Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 6

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Texti: Ylfa Kristín K. Árnadóttir Ljósmyndir: Eggert Fólk á förnum vegi Flestir telja að Ísland lendi ofarlega í úrslitum Evróvisjón Landsmenn munu flestir sitja límdir við skjáinn í kvöld þegar Vinir Sjonna stíga á svið í úrslitakeppni Evr- óvisjón-söngvakeppninnar í Düsseldorf. Blaðamaður fór á stjá og spurði fólk á förnum vegi hvort það hefði fylgst með undanúrslitakeppnunum, hvaða sæti það héldi að Ísland lenti í og síðast en ekki síst, hvaða land það telji að muni bera sigur úr býtum í ár.    Ég er búin að fylgjast með Evróvisjón og ætla að horfa á keppnina í kvöld. Ég held að Dan- mörk vinni og að Ísland verði örugglega og vonandi í topp 5. Guðbjörg Erla Ársælsdóttir nemi    Ég er aðeins búinn að fylgjast með Evr- óvisjón og ég ætla að horfa á aðal- keppnina. Ég veit ekki hver vinnur, það er áberandi lítið af góðum lögum. Það eru margir að tala um þýska lagið en ég hef ekki heyrt það. Ég spái Íslandi 10. sæti. Ingþór Ingólfsson grafískur hönnuður    Ég er aðeins bú- inn að fylgjast með Eurovision, ekki mikið, en ég ætla að horfa á aðalkeppnina. Ég vona að Ísland sigri en ef það gerist ekki þá spái ég okkur 3. sæti og að Sviss verði í því fyrsta. Stefán Petersen kennari    Ég er ekki mikið búin að fylgjast með Evr- óvisjón en ég horfði á þriðjudagskvöldið, að mestu leyti. Ég ætla að sjálfsögðu að horfa á aðalkeppnina. Ég vona að Ísland verði í topp 5 en get ekki spáð því hver gæti sigrað þar sem ég hef ekki hlust- að nógu vel á lögin. Ég vona bara að Ísland verði sem efst. Ég vona að Norðurlandaþjóð komist í efsta sæti, annars segi ég bara áfram Ísland. Matthildur Rósinkranz einkaþjálfari Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna ósk eignaleigunnar Lýsingar um að leitað verði álits EFTA-dóm- stólsins á því hvort það samrýmist EES-samningnum að óheimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjald- miðla. Óskin kom fram í deilumáli milli Lýsingar og fyrirtækisins Smá- krana, sem keypti krana með fjár- mögnun frá Lýsingu. Deilt var um hvort fjármögnunarsamningurinn væri lánssamningur eða leigusamn- ingur. Héraðsdómur sagði að um væri að ræða innlendan réttarágreining og ekkert í málinu gæfi vísbendingu um að lánveitingin tengist tveimur eða fleiri aðildarríkjum eða að hún sé gerð þvert á landamæri. Engu máli skiptir þótt Lýsing fjármagni lán sín erlendis frá. Ágreiningurinn sé eftir sem áður á milli tveggja íslenskra lögaðila og varði túlkun á samningi þeirra á milli. Hæstiréttur tekur undir þetta og segir að ekki verði séð að svör EFTA-dómstólsins við spurningum sem lúti að EES-samningnum geti skipt nokkru fyrir úrlausn málsins. Ekki leitað til EFTA-dómstólsins  Lýsing vildi fá ráðgefandi álit EFTA Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á morgun kl. 11 verða fjórir prestar og tveir djáknar vígðir til þjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Djáknarnir tveir og einn prestur vígjast til þjónustu í æskulýðsstarfi þjóðkirkj- unnar en þrír prestar vígjast til þjónustu í norsku kirkjunni. Í tilkynningu frá Biskupsstofu kemur m.a. fram að prestsefnin sem vígjast til Noregs hafi fengið embætti á norskri grund og muni starfa meðal Norðmanna næstu árin. Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, vígir og Ingeborg Midttømme, biskup í Møre í Noregi, prédikar. Vígsluþegarnir eru cand.theol. Arndís Hauksdóttir, cand.theol. Brynja V. Þorsteins- dóttir og cand.theol. Þráinn Haraldsson, en þau hafa öll verið ráðin prestar í Noregi. Til starfa í æskulýðsstarfi kirkjunnar verða vígð cand. theol. Sigurvin Jónsson, sem ráðinn hefur verið æskulýðsprestur í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi, Þórey Dögg Jóns- dóttir, sem ráðin er til þjónustu sem djákni í Fella- og Hólakirkju, og Kristný Rós Gúst- afsdóttir, sem ráðin er til þjónustu sem djákni í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, Vest- urlandsprófastsdæmi. Morgunblaðið/RAX Sex vígð til þjónustu  Þrjú ráðin til Noregs Herjólfur mun sigla aukaferð frá Vest- mannaeyjum klukkan 9 í dag og til baka frá Landeyjahöfn klukkan 10:30. Einnig verður farin aukaferð klukkan 19:30 frá Vest- mannaeyjum og frá Landeyjahöfn klukkan 20:45. Samkvæmt upplýsingum Eimskips tekur áður auglýst sumaráætlun Herjólfs gildi á morgun, sunnudag. Siglt verður fjórum til fimm sinnum á dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Aukaferð til Landeyjahafnar Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 12.00, í Egilsbúð, Neskaupstað. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Breyting á samþykktum. 3. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Fjarðabyggð, 3. maí 2011 Stjórn Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar. Lífeyrissjóður Neskaupstaðar Íbúar þeirra átta landa sem eiga aðild að Norð- urskautsráðinu vita sáralítið um ráðið, segir í nið- urstöðum könn- unar á vegum fyrirtækisins Ekos Research. Mest vissu menn um ráðið á Ís- landi og í norðurhluta Kanada en þar hafði 61% þátttakenda heyrt um ráðið. Aðeins 21% þátttakenda í Rússlandi og 16% þeirra Banda- ríkjamanna sem rætt var við, vissu um tilvist Norðurskautsráðsins. Þegar tilgangi og hlutverki ráðsins var hins vegar lýst fyrir þátttak- endum, leist langflestum vel á, var t.d. 81% Svía jákvætt í garð þess. Athyglisvert þykir að þegar spurt var um hvort hleypa ætti fleirum að borðinu, t.d. Kína eða Evrópusambandinu, voru flestir á móti þeirri hugmynd, sérstaklega í Kanada, á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Þar vildu færri en fjórð- ungur svarenda fjölga aðild- arlöndum ráðsins. Fæstir vita um Norðurskautsráðið    Ég er ekki búinn að vera að fylgjast með Evr- óvisjón, ég var að koma að utan en ég ætla að fylgjast með um helgina. Ég hef ekkert fylgst með hinum lögunum en á maður ekki alltaf að segja áfram Ísland? Ég ætla að spá okkur ofar- lega en þar sem ég hef ekki heyrt hin lögin þá er ég ekki dómbær á hver muni sigra. Ef við eigum að hugsa um atkvæða- greiðslumafíu þá tel ég að það sé A-Evrópuland. Sturla Sighvatsson framkvæmdastjóri    Ég hef ekki fylgst með Evróvisjón en ég ætla að horfa á aðalkeppn- ina. Ég spái Íslandi 16. sætinu en er ekki viss um hver muni vinna þar sem ég hef ekki hlustað á lögin. Ég á ekki von á að Austur- Evrópa sigri ef það verður dómnefnd á móti símakosningunni en ef það er bara síma- kosning þá vinnur kannski land frá Aust- ur-Evrópu. Sigríður Ingibjörnsdóttir bókari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.