Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 19
þægilegur tími og hér er maður
boðinn velkominn af öllum. Hér eru
allir aðkomumenn og hafa allir ein-
hvern tímann verið nýliðar.“ Sigfús
segir að ef fólki líki þokkalega
fyrsta myrka tímabilið þá ílendist
margir á Svalbarða og sumir geti
ekki hugsað sér annan stað til að
búa á. Snjórinn, kuldinn og myrkrið
séu nokkuð sem fólk fái ekki breytt
og því sé um að gera að taka því
eins og það kemur.
Hann segist reikna með að verða
nokkur ár í viðbót á Svalbarða og
hann eigi eftir að gera margt. Í vor
fær hann byssuleyfi og væntanlega
leyfi til að skjóta eitt hreindýr
næsta haust eins og aðrir heima-
menn. Hann segist líka eiga eftir að
ferðast um eyjarnar og á döfinni sé
að kaupa vélsleða fyrir næsta vetur.
Heimamenn mega líka veiða
rjúpu og gæs. Sel ætla þeir að veiða
saman Sigfús og nokkrir kunningjar
hans, annaðhvort á ísnum eða af bát
sem þeir myndu fá lánaðan. Ekki
má ferðast hvert sem er á eyjunum,
stór hluti er með öllu friðaður og á
aðra staði þarf sérstök leyfi sýslu-
manns.
„Annars eru miklar andstæður
hérna og eiginlega einstök blanda.
Hér er mikill túrismi sem gerir út á
friðsæld og ósnortna náttúru á há-
værum vélsleðum. Hér eru líka
námur og á þessum afskekkta stað,
sem á að vera sá hreinasti í Noregi,
er kolaorkuveita, sú eina í öllum
Noregi, kolin koma úr fjöllunum
hérna. Svo er allt sem er manngert
fyrir árið 1946 með öllu friðað, en
sumt af því er hættulegt og jafnvel
mengandi.“
Sigfús segir ýmislegt um að vera
á Svalbarða, nýlega hafi verið vél-
sleðahátíð með sýningu og keppni í
sleðakrossi. Kvikmyndasýningar
séu tvisvar í viku í nýju menningar-
húsi og talsvert um tónleika og aðra
listviðburði. Safn er á staðnum, gall-
erí, fjölbreyttar verslanir og margir
stundi íþróttir og ýmiss konar úti-
vist. Þá sé hægt að fylgjast með
enskum boltaleikjum og fleiri íþrótt-
um á einum af sjö börum bæjarins.
Tvisvar á ári sé keppt í ýmsum
íþróttum við Rússana í Barents-
burg. Í þeim leik er viss passi að
Rússarnir vinna skákina, en Norð-
menn flesta boltaleikina.
Hann segir að fólk í Longyear-
byen hittist mikið og ræði um dag-
inn, veginn og veðrið eins og gengur
og gerist. Í þessu eru líka and-
stæður því dagurinn sést ekki svo
vikum skiptir, vegirnir á Svalbarða
eru aðeins samtals um 40 kílómetr-
ar og veðrið þætti sjaldnast gott í
öðrum bæjum. Mesti hiti á síðustu
tólf mánuðum var 13,3 gráður 9. júlí
í fyrra og kaldast var -31,5 gráður
30. janúar.
Ísbjarnasögur lifa góðu lífi
„Ísbjarnasögur lifa eðlilega góðu
lífi og margir hafa séð ísbjörn þó
svo að ég hafi ekki orðið svo frægur.
Hér eru margir sem hafa staðið
augliti til auglits við ísbjörn og hér
hafa orðið hörmuleg slys. Fólk fer
ekki út úr þorpinu án þess að vera
með riffil á bakinu eða á sleðanum.
Þú ert alltaf viðbúinn.“
Íslendingar eiga endrum og sinn-
um erindi til Svalbarða. Tvær stúlk-
ur lásu við háskólann á síðasta ári
og tveir flugmenn fluttu fólk á milli
Svalbarða og námafyrirtækis á
Norðaustur-Grænlandi tímabundið í
fyrrahaust. Sigfús komst í ferð á
þær slóðir með bandarískum flug-
mönnum og hefur komist upp á 83.
gráðu eins og hann orðar það. Hann
á sér draum um að komast enn
norðar.
Framundan hjá honum er að fá
kærustuna í heimsókn frá Svíþjóð
þegar róast á hótelinu. Svo er hann
byrjaður að leita sér að nýrri vinnu.
„Ég er búinn að vera þjónn hérna
um tíma og leika mér í ýmsu. Nú er
spurning um að finna eitthvað sem
tengist viðskiptafræðinni, sem ég er
farinn að sakna, og á því sviði eru
ýmsir möguleikar. Hér eru banki,
námafyrirtæki með skrifstofu, vax-
andi ferðaþjónusta og alls konar
starfsemi sem krefst slíkrar mennt-
unar. Ef ég finn eitthvað veit ég
ekki hvað ég verð lengi í þessu Sval-
barðaævintýri, kannski lengi. Ég
ætla ekki aftur í sláturhús í Noregi
og ekki á samyrkjubú í Ísrael.“
Gestir Ferðamenn bregða á leik fyrir utan eitt þriggja hótela í Longyearby um leið og þeir halda á sér hita í tíu stiga frosti. Margir nota sleðaflota heima-
manna til ferðalaga, aðrir leggja á fjöll með tjöld og annan búnað á bakinu.
Andstæður Nokkuð er um að fólk fari til Svalbarða og gangi í hjónaband.
Þá er limósínan til reiðu, en grænlenski blaðamaðurinn virðist glotta.
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Sigfús dregur ekki dul á að kjörin á
Svalbarða heilla og segir marga
flytja tímabundið norður til að
koma síðar undir sig fótunum á
fastalandinu. Sumir eru með aðra
vinnu uppi á landi og hverfa til
hennar að loknum annatímanum á
Svalbarða, þar sem spurn er eftir
störfum.
„Þú ert með norskar tekjur hérna
þannig að meðallaunin eru ekki
undir 600 þúsund krónum á mán-
uði,“ segir Sigfús. „Af þeim launum
borgarðu tæplega 17% í opinber
gjöld og hér er hvorki virðisauka-
skattur né tollur. Vinnuveitandi
greiðir oft kostnað við húsnæði
með húsgögnum, en aðrir koma til
móts við starfsmenn. Námamenn-
irnir borga um 40 þúsund á mánuði
fyrir 100 fermetra íbúð með öllu.
Staðan er hins vegar sú að það
eina sem er ódýrt er brennivín, tób-
ak og bensín. Bensínlítrinn kostar
um 140 krónur hérna, sem er miklu
ódýrara en í Noregi. Það lifir hins
vegar enginn á þessum vörum og
margar tegundir eru mjög dýrar
vegna kílóagjalds sem lagt er á
flutningana hingað. Mjólkurlítrinn
kostar til dæmis yfir 500 krónur og
grænmetið er líka fokdýrt og oft
hálfslappt. Einstaka sinnum verður
skortur á vörum hérna og einn dag-
inn þegar öskuskýið frá Eyja-
fjallajökli lék Evrópubúa grátt var
ekki flogið hingað og þá var aðeins
til mjólk fyrir krakkana á leikskól-
unum. Aðra daga fór skýið langt
fyrir sunnan okkur,“ segir Sigfús.
Íbúar á Svalbarða tala um að fara
niður þegar þeir skreppa upp á
fastlandið. Það kostar líka sitt því
flug er ekki ódýrt og langt að fljúga
niður til Osló.
Norðmenn eru langflestir um tvö
þúsund íbúa á Svalbarða, en fjöl-
margar þjóðir eiga þar fulltrúa. Taí-
lendingar eru næstfjölmennastir,
nokkuð á annað hundrað, og um
100 Svíar búa þar svo fjölmennustu
hóparnir séu nefndir.
Vínið ódýrt, mjólkin dýr
MARGIR TAÍLENDINGAR Í LONGYEARBYEN
www.xd.is
Málfundafélagið Óðinn boðar
til opins fundar með formanni
Sjálfstæðisflokksins,
Bjarna Benediktssyni.
Laugardagur 16. apríl,
kl. 10.30 í Valhöll.
Fundarstjóri: Ólöf Nordal,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Bein útsending á xd.is.
Heitt á könnunni - allir velkomnir
Til móts
við tækifærin
Málfundafélagið Óðinn
Sjálfstæðisflokkurinn