Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Frábært
kjólaúrval
yfir 120 tegundir
Nýjar vörur
Verð 8.900 kr.
Margir litir
Sendum í
póstkröfu
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið laugard. kl. 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið laugard. kl. 10-14
www.rita.is
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
ÚRVAL AF
SUMARBOLUM
Laugavegi 84 • sími 551 0756
Sjá
sýnisho
rn á
www.l
axdal.i
s
Laugavegi 63 • S: 551 4422
GLÆSILEGUR
FERÐAFATNAÐUR
vattjakkar - vesti - gallabuxur - bolir
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er
undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í
prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hella
Knattspyrnufélag Rangæinga
(KFR) stóð fyrir mikilli knatt-
spyrnuhátíð á íþróttavellinum á
Hellu í vikunni. Allir yngri flokkar
félagsins, sem nær yfir alla Rang-
árvallasýslu, máttu mæta hjá knatt-
spyrnuþjálfurum KFR í ýmiss kon-
ar knattþrautir. Hátt í 100 krakkar
nýttu sér þetta og stunduðu bolta-
íþróttir af miklum krafti síðdegis og
síðan var útigrillað og haldin pylsu-
veisla í boði SS. Þar tóku ungmenn-
in hraustlega til matar síns.
Annar knattspyrnuviðburður
tók við um kvöldið á Helluvellinum
þar sem KFR tók á móti HK í
fyrstu umferð Valitor-bikarkeppn-
innar í meistaraflokki. HK spilar í
fyrstu deild, en KFR í þeirri þriðju,
þannig að um frekar ójafnan leik
var að ræða, sem lauk með sigri HK
4-1. Að sögn formanns KFR hafa
hans menn aldrei spilað á móti
sterkara liði og höfðu þeir ómælda
ánægju af þessari viðureign þrátt
fyrir tapið.
KFR er ungt félag á landsvísu,
stofnað 1997 af hópi manna sem
taldi brýna þörf á að samræma
knattspyrnuiðkun í Rangárþingi, en
hún hafði farið fram áður í nokkrum
minni ungmennafélögum. Mikil
gróska er í starfi félagsins og er æft
og keppt í 10 flokkum auk meist-
araflokks. Sú nýlunda var tekin upp
á síðasta ári að hefja samstarf við
ÍBV í Vestmannaeyjum, bæði með
æfingum og keppnisliðum í yngri
flokkum. Hefur það gefist vel og
styrkt starfið. Þess má geta að
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, ólst upp á Hellu
og kemur úr KFR.
Slysavarnarfélagið Lands-
björg (SL) er núna um helgina með
landsþing sitt á Hellu, en það er
haldið á 2ja ára fresti. Á þinginu
sitja á fjórða hundrað fulltrúar. Sig-
urgeir Guðmundsson, meðlimur
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu,
sem hefur verið formaður SL síð-
astliðin 6 ár, gefur ekki kost á sér til
áframhaldandi formennsku. Aðeins
einn hafði boðið sig fram til for-
manns þegar framboðsfresti lauk
og verður hann sjálfkjörinn. Það er
Hörður Már Harðarson, fyrrver-
andi formaður Hjálparsveitar skáta
í Garðabæ.
Björgunarleikar fara fram í ná-
grenni Hellu til hliðar við landsþing
SL eins og venja hefur verið á und-
anförnum landsþingum. Þetta er
keppni 4-6 manna liða í sjö krefj-
andi þrautum sem reyna á fjölþætta
hæfni björgunarsveitarmanna í
meðal annars skyndihjálp, klifri,
björgunaraðgerðum úr bílum og
byggingum auk þess að koma fólki
yfir ár og fossa með meira. Þinginu
lýkur síðan með árshátíð Lands-
bjargar í íþróttahúsinu á Hellu, þar
sem reiknað er með um 600 manna
hátíð.
Nú hillir undir að áframhald
verði á vinnu við svokallaða tengi-
byggingu við Suðurlandsveg 1-3 í
miðbæ Hellu. Samþykkt hefur verið
að aðliggjandi fasteignir báðum
megin við nýju bygginguna renni
inn í hlutafélagið sem nýtt hlutafé
og styrkir það stöðu verkefnisins
allverulega. Ef þessi leið hefði ekki
verið farin, þá hefði félagið um ný-
bygginguna orðið gjaldþrota sam-
kvæmt bókun meirihluta hrepps-
nefndar Rangárþings ytra.
Á Facebooksíðu kom inn sú
frétt í dag að „Besta útihátíðin
2011“ verði haldin á Gadd-
staðaflötum við Hellu, 8.–10. júlí
nk., en hún var haldin í Galtalæk í
fyrra. Það þykir nokkur viðburður
að hljómsveitin Quarashi ætlar að
koma þar fram. Quarashi hætti árið
2005 og hafði þá starfað í átta ár.
Quarashi spilaði einmitt á Töðu-
gjöldum á Gaddstaðaflötum í ágúst
1999 þegar undirritaður var fram-
kvæmdastjóri Töðugjalda, áður en
hún fór að spila víða um heim.
Hljómsveitin áformar ekki að spila
nema í þetta eina skipti í ár.
Á Helluvaði, sem er býli rétt
norðan við Hellu, hefur verið tekinn
upp sá skemmtilegi siður und-
anfarin ár að hafa opið hús daginn
sem kúnum er hleypt út á vorin.
Þessi dagur er í dag, laugardaginn
14. maí og verður kúnum hleypt út
kl. 13:30. Þarna má einnig sjá ný-
borin lömb o.fl. tengt búinu. Bænd-
urnir Ari Árnason og Anna María
Kristjánsdóttir bjóða gestum og
gangandi sem koma í heimsókn upp
á góðgjörðir í tilefni dagsins.
Mikil gróska í knattspyrn-
unni hjá Rangæingum
Morgunblaðið/ Óli Már Aronsson
Svangir Knattspyrnukapparnir höfðu góða lyst á pylsum eftir þrautirnar.
Fjölmenningardagur Reykjavík-
urborgar verður haldinn hátíðlegur í
dag, laugardaginn 14. maí. Mark-
miðið með hátíðahöldunum er að
fagna þeirri fjölbreyttu menningu
sem borgarsamfélagið býður upp á.
Dagurinn er skipulagður af mann-
réttindaskrifstofu Reykjavík-
urborgar í samstarfi við samtökin
Samhljómur menningarheima. Alls
koma 50 manns að framkvæmdinni á
einn eða annan hátt
Jón Gnarr borgarstjóri setur há-
tíðina við Hallgrímskirkju klukkan
13.00. Að setningu lokinni fer fjöl-
þjóðleg skrúðganga af stað og verð-
ur gengið frá Hallgrímskirkju niður
að Ráðhúsi Reykjavíkur. Í kjölfarið
verður haldin fjölþjóðleg hátíð í Ráð-
húsinu þar sem boðið verður upp á
fjölbreytta og lifandi skemmti-
dagskrá. Í Iðnó verður fjölþjóðlegur
markaður þar sem kynntar verða
vörur og handverk.
Meðal atriða má nefna dansatriði
frá Perú, Búlgaríu, og Taílandi. Auk
þess mun barnakór frá Litháen
syngja nokkur lög og pólskur söng-
og danshópur mun leika listir sínar.
„Fjölmenningardagurinn hefur öðl-
ast fastan sess í hugum borgarbúa
og er ávallt vel sóttur af íbúum.
Enda gefst einstakt tækifæri til að
sýna sig og sjá aðra og kynnast
framandi menningu og matargerð,“
segir í tilkynningu frá borginni.
Nánar á www.reykjavik.is.
Skrúðganga á fjöl-
menningardegi
Morgunblaðið/Golli
Litríkt Fjölbreytni ríkir alltaf þegar
fjölmenningardagar eru haldnir.