Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 2

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Öldutúnsskóli í Hafnarfirði fagnaði í gær hálfrar aldar afmæli sínu með mikilli viðhöfn, opið hús var frá klukkan hálfníu um morguninn fram til eitt. Fyrsti bekkur kynnti m.a. í kennslustofum verkefni um líkamann, yngri deild, miðdeild og unglingadeild héldu skemmtanir á sal. Sýnd voru leikrit, flutt tónlist af ýmsu tagi og leikrit. Sett var upp „gömul kennslustofa“ í E-álmu með munum eftir fyrrverandi nemendur. Fagnað var 50 ára afmæli Öldutúnsskóla í gær Morgunblaðið/Sigurgeir S Sungið hástöfum í Firðinum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst, það er bara verið að vinna að því að framkalla það sem menn voru bjartsýnir með í texta,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í gær um árangur viðræðna dagsins. Beðið eftir svörum Fundað var í Karphúsinu langt fram eftir kvöldi í gær en ekkert var fast í hendi nema að gengið yrði frá samningi í dag. „Við erum enn að vinna að því að gera þriggja ára kjarasamning en það er alveg ljóst að það eru enn ljón á veginum,“ sagði Gylfi. „En þetta er eins og í boltanum; þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið.“ Í samtali við Morgunblaðið fyrr um daginn sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, að meðal annars væri verið að biðja um nákvæmari svör. „Það er verið að ræða atriði í sambandi við t.d. Atvinnutrygg- ingasjóðinn, starfsmenntun og líf- eyrissjóðspakkann,“ sagði hann. Það væri augljóslega vilji SA að reyna við langtímakjarasamning en enn væri óvíst hvernig færi. „Maður hefur ákveðna fyrirvara því maður er búinn að brenna sig á öllum puttum undanfarnar vikur.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði heilmikla vinnu hafa verið unna í gær, m.a. með ríkisstjórninni, og að haldið yrði áfram í dag. Hann tók í sama streng og aðrir aðilar málsins og sagði stöðuna mjög tvísýna. „Þetta getur farið á hvorn veginn sem er,“ sagði hann. Enn mikil óvissa  Fundað um kjaramálin í allan gærdag og fram eftir kvöldi  Enn voru ljón á vegi þriggja ára kjarasamnings í gærkvöldi Kjarasamningar » Viðsemjendur segja að gengið verði frá samningi í dag en kl. 17.15 verður ljóst hvort hann verður til lengri eða skemmri tíma. » Gildistíminn mun ráðast af svörum ríkisstjórnarinnar. Næstkomandi þriðjudag, þann 19. apríl, hefja göngu sína á Mbl Sjón- varpi þættirnir Löggur en þar verður skyggnst inn í fjölbreytileg störf lögreglumanna á höfuðborg- arsvæðinu. Þættirnir eru um 5-7 mínútur að lengd og verða tíu tals- ins til að byrja með. „Margir halda að störf íslensku lögreglunnar séu ekki spennandi en það efni sem við höfum í hönd- um afsannar það svo um munar,“ segir Hlynur Sigurðsson, sjón- varpsstjóri Mbl Sjónvarps, en í þáttunum verður m.a. fylgst með handtökum, eftirförum og rann- sóknum sakamála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vonast til að þættirnir auki skilning fólks á störfum lögreglunnar. „Það er mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeim fjölbreyttu störfum sem lög- reglan sinnir. Við vonumst til þess að fólk fái aukna innsýn í störf okkar með þessu samstarfi.“ Fjölbreytt og spennandi löggulíf  Þættirnir Lögg- ur hefja göngu sína á Mbl Sjónvarpi Morgunblaðið/Júlíus Löggan Störf lögreglunnar eru meira spennandi en margan grunar. Breska Sains- bury’s- verslana- keðjan hefur áhuga á að kaupa Iceland Foods-keðjuna eða hluta hennar sem Landsbankinn á stóran hlut í. Daily Mail hefur eftir Neil Sach- dev, stjórnanda hjá Sainsbury’s, að allir velti Iceland fyrir sér. „Þegar og ef fyrirtækið verður selt munum við skoða málið.“ Sainsbury’s hefur áhuga á Iceland Foods-keðjunni Spjallþáttastjórn- andinn Larry King verður með uppistandssýn- ingu í Hörpu 23. september næst- komandi, þar sem hann mun fara yfir feril sinn en hann stjórnaði einum vinsælasta spjallþættinum í Bandaríkjunum, Larry King Live, í 25 ár. Gestir þátt- arins voru m.a. allir forsetar Banda- ríkjanna undanfarna áratugi, Frank Sinatra, Marlon Brando, Charles Manson og Lady GaGa. Fer yfir viðburðarík- an feril í Hörpu Larry King Skannaðu kóðann til að horfa á sýn- ishorn úr þátt- unum. PULLUR Í ÝMSUM LITUM 19.900.- verd adeins papasan stóll Í atvinnuauglýsingu sem birtist í Finni.is í gær auglýsir fyrirtækið Energy Team eftir 50 rafvirkjum til starfa í skipasmíðastöð í Noregi en að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, er það daglegt brauð að falast sé eft- ir starfskröftum félagsmanna er- lendis frá. Á síðastliðnum þremur ár- um hafi þúsund rafiðnaðarmenn farið út til að vinna eða stunda nám, enda séu kjörin þar mun betri en bjóðist hér heima. „Flestir eru að vinna fyrir tækni- fyrirtækin og þau eru að fara úr landi með einum eða öðrum hætti,“ segir Guðmundur. Þróunina hafi mátt sjá fyrir þegar stefndi í það að landið myndi einangrast vegna af- stöðu til ESB, stöðu gengismála og gjaldeyrishafta. „Þetta eru í mörgum tilfellum menn í góðum störfum sem eru að gefast upp á því hvernig þetta er hérna og hvernig mál eru að þróast,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Þúsund rafiðn- aðarmenn farnir  Gefast upp á ástandinu og þróun mála Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.