Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 25
samfélagsins í kjölfar
hrunsins tefst og hikst-
ar. Og traust á stofn-
unum samfélagsins er í
lágmarki. Hvernig má
annað vera? Þegar sér-
hver góð hugmynd er
kæfð í fæðingu og tor-
tryggni og samkeppni
klýfur landsmenn,
hvernig eigum við þá að
ná vopnum okkar? Og
byggja upp traust? Sem
er forsenda þess að úr
rætist. Auðvitað þarf að
gera upp hrunið og allt það sem til
þess leiddi. Og auðvitað er umræðan
góð og nauðsynleg og sýnir hversu
sterkum fótum lýðræðið stendur hér á
landi. Þrátt fyrir allt. En er ekki kom-
inn tími til að við snúum bökum sam-
an? Slíðrum sverðin, þó að ekki sé
nema um stundarsakir. Friðmælumst
milli andstæðra flokka og fylkinga, og
sameinumst um að endurreisa ís-
lenskt samfélag? Brjótum odd af of-
læti okkar og leyfum öðrum og þeirra
skoðunum að njóta vafans? Því það að
rífa niður hefur sinn tíma og að
byggja upp hefur sinn tíma eins og
segir í Predikaranum. Og sameinuð
stöndum við. En sundruð eins og nú
munum við halda við áfram að falla.
» Því það að rífa niður
hefur sinn tíma og
að byggja upp hefur
sinn tíma.
Þá er veturinn að yf-
irgefa okkur og sum-
arið þokast nær í allri
sinni dýrð. Veturinn
hefur einkennst af
hörðum deilum og
sundrungu í íslensku
samfélagi, eins og
reyndar undanfarnir
vetur allt frá hruni.
Sundrungin teygir sig
um allt þjóðfélagið og
tekur á sig stöðugt nýj-
ar myndir. Ekki aðeins deila and-
stæðir stjórnmálaflokkar á Alþingi,
heldur virðist sem hver flokkur sé
sundraður í óvinveitta hópa og ólíka
og berast þeir á pólitískum banaspjót-
um. Hver höndin er upp á móti ann-
arri, eins og berlega kom í ljós þegar
kosið var um vantraust á ríkisstjórn-
ina á Alþingi fyrir skömmu. Umræð-
urnar um vantraustið einkenndust af
frammíköllum og skætingi. Lítið fór
fyrir málefnalegum skoðanaskiptum
þar. Sundrungin takmarkast ekki við
Alþingi. Um allt þjóðfélagið er deilt að
því er virðist um alla hluti. Þjóðin er
klofin í fylkingar, sveit gegn borg, rík-
ir gegn fátækum, ESB-sinnar gegn
ESB-andstæðingum, virkjunarsinnar
gegn verndunarsinnum. Deilt er um
skólamál og samgöngur, veiðistjórnun
og heilbrigðismál, bankamál og pen-
ingastefnu, trúmál og kirkjupólitík og
þannig mætti lengi telja. Og hvergi
virðist flötur á samkomulagi eða sam-
vinnu. Enginn gefur þumlung eftir.
Á meðan hangir atvinnuleysið rétt
undir 10 prósentum og uppbygging
Að byggja upp
hefur sinn tíma
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur Heimisson
prestur
Höfundur er sóknarprestur.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
» Þá hótar
fjármála-
ráðherra Hol-
lands, Kees van
de Jager, því að
við fáum alls
ekki inngöngu í
Evrópusam-
bandið nema
við greiðum alla
Icesave-skuldina.
Mér hefur alltaf
leiðst náungar sem
nota þessa setningu.
Fullir af hroka og
oftar en ekki að
þykjast hafa haft
„rétt fyrir sér“ um
einhver málefni. Ég
skrifaði stutta grein
um Icesave-
atkvæðagreiðsluna í
Moggann í mars sl.
þar sem ég sagði meðal annars:
„Hótanir um að samþykki Íslend-
ingar ekki samninginn, að þá verði
það til þess að Ísland fái ekki inn-
göngu í Evrópusambandið, eru að
mínu mati afar einkennilegar.“
Aðeins bar á viðbrögðum við
þessu og þá helst á þann veg að
þetta væri alls ekki svo og að Ice-
save og ESB-aðild væru al-
gjörlega aðskilin mál.
Nú þegar fyrir liggur að Ice-
save var hafnað með afgerandi
hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hót-
ar fjármálaráðherra Hollands,
Kees van de Jager, því að við
fáum alls ekki inngöngu í Evrópu-
sambandið nema við greiðum alla
Icesave-skuldina og fulla vexti all-
an tímann. Takk fyrir það. Nú
liggur það sem sagt á borðinu sem
ég sagði í grein minni í mars. Er
þetta virkilega eftirsóknarverður
félagsskapur? Mér þykir afar leitt
að þurfa að nota frasann en: „I
told you so.“
Ég sagði ykkur það
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri.
Ég kynntist fyrst
Palestínumönnum
þegar ég hóf skóla-
göngu mína í Al-Hassa
í Saudi-Arabíu. Þeir
voru framsæknir og
greindastir frá fyrsta
bekk og uppí unglinga-
skóla. Þegar ég gekk í
SUNY-sjómannaskól-
ann (1975 – 1979) las
ég margar bækur um Palest-
ínumenn, araba og gyðinga. Ég hef
lesið sérhverja þá blaðagrein sem
fjallar um hinar margvíslegu breyt-
ingar sem Palestínumenn hafa klúðr-
að varðandi lausnir á vanda sínum,
sérstaklega frá Camp David samn-
ingnum milli Egypta og Ísraels.
Bæði hef ég séð og lesið um líf Pal-
estínumanna í Bandaríkjunum og
öðrum stöðum. Þeim vegnar vel á öll-
um sviðum sem þeir vinna á.
Á sama tíma fylgdist ég með því að
arabaríkin sátu á botninum varðandi
kannanir á menntun og þjóðfélags-
uppbyggingu. Og ég spyr mig: Hvað
ef Palestínumenn og arabar hefðu
samþykkt Ísrael þann 14. maí 1948
og viðurkennt tilverurétt þess? Hefði
arabaheimurinn orðið stöðugri, lýð-
ræðislegri og meiri að gæðum?
Hefði Ísrael verið viðurkennt 1948
þá hefðu Palestínumenn getað fengið
frelsi frá innantómum loforðum ar-
abískra einræðisherra sem sögðu
þeim að flóttamenn þeirra kæmust
aftur í heimahagana þaðan sem þeir
flúðu, eftir að öll arabaríki væru búin
að frelsa landið og hrekja Ísrael í
djúp sjávarins. Sumir leiðtogar
araba notfærðu sér bágt ástand Pal-
estínumanna til að kúga eigin þegna
til að tryggja sjálfum sér völd.
Frá 1948 átti arabískur stjórn-
málamaður auðvelda leið til frama,
vildi hann verða stjórnmálahetja og
fá stuðning. Hann þurfti aðeins að
hrópa eins hátt og hann gæti þá ætl-
an sína að gjöreyða Ísrael, án þess að
undirbúa nokkurn hermann til
verksins (málskrúðið er ódýrt).
Hefði Ísrael verið viðurkennt 1948
þá hefði ekki skapast grundvöllur
fyrir byltingu í Egyptalandi 1952
gegn Farouk konungi og engin árás
hefði verið gerð á Egyptaland 1956
af Frökkum, Bretum og
Ísraelum. Ekkert 6
daga stríð hefði brotist
út í júní 1967 og stærð
Ísraels hefði ekki orðið
meiri og við arabar
hefðum ekki þurft á öll-
um þessum ályktunum
Sameinuðu þjóðanna að
halda um að biðja Ísr-
aela að hverfa aftur til
landamæranna fyrir
1967. Ekkert stríð hefði
verið háð milli Ísraels
og Egyptalands sem olli
meiri kostnaði og mannfalli hjá
Egyptum en Ísraelum.
Eftir 6 daga stríðið 1967 varð Ísr-
ael hernaðarbandalagsaðili Banda-
ríkjanna. Fram að því voru Banda-
ríkin ekki jafn náin Ísrael og eftir
1967 eins og margur arabi heldur.
Ísraelar börðust þá aðallega með
frönskum og breskum vopnum, af
því að bandarískir embættismenn
höfðu neitað þeim um nútímalegri og
tæknivæddari vopnakerfi, og flug-
vélum eins og F-4 Phantom þotum.
Hörmungar Palestínuaraba voru
einnig notaðar til að skapa glundroða
í annars stöðugum ríkjum eins og
Írak, sem missti konungdóminn í
hendur valdagráðugs einræðisherra.
Írak er auðugt af hráefnum, vatni,
frjósömum jarðvegi og fornminjum.
Herinn, undir stjórn Abdul Karim
Qassim, drap Faisal II. konung og
fjölskyldu hans. Blóðsúthellingarnar
í Írak héldu áfram og arabaríkin
fengu að reyna meira ofbeldi og upp-
reisnir. Ein þeirra var gerð 1960 af
hersveit sem send var til að hjálpa
Palestínu. Í staðinn fór hún til Bag-
dad og tók völdin.
Fáum árum síðar sagðist Saddam
Hussein ætla að frelsa Jerúsalem
með því að taka Kuwait; hann notaði
eymd Palestínumanna sem afsökun
fyrir að ráðast inní það land.
Hefði Ísrael verið viðurkennt 1948
hefði aldrei orðið uppreisn 1968 í
öðrum stöðugum og ríkjum araba –
Líbíu þar sem Idris konungi var
steypt og Muammar Gaddafi tók við
völdum.
Annars staðar urðu byltingar eins
og í Sýrlandi, Jemen og Súdan.
Ástæður þessara byltinga voru sagð-
ar ástand Palestínumanna.
Ríkisstjórn Gamal Abdel Nassers
í Egyptalandi var vön að kalla hin
arabaríkin „bakgarðinn sinn“ og
Nasser reyndi að bylta rík-
isstjórnum þeirra landa með því að
nota fjölmiðla Egypta og her til að
gera árásir á suðurlandamæri Saudi-
Arabíu frá herstöðvum Egypta í
Jemen.
Jafnvel Íran sem er ekki arabaríki
hefur nýtt sér Palestínuvandamálið
til að draga athygli þjóðarinnar frá
vaxandi óróa innanlands. Ég minnist
þess að Ayatollah Ruhollah Kho-
meini hafi lýst því yfir að hann ætlaði
að frelsa Jerúsalem í gegnum Bag-
dad, og Mahmoud Ahmadinejad hót-
ar Ísrael ógnum og skelfingu þó svo
að ekki einu sinni flugeldi hafi verið
skotið frá Íran til Ísraels.
Nú eru Palestínuarabarnir einir á
báti; sérhvert arabaríki er önnum
kafið í eigin vandamálum: Egypta-
land, Túnis, Líbía, Súdan, Jemen,
Sýrland, Jórdanía, Sómalía, Alsír,
Líbanon og ríki við Persaflóa. Núna
hafa Arabaríkin sett Palestínu-
Ísraels-glímuna á pásu.
Greinin birtist í : „The international
Jerusalem Post“ 25-31.mars 2011
Þýðandi er Snorri Óskarsson/almulhim-
navy@hotmail.com
Hvað ef þeir hefðu
samþykkt Ísrael 1948?
Eftir Abdulateef
Al-Mulhim
Abdulateef Al-Mulhim
»Höfundur fjallar um
samspil stjórna
arabaríkjanna við Ísrael
frá árinu 1948 til okkar
daga.
Höfundur er fyrrverandi flotaforingi
Saudi-Arabíu. Hann býr í Alkhobar í
Saudi-Arabíu.
Fram koma:
Björgvin Halldórsson
BuBBi mortHens
Helgi Björnsson
kk
lay low
ólöF arnalds
Páll rósinkranz
sigurður guðmundsson
Þorsteinn einarsson
slow train,
eina sérHæFða
dylansveit Íslands.
kynnir:
ólaFur Páll gunnarsson.
TÓNLEIKAR MEÐ MEMFISMAFÍUNNI TIL HEIÐURS BOB DYLAN
Í HÖRPU LAUGARDAGINN 28. MAÍ KL. 21:00
MOGGAKLÚBBSTILBOÐ
Áskrifendur Morgunblaðsins fá sérstakan afslátt á tónleikana.
Miði í almennri sölu kostar 5.500 kr. en Moggaklúbbsfélagar fá miðann á 4.000 kr.
Miðasala er í síma 528 5050
Tilboðið gildir út apríl. Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda við pöntun. Almenn miðasala hefst 6. apríl á www.harpa.is.
70 ára
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122