Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 26

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Hrunið hefur ekki aðeins leikið einkafyr- irtæki grátt, heldur einnig sveitarfélög, sparisjóði og fyrirtæki í opinberri eigu. Eitt hrapallegasta dæmið er Orkuveita Reykjavíkur. Notendur þjónust- unnar eignist hluta- bréf og veiti aðhald Fyrirtækið er hörmulega útleikið og tæknilega gjaldþrota. Skuldir þess eru gríð- arlegar, langt yfir 200 miljarða króna, og eigið fé aðeins 18%, sem hugs- anlega er þó ofmetið því miklar eignir liggja í leiðslum í úthverfum og orku- verum, sem hvorugt verður fullbyggt fyrr en eftir mörg ár. Hagn- aður af reglulegri starf- semi dugar rétt fyrir vöxtum. Auðvitað verður fyr- irtækið ekki látið fara í gjaldþrot, því neyt- endur þjónustunnar, sem jafnframt eru eig- endur fyrirtækisins „á pappírnum“, eru í gísl- ingu einokunar. Neytendur eru til- búnir að greiða ansi mikið fremur en að krókna úr kulda og sitja í myrkri á heimilum sínum. Orkuveitan var ein af gullgæsum Íslendinga rétt eins og kvótakerfið er núna. Það er ógæfa Íslendinga að vera gullgæsarbanar. Þeir hafa ekki eirð í sínum beinum fyrr en þeir hafa slátrað gullgæs og hirða öll gulleggin í einu, strax, fái þeir færi á því. Orkuveita Reykjavíkur er í raun í eigu lánardrottna sinna. Ef Reykvík- ingar vilja eignast hana aftur verða þeir að kaupa fyrirtækið af lán- ardrottnunum handa sveitarfélaginu Reykjavíkurborg. En nú er nóg kom- ið. Þegar neytendur og eigendur kaupa Orkuveituna aftur af lán- ardrottnunum eiga þeir að eignast verulegan hluta á móti sveitarfé- laginu. Hvernig má það verða, kann einhver að spyrja. Fyrir hluta af viðbótargreiðslum sínum til Orkuveitunnar, 50 milljarða króna á næstu fimm árum, eiga þeir að fá vaxtaberandi skuldabréf, sem ígildi hlutabréfs, sem veitir rétt til að kjósa í „umsjónarráð“. Þessi bréf verði framsalshæf en enginn má eiga meira en lítinn hluta í fyrirtækinu, sem verður með mikilli eignardreif- ingu. Í sunnudagspistli Styrmis Gunn- arssonar segir: „Eru einhver rök fyr- ir því, að skattgreiðendur – í hvaða landi sem er – taki á sig afleiðingar rangra ákvarðana sem stjórnendur einkafyrirtækja hafa tekið?“ Ég spyr á móti: Eru einhver rök fyrir því að skattgreiðendur – í okkar landi – greiði aftur og enn aftur fyrir mistök stjórnmálamanna í opinberum fyrirtækjum? Ég segi nei. Valdhafar eiga að skila fyrirtækjunum til al- mennings. Umsjónarráð henta vel margskonar rekstri Þótt kosningar til Stjórnlagaþings hafi verið ógiltar af Hæstarétti Ís- lands, sumum til mikilla vonbrigða, er spurning hvort ekki megi af þeim læra fleiri og allt aðra hluti en til var ætlast? Kosningin til Stjórnlagaþingsins er gott dæmi þar sem stór hópur kjós- enda, allir kosningabærir Íslend- ingar, velur fáa menn, 25, úr stórum hópi frambjóðenda, 522. Þetta hefur verið vandamál í stórum hlutafélögum erlendis, þar sem hluthafar skipta tugum og jafn- vel hundruðum þúsunda og erfitt að tryggja áhrif þeirra. Þá hefur verið brugðið á það ráð að kjósa svokallað „Aufsichtsrat“, sem ég hefi kosið að þýða „umsjónarráð“. Hluthafar kjósa ákveðinn fjölda manna, mismunandi marga eftir stærð félagsins, í umsjónarráð. Þetta umsjónarráð hefur fyrst og fremst það hlutverk að kjósa eða ráða stjórn félagsins, sem aftur ræður for- stjóra/framkvæmdastjóra þess. Auk þess gegnir umsjónarráðið eftirlits- hlutverki en stjórnin stjórnar hins vegar félaginu á eigin ábyrgð undir eftirliti umsjónarráðs, en þarf ekki að hlíta fyrirmælum þess. Enginn getur setið samtímis í um- sjónarráði og stjórn félagsins. Þetta gæti verið góð leið til að veita stórum hópi t.d. neytenda og eigenda meiri aðgang að stjórnum þjónustu- fyrirtækja og þjónustustofnana, sem ekki virðist vanþörf á. Tökum aftur dæmi af Orkuveitu Reykjavíkur. Þá gætu Reykvíkingar og aðrir notendur þjónustu OR kosið vissan fjölda í umsjónarráð, t.d. 25. Umsjónarráð myndi svo ráða helm- ing stjórnarmanna en borgarstjórn Reykjavíkur hinn helminginn. Ráðn- ingin færi fram á algjörlega opinn og hreinskilinn hátt. Störfin væru aug- lýst, fagnefnd færi yfir umsóknirnar og notast væri við sérfræðinga í mannaráðningum ef svo vildi til. Æskilegt væri að borgarstjórn stæði á sama hátt að ráðningu eða til- nefningu sinna stjórnarmanna í Orkuveitunni. Sama hátt mætti hafa við stjórnun lífeyrissjóða. Sjóðsfélagar og lífeyr- isþegar kysu umsjónarráð sem til- nefndu helming stjórnarinnar á móti þeim, sem nú skipa stjórnir lífeyr- issjóðanna. Einnig kemur til greina að end- urskipuleggja stjórn vegamála á þennan hátt. Vegagerðin er fyrirtæki eða stofn- un, sem fer með geysimikið fjármagn þar sem vegakerfi landsins er. Sama má segja um ríkisfyrirtæki eins og Landsbanka Íslands o.fl. Ég legg áherslu á að æðstu opin- berir aðilar haldi áfram að tilnefna menn í stjórn þjónustufyrirtækja til þess að rjúfa ekki tengslin við hið op- inbera, sem á að gæta almennra hagsmuna. Gott er að stjórnarmenn komi úr ólíkum áttum til að víkka sjónarmið og auka öryggi. Eins ættu launþegar að eiga trygga aðkomu að umsjónarráði. Umsjónarráð – til að tryggja aðhald og betri rekstur Eftir Jóhann J. Ólafsson » Þetta gæti verið góð leið til að veita stórum hópi t.d. neyt- enda og eigenda meiri aðgang að stjórnum þjónustufyrirtækja og þjónustustofnana, sem ekki virðist vanþörf á. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. V i n n i n g a s k r á 50. útdráttur 14. apríl 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 9 6 0 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 3 9 9 0 3 4 3 7 8 5 3 6 5 2 5 8 2 1 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 688 18119 23639 32943 50780 65425 4700 22975 28632 36095 57759 69465 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 4 7 3 9 2 1 2 1 7 2 3 4 2 5 7 4 7 3 3 5 2 2 4 4 6 5 8 5 5 1 3 3 7 0 4 1 1 2 0 2 3 1 0 9 2 4 1 7 6 6 1 2 5 8 7 5 3 4 9 4 6 4 6 4 2 7 5 5 3 3 2 7 0 5 2 7 2 2 1 0 1 1 1 4 8 1 8 9 1 7 2 7 4 7 2 3 5 9 8 0 4 7 3 3 5 5 6 8 3 2 7 0 6 4 3 2 9 1 3 1 1 8 1 7 1 9 5 3 2 2 7 9 3 7 3 7 4 7 1 4 7 5 5 0 5 6 8 5 3 7 1 2 2 3 3 9 1 3 1 2 7 6 6 2 0 5 2 5 2 8 1 8 6 3 8 7 7 2 4 8 0 1 5 5 6 9 0 4 7 4 3 9 1 4 8 3 5 1 3 3 7 0 2 3 4 8 8 2 9 8 1 7 4 0 8 7 0 4 8 2 4 1 5 8 0 9 3 7 4 7 2 9 6 2 3 5 1 3 9 2 2 2 3 7 7 5 3 0 0 6 9 4 1 2 3 1 4 8 8 7 6 6 0 5 0 5 7 4 7 3 0 6 7 8 3 1 4 1 0 8 2 5 1 2 3 3 1 4 2 1 4 2 1 3 8 5 0 6 8 5 6 4 0 5 4 7 4 8 0 5 7 2 9 4 1 4 9 1 4 2 5 2 3 9 3 2 3 4 0 4 2 7 2 0 5 1 8 7 4 6 6 8 1 5 7 5 3 7 1 7 9 5 8 1 5 8 5 7 2 5 4 9 9 3 2 4 3 3 4 3 1 1 9 5 4 8 8 6 6 9 3 3 0 7 6 6 3 0 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 58 6682 15755 23505 30820 40741 51861 58073 66934 73712 256 6870 16014 23625 30954 40832 52282 58078 67093 73748 360 7070 16083 23649 30955 40911 52387 58822 67506 73761 452 7630 16222 23848 31503 40935 52558 58926 67707 73807 477 7704 16403 24074 31863 41976 52703 59547 67760 74444 517 8188 16436 24162 31894 42072 52710 60676 67933 74940 649 8191 16689 24260 32045 43272 52739 60930 67969 74999 769 8420 16794 24294 32248 43535 52824 61144 68243 75014 1446 8921 16822 24538 32426 43749 52855 61153 68271 75067 1565 9158 16962 24753 33008 44508 52879 62558 68506 75260 1688 9194 16969 24782 33032 44686 52981 62741 68511 75425 1813 9225 17209 24798 33493 45139 53001 63131 68570 75786 1820 9322 17532 25534 33601 45182 53233 63143 69247 76019 2020 9652 17815 25567 33727 45290 53269 63250 69543 76108 2046 9745 17882 25790 33820 45443 53853 63333 69563 76494 2187 9840 18737 25982 33914 46079 54008 63360 69933 76587 2297 9892 19557 26067 33938 46180 54014 63431 70367 76920 2454 9944 19976 26159 34228 46389 54392 63617 70428 77187 2737 10065 20028 26602 34454 46412 54501 63785 70751 77244 3625 10862 20496 26901 34485 46684 54617 63891 70786 77256 3655 11408 20667 26918 35603 46775 54869 64033 70819 77271 3751 11583 20755 26966 35690 46804 54973 64135 71067 77385 3772 11733 21029 27197 36438 47297 54996 64177 71725 77420 3853 12018 21273 27211 36614 47488 55515 64312 71859 77463 3873 12277 21276 27309 36737 47922 55571 64316 72153 77544 4021 12360 21464 27470 36879 48075 55706 64754 72217 78146 4056 12774 21476 27945 37618 48150 55895 64805 72400 78341 4358 12966 21480 28099 38202 48673 55907 65057 72730 78406 4655 13153 21554 28126 38633 49805 56011 65076 72795 78484 4782 13907 21819 28153 38655 49812 56122 65405 73040 78728 4846 14171 22310 28299 38747 49840 56548 65448 73099 78782 4872 14195 22483 28411 38749 49966 56786 65811 73179 78833 4877 14410 22990 28515 38950 49986 57004 65842 73214 78871 5035 14477 23030 29258 38984 49992 57092 66057 73288 78876 5066 14674 23069 29600 39326 50046 57103 66076 73329 78955 5520 14933 23079 30033 39735 50522 57368 66146 73362 79111 5613 14969 23175 30268 39771 51420 57459 66301 73470 79147 5783 15431 23244 30564 39955 51535 57582 66319 73492 79294 5937 15439 23356 30625 40020 51820 57606 66478 73561 79655 6577 15444 23499 30792 40735 51852 57848 66679 73635 79670 Næstu útdrættir fara fram 20. apríl & 28. apríl 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Bréf til blaðsins Framsóknarmaður skrifar: Sagt er að stjórnin sé löskuð eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Það myndi lagast alveg á stundinni ef Framsókn kæmi inn í stjórnina strax. Þá væri Icesave alveg lagt að baki og til hliðar. Svo studdi Framsókn núverandi stjórn- arflokka til valda með hlutleysi sem undanfari núverandi stjórnar. Framsókn með í stjórn myndi fella niður allan vafa um að stjórnin væri veikari en áður. Hún væri þvert á móti orðin sterkari. Gagn- stæðar fylkingar í Icesave sættust. Icesave væri gleymt, grafið og af- greitt. Um leið og Icesave féll í þjóð- aratkvæðagreiðslu varð ríkissjóður sterkari fjárhagslega þar sem hann losnar alveg við að bera fjárhags- lega ábyrgð á Icesave áfram. Það fellur á þrotabú Landsbankans. Hugsanlega verður þrotabúið látið duga og þá sleppur ríkissjóður al- veg við Icesave. Svo vel getur þetta farið og svo farsælan enda getur Icesave fengið lögfræðilega séð. Þetta segir greinarhöfundur sem hefur verið lögmaður í 50 ár. Rík- issjóður sleppur þá skaðlaus. Öll líkindi til þess. Eins og staða ríkissjóðs er í dag þá er hún sterkari en áður. Hún er mun sterkari með Framsókn í nýrri og kröftugri ríkisstjórn. Þá standa okkur allar dyr opnar með lánafyrirgreiðslu erlendis. Svo losn- aði verulegt framkvæmdafé við kosningarnar. Munar þar mest um að Bretar og Hollendingar fá ekk- ert greitt núna strax heldur allt sitt greitt seinna úr búi Lands- banka. Forseti vor hefur unnið mikinn pólitískan sigur í þjóðaratkvæða- greiðslum um Icesave. Verður lík- lega endurkjörinn einu sinni enn eins og allt þróast. LÚÐVÍK GIZURARSON hæstaréttarlögmaður. Framsókn í stjórn strax – meiri framkvæmdir Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Þegar fyrstu afgerandi tölur fóru að birtast á sjónvarpsskjám lands- manna í gærkveldi, þá færðust bros á æðimörg andlit. Ekki átti það samt við um alla og einna síst um þrjú andlit rík- isstjórnarinnar sem voru öll frekar hnípin á svipinn svona ámóta og götu- krakkar sem nýbúið er að flengja fyrir óknytti. Tiltölulega fljótlega eftir að hafa snýtt sér og þurrkað úr augnakrókunum, fór þó aftur að birta yfir þessum andlitum, þau höfðu öll fengið hugljómun á sama tíma og ekki bara einhverja lítilfjörlega og ómerkilega hug- ljómun. Það var nú öðru nær, sama hugljómunin hafði fæðst í kollinum á þeim öllum. Þessa hugljómun sína tjáðu þau hvert fyrir sig á svip- uðum tíma og í nákvæmlega sömu orðum. „ Nú! er komið að því að taka til rækilegra varna fyrir mál- stað Íslendinga í Icesave-deilunni.“ Einhverntíma var sagt: „Það er stórt nafn Hákot.“ En þetta litla orð nú er þó ennþá stærra í því samhengi sem það var sett í af þessum þremur ráðherrum, það eitt og sér segir þjóðinni alla söguna um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í undanförnum Icesave-deilum. Fram að þessu hefur almenningur verið látinn einn um að halda uppi vörn- um gegn ásælni auðmanna alls staðar frá í íslenskan þjóðararf. Á meðan hafa hérlendar ríkisstjórnir skriðið um á fjórum fótum fyrir þessum sömu auðmönnum. En eftir að hafa fengið þetta þriðja spark í rassinn frá stórum meirihluta þjóð- arinnar, rennur ljósið loksins upp, a.m.k. fyrir þremur fyrrnefndum ráðherrum. Nú er komið að því að taka þátt í vörn þjóðarinnar fyrir framtíðar- hagsmunum hennar. Nú er komið að því að vinna vinnuna sína af full- um heiðarleika við landið sitt. Nú er einnig komið að því, að þurfa að standa í hugsjónalappirnar eins og almennilegt fólk í þeirri von að forðast þar með fjórða sparkið í rassinn. Því að þegar það spark fer að nálgast þá getur þessi ríkisstjórn tekið undir í einum kór með sr. Sig- valda hjá Jóni Thoroddsen: „Nú er kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér.“ REYNIR VALGEIRSSON, meistari í vélvirkjun og pípulög- mum. Hugljómun ráðherranna Frá Reyni Valgeirssyni Reynir Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.