Morgunblaðið - 14.05.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.05.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Ágúst I. Jónsson Kristján Jónsson Fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, nokkurra stéttarfélaga og helstu hagsmuna- aðila í sjávarútvegi áttu fund með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráð- herra í gær um kvótafrumvöp stjórnvalda. Var um að ræða svo- nefndan trúnaðarfund sem ríkis- stjórnin hét í aðdraganda kjara- samninga fyrir skömmu að yrði haldinn. Sjávarútvegsráðherra hyggst kynna frumvörpin á fundi kl. 11 fyrir hádegi í dag. Frumvörpin tvö eru enn til um- fjöllunar í þingflokkum Samfylking- arinnar og VG. Heimildarmaður í öðrum þingflokknum tjáði blaða- manni að búist væri við að þeir myndu báðir samþykkja þau á mánudag. Rætt hefur verið um að sett verði á sumarþing ef þörf krefji til að koma í gegn minna frumvarp- inu, um breytingar á núgildandi lög- um um fiskveiðistjórnun. Hitt frum- varpið, sem veldur mestu deilunum, er um ný fiskveiðistjórnunarlög sem myndu umbylta kvótakerfinu, m.a. takmarka gildistíma veiðiheimilda, banna að mestu framsal og alla veð- setningu kvóta. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði að á fundinum með ráðherra hefði verið beðið um að trúnaður ríkti um frumvörpin þar til ráðherra kynnti þau í dag. Stjórn- arfundur var hjá LÍÚ í gær. „Við fórum efnislega yfir málin og það er óhætt að segja að menn séu mjög áhyggjufullir, líst engan veg- inn á þetta,“ sagði Adolf. „Menn verða bara meira eða minna á póli- tískum veiðum ef þetta gengur eftir. Við erum að láta vinna lögfræðilega úttekt á málinu og fáum einnig hag- fræðinga til að skoða það fyrir okk- ur.“ Gunnþór Ingvason er fram- kvæmdastjóri eins af stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins, Síld- arvinnslunnar á Neskaupstað. „Það liggur auðvitað fyrir að verið er að veikja atvinnugreinina, þjóðnýta hana og taka burt allt frumkvæði,“ segir Gunnþór. „Menn geta tekist á um veiðileyfagjald, hvernig eigi að skipta hagnaðinum af auðlindinni. En það má ekki búa til kerfi sem drepur niður alla hagnaðarmyndun og framlegð, þá tapar öll íslenska þjóðin.“ Hann segist þurfa að kynna sér málið betur til að meta til hlítar áhrifin á Síldarvinnsluna. „En almennt séð stöðvar þetta frumvarp alla framþróun í greininni. Síldarvinnslan er mjög sterkt félag og ég hélt ekki að það væri neitt sem stjórnvöld gætu gert til að veikja hana jafn mikið og nú á víst að verða raunin. Þetta mun koma illa niður á henni, á starfsmönnum og öllu sam- félaginu kringum Síldarvinnsluna.“ „Verða á pólitískum veiðum“  Talsmenn sjávarútvegsfyrirtækja álíta að ríkisstjórnin ætli að þjóðnýta atvinnuveginn  Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir frumvörpin geta stöðvað alla hagnaðarmyndun Morgunblaðið/Árni Sæberg Á miðunum Loðnuskip eru oft að veiðum nálægt landi, hér er Vilhelm Þorsteinsson EA á Faxaflóa. Stórfyrirtæki » Síldarvinnslan hf. í Nes- kaupstað er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, þar og hjá tengdum fyrirtækjum vinna um 250 manns. » Fyrirtækið er stærst á land- inu í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiski og stærsti framleið- andi fiskimjöls og lýsis. » Síldarvinnslan gerir út tvö skip til veiða á uppsjávarfiski, eitt frystiskip og eitt ís- fiskiskip, tengd félög gera auk þess út sex fiskiskip. „Þetta er slæmt fyrir útgerðina, bölvað fyrir sjómenn og risaskref aftur á bak fyrir þjóðfélagið,“ sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og fulltrúi í starfshópi um fiskveiðistjórn- arfrumvarpið, eða sáttanefndinni svokölluðu. Hann seg- ir að ákvæðið um framsalið í frumvarpið sé þvert á það sem rætt var um í starfshópnum. Árni segir að sér lítist stöðugt verr á frumvarpið eftir því sem hann les það oft- ar yfir. „Ég kallaði stöðugt eftir því að niðurstaðan hefði ekki í för með sér kjaraskerðingu og afkomubrest fyrir þá sem ég kalla at- vinnusjómenn. Þá á ég við menn sem hafa gert sjómennsku að ævistarfi, sumir unnið í greininni í áratugi og alltaf farið að lögum og reglum. Ég sé ekki hvernig við eigum að setjast niður með okkar viðsemjendum og búa til kjarasamning í framhaldi af þessu. Þó svo að við værum gallharðir og vild- um ekki breyta einu einasta orði í samningnum þýddi það gífurlega kjara- skerðingu fyrir venjulegan atvinnusjómann. Það er verið að taka björgina frá þeim eins og stefnt var að allan tímann. Útgerðin krefst eflaust auk- innar þátttöku sjómanna, til dæmis í hækkuðu veiðigjaldi, og sjómenn eru síðan að missa sjómannaafsláttinn auk alls annars.“ Risaskref aftur á bak fyrir þjóðfélagið „Þegar ég heyri af efni þessa frumvarps spyr ég mig hvers vegna þessi starfshópur var yfirleitt skipaður á sínum tíma,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri, sem var tilnefnd í starfs- hópinn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í starfshópnum sátu yfir 20 manns í heilt ár við að berja þessa sátt saman og það hafðist. Mér fannst það reyndar ganga kraftaverki næst því þarna sátu fulltrúar margra og ólíkra hópa. Mér sárnar hversu lítið tillit hef- ur verið tekið til vinnu okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að í hópnum hafi verið reynt að ná inn heildarhugsun. Reynt hafi verið að meta hverjar afleiðingar tiltekinna breytinga yrðu fyrir sjáv- arbyggðir, en með nýju frumvarpi séu stjórnvöld að rasa um ráð fram. „Þarna er ekki verið að vinna í þeirri sátt sem starfshópurinn lagði til grundvallar,“ segir Sigrún. „Ég óttast að þarna sé verið að slátra heilli at- vinnugrein og það veldur mér miklum áhyggjum að verið sé að taka ör- lagarík skref sem erfitt verður að bakka með.“ Óttast að verið sé að slátra atvinnugrein „Það sem ég skynja er að þetta er ekki í anda þess sem við vorum að tala um í sáttanefndinni svokölluðu,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. „Ég bendi hins vegar á að nefndin komst að ákveðinni niðurstöðu um þessa samningaleið og ég hafði þá von og trú á að stjórnvöld færu eftir þeim línum, sem þar voru lagðar,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef ekki lesið frumvarpið en heyrt meginniðurstöðurnar og sé ekki að þar sé að öllu leyti farið að tillögum hópsins. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvers vegna stjórnvöld höfðu þennan hóp að störfum í heilt ár ef ekki var ætlunin að fara eftir niðurstöðunum. Ég veit líka að innan stjórnarflokkanna hafa verið mjög misjafnar skoð- anir um fiskveiðistjórnunarkerfið og Samfylkingin viljað keyra harða línu, meðan VG hefur frekar viljað fara ákveðna sáttaleið,“ sagði Aðalsteinn. Ekki í anda sáttanefndarinnar „Þetta er alger skrumskæling á vinnu sáttanefndarinnar og ég er undrandi á því að formaður starfs- hópsins og varaformaður, Guð- bjartur Hannesson og Björn Valur Gíslason, hafi látið troða þeirri vinnu svona gersamlega ofan í kok- ið á sér og farið með niðurstöðuna eins og raun ber vitni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í starfshópnum. „Mér finnst þetta niðurlægjandi gagnvart þeirri miklu vinnu sem unnin var á vettvangi sáttanefnd- arinnar og þeirri sátt sem þar náð- ist,“ segir Einar. „Þetta er að mínu mati vísbending um að ríkisstjórn- inni stendur slétt á sama um allt samráð og ég mun ekkert mark taka á ríkisstjórninni og hennar tali um samráð hér eftir. Þetta eru brigð og svik við alla þá sem að þessu máli komu. Í starfs- hópnum var farið rækilega yfir þær forsendur sem fyrir okkur voru lagðar, meðal annars hugmyndir um fyrningu afla- heimilda. Þær voru einfaldlega reiknaðar út af borðinu, enda svo fáránlegar að þær náðu hvergi máli. Núna er verið að reyna að fara með einhvers konar fyrningu bakdyramegin inn í þetta frum- varp.“ Einar segir kaflann um framsalið í frumvarpinu óskiljanlegan að mestu og þannig uppsettan að hann mun fyrst og fremst hafa það í för með sér að hinir veikari gefi eftir og hinir sterkari lifi af. Jón Bjarnason helsti útgerðarmaður landsins „Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra er síðan falið gríð- arlegt vald til að seilast inn í þær aflaheimildir sem losna, til dæmis við gjaldþrot fyrirtækja. Ef þetta gengur eftir verður Jón Bjarnason helsti útgerðarmaður landsins. Ráðstöfun hluta veiðigjaldsins til sjávarbyggðanna er í sjálfu sér ekki óskynsamlega hugmynd. Ég vek þó athygli á því að 70% af þessari skattlagningu eiga ekki að fara til sjávarplássa. Þannig að það er ljóst að enn er verið að færa skatttekjur atvinnulífsins, í þessu tilviki skatt- tekjur sem verða til á landsbyggð- inni, til ráðstöfunar á höfuðborg- arsvæðinu. Nóg er nú samt,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Brigð og svik – stjórninni slétt sama um allt samráð  Reynt að koma fyrningu bakdyramegin inn í frumvarpið Einar K. Guðfinnsson Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011, verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Breyting á samþykktum. 3. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 3. maí 2011. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Skannaðu kóðann til að lesa meira um kvótann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.