Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 22

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræða áAlþingium van- traust fellur einatt í hefðbundinn jarðveg. Hún verður eins konar eldhúsdagur, en umfangs- meiri og þar er fastar tekist á. Sagan sýnir reyndar að slíkar tillögur eru sjaldnast fluttar vegna þess að vonir standi til þess að þær verði sam- þykktar. Þegar það gerist að ríkisstjórn rifnar á kjör- tímabili og fer frá er það ekki vegna tillagna stjórnar- andstöðu um að hún fari, held- ur vegna þess að ágreiningur og innanmein leiða til sam- starfsslita. Stjórnarandstaða fer oftast sparlega með vantrauststil- lögur, þótt hún hafi lengi talið að ríkisstjórn sé vanhæf til sinna verka. Slíkar tillögur eru einvörðungu fluttar þegar einhverjir atburðir hafa orðið sem undirstrika getuleysi ráð- herra eða ríkisstjórnar og þá atburði sé rétt og nauðsynlegt að ræða, einmitt undir slíkum formerkjum. Forsætisráð- herra, sem bregst þannig við að segja að flutningur tillögu um vantraust hafi einvörð- ungu öfug áhrif, því hún þjappi ríkisstjórarliðinu sam- an, er á hálum ís. Er sundr- ungin í liði forsætisráðherrans orðin slík að tillöguflutningur stjórnarandstöðu sé ekki að- eins hjálplegur heldur beinlín- is nauðsynlegur til að reka lið- ið saman? Hitt er á hinn bóginn þekkt að vantraust á einstaka ráðherra í sam- steypustjórn getur haft fram- angreind áhrif. Samsteypustjórn- arlið neyðist til að slá varnarmúr um ráðherra sem orð- ið hefur á í mess- unni, þótt hluti þess hafi skömm á framgöngu hans, því ella kynni stjórn- arsamstarf að rofna. Og það væri of í lagt, þótt vilji stæði hugsanlega til þess að sam- starfsflokkur léti viðkomandi ráðherra fara. En sú staðreynd blasir hins vegar við að einmitt vegna vantraustsins á miðvikudag þá gerðist tvennt: Það kvarnaðist úr stuðningsliði ríkisstjórn- arinnar, svo nú má þar engu muna. Nýlega fóru þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir. Og nú var Ásmundur Einar Daðason að vonum kominn með upp í kok. Nýlegt verklag í þingflokki Vinstri grænna var kornið sem fyllti mælinn. Og hins vegar neyddist Árni Þór Sigurðsson til að gefa frá sér illa fenginn hlut í sama þingflokki því ella gat hann ekki verið viss um að stjórnin héldi velli. Það mat kom fram í fremur vanstilltri yfirlýsingu sem Árni Þór sendi sjálfur frá sér í tilefni þess að hann lúff- aði. Það þarf að leita nokkuð langt aftur í stjórnmálalegri sögu til að finna dæmi þess að vantrauststillaga hafi skilað slíkum árangri. Og það var örugglega mjög óvænt, líka fyrir stjórnarandstöðuna sjálfa. Forsætisráðherranum varð því svo sannarlega ekki að ósk sinni um að sam- þjöppun yrði í söfnuðinum vegna vantrauststillögunnar. Ríkisstjórnin kom veikari frá van- trauststillögu en vænta mátti} Stuðningur molnar Allir sem fylgj-ast með þjóð- málum hér á landi eru búnir að átta sig á að aðlög- unarviðræðurnar við Evrópusam- bandið eru tímasóun. Evrópu- sambandið sjálft er í þessu efni ekki undanskilið þó að fulltrúar þess kunni að vísu ekki enn við að segja þetta berum orðum sjálfir. Í innanhússkýrslu Evrópu- sambandsins er fjallað um að- lögunarviðræðurnar og meðal annars útskýrt að Íslendingar hafi ekki áhuga á að fórna full- veldi landsins á sviði sjáv- arútvegsmála. Að því loknu er vitnað í nýlega skýrslu Eco- nomist Intelligence Unit þar sem segi að „samninga- viðræður haldi áfram en virð- ist æ tilgangslausari þar sem aðlögun verði nær örugglega felld í þjóðaratkvæða- greiðslu“. Þegar Samfylk- ingin plataði Vinstri græna til að svíkja kjósendur sína og samþykkja aðlögunarvið- ræður kann að vera að ein- hverjir innan Samfylking- arinnar hafi trúað því að þá væri einstakt tækifæri til að plata líka aðra landsmenn. Í dag getur enginn haldið að landsmenn láti plata sig að þessu leyti. Viðræðurnar halda hins vegar áfram og hafa nú þann tilgang einan að þjóna þrjósku forystumanna ríkisstjórnarinnar. Þessi þrjóska hefur reynst þjóðinni dýrkeypt og verður æ skað- legri með hverjum deginum sem líður. Meira að segja ESB hefur áttað sig á að aðlögunarviðræð- urnar eru tímasóun} Dýrkeypt þrjóska É g ætla ekki að segja að það hafi verið áhugavert að fylgjast með umræðum og atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Með örfá- um undantekningum eru þingmenn ekki skemmtilegir áheyrnar og ég hafði margt betra við tímann að gera en að hlusta á þá – sokkaskúffan endurskipuleggur sig ekki sjálf. Niðurstöður atkvæðagreiðslnanna voru hins vegar mjög áhugaverðar. Tillaga um vantraust á ríkisstjórnina var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Mun merkilegri var niðurstaðan í kosningu um þingrof og kosningar. Allir 32 stjórnarþingmennirnir greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu, en við þann hóp bættust atkvæði þriggja framsóknarmanna og eins þingmanns Hreyfingarinnar. Siv Friðleifsdóttir, sem greiddi atkvæði gegn seinni tillögunni, sagði að hér þyrfti að efla pólitískan stöð- ugleika og það yrði ekki gert með þingkosningum. Þetta er áhugaverð greining á stöðunni. Taka verður undir með þingmanninum að pólitískur stöðugleiki hefur ekki verið mikill frá hruni – það vita allir sem eru að berjast við að reka fyrirtæki á Íslandi. Hugsanlega hefur þing- maðurinn þó haft öðruvísi stöðugleika í huga þegar hann sagði þetta. Reglulega kvarnast úr stjórnarmeirihlut- anum á þingi og traust á milli stjórnarflokkanna er lík- lega með keraldsbotninum suður í Borgarfirði. Þá er grátbroslegt að sjá leiðtoga stjórnarinnar byrja á því að blóðmjólka það sem eftir er af íslensku at- vinnulífi með skattahækkunum og kvarta svo undan því að ekki sé nægileg fjárfesting í hagkerfinu. Hver er lausnin á þessum pólitíska óstöðugleika, bæði innan þings og utan, ef ekki kosningar? Er hægt að búast við því að stjórn, sem nú hefur aðeins eins manns meiri- hluta á þingi og þar sem ráðherrar og þing- menn eru enn að hnakkrífast um Evrópumál, lagist sjálfkrafa ef þingheimur bara leggst á hnén og biður almættið um hjálp? Er þessi afstaða Sivjar og annarra þeirra sem vildu koma stjórninni frá, en vildu þó ekki boða til kosninga, nokkuð annað en van- traust á þjóðinni? Felur þessi afstaða þing- mannanna nokkuð annað í sér en þá trú að þeim sé betur treystandi en þjóðinni sjálfri til að koma á meiri pólitískum stöðugleika? Athuga ber að hér er ég ekki að saka stjórnarþingmenn um hræsni – auðvitað styðja þeir sína ríkisstjórn og því ekki hægt að ætlast til þess að þeir vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þessum orðum er aðeins beint til þeirra þingmanna, Sivjar Frið- leifsdóttur, Guðmundar Steingrímssonar, Eyglóar Harð- ardóttur og Birgittu Jónsdóttur, sem greiddu atkvæði með vantrausti en á móti kosningum. Illgjarnir menn gætu sagt að hér hafi þingmennirnir haft meiri áhyggjur af þingfararkaupi en þjóðarhags- munum, en það geri ég náttúrlega ekki. Ég á bara svolít- ið erfitt með að skilja þessa tilteknu þingmenn núna. Pistill Vantraust á þjóðinni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Þ ær berjast fyrir fóst- urjörðina, þó að oft sé það fjarri heimabyggð, stundum hinum megin á hnettinum. Í byrgjunum úti í eyðimörkum Afganistans og Íraks, láta þær hugann reika heim. Hversdagslegar áhyggjur af fjár- málum magnast upp og hvíla þungt á þeim. Enda er staðreyndin sú að bandarískar konur sem ganga í her- inn eiga ekki endilega í öruggt skjól að venda þegar þær snúa heim af víg- vellinum og hætta í hernum. Sam- kvæmt opinberum skýrslum er talið að um 6.500 konur sem eru fyrrver- andi hermenn séu á götunni. Reyndar telja samtök kvenkyns hermanna, Fi- nal Salute, að fjöldinn sé nær 13.000. Fjöldi kvenna sem gegna her- mennsku í Bandaríkjunum hefur tvö- faldast á einum áratug og eru þær nú um 8% allra hermanna. Þær eru hins vegar fjórum sinnum líklegri til að verða heimilislausar en karlkyns samstarfsfélagar þeirra. Í rannsókn sem gerð var á síðasta ári kom einnig í ljós að þær eru helmingi líklegri en bandarískur almenningur til að missa heimili sitt. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur heitið því að skera upp herhör gegn heimilisleysi hermanna og stefnir á að útrýma því fyrir árið 2015. Alltaf biðlisti eftir þjónustunni Fá úrræði standa heimilis- lausum kvenkyns hermönnum til boða. „Núna höfum við pláss fyrir þrjátíu konur og það er alltaf biðlisti,“ segir Diane West í samtali við ABC- sjónvarpsstöðina en hún heldur utan um verkefni til hjálpar heim- ilislausum konum í Kaliforníu. West segir konurnar snúa til baka úr stríð- inu með ýmis flókin vandamál. Þær glíma við þunglyndi og sumar hverjar sjálfsvígshugsanir. Hermenn af báðum kynjum glíma oft við alvarleg vandamál eftir að hermennsku lýkur. Þeir þjást af áfallastreituröskun, glíma við svefn- leysi og ofan á allt saman jafnvel meiðsli sem þeir fengu á vígvellinum. En að auki standa konurnar frammi yfir öðrum og meiri vandamálum. Þær hafa helgað líf sitt hernum og ekki fengið almenna starfsþjálfun og menntun. Það kemur í bakið á þeim er þær eignast börn og geta ekki lengur sinnt störfum sínum sem krefjast mikilla ferðalaga og lang- dvalar að heiman. Eftir að konurnar yfirgefa herinn eiga þær ekki rétt á styrkjum til barnagæslu. Dæmi eru um að konurnar leiðist út í vændi og eiturlyfjaneyslu. Þá hafa komið upp mál innan hersins þar sem konur hafa verið beittar kynferðislegri áreitni og jafnvel ofbeldi. Montoya Black, sem helgaði hernum sjö ár ævi sinnar, en endaði sem einstæð móðir á götunni, segir félaga sinn í hernum hafa reynt að nauðga sér. „Ég get með nokkurri vissu fullyrt að hver einasta kona í hernum hefur verið áreitt kynferð- islega,“ segir Black við ABC. West segir marga kvenkyns her- menn hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og talið sig fá öryggi og skjól innan hersins. „En goggunarröðin innan hersins er skýr,“ segir hún. Konurnar lendi því stundum í erfiðum aðstæðum auk þess sem álagið og áhættan sem fylgir því að vera í stríði fer illa með þær, sérstaklega ef þær eru við- kvæmar fyrir. Heimilislausar eftir hetjudáðir í hernum Reuters Herinn Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að útrýma heim- ilisleysi fyrrverandi hermanna í landi sínu. Alicia lifði af ársásina á Pentagon, þar sem hún vann, 11. september árið 2001. Síð- an fór hún að berjast í Afgan- istan. Í vetur var hún hins vegar lent á götunni og hafði búið í bílnum sínum í ár. Í við- tali við Aliciu í þætti Oprah Winfrey sem sýndur var á Stöð 2 nýverið kom fram að hún fengi 700 dollara, um 80 þúsund krónur, á mánuði frá hernum eftir að hafa unnið innan hans í áratug. Alicia skuldar hins vegar peninga sem dregnir eru frá lífeyr- inum. Þá standa eftir um 200 dollarar, um 22 þúsund krón- ur. Alicia ber sig þó ekki illa, hún segist hafa vanist því innan hersins að komast af með lítinn mat. Hins vegar var langvarandi heim- ilisleysi farið að taka sinn toll af geðheils- unni. Nokkrir þúsundkallar Í VIÐTALI HJÁ OPRAH Bjarni Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.