Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 32

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Til sölu 4 gullfalleg veturgömul trippi, tilvalið til fermingar- og sumargjafa. Uppl. í S: 865-6560. Gulir Labrador-rakkar, ættb. HRFÍ Til sölu gulir Labrador rakkar með ættbók frá HRFÍ. Foreldrar með góða dóma á sýningum og veiðiprófum. Afh. 21. apríl. Uppl. í síma 822 7705. Gisting Þú átt skilið að komast í hvíld! Í Minniborgum bjóðum við upp á ódýra gistingu í notalegum frístunda- húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2. Fyrirtækjahópar, óvissuhópar, ættarmót. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Húsgögn Til sölu þessi blái 3ja sæta sófi, er 230 cm á lengd. Hann er lítið not- aður, vel farinn og þægilegur. Hann er staddur í Reykjavík svo það er lítið mál að koma og skoða hann. Verð kr. 20 þús. Endilega hafið samband við Georg í síma 846 2001. Sumarhús Til sölu 40 m2 sumarbústaður í Selvogi, ásamt 14 m2 geymslu. 1/2 ha eignarland. Sími 893 3102. Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu einstaklega fallegar lóðir á einum vinsælasta stað landsins við Ytri-Rangá. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Kjarri vaxið hraun, mikil veðursæld og fallegt útsýni. Uppl. á www.fjallaland.is og í síma 8935046 eða leirubakki@leirubakki.is Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir STIGA borðtennisborð Til afgreiðslu strax. Pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.) 108 Reykjavík, s: 568 3920. Til sölu Ungir jafnaðarmenn auglýsa eftir frumvarpinu um fiskveiðistjórnun. Var síðast í vörslu Jóns Bjarnasonar. Skilist inn til Alþingis. Gæða ungnautakjöt Gæða ungnautakjöt beint frá býli, hakk, gúllas og steikur. Snyrtilegur frágangur og engin aukaefni. Kílóverð 1600,- Allar uppl. á www.myranaut.is eða s. 868 7204. Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Smáratorgi Lágvöruverðsverslun fyrir heimilið Mikið úrval af nýjum vörum. Lægsta verð kr. 290. Gott verð kr. 390. Hæsta verð kr. 690. Sjónvörp 14" og 20" UNITED sjónvörp til sölu, lítið notuð í toppstandi. Uppl. í síma 823 8253. Frábærar fasteignir Glæsilegt hús við Túngötu á Siglu- firði, jarðhæð + hæð og ris. Alls 180 fm. Tilvalið til margskonar nota. Er á söluskrá hjá Domus Blönduósi, sjá þar myndir. Verð 30 millj. Ennfremur einbýlishús á fallegum stað í Rangár- þingi, 120 fm + 50 fm bílsskúr. Verð 18 millj. Tilvalið sumar-, vetur-, vor- og hausthús, myndir og sölumeðferð hjá Lögmönnum Suðurlands. Skoðið málið strax. Augnablik Geisladiskur með lögum við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, flutt af Nefndinni og gestum. Fæst í Hagkaupum, Tónspili, Samkaupum Egilsstöðum og hjá útgefanda í síma 863 3636. Netfang: darara@gmail.com Mbl. 1. febr. ★★★✰✰ ,,Það sem gerir plötur eins og þessar svo mikilvægar er hreinleikinn sem við þær er bundinn og forsendur allar”. Arnar Eggert Thoroddsen Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Fermingar Fermingargjöf - Fjarstýrð innanhússþyrla Aðeins kr. 6.990. Kemur í flottri gjafa- pakkningu og er tilbúin til flugs, ekk- ert að setja saman. Netlagerinn slf./ Tactical.is Sími 517-8878. Bókhald Bókhald, laun, öll skattþjónusta Áreiðanleiki, traust og gagnkvæmur trúnaður. www.fsbokhald.is. Fyrirtæki og samningar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík, s. 552 6688. FSbókhald.is. Skattframtöl Framtöl - bókhald - ársreikningar Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla. Einnig bókhald, ársreikn. o.fl. fyrir fyrirtæki. HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977. www.fob.is Þjónusta Húsgagnahreinsun Eldshöfða 1 Hreinsum flestar gerðir hús- gagna. Stök teppi, rúmdýnur o.fl. Upplýsingar í síma 577 5000 og 892 1460. Ýmislegt Mjóddin s. 774-7377 Bikini 9.900 kr. - Sundbolur 11.900 kr. Verkfæri Til sölu loftpressa 100 lítra, reimdrifin, ný pressa og 24 lítra notuð loftpressa. upp. í S: 897-3308 Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Kaupi silfur! Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, fannar@fannar.is – sími 551-6488. - nýr auglýsingamiðill Mamma mín var hörkukona og alltaf til í framkvæmdir og kippti sér ekki upp við að kippa í keðjusög eða vaða í önnur karlmannsverk. Hún lifði fyrir dýrin og náttúruna og á hverju sumri í Hvassahrauni rölti hún um grýtta mosagróna móana með hálfdauðar afklipptar trjá- greinar til að setja niður. Flestir, ef ekki allir, töldu að ekkert af þessu myndi lifa þarna vegna næringarleysis, seltu og hvassviðris, en af ótrú- legum ástæðum virtist stór hluti þessara greina og plantna lifa, og lifa af ást hennar og umhyggju einni saman. Enda kona með stórt hjarta og enn stærri sál að verki. Það tæki mörg ár að telja upp allar góðu minningarnar um þig elsku mamma mín, þú varst alltaf besta vinkona mín þótt stundum kæmu erfiðir tímar sem ekki er vert að minnast á. Ég mun alltaf elska þig og þú verður mér alltaf efst í hjarta og megirðu hvíla í friði um ókomna tíð. Andlát þitt bar allt of fljótt að og þegar ég átti síst von á. Þú varst svo hress á föstudaginn þegar við Bragi Sæunn Ragnarsdóttir ✝ Sæunn Ragn-arsdóttir fæddist í Reykja- vík 11. maí 1951. Hún lést á heimili sínu hinn 4. apríl 2011. Útför Sæunnar fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 12. apríl 2011. vorum í heimsókn og varst með hug- ann fullan af fram- kvæmdum að plana 60 ára af- mælið þitt á fullu. Þú sýndir okkur málningu sem þú varst búin að kaupa og ætlaðir að laga stóru stof- una þína, mála hana og setja stórt borð inn fyrir bakkelsið, og varst að biðja mig og Braga að setja nýja gluggakarma og gler. Það var mér ákaflega þungbært að frétta af andláti þínu, en lífið er fullt af óvænt- um uppákomum og ég hugga mig við þá vitneskju núna að vita að þú hvílir lúin bein í höndum guðs almáttugs og allra englanna. Minning þín mun lifa í brjósti mér svo lengi sem ég lifi. Þinn sonur, Óli Stefán. Elsku fallega mamma mín! Það fá engin orð lýst sorg- inni í hjarta mínu nú á þessari stundu. Fráfall þitt bar skjótt, óvænt og allt of snemma að og það er erfitt að setja niður orð á blað á svona stundu. Ég á svo óteljandi góðar minningar, minningar um fallega, hlýja, sterka og sjálfstæða konu með síða ljósa hárið og leiftrandi blá augun. Þú varst mér alltaf ákaflega kær og ég mikil mömmustelpa þó að ekki höf- um við alltaf verið sammála, enda væri þá lífið ekki skemmtilegt ef ekki mætti hrista upp í hlutunum og ræða málin hraustlega. Best þótti mér að knúsa þig og finna lyktina þína, mömmu- lyktina þína, jafnvel þó ég væri orðin fullorðin. Nú síðast þegar ég hitti þig knúsaðirðu mig og sagðir eins og þú sagðir alltaf „elsku stelpan hennar mömmu, ég elska þig“ það fannst mér alltaf jafn gott að heyra. Okkur systkinunum varstu ákaflega góð alla tíð og alltaf til staðar, barnabörnunum jafnvel enn betri en sástu ekki sólina fyrir þeim og öfugt. Alla tíð föndr- aðir þú, prjónaðir mikið og saumaðir, þú varst dugnaðar- forkur og ósérhlífin til verka og svo lá einhvern veginn fyrir þér að gera svo margt. Nú í dag er ég sérstaklega þakklát fyrir síðustu tvö sumur með þér í Hvassahrauninu, þú í bláa húsinu með hundana þína, ég og Sól í hinu, með okkar hunda og hestarnir á lóðinni. Ég grillaði og eldaði fyrir okk- ur eða við komum til þín í mat, skokkuðum bara á milli húsa jafnvel á náttsloppunum ef þannig bar við. Við kenndum Lísu okkar að bera mat o.fl. til þín, milli húsa, það var stoltur hundur sem gerði það, enda vissi hún að amma gæfi nammi í staðinn fyrir vel unnin hunds- verk. Við vorum að skipuleggja sextugsafmælið þitt núna í maí og þú varst búin að biðja mig um aðstoð með veitingar. Ég veit að þú munt halda upp á það á fallegum stað, fallegri öll- um öðrum. Við verðum ekki hjá þér, en við verðum hjá þér í huganum. Ég óska þér fallegrar heim- ferðar, elsku mamma, og þakka fyrir allt og allt. Hvíl í friði, mamma mín. Ég elska þig af öllu hjarta og geymi allar fallegu minning- arnar okkar í hjartanu um ókomna tíð. Þín Anna María. Þegar ég var lítil þótti mér Sæunn frænka mín bera af öðr- um konum. Hún var fallegust af öllum, eins og Hallgerður langbrók með síða fallega hárið sitt, ávallt tignarleg og hnakkakerrt. Með aldrinum kynntist ég einnig konu sem var margbrotinn persónuleiki, hugsaði út fyrir rammann og fór sínar eigin leiðir. Sæunn frænka mín var alþýðulista- kona og eftir hana liggja mörg falleg verk úr ýmsum efniviði. Það lék allt í höndunum á henni. Hún gerði m.a. litrík og falleg veggteppi og prjónaði fallega munstraðar flíkur sem hún hannaði sjálf. Sæunn var skúffuskáld, ég hef séð eina smásögu eftir hana á prenti. Hún kunni þá list að segja skemmtilega frá. Ég hitti hana síðast á ættarmóti í sum- ar þar sem fjölskyldan lá í krampakasti yfir frásögn henn- ar. Hlátur hennar sjálfrar hljómar enn í eyrum mínum. Sæunn frænka mín hló eins og tröllskessa, hátt og innilega. Sæunn hafði ákaflega græna fingur og hún átti einu sinni taminn hrafn. Ef hún Sæunn frænka mín hefði verið uppi á tímum galdrafársins hefði hún fengið á sig nornarstimpil og trúlega verið brennd á báli. Það er svo sannarlega sjónar- sviptir að henni frænku minni og ég kveð hana með trega. Elsku Anna María, Svavar, Víðir og Héðinn Óli, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Mamma biður fyrir kveðju. Anna Lára Pálsdóttir. „Hver er sinnar gæfu smiður“ er málsháttur sem á vel við þegar Guðmundar Sveinssonar tengdaföður míns er minnst. Hann var svo lánsamur að sameina áhugamál og vinnu í eitt. Frá æsku til elli var hann að smíða, íbúðarhús, kirkjur, innrétt- ingar og margt fleira. Hann byrjaði strax að smíða sem unglingur á Ósa- bakka þar sem hann ólst upp, elstur bræðra í stórum systkinahópi. Smíðaði þá meðal annars langskauta handa sér og systkinum sínum úr járni og tré sem reimaðir voru með leðurólum á fæturna. Hann lærði trésmíði hjá frænda sínum Kristni Vigfússyni á Selfossi og stofnaði svo eigin trésmiðju á Selfossi. Hann byggði fjölda íbúðar- húsa og sá um smíði ótal innréttinga en auk þess sá hann lengi um viðhald á Skálholtsstað. Þegar hann var spurður nýlega hvað hann væri stoltastur af að hafa smíðað, svaraði hann, Selfoss- kirkju. Hann var líka vakinn og sofinn í því að líta eftir að þar væri allt í lagi og að gera við ef eitthvað bilaði. Þegar árin færðust yfir seldi hann trésmiðju sína og lagði þá stund á rennismíði í verk- stæði sem hann kom upp í kjallaranum heima í Jórutúninu. Hann náði langt í þeirri listgrein og liggja eftir hann margir fallegir hlutir sem hann gaf flesta til fjölskyldu og vina. Þá var Guðmundur Sveinsson ✝ GuðmundurSveinsson húsa- smíðameistari fæddist á Ósabakka á Skeið- um 12. febrúar 1923. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Suður- lands 3. apríl 2011. Útför Guðmundar fór fram frá Selfoss- kirkju 8. apríl 2011. hann líka mjög eftirsóttur við að lagfæra gömul hús- gögn og þar sem hann var þeirrar náttúru að eiga mjög erfitt með að segja nei þegar hann var beðinn um viðvik, þá fór oft meiri tími í þá vinnu en hann hefði óskað í stað þess að geta einbeitt sér að áhuga- málinu, rennismíðinni. Allt lék í höndum hans. Hann var vandvirkur og þoldi ekki fúsk. Þegar við fluttum norður í Reykhús fyrir nær 40 árum var fljótlega ákveðið að byggja íbúðarhús og Guðmundur sá að sjálfsögðu um það. Síðan má segja að hann hafi haft umsjón með öllu við- haldi á húsinu, því að í ferðum sínum norður í sumarfríum var hann oftar en ekki að dytta að því og síðustu árin var gjarnan búið að leggja drög að ein- hverju verkefni fyrir hann svo að hann stoppaði lengur, því að hann undi sér ekki vel nema hafa eitthvað fyrir stafni. Guðmundur var gæfumaður í fjöl- skyldulífi og voru þau Valgerður sam- hent í að hlúa að börnum sínum sem best þau gátu. Auk þess hefur það líka verið sameiginlegt áhugamál þeirra að ferðast, bæði um Ísland og til annarra landa. Auk smíðanna hafði Guðmundur mikinn áhuga á þjóðmálum og myndaði sér ákveðnar skoðanir og hafði gaman af að ræða þau. Það síðasta sem hann velti mikið fyrir sér var Icesave-samn- ingurinn og einnig þar var hann búinn að komast að niðurstöðu. Guðmundur var handverksmaður af lífi og sál. Við eigum honum mikið að þakka og nú þegar rennibekkurinn er hljóðnaður og öll smíðatól hans, vitum við að allt við- hald í himnaríki verður í öruggum höndum. Guð blessi minningu hans. Páll Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.