Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 11
írsformi, hvað
finnst Guðrúnu
Maríu um það?
„Þessi umræða
kemur alltaf upp öðru
hvoru. Það má ekki bara
horfa á þá sem vinna ein-
göngu í tölvum. Netið er
vissulega víðast hvar en það
er fullt af fólki sem enn not-
ar prentið og fullt af fólki
sem hefur ekki aðgang að
tölvum í sínu daglega
starfi. Það er líka lög-
bundin skylda okkar að
gefa símaskrána út ár-
lega.“
Símaskráin kom
fyrst út árið 1905 og er
nú prentuð í 150 þúsund
eintökum. Guðrún María
segir engar nýjungar í
skránni í ár.
„Nýjungarnar núna
eru Egill og Gerpla. Það
er ekkert annað nýtt en
við tökum saman bæjar-
og menningarhátíðir sem
fara fram á árinu og eru
framarlega í bókinni. Gulu
síðurnar eru uppfullar af
alls konar upplýsingum og
kortin okkar eru alltaf vin-
sæl. Skráin er líka að fullu
umhverfisvæn. Hún er í raun
þannig að það má borða
hana, límið og allt er 100%
umhverfisvænt,“ segir
Guðrún María að lokum.
Hreysti Æf-
ing úr Síma-
skránni sem
heitir Gillz-
pressa. Egill
Einarsson
með fim-
leikastúlku
úr Gerplu.
Útgáfuhátíð Símaskrárinnar verður í dag fyrir framan Hagkaup í
Smáralind frá kl. 14.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Úrslitakeppni Evróvisjón mun hafa
áhrif á helgina hjá Kristínu Birnu Jón-
asdóttur, starfsmanni Endurmennt-
unar Háskóla Íslands. Kristín Birna er
mikill Evróvisjónaðdáandi og er í sér-
stökum klúbbi sem hittist á úr-
slitakvöldinu ár hvert.
„Ég byrja laugardaginn á því að
vinna aðeins en svo þarf ég að búa
mig fyrir Evróvisjónpartíið sem fer
fram um kvöldið hjá vinkonu minni.
Þemað er appelsínugult og sumar-
legt og þarf ég að kaupa mér eitthvað
í takt við það til að fullkomna dress-
ið,“ segir Kristín Birna.
Þetta er í um tíunda skipti sem
hópurinn hittist og segir hún
spennuna fyrir keppninni aukast ár
frá ári. „Við fylgjumst með atrið-
unum, borðum saman og spáum og
spekúlerum í þessu. Hver og ein er
sinn spekingur og
í lok kvöldsins
krýnum við Evr-
óvisjónsnilling
ársins. Síðan er
það orðin föst
hefð að fara á Pál
Óskar á Nasa á
eftir og dansa.“
Kristín Birna á
erfitt með að spá
um sigurvegarann
en skýtur á Bretland eða Danmörku.
„Ég held að þessi strákabönd verði
svolítið heit í ár. En ég spái Íslandi
aftur á móti fjórtánda sæti.“
Morgundaginn ætlar Kristín Birna
að taka rólega fram undir hádegi.
„Svo skelli ég mér austur fyrir fjall í
barnaskoðun hjá vinkonu minni sem
býr í Rangárþingi.“
Reuters
Blue Kristín Birna spáir strákunum frá Bretlandi jafnvel sigri.
Appelsínugult Evróvisjónpartí
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Kristín Birna
Jónasdóttir
Starfsheitum eða titlum hefur
fjölgað gífurlega í símaskránni
undanfarin tvö ár eða svo að
sögn Guðrúnar Maríu.
Sem dæmi um nokkur nýstár-
leg starfsheiti í skránni í ár má
nefna:
Sólstrandargæi
Kengúrutemjari
Geimverufræðingur
Fiskahvíslari
Prinsessa
Töffari
Nokkur nýstár-
leg starfsheiti
dökkbláir og fjólubláir litir í fjallið
og í leysingum á vorin renna marg-
ir fossar niður það. Niðri í Flóa er
það svo orðið að ljósbláu striki.“
Bakar og málar
Ingólfsfjall er stundum kallað
bæjarfjall Selfoss. Andrés tengist
Selfossi sterkum böndum því hann
bjó þar um árabil og starfaði sem
bakarameistari hjá Brauðgerð KÁ.
Hann rak lengi Magnúsarbakarí í
Eyjum en býr í Reykjavík í dag þar
sem hann starfar sem bakari.
Andrés hefur mundað pens-
ilinn frá því að hann var strákur í
Vestmannaeyjum. „Í Eyjum var
óskaplega öflugur myndlistarskóli
undir stjórn Páls Steingrímssonar.
Við fengum kennara, til dæmis Vet-
urliða Gunnarsson, Barböru og
Magnús Árnason og fullt af fólki
sem kom til að kenna okkur. Svo ég
hef alltaf verið í myndlist, sótt nám-
skeið, spáð og spekúlerað,“ segir
Andrés.
Honum þykir skemmtilegast
að hafa þema í myndunum sínum.
„Ég átti fermingarafmæli á síðasta
ári og af því tilefni málaði ég mynd
handa öllum fermingarsystkinunum
mínum úr Eyjum, um hundrað tals-
ins. Þá tók ég fyrir Þjóðhátíðarljóð
og byrjaði bara á einni mynd með
setningunni: „Ég veit þú kemur í
kvöld til mín“, svo kom næsta
mynd; „þó kveðjan væri stutt í
gær“. Svo sendi ég öllum ferming-
arsystkinunum þessar myndir.“
Ertu búinn að afgreiða Ingólfs-
fjall? „Nei, ég elska fjallið. Ég á
örugglega eitthvað eftir að halda
áfram,“ segir Andrés.
Sýningin Óður til fjallsins er á
2. hæð Hótels Selfoss og stendur
fram yfir næstu helgi.
Um helgina verður Fuglavernd með
fuglaskoðun á Álftanesi og tvær
fuglaskoðanir við Elliðavatn ásamt
því að vera með bás á vormarkaði
Skógræktarfélags Reykjavíkur í El-
liðaárbænum í dag og á morgun.
Markaðurinn er opinn frá kl. 10-18.
Boðið verður upp á fuglskoðun báða
dagana en lagt verður af stað frá El-
liðavatnsbæ stundvíslega kl. 15.
Í tilefni af alþjóðlega farfugladeg-
inum ætlar Fuglavernd einnig að vera
með fuglaskoðun á Álftanesi á morg-
un, sunnudag. Lagt verður af stað frá
Kasthúsatjörn kl. 13. Munið eftir
sjónaukanum. Frekari upplýsingar er
að finna á www.fuglavernd.is.
Endilega …
… fræðist um
fuglalífið
Morgunblaðið/Ómar
Fugl Kría á Álftanesi.
Jón er algengasta karlmanns-
nafnið, það er 4.881 Jón skráður
í símaskrána.
Guðmundur fylgir fast á eftir
með samtals 4.439 einstaklinga.
Guðrún er algengasta kven-
mannsnafnið en það er 4.781
kona skráð með þessu nafni.
Anna er í öðru sæti með 3.975
konur.
Það eru um 11% fleiri karl-
menn skráðir í símaskrána en
konur.
Það eru rúmlega 420.000
símanúmer í skránni.
Fyrsta skráin var 16 blaðsíður
og kom út árið 1905, sú nýjasta
er 1.560 blaðsíður.
Símaskráin er 106 ára.
Gulu síðurnar hafa komið út
síðan 1934.
Símaskráin er 2 kg að þyngd.
Símaskráin er umhverfisvæn.
Nú er hægt að koma sér í
form með aðstoð Egils og síma-
skrárinnar.
Staðreyndir um
símaskrána
Styrkur til rannsókna
á astma og ofnæmi
Styrktar- og minningarsjóður Astma- og
ofnæmisfélagsins veitir í ár styrk úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að aukinni
þekkingu á astma og ofnæmissjúkdómum.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu
hafa borist skrifstofu félagsins fyrir 1. júní
næstkomandi. Í umsókninni skulu koma fram
ítarlegar upplýsingar um það verkefni sem verið
er að vinna að og hvernig það gagnast astma-
og ofnæmissjúklingum. Einnig þurfa að fylgja
með umsókninni fjárhagsáætlun og upplýsingar
um hvort verkefnið hafi hlotið aðra styrki eða
hvort sótt hafi verið um aðra styrki.
Frekari upplýsingar eru veittar
í tölvupósti ao@ao.is
Stjórn Styrktar- og minningarsjóðs
Astma- og ofnæmisfélagsins.
Astma- og ofnæmisfélagið
Síðumúla 6
108 Reykjavík.
www.ao.is
*Bremsuklossar að framan í
Volkswagen Golf með vinnu.
Eru bremsurnar í lagi?
22.062*
Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land alltTímapantanir í síma 590 5000 og á gvf@hekla.is
Das Auto.