Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Sýning á verkum Bjarna
Björgvinssonar verður opnuð í
Reykjavík Art Gallerí, Skúla-
götu 30, á morgun, laugardag,
klukkan 14.
Bjarni fæddist árið 1946 og
lést árið 2010. Hann útskrif-
aðist úr grafíkdeild Listahá-
skóla Íslands árið 2000 en verk
hans á sýningunni eru unnin
frá því tímabili til dánardæg-
urs. Hér er um grafíkverk að
ræða í bland við málverk og það sem Bjarni kall-
aði óþrykkt grafíkverk. Að sýningunni standa
ekkja Bjarna, Lára Magnúsdóttir, og fjölskylda.
Hún stendur til 1. maí og er opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Myndlist
Sýna verk Bjarna
Björgvinssonar
Bjarni
Björgvinsson
Þingvellir í Fókus er heiti ljós-
myndasýningar sem Fókus, fé-
lag áhugaljósmyndara stendur
að, en hún verður opnuð í
fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á
Þingvöllum í dag klukkan 18.
Flestar ljósmyndanna eru
teknar í þjóðgarðinum og við
Þingvallavatn. Myndirnar eru
stækkaðar á vandaðan striga
og allar til sölu.
Fókus stendur fyrir að
minnsta kosti tveimur ljósmyndasýningum á ári og
eru Þingvellir í Fókus tuttugasta sýning félagsins.
Fókus, félag áhugaljósmyndara, var stofnað árið
1999 og eru félagsmenn um 120 talsins. Félagið er
opið öllu áhugafólki um ljósmyndun.
Ljósmyndun
Ljósmyndasýning á
Þingvöllum
Frá Þingvöllum
Trúður – Borg óttans, nefnist
ný skáldsaga eftir Sigurð
Fannar Guðmundsson sem
kom út í vikunni.
Þetta er önnur bók höfundar
en síðastliðið haust sendi hann
frá sér bókina Trúður – Met-
sölubók, sem er nú uppseld hjá
útgefenda.
Bókinni er lýst sem graf-
alvarlegri gamansögu, þar sem
stutt er á milli skáldskapar og
raunveruleika. Í bókinni lendir aðalpersónan í
ýmsum ævintýrum. Í tilkynningu er haft eftir höf-
undi að honum finnist íslenskar skáldsögur skorta
góðan húmor, en hann segir þessa bók innihalda
„ráðlagðan mánaðarskammt af gleðistraumum.“
Bækur
Ný bók um Trúðinn
eftir Sigurð Fannar
Kápa
bókarinnar
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Mér finnst efnið bjóða upp á að
vera sett fram með þessum þætti,“
segir Erlendur Sveinsson kvik-
myndagerðarmaður en í kvöld frum-
sýnir hann annan hluta Draumsins
um veginn, kvikmyndina Arfleifðin í
farteskinu. Fylgst er með pílagríms-
ferð Thors Vilhjálmssonar á Jak-
obsveginum á Spáni sumarið 2005,
en hann varð áttræður þá um sum-
arið. Thor lést 2. mars síðastliðinn.
Fyrsta kvikmyndin hét Inn-
gangan, var frumsýnd í kvikmynda-
húsi í nóvember og verður í sjón-
varpinu á föstudaginn langa. „Það
var inngangan í þennan heim veg-
arins og að einhverju leyti áhorfand-
ans í heim Thors,“ segir Erlendur.
„Þegar ég lagði grunninn að þessari
mynd var ég aðallega með tvö síð-
ustu ritverk hans í huga, Morg-
unþulu í stráum og Sveig, bækurnar
sem fjalla um Sturlungaöldina. Það
er líka margumtalað að á þessum
vegi finnur fólk sterkt fyrir fortíð-
inni og forfeðrum sínum.“
Thor var mjög sáttur
„Ég kalla þennan hluta verksins
Arfleifðin í farteskinu og voru þá of-
arlega í huga hugsanir um arfleifð-
ina og hvernig hún fylgir okkur
gegnum aldirnar,“ segir Erlendur.
„Á táknrænan hátt er þessi píla-
grímur með hana á bakinu. Í mynd-
inni tengi ég til dæmis atriði sem
gerast í fiskbyrgjum á Selatöngum,
við einhverja glæsilegustu gotnesku
kirkju á Spáni.
Svo er það arfleifð Thors sjálfs.“
Erlendur segir að andlát Thors
hafi verið mikið áfall, þótt það hafi
ekki bein áhrif á gerð myndanna.
„Það var mikið högg,“ segir hann.
„Ég hef síðustu ár keppst við að
ljúka verkinu, vitandi að hann væri
kominn á þennan háa aldur, en hann
var samt svö öflugur að ég var sann-
færður um að það myndi hafast.“
Erlendur segir að öllum tökum sé
löngu lokið og að auki hafi hann ver-
ið búinn að grófklippa síðustu tvær
myndirnar er Thor lést. En hvernig
skyldi Thor hafa tekið myndunum?
„Hann var mjög sáttur. Sem betur
fer. Þar sem þetta eru langar mynd-
ir fannst mér nauðsynlegt að vera
með prufusýningar á verkinu þegar
það tók að mótast. Thor sá því fyrstu
þrjá hlutana á bíótjaldi og var
ánægður með þá, og síðan sá hann
tvo síðustu hlutana grófklippta í
tölvunni hjá mér.
Þegar myndin var að fæðast á
klippiborðinu þá var Thor ekki alveg
sáttur við ákveðna þætti í frásagn-
arforminu og við tókumst svolítið á
um það, en svo sagði hann: Þú hefur
fundið lausnina.
Thor var líka alveg sáttur við að
ég væri að smíða þetta höfundarverk
mitt án þess að hann kæmi þar að.“
Ekki heimildakvikmynd
Þriðja kvikmyndin, Gengið til
orða, verður væntanlega sýnd
snemmsumars. Allar myndirnar eru
rúmlega 100 mínútur að lengd.
„Þetta var ekki gert þannig að
Thor gengi af stað þessa 800 kíló-
metra og við reyndum að fylgja hon-
um; ég var búinn að gera handrit og
aka leiðina í fylgd Sverris töku-
manns og Nancy Frey sem er einn
helsti sérfræðingur samtímans í
Jakobsveginum. Við vorum því eins
vel undirbúin og unnt var.
Á leiðinni var þetta síðan barátta
við að ná því sem við vildum
ná, og angist yfir því sem
við náðum ekki. Ég er
ekki að gera skýrslu um
þessa tilteknu píla-
grímsferð, heldur er ég
að búa til mína mynd
um Thor og veginn, í
persónulegu höfund-
arverki.“
Erlendur
ítrekar að hann
sé ekki að gera
heim-
ildakvik-
mynd.
„Í mínum huga er kvikmyndagerð
að búa til heima sem hægt er að soga
áhorfendur inn í og láta þá gleyma
sér þar. Verkið er sannleikur í sjálfu
sér,“ segir hann.
„Ég kem því þannig fyrir að Thor
er stundum í senum sem eiga við
hluta af bókum hans - hann er til
dæmis skyndilega orðinn Sturla Sig-
hvatsson í kirkju.
Ég hef áhuga á kvikmyndum á
mörkum leikinna mynda og heim-
ildamynda, eins og í myndinni sem
ég gerði um Svein Björnsson föður
minn, Málarinn og sálmurinn hans
um litinn, þar sem viðfangsefnið er
að leika sjálfan sig. Thor var reynd-
ar illa við þá hugsun að þarna væri
einhver leikur en þetta er ekki
ósvipað ítalska neó-realismanum þar
sem fólk leikur sjálft sig í raunveru-
legum aðstæðum. Þetta er raun-
veruleiki.“
Heilar fimm kvikmyndir í fullri
lengd; þetta er gríðarlega umfangs-
mikið verkefni.
„Já, fimm myndir skulu það
verða,“ segir Erlendur. „Fyrst í stað
var því hvorki vel tekið hjá Kvik-
myndasjóði eða Sjónvarpinu en mér
tókst að tala máli myndanna og á
endanum var samþykkt að sú fyrsta
væri ígildi þeirra sem ég var upp-
haflega styrktur til að gera. Ég sé
svo um hinar fjórar. Þetta er gríð-
arlegt átak í kvikmyndagerð.“
Thor í pílagrímsgöngunni „Ég er ekki að gera skýrslu um þessa tilteknu pílagrímsferð, heldur er ég að búa til mína
mynd um Thor og veginn, í persónulegu höfundarverki,“ segir Erlendur. Myndin úr kvikmyndinni.
„Þetta er gríðarlegt átak
í kvikmyndagerð“
Annar hluti myndar Erlendar Sveinssonar, Draumsins um veginn, frumsýnd
Bókasafnsdagurinn var haldinn í
fyrsta skipti á Íslandi í gær og af því
tilefni kynnti Bókasafn Norræna
hússins aðgang að rafrænum bókum
á sænsku, fyrst almennings-
bókasafna á Íslandi. Safnið samdi við
sænska fyrirtækið Elib og í rafræna
bókasafninu eru um 3.000 rafrænar
bækur; 2.700 rafbækur, skáldsögur
og fræðirit, og 800 hljóðbækur. Hægt
er að fá eina rafbók eða rafhljóðbók á
viku á hvert bókasafnskort og útláns-
tíminn 28 dagar á hverja bók.
Að sögn Margrétar I. Ásgeirs-
dóttur yfirbókavarðar er aðgangur
að rafrænum bókum á sænsku fyrsta
skrefið og stefnt að því að geta boðið
bækur á hinum Norðurlandamál-
unum þegar fram líður. Í kynningu
hennar og Piu Viinikka kom fram að
hægt er að lesa bækurnar inn í far-
eða borðtölvu í gegnum vefsetur
Norræna hússins og síðan þaðan í
rafbókalesara og þá hægt að lesa
bókina hvort sem er í tölvunni eða
lesaranum, en þó alltaf aðeins í 28
daga.
Tilganginn með samningnum sagði
Margrét ekki síst vera að fylgjast
með tækninni, en þó fyrst og fremst
að uppfylla það hlutverk safnins að
veita aðgang að upplýsingum og
safnefni hverskonar til fræðslu og af-
þreyingar þótt það sé á rafrænu
formi.
arnim@mbl.is
Sænskar
rafbækur
til útláns
Bókasafn Norræna
hússins ryður braut
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Rafrænt Hægt að nálgast rafbækur
á sænsku hjá Norræna húsinu.
Blár fellur fyrir kven-
fuglinum en þarf að
vinna bug á flughræðslu
sinni 41
»
Fyrsta uppfærsla
Íslensku óp-
erunnar í nýjum
húsakynnum í
Hörpu í haust, 22.
október, verður
Töfraflautan, hin
sívinsæla ópera
W.A. Mozarts.
Daníel Bjarna-
son verður hljóm-
sveitarstjóri og Ágústa Skúladóttir
leikstýrir. Óperan verður flutt á ís-
lensku.
Í helstu hlutverkum eru Þóra Ein-
arsdóttir, Finnur Bjarnason, Garðar
Thór Cortes, Ágúst Ólafsson, Hulda
Björk Garðarsdóttir, Jóhann Smári
Sævarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Valgerður Guðnadóttir og Kolbeinn
Jón Ketilsson.
Óperan sýnir
Töfraflautuna í
Hörpu í haust
Þóra Einarsdóttir
Annar hluti kvikmyndaraðar Er-
lends Sveinssonar, Draumsins
um veginn, verður frumsýndur í
Bíó Paradís í kvöld klukkan 20.
Kvikmyndin nefnist Arfleifðin í
farteskinu og er Thor Vilhjálms-
syni áfram fylgt á pílagrímsferð
sinni á Jakobsveginum.
„Myndin verður í fimm hlut-
um þótt þetta hafi upphaflega
átt að verða ein mynd,“ segir
Erlendur sem tók upp hluta
myndefnisins, skrifaði handrit,
stjórnaði tökunum og klippti
myndina. Sigurður Sverrir
Pálsson er aðalkvikmynda-
tökumaður, Sigurður Hr. Sig-
urðsson hljóðupptökumaður,
Bogi Reynisson hljóðhönnuður
en Egill Ólafsson þulur.
„Hver hluti hefur sitt fram
að færa og er sjálf-
stæður, þótt þeir legg-
ist líka allir saman á
þessari miklu píla-
grímsgöngu Thors.“
Arfleifðin í
farteskinu
DRAUMURINN UM VEGINN
Erlendur
Sveinsson