Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 31
af vera með okkur og ég þakka
Guði fyrir það að þú fékkst að
fara eins og þú hafðir sagt mér
sjálf að þú vildir fara.
Ég er líka svo þakklát fyrir
öll þau ár sem ég fékk að eiga
með þér og brosi þegar ég
hugsa til þeirra stunda sem við
áttum saman. Það var alltaf svo
gott að koma til þín og þú tókst
alltaf svo vel á móti manni. Þú
gafst þér alltaf tíma til að kenna
manni nýja hluti og útskýra fyr-
ir manni hluti sem maður skildi
ekki. Mér hefur alltaf þótt svo
gaman að skoða handavinnuna
þína og þegar ég kom til þín
endaði ég alltaf á því að fara inn
í bílskúr og skoða föndrið þitt.
Það var alveg sama hvað manni
fannst stytturnar þínar, út-
skurðurinn eða pennasaumur-
inn flott þá vildir þú alltaf meina
að það væri ekkert varið í þetta
hjá þér. Ég held þú hafir aldrei
vitað það almennilega sjálf
hversu ótrúlega hæfileikarík þú
varst. Yfirleitt enduðu heim-
sóknirnar á því að ég fór út með
fullt fang af styttum, skálum,
kertastjökum og fleira. Enda er
sama hvert ég lít heima hjá mér,
alls staðar eru minningar um
þig. Ég man alltaf eftir öllum
ferðalögunum sem við fórum
saman. Þú sagðir manni sögur
alla leiðina frá hinum og þessum
stöðum og vissir hvað öll fjöll og
allir bæir hétu. Allar kántrýhá-
tíðirnar sem við fórum á. Líka
þegar við fórum Vestfirðina
með langömmu og langafa og
þið sýnduð mér heimaslóðir
langafa. Það var líka alltaf svo
gaman að fá að gista hjá þér og
ég man veturinn sem ég gisti
hjá þér nokkrum sinnum í viku
þegar stundataflan mín í skól-
anum leyfði mér það. Þá lastu
alltaf fyrir mig á hverju kvöldi,
sagðir mér sögur og fórst með
bænirnar með mér. Þú hvattir
mann alltaf áfram og þegar ég
byrjaði að prjóna fannst mér
svo gaman að sýna þér það sem
ég prjónaði. Þú varst alltaf svo
stolt og ánægð með mig og þú
lést mann alveg vita af því. Þeg-
ar ég kláraði kjólinn minn og sá
að hann passaði ekki vissi ég al-
veg hver myndi fá hann. Þú
hringdir þá í mig og varst svo
þakklát og ánægð með hann og
það gladdi mig svo mikið. Í því
samtali sagðirðu mér að þú ætl-
aðir að kaupa handa mér penna
og mynd og kenna mér penna-
saum. Svo kom ég suður í byrj-
un apríl og var búin að ákveða
að ég ætlaði að eyða kvöldstund
með þér og læra pennasaum og
hafa það gott með þér. Ég kom
bæði kvöldin sem ég var í bæn-
um en þið voruð ekki heima.
Mér þykir það svo óendanlega
leiðinlegt að hafa misst af þess-
ari stund með þér. En einn dag-
inn mun ég læra þetta og þá
mun ég hugsa til þín með bros á
vör því ég veit hvað þú ert stolt
af mér.
Elsku amma mín, ég trúi ekki
að þetta sé mín hinsta kveðja til
þín. Þú varst svo stórkostleg
kona og ég mun reyna að brosa
og vera glöð því ég veit að þú
vildir það.
Ég mun alltaf elska þig og þú
verður alltaf í hjarta mínu.
Ástarkveðja
Erla Björg Jensdóttir.
Elsku langamma, við munum
sakna þín. Okkur fannst svo
skemmtilegt þegar við vorum að
fara frá þér og þú ætlaðir að
kyssa okkur en purraðir alltaf
hálsinn okkar í staðinn. Þú bak-
aðir alltaf kleinur sem voru
mjög góðar og þú bakaðir bestu
kökurnar. Það var gaman að fá
að gista hjá þér og þú kenndir
okkur fallegar bænir. Þú leyfðir
okkur alltaf að mála og búa til
eitthvað. Við hittumst aftur á
himninum þegar þar að kemur.
Við elskum þig og söknum þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð geymi þig, elsku
langamma.
Patrekur og Antonía.
Við þökkum samfylgd á lífsins
leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Heiðurskonan Brynhildur
mágkona okkar er látin. Hún
kom inn í fjölskyldu okkar fyrir
56 árum. Brynhildur var mjög
dugleg kona, vandvirk, greind
og hreinskilin. Það var sama
hvað hún tók sér fyrir hendur,
húsverk, handavinnu, vísna-
gerð og ekki má gleyma garð-
inum hennar, þar undi hún sér
vel.
Hún hugsaði vel um fjöl-
skyldu sína og allt sitt fólk.
Þær voru ófáar veislurnar sem
hún bar fram fyrir okkur.
Brynhildur var mjög ósér-
hlífin og góð, það sýndi sig best
í því hvað hún annaðist foreldra
okkar vel og ekki síst systur
okkar þegar hún varð fyrir al-
varlegum veikindum.
Kæra mágkona, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við vottum
Sigurði bróður okkar og fjöl-
skyldu hans innilega samúð.
Ingibjörg, Jóhanna,
Kristinn, Ester og Eygló.
Elskuleg fyrrum tengdamóð-
ir mín er látin. Eftir sitja minn-
ingar um stórbrotna konu sem
virtist eiga óendanlega mikla
hlýju og umhyggju til handa
náunganum. Brynhildur og
Siggi tóku mér opnum örmum
þegar við Hjalti kynntumst
rúmlega tvítug. Það leið ekki á
löngu þar til samband okkar
Brynhildar varð mjög náið og
umhyggja hennar umvafði mig
og síðar börnin mín. Þrátt fyrir
að leiðir okkar Hjalta hafi skilið
fyrir rúmum fimm árum héld-
um við Brynhildur góðu sam-
bandi og bar aldrei skugga á.
Stubbarnir mínir nutu samvista
við ömmu sína og var hún
óþreytandi við að leika við þá
og spjalla um heima og geima.
Þeir voru ófáir dagarnir sem
þeir fengu að dunda í skúrnum
við föndur og smíðar og nutu
leiðsagnar ömmu, sem hafði
yndi af hvers kyns handavinnu
og fræddi þá um leið um hefðir
og sögur fyrri tíma.
Umhyggja hennar fyrir af-
komendum sínum og ættingj-
um var aðdáunarverð. Barna-
börnin og síðar
barnabarnabörnin voru ávallt
velkomin í faðm ömmu sem
hafði einstakt lag á að fá þau til
að spjalla. Hún bar einstaklega
hlýjan hug til Sigríðar systur
sinnar og voru þær mjög nánar.
Ingibjörg mágkona hennar
naut einnig einstakrar umönn-
unar og stuðnings í sínum veik-
indum. Brynhildur tók nýrri
fjölskyldu minni sem viðbót við
sína eigin og sýndi þeim ávallt
mikinn velvilja. Slíkt er ekki
sjálfgefið og erum við ákaflega
þakklát.
Stubbarnir mínir, Oddur
Fannar og Tómas Ingi sakna
ömmu sárt og leggja hart að sér
við að muna sem mest af þeirra
samvistum. Ég mun gera allt
sem í mínu valdi stendur til að
halda minningu hennar á lofti
og innræta þeim þau gildi sem
hún stóð fyrir. Heiðarleiki, ein-
stök hlýja og náungakærleikur
er það veganesti sem amma
Brynhildur færði barnabörnum
sínum sem syrgja hana og
kveðja í hinsta sinn.
Elsku Siggi, Hjalti, Vilhjálm-
ur, Jens, Hallur, Harpa og fjöl-
skyldur, missir ykkar er mikill.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni
og blessi minningu yndislegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu.
Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Mig langar að minnast Bryn-
hildar eða ömmu Bryn eins og
ég kallaði hana. Ég kynntist
ömmu Bryn fyrir 16 árum. Það
var um það leyti sem við Bryn-
hildur sonardóttir hennar vor-
um að slá okkur saman.
Þú tókst mér vel eins og öll-
um öðrum sem umgengust þig.
Þú varst góð kona. Ég er betri
maður eftir að hafa kynnst þér.
Megi Guð almáttugur taka vel á
móti þér. Elsku Siggi, ég votta
þér mína dýpstu samúð. Eins
vil ég senda Vilhjálmi, Jens,
Hörpu, Halli og Hjalta samúð-
arkveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Kveðja,
Þröstur Björnsson.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þetta ljóð kom í hugann og á
vel við er við kveðjum þig kæra
frænka mín Brynhildur Ingi-
björg, og með þeim orðum vil ég
þakka þér samfylgdina og alla
vináttu á liðnum árum.
Kynni okkar hófust fyrir al-
vöru fyrir allmörgum árum er
hún hafði samband við „frænda“
eins og hún gjarnan kallaði mig
og vildi fá mig til að kenna sér
tréskurð. Ekki nóg með það
heldur stóð til að ná saman hópi
í Grindavík og mynda tréskurð-
arhóp. Þetta tókst enda atorku-
kona mikil að verki og mikill
listamaður þar á ferð. Mörg
listaverkin hefur hún unnið um
dagana, afskaplega falleg og vel
gerð. Það var sama í hvaða efni
var unnið, hvort heldur var um
að ræða tré, málun, pennasaum
eða annað sem hugann heillaði.
Heimili þeirra Sigurðar bar
glöggt vitni um listhneigð og
hlýju og var ætíð tekið vel á
móti „frænda“ er hann bar að
garði. Það var gaman að vinna
með henni, hún var kjarninn í
starfinu og húmorinn ætíð
skammt undan.
Megi sá sem öllu ræður halda
utan um ferjuna hennar og við
hin bera gæfu til að meta og
byggja ofan á það sem hún af-
rekaði.
Ég, fjölskylda mín og sam-
ferðafólk í tréskurði sendum
Sigurði, börnum þeirra og fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Friðgeir H. Guðmundsson.
Það er erfitt að trúa því að
hún Brynhildur frá Branda-
skarði sé fallin frá, þessi ynd-
islega og hjartahlýja kona.
Nú fæ ég ekki oftar sím-
hringingar frá Grindavík sem
hófust ávallt með orðunum
„Góðan og blessaðan daginn“
sem hún sagði með rólegu yf-
irveguðu röddinni sinni. Ég
svaraði ávallt um hæl „Sæl og
blessuð Húsfrú Brynhildur“ og
fékk ætíð sömu viðbrögðin „Því-
líkt“.
Okkar kynni hófust fyrir al-
vöru þegar hún fór að koma
vikulega á veturna til Reykja-
víkur á námskeið. Með sína
elskulegu framkomu urðum við
allar sem ein stórhrifnar af
þessari hæfaleikaríku og
skemmtilegu konu sem hún var.
Hún var einstaklega úrræða-
góð, listræn og breytti myndum
óhikað og teiknaði eftir sínu
höfði. Hún skar út heilu lista-
verkin, málaði, prjónaði og
saumaði. Allt lék í höndunum á
henni Brynhildi og það var æv-
intýri líkast að koma til hennar í
bílskúrinn.
Heimili hennar var glæsilegt
og smekklegt og bar þess merki
að hún var nútímaleg. Hún
sagði til að mynda við mig sl.
haust: „Finnst þér ég ekki skrít-
in? Sjáðu hvað ég keypti mér.“
Hún hafði þá fengið sér stór
sútuð fiskroð sem dúka.
Í gegnum árin hefur sami
hópurinn haldist á miðvikudög-
um. Ævinlega þegar Brynhildur
kom ljómuðu allar konurnar en
hún var svo fallega klædd, glöð
að sjá okkur og oftar en ekki
kom hún með eitthvað gott með
kaffinu og jafnvel silfurgafflana
sína í terturnar. Svona var
Brynhildur. Svo var talað sam-
an og hlegið í þrjá tíma. Kvödd-
umst við svo með kossum og
kærleik.
Við heimsóttum hana síðan
að vori og kölluðum það vorferð
til Grindavíkur. Þá var hún búin
að dekka veisluborð með heims-
ins fallegustu postulínsbollum.
Fagurkerinn mikli Brynhildur
hafði gaman af fallegum hlutum
og veitti sér þá.
En núna er komin kveðju-
stund alltof fljótt.
Við vottum eiginmanni henn-
ar, börnum og fjölskyldu henn-
ar okkar dýpstu samúð. Guð
blessi minningu hennar.
Guðrún Þ. Guðmunds-
dóttir,
Anna Þórarinsdóttir,
Anna Snorradóttir,
Guðrún Skúladóttir,
Jóna Kortsdóttir,
Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Sesselja Bjarnadóttir,
Petrína Gísladóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
síns og mín með hlýju brosi,
komin um langan veg. Fljótt
breyttist það bros í kankvísi í
brúnum augum og í skemmtileg-
um samræðum varð oft létt
kaldhæðni frásagnar hennar að
glöðum hlátri. Löngu seinna
þegar vegalengdir voru orðnar
styttri í millum okkar urðu sam-
vistir og samtöl fleiri, lengri og
margvíslegri. Á þessari stundu
ilma þau einhvern veginn flest af
umhyggju hennar, fegurðar-
skyni og höfðingsskap.
Við Jón kveðjum hana með
söknuði og þakklæti.
María Kristjánsdóttir.
Allt eins og blómstrið eina.
(HP)
Hugur minn hverfur til baka,
ég dreg fram minningu þess að
tuttugu ungar stúlkur mættu til
náms að Hverabökkum í Hvera-
gerði haustið 1951.
Við komum úr öllum áttum og
undirbúningur okkar og mennt-
un eins misjöfn og við vorum
margar. Það hafði verið umtalað
svo lengi sem ég mundi að í
Kvennaskólann til Árnýjar
skyldi ég fara. Vissi líka að
þarna kæmi ég til með að hitta
heitkonu bróður míns, Vigdísi
Þormóðsdóttur. Við urðum her-
bergissystur. Sú sambúð gekk
vel því báðum var okkur kapps-
mál að ganga vel um herbergið.
Hún var tveim árum eldri en
ég. Hafði lesið til gagnfræða-
prófs í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Hvort tveggja gaf henni
visst forskot. Svo var hún með
allra glæsilegustu stúlkum.
Mest er mér minnisstætt hennar
afburða fallega koparrauða hár,
sem féll í stórum mjúkum liðum.
Ég sagði það oft nú löngu síðar
við hana að ég vildi að til væri
mynd af því í lit eins og það var
meðan hún var upp á sitt hið
besta.
Stundum fann ég til afbrýði-
semi þegar bróðir minn kom í
heimsókn og ég sá og fann hvað
hún taldi sig eiga hann og hún
var honum nánari en ég. Man
líka að ef ég reiddist eitthvað við
þessa herbergissystur og tilvon-
andi mágkonu, þá hugsaði ég:
„Já, þið eruð gott hrís hvort á
annað.“ Mig minnir að einar
fimm í þessum tuttugu stúlkna
hópi væru hringtrúlofaðar og
þær sóttu námið af öllu meiri al-
vöru og kappi en við hinar. Man
að tveir af þessum tilvonandi
eiginmönnum virtust falla Ár-
nýju best í geð og voru slíkir au-
fúsugestir að hún lét þær heit-
konur þeirra búa þeim rekkju til
gistingar uppi í þeirri virðulegu
gestastofu „turninum“. Það voru
þeir Þórarinn Sigurjónsson,
seinna alþingismaður og bóndi í
Laugardælum, og Sveinn
Skorri.
Árin líða og rösklega hálfrar
aldar ganga skilur eftir margar
myndir. Ætíð átti ég víst athvarf
á heimili þeirra Dísu og Sveins
og dvaldi hjá þeim í lengri og
skemmri tíma þegar veikindi
sóttu mig heim.
Mér er þakklæti efst í huga
þegar ég hripa þessar línur.
Blessuð sé minning þeirra
beggja. Góðar minningar sefi
söknuð allra er missa.
Sigríður Höskuldsdóttir.
Kalli nafni minn Bergmann
er látinn. Mig langar til að
minnast hans hér með nokkrum
orðum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast Kalla
Bergmann vel, en hann var
giftur Gunnu frænku minni og
faðir frændsystkina og góðra
vina. Mér var ætíð vel tekið á
heimili þeirra hjóna, en þar var
ég tíður gestur á því fjöruga
aldursbili sem er á milli ung-
lingsáranna og þess tíma er
menn festa ráð sitt. Á milli okk-
ar Kalla myndaðist góð vinátta,
hann kallaði mig ætíð nafna og
ef til vill hefur sá siður fært
okkur nær hvor öðrum.
Kalli Bergmann var einn af
þeim mönnum sem maður
ósjálfrátt bar virðingu fyrir.
Með einstakri hógværð og still-
ingu hins hugsandi manns
ávann hann sér traust ung-
mennanna sem stundum gátu
farið nokkuð yfir strikið í gleð-
skap og ýmsum uppátækjum.
Carl A. Bergmann
✝ Carl AndreasBergmann úr-
smiður fæddist
hinn 16. nóvember
1926 í Reykjavík.
Hann lést á heimili
sínu laugardaginn
2. apríl, 84 ára að
aldri.
Carl var jarð-
sunginn frá Graf-
arvogskirkju 11.
apríl 2011.
Kalli bar virðingu
fyrir skoðunum
okkar unga fólks-
ins og var óþreyt-
andi að ræða og
kryfja málin til
mergjar.
Nafni minn var
mikill spilamaður
og minnist ég
ánægjulegra
stunda með fjöl-
skyldunni, en mér
bauðst nokkrum sinnum að
fara með þeim á spilakvöld hjá
Sjálfstæðisfélaginu Verði.
Kalli hefði án efa orðið af-
bragðskennari miðað við hve
auðvelt honum reyndist að
kenna okkur unglingunum
tökin á spilamennskunni og
ekki síður að smita okkur af
þeirri gleði sem hann hafði af
þeirri iðju. Að þessum stund-
um höfum við búið ætíð síðan.
Nafni minn var mikill sjálf-
stæðismaður og í bland við
spilaráðin læddi hann á sinn
hógværa hátt inn hjá okkur
þeim góðu gildum sem honum
þóttu prýða sannan sjálfstæð-
ismann.
Við Didda og synir okkar
kveðjum minn kæra, gamla vin
með vinsemd og virðingu og
vottum Gunnu frænku, Skúla,
Gumma, Helgu, Bryndísi,
Lilju og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Guð styrki ykkur í sorginni,
Karl Kristján Ásgeirsson
Ísafirði.
Elsku besti afi minn, mikið
er sárt að kveðja þig. Mér þykir
svo leiðinlegt að hafa ekki náð
að knúsa þig áður en þú fórst
en rosalega var gott að spjalla
við þig í símann. Þú sagðir síð-
an við mig að vera ekkert að
eyða of miklum peningum í sím-
talið, það væri algjör óþarfi.
Það verður nú skrítið að fara
á Laugaveginn og enginn afi
Kalli sem stendur í dyrunum á
búðinni sinni, það var sko topp-
urinn á tilverunni að fara til afa
í búðina og sjá gúgú-klukkuna.
Um jólin stóð ég í búðinni hjá
þér og þú varst alltaf að hringja
og spurja hvort ég væri ekki
örugglega að selja nóg fyrir
kaupinu, það var alltaf stutt í
grínið hjá þér og ég mun alltaf
muna eftir hlátrinum í þér, það
var svo skemmtilegt að hlæja
með þér.
Ég man vel þegar ég fór með
þér fyrst í sund í Árbæjarlaug
og þú dróst mig með í karlaklef-
ann og svo var að sjálfsögðu
farið og keyptur ís eftir á. Þú
varst elskaður og dýrkaður af
öllum, þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði elsku afi, ég
elska þig.
Snædís Bergmann.
Farin er frá okkur kær sam-
starfskona og vinkona, Solveig
Pétursdóttir.
Fyrir tæpu ári hóf Solveig
störf hjá okkur hér í Blómavali
Skútuvogi sem bókari. Áður
Solveig
Pétursdóttir
✝ Solveig Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík hinn 28.
ágúst 1949. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut að kvöldi
miðvikudagsins 6.
apríl síðastliðins.
Solveig var jarð-
sungin frá Digra-
neskirkju 14. apríl
2011.
hafði hún unnið
fjölbreytt störf fyir
Húsasmiðjuna.
Solveig var at-
hugul og vann starf
sitt af nákvæmni og
gerði það vel.
Líf Sollu var
ekki alltaf dans á
rósum en auga-
steina átti hún,
dætur sínar,
tengdasyni og
barnabörnin tvö, sem voru henni
allt. Við hjá Blómavali Skútu-
vogi söknum Sollu og þökkum
henni allt.
Fyrir hönd starfsfólks
Blómavals Skútuvogi,
Ásdís Lilja Ragnarsdóttir.