú keypt í siglingu til Englands. Ég minnist lítils seglbáts sem gerður var úr gömlum olíubrúsum sem þú komst með færandi hendi þegar þú komst í land. Báturinn var bundinn á hjólið og hjólað niður í Nauthólsvík þar sem báturinn var prófaður. Maður þurfti að nota stein sem ballest og síðan hljóp maður eftir ströndinni og báturinn sigldi með seglum þöndum. Þetta voru alvöru, krefjandi leikföng sem mér þótti afar spennandi og hafa ef- laust verið með í að skapa þann tæknilega áhuga sem ég síðan alltaf hef haft. Ég man eftir þegar við feðgar tippuðum á enska boltann. Ekki minnist ég að við höfum unnið nokkuð en þessu fylgdi samvera sem fest- ist í minninu og eins gott að við unnum ekkert því spilafíknin hefur allavega aldrei háð mér. Ég man eftir strætóferðum niður í Hampiðju þar sem þú vannst sem verkstjóri, þar sem mér þótti mikið til allra vélanna koma. Síðan röltum við feðgar út í sjoppu og fengum okkur „Beiskan“. Mín fyrstu skref á vinnumarkaði hjálpaðir þú mér með. Fyrst í Hampiðjunni og síðar á varðskipunum þar sem þú þekktir einhverja sem gátu kippt í spotta til að koma mér að. Ég minnist skíðaferða í Blá- fjöll þar sem fjölskyldan var saman komin. Þú og mamma á gönguskíðum og við hin á svigskíðum. Þetta voru góðar fjölskyldustundir. Alla mína tíð hefur þú verið óhræddur við að ganga í hin ýmsu verkefni. Ég man t.d. eftir þér þar sem þú vannst sem pípari í aukavinnu og fékk ég stundum að koma með. Ég man eftir brúnu skóla- töskunni þar sem þú geymdir verkfærin þín í. Þú vílaðir ekki fyrir þér að byggja bílskúra, já bílskúra, sem seinna voru trú- lega að mestu notaðir af mér við að lappa upp á hinar ýmsu druslur sem ég dró heim við misjafna hrifningu þína. Svo var það sumarbústaður- inn sem þú byggðir sjálfur og trjáræktin sem þú byggðir upp. Allt ber þetta vott um framtaks- semi og þor til að takast á við nýja hluti. Eiginleikar sem ég hef reynt að tileinka mér seinna meir. Sumarbústaðnum eru tengdar ótrúlega margar góðar stundir og minnist ég þess hvernig þú ljómaðir upp á vorin þegar sumarbústaðar- og trjá- vertíðinni var skotið í gang. Sumarbústaðurinn varð þunga- miðja fjölskyldunnar og eiga all- ir fjölskyldumeðlimir góðar minningar tengdar honum. Þegar litið er yfir farinn veg er það er ljóst að marga góða hluti hefur þú kennt mér, bæði beint og óbeint, og þakka ég þér það. Megi þér líða sem allra best á þeim stað er dvelur þú á nú. Jóhannes og fjölskylda í Danmörku. Afi minn er dáinn. Hann var besti afi í heimi. Manstu þegar við fórum í landaskutlukast? Þú byrjaðir að kasta skutlunni, sem átti að vera flugvél sem færi til Kanarí, og ef ég gripi hana þá væri flugvélin strax komin en ef ekki þá væri hún ennþá á flug- vellinum. Okkur þótti þetta skemmtilegur leikur. Við afi áttum það sameiginlegt að okk- ur þótti fiskur ekki góður nema fiskurinn frá pabba mínum. Við afi vildum frekar fá pítsu. Þegar afi og amma komu í heimsókn náði ég alltaf í inni- skóna fyrir afa og gekk síðan frá þeim seinna. Síðan þegar afi átti erfitt með að ganga þá ákváðum við að afi fengi bjöllu þegar hann væri í heimsókn. Þá hringdi hann bjöllunni ef hann vantaði hjálp frá mér. Mér fannst gaman að hjálpa afa. Þetta ljóð samdi ég til þín, elsku afi minn: Afi minn við söknum þín, verndarenglar koma til þín. Við höfum góðar minningar, minningar sem hlýja okkur. Nú er lífi þínu lokið, við elskum þig alltaf. (Þorbjörg) Ég sakna þín og er viss um að þú verður verndarengillinn okkar. Þorbjörg Jónasdóttir. Elsku besti afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Við áttum góðar stundir saman, sérstaklega í sumarbú- staðnum þegar ég var yngri. Þá keyrðum við austur og ég söng hástöfum þér til mikillar gleði. Svo þegar komið var upp í bú- stað þá hófst vinnan, þá fórum við að selja tré og ég var að- stoðarmaður þinn. Svo fórum við inn í bústað og fengum góð- gæti sem amma hafði tekið til. Ég man hvað mér fannst skemmtilegt að vera uppi í bú- stað með þér og ömmu. Þegar ég varð eldri kom ég í heimsókn til ykkar ömmu þeg- ar það var gat á milli tíma hjá mér í skólanum. Þá sast þú í stólnum þínum og varst ann- aðhvort að lesa blaðið eða hlusta á fréttirnar. Þú fylgdist vel með því sem gerðist í þjóð- félaginu, last öll dagblöð, hlust- aðir á allar fréttir í útvarpinu og horfðir á alla fréttatíma. Afi, þú varst yndislegur. Ég mun sakna þín mikið og það verður skrýtið að koma í heimsókn til ömmu og geta ekki sest niður og spjallað við þig. Einnig mun Tristani finn- ast skrýtið að fá ekki koss á ennið frá langafa sínum. Þú munt ávallt eiga sess í hjarta mínu elsku afi minn. Guð geymi þig, Hildigunnur. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Þú varst allt- af glaður að sjá okkur og gafst þér tíma fyrir alla. Margar sögur er hægt að segja af honum afa og þær eru allar góðar þar sem hann hafði hjartað sko sannarlega á rétt- um stað. Þegar við vorum litlar fékk hann okkur til að telja smápeningana sína og fyrir það fengum við 100 krónur og þá rölti hann með okkur út í bláa turninn til að kaupa nammi. Hann fór með okkur í Tiger af því að það var uppáhaldsbúðin hans og ef við vorum heppnar fengum við eitthvað skemmti- legt úr búðinni til að taka með heim. Sumarbústaðurinn var hans uppáhaldsstaður og það var frábært að vera þar á sumrin. Hjálpa afa við að selja tré, slá grasið, hann sýndi okkur fugls- hreiðrin með eggjunum sem hann hafði fundið í trjánum og á kvöldin þegar við horfðum á myndir og fengum popp fór afi alltaf með popp út á verönd til músanna og daginn eftir var það horfið. Hver dagur var eins og nýtt ævintýri heima hjá ömmu og afa. Það eru til svo margar góðar minningar og þín verður sárt saknað afi okkar. Hvíldu í friði. Íris og Una. Það var gott að koma heim til Íslands þótt veðrið tæki á móti okkur á sinn einstaka hátt með stórhríð og látum. Ástæða heimferðarinnar var að kveðja afa eftir langvinn veikindi. Hann afi heilsaði okkur alltaf á hressilegan hátt eins og ís- lenska veðrið en þó með mun meiri hlýhug og umhyggju. Það var sérstaklega gaman að heimsækja afa og ömmu í sumarbústaðinn. Þar kenndi afi okkur að smíða og raka túnið sem var miklu skemmtilegra en að leika með dótið. Eftir bú- störfin var gengið um landar- eignina og trjáræktin könnuð. Síðan ef náttúran kallaði í miðjum verkum þá var bara hlaupið bak við næsta tré, sem nóg var af, og maður létti á sér með sveitapissi eins og afi kall- aði það. Hins vegar olli sveita- pissið miklu uppnámi þegar við fluttum aftur út því Kananum fannst ekki við hæfi að kasta af sér bara sí svona við næsta tré. Ekki var síður gaman að heimsækja afa og ömmu í Stóragerðið, sér í lagi þegar afi fór með okkur í sjoppuna Bláa turninn og við fengum bland í poka. Mamma mátti alls ekki koma með í þær ferðir því þá hefðu kaupin orðið rýrari. Í minningu afa var það eitt af því fyrsta sem við gerðum þegar við komum til Íslands að ganga í sjoppuna og fá nammi í poka. Amma og afi voru líka dug- leg að heimsækja okkur til Bandaríkjanna. Þá sagði afi okkur oft skemmtilegar sögur frá því hann var ungur og við nutum þess að skoða mark- verða staði með honum. Fyrir tveimur árum kom hann ásamt ömmu í heimsókn til okkar til Oklahoma. Þá fórum við og heimsóttum indíánaslóðir og Route 66. Við höldum að afi hafi verið vonsvikinn að sjá enga raunverulega indíána ríð- andi á hestum með boga og örvar. Við eigum góðar minningar um afa sem eru okkur dýr- mætar. Við höfum af því tölu- verðar áhyggjur hver á nú að þýða fyrir ömmu þegar við töl- um við hana. Við verðum greinilega að vera duglegri við íslenskuna! Ástar- og saknaðarkveðjur, Kristófer og Andrea Casanova. Við kveðjum þig í hinsta sinn afi og langafi. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Benediktsson) Arnar Logi og Tristan Logi. Kristófer S. Jóhannesson ✝ Okkar ástkæra BRYNHILDUR ÞRÁINSDÓTTIR kennari, Torfunesi, varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Þóroddsstaðar- kirkju mánudaginn 18. apríl kl. 14.00. Baldvin Kristinn Baldvinsson, Margrét Lárusdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Axel Gunnar Vatnsdal, Þráinn Árni Baldvinsson, Berglind Rúnarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR SVEINSSONAR frá Gröf í Þorskafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Barmahlíðar fyrir frábæra umönnun. Halldóra Guðjónsdóttir og fjölskylda. ✝ Bróðir minn, mágur og frændi, SIGURÐUR JÚLÍUS LARSEN frá Hjalteyri, lést mánudaginn 4. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki dvalarheimilanna Kjarnalundi og Hlíð er þökkuð umönnun og alúð og Karlakór Akureyrar – Geysi og Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju þakkaður auðsýndur sómi. Kristján og Brynhild Larsen, börn og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA HULDA VALDIMARSDÓTTIR frá Hrútsholti, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugar- daginn 16. apríl kl. 15.00. Jónas Jónasson, Inga Guðjónsdóttir, Helgi Guðjónsson, Sesselja Guðjónsdóttir, Björgvin Svavarsson, Steinunn Guðjónsdóttir, Jón Atli Jónsson, Jenný Guðjónsdóttir, Hallsteinn Haraldsson, Guðríður Guðjónsdóttir, Stefán Þorsteinsson, Magnús Guðjónsson, Litany Tayag Guno, Erla Jóna Guðjónsdóttir, Ómar Bjarki Hauksson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELSA HALLDÓRSDÓTTIR, Álftamýri 30, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 13. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir, Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson, Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson, Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SKJÓLDAL, Dalli frá Ytra-Gili, Rauðumýri 1, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 6. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.30. Björg Benediktsdóttir, börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA KATRÍN KARLSDÓTTIR, Krummahólum 10, lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. apríl kl. 13.00. Sigurbjörg Jónsdóttir, Jónas Guðmundsson, Ólafur Jónsson, Kristjana E. Guðmundsdóttir, Karl Ómar Jónsson, Margrét Gísladóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Steinvör Laufey Jónsdóttir, Terry Douglas Mahaney, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.