Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Á Evrópuvaktinni fjallar StyrmirGunnarsson um að rökunum gegn aðild að Evrópusambandinu fjölgi. Sú hafi verið tíðin að rökin gegn aðild hafi fyrst og fremst snú- ist um það að við mundum missa yf- irráð yfir fiskimiðum okkar og sjáv- arútvegsmálum að öðru leyti, svo sem forræði í samningum um skipt- ingu deilistofna í Norður-Atlants- hafi.    Rökin séu hins vegar orðin fleiriog í dag sé til dæmis augljóst að Evrópusambandið stefni hrað- byri að því að verða eins konar Bandaríki Evrópu.    Miðstýringin eykst stöðugt. Sí-vaxandi kröfur eru um sam- ræmda efnahagsstefnu allra aðild- arríkja, samræmda ríkisfjármálastefnu, samræmda skattastefnu o.s.frv. Nú stefnir í að þjóðþing aðildarríkjanna verði að sætta sig við að fjárlagafrumvörp hvers árs verði fyrst send til Bruss- el til samþykktar og síðan lögð fyr- ir þjóðþingin til afgreiðslu,“ segir Styrmir.    Þá bendir hann á að komið sé íljós að ekki sé allt sem sýnist með evruna: „Í raun og veru er hún aðferð stóru ríkjanna í Evrópu til þess að gera litlu ríkin háð sér. Evr- an er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir stóru ríkin. Fyrir litlu ríkin er hún eitrað peð eins og fengin reynsla Grikkja, Íra og Portúgala sýnir.“    Óhætt er að taka undir það, aðrökin gegn aðild Íslands að ESB snúa ekki aðeins að sjáv- arútvegsmálum, heldur að allri þró- un Evrópusambandsins. Röksemdum gegn aðild fjölgar STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skúrir Bolungarvík 6 léttskýjað Akureyri 7 alskýjað Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 8 súld Ósló 13 skúrir Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 8 skúrir Glasgow 10 skýjað London 17 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 16 léttskýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 2 alskýjað Montreal 22 skýjað New York 16 alskýjað Chicago 23 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:17 22:33 ÍSAFJÖRÐUR 3:58 23:02 SIGLUFJÖRÐUR 3:40 22:45 DJÚPIVOGUR 3:40 22:08 Jón Kr. Sólnes hæsta- réttarlögmaður lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. maí, 62 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri hinn 17. júní 1948 og var sonur hjónanna Ingu P. Sól- nes húsfreyju og Jóns G. Sólnes, bankastjóra og alþingismanns. Jón Kr. lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1969. Kandídats- prófi frá lagadeild Háskóla Íslands lauk hann árið 1975 og öðlaðist rétt- indi sem héraðsdómslögmaður 1976. Hann varð hæstaréttarlögmaður ár- ið 1984 og fékk réttindi til fast- eigna- og skipasölu árið 1988. Samhliða námi var Jón Kr. ritari fjárveitinganefndar Alþingis. Að námi loknu var Jón Kr. einn af stofnendum Lögmannsstofunnar ehf. og starfaði sem lögmaður til dánardags. Þá stofnaði hann Fast- eignasöluna Byggð ehf. sem hann rak á árunum 1988 til 2007. Jón Kr. gegndi fjölmörgum nefndar- og stjórnunarstörfum. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1986 til 1994, sat í jafnrétt- isnefnd bæjarins og var formaður félagsmálaráðs og skipulags- nefndar. Jón Kr. var formaður skólanefndar Akureyr- arbæjar árin 1998 til 2008, sat í stjórn Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri 1998 til 2008 og í skólanefnd Mennta- skólans á Akureyri 2000 til 2008. Þá sat hann í nefnd um heildarend- urskoðun laga um grunnskóla árin 2006 til 2008. Jón Kr. var formaður yfirkjör- stjórnar Norðaust- urkjördæmis 2003 til 2007, sat í stjórn Akureyrardeildar Rauða Kross Íslands um áratugaskeið og var formaður hennar á árunum 1988 til 1989 og 1994 til 2000. Hann var ábyrgðarmaður og stjórnarmaður Sparisjóðs Norð- lendinga og forvera hans, síðar Byrs sparisjóðs, samfellt frá 1980 til 2009, þar af var hann formaður stjórnar 1993 til 2008 og á árinu 2009. Samhliða átti hann sæti í stjórnum ýmissa félaga á vegum sparisjóðsins, þ. á m. í Tækifæri hf. og Íslenskum verðbréfum hf. Þá var Jón Kr. formaður Sambands ís- lenskra sparisjóða um þriggja ára skeið. Jón Kr. lætur eftir sig eiginkonu, Höllu Elínu Baldursdóttur grunn- skólakennara, og fimm börn. Andlát Jón Kr. Sólnes Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar ítarlega um hrun- ið, uppbygginguna og efnahagsbat- ann á Ísland í stórri grein sem nefn- ist Icelands Big Thaw, sem mætti útleggja á íslensku sem Ísland er að þiðna. Posche-bíllinn seldur 5 sinnum á hálfu ári, ávallt með hagnaði Tekið er sem dæmi um ástandið í góðærinu að bílasali hafi selt sama sportbílinn fimm sinnum á hálfu ári og alltaf með hagnaði. Blaðamaðurinn Jake Halpern skrifar greinina, sem birtist á vef blaðsins í gær. Hann heimsótti land og þjóð og ræddi við fjölmarga Ís- lendinga, m.a. Guðfinn Halldórsson, Guffa bílasala, sem Halpern fær til að útskýra hvernig staðan hafi verið á Íslandi fyrir bankahrun. Sagan, sem greinin hefst á, snýst um Porsche-bifreið og hvernig Guð- finni tókst að selja sömu bifreiðina fimm sinnum á hálfu ári. Í hvert sinn var hærra verð rukkað fyrir bílinn og komu menn því ávallt út í hagn- aði. Halpern segir frá því hvernig bankakerfið hafi starfað á Íslandi í góðærinu og aðgengi almennings að ódýru lánsfé. Einnig um þær breyt- ingar sem hafi orðið í íslensku sam- félagi í kjölfar hrunsins, uppbygg- ingarstarfið og leiðina fram á við. Evran er ekki svöl Í greininni er m.a. birt viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra sem segir þá spurningu hvort Ísland ætti að taka upp evruna sem gjald- miðil brenna á mörgum. „Ýmsir halda að við eigum að ganga í evru- svæðið en það virðist ekki svalt. Það er ekkert heillandi við hönnun evr- unnar. Ég skil ekki hvers vegna við getum ekki bara tekið upp banda- ríkjadal,“ segir Jón Gnarr. Hann mælir sjálfur með upptöku bandaríkjadals. „Dollarinn er svalur. Það er dollarinn sem þú sérð í bíó- myndunum – honum fylgir sú ímynd. Setja mætti dollarann á geisladiskahulstur og það yrði svalt. En þú gætir ekki sett evrumerkið á það – það myndi líta kjánalega út.“ NYT fjallar um þíðuna á Íslandi Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 10 Höfuðborgin Madríd, Segovia, Ávila og Toledo eru með skemmtilegri borgum Spánar, en ferðin hefst með flugi til Madrídar, ökum þaðan til Segovia þar sem gist er í 3 nætur. Borgin státar af ýmsum merkum mannvirkjum og ber þar hæst hinn 2000 ára rómverska bunustokk sem er ásamt gamla borgarhlutanum á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í skoðunarferð til Ávila, en hún er fræg fyrir miðaldamúra sína. Einnig heimsækjum við El Escorial, en þar stendur höll Filippusar II Spánarkonungs frá 16. öld. Í Madríd sjálfri er gist í 4 nætur og kynnumst við þessari líflegu borg í skoðunarferðum og öðru útstáelsi. Förum m.a. í Prado-safnið sem hefur að geyma málverk eftir meistara á borð við Velázquez, El Greco og Goya og förum á flamengókvöld með mat, tónlist og dansi. Við kveðjum Madríd og ökum til miðaldaborgarinnar Toledo þar sem saman tvinnast fegurð mannvirkja, náttúru og sögufrægð. Auk skoðunarferðar um Toledo mun gefast tími til að kanna líf bæjarbúa og fá sér hressingu, áður en haldið er heim á leið. Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 20. - 27. ágúst Flamengó í Madríd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.