Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 12

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tilraunir eru gerðar á nokkrum stöðum á landinu með ræktun sum- arafbrigðis repju til olíuframleiðslu. Bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort íslenska sumarið er nógu langt og hlýtt til að plantan nái að þroskast og mynda sín olíuríku fræ á einu sumri. Siglingastofnun hefur á und- anförnum árum staðið fyrir rann- sóknum á framleiðslu umhverf- isvænna orkugjafa fyrir íslenska skipastólinn og hefur athyglin mjög beinst að ræktun repju. Tilraun- irnar hafa hingað til beinst að rækt- un vetrarafbrigðis. Þá er sáð í akr- ana í júlí, plantan liggur í dvala yfir veturinn en blómstrar síðan að vori og myndar fræ sem skorin eru að hausti. Tilraunaræktun hefur skilað ágætum árangri víða um landið og áhugi bænda á þessari ræktun farið mjög vaxandi. Þannig er talið að sáð hafi verið í um 100 hektara í fyrrasumar. Það hefði átt að gefa af sér 100 tonn af repjuolíu og 200 tonn af hrati í haust, ef allt hefði gengi að óskum. Skilyrði hafa hins vegar verið misjöfn, vorið var kalt sunnanlands, og útlit fyrir að eitt- hvað af plöntunum hafi ekki lifað veturinn af. Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit, sem er með umfangsmikla kornrækt, sáði repju í nokkra hektara í fyrra- sumar. Hann telur að eitt afbrigðið sem notað var hafi drepist. Það sem lifði sé að koma til. Hann tekur einnig þátt í tilrauninni með sum- arrepjuna og sáði um síðustu helgi. Hann segir að veðrið í sumar ráði miklu um árangurinn. Jón Bernódusson, verkefnisstjóri hjá Siglingastofnun, telur að sum- arrepju hafi verið sáð í 5-6 hektara. Hann segir ekki vitað hvort hægt sé að rækta þetta afbrigði með árangri en það sé tilraunarinnar virði. Sum- arrepju er sáð mánuði fyrr í Evr- ópu. Jón segir að sumir ræktendur telji að íslenska sumarbirtan geti vegið það upp að einhverju leyti og að sumarrepjan ætti að geta plum- að sig hér. Prófuð á vél smábáts Siglingastofnun hefur komið sér upp búnaði til umestrunar jurtaolíu og framleiðslu lífdísils. Verksmiðjan hefur nú verið flutt í húsnæði stofn- unarinnar í Kópavogi og skilaði hún fyrsta lífdísilnum í gær. Við umestr- unina er notaður vítissóti í met- anóli. Efnin eru síðan hreinsuð með á að eiga samstarf við um stofnun félags um þessa starfsemi. Hann telur heppilegt að fóðurverk- smiðjur, aðilar sem hafa þekkingu á lífdísilframleiðslu og fyrirtæki sem vinna í tengslum við landbúnaðinn taki höndum saman um þetta verk- efni. Áfram rannsakað Nokkur repjuverkefni eru að fara af stað í samvinnu Siglingastofn- unar við sérfræðinga og há- skólanema. Þannig mun Sævar Birgisson rannsaka hvort hag- kvæmt sé fyrir fiskiskipaflotann að nota lífdísil. Hannes Arnórsson orkuverkfræðingur tekur saman áhrif lífdísils á dísilvélar. Þá eru tveir nemendur Jóns Bernódussonar úr Háskólanum í Reykjavík með það sem lokaverk- efni að kanna hvaða búnað þurfi í byggingu N1 á Hvolsvelli til að hægt verði að hefja þar framleiðslu á lífdísil. Nemandi hans hafði áður gert athugun á byggingunni sjálfri. Er íslenska sumarið nógu gott? Morgunblaðið/Sigurgeir S Lífdísill Jón Bernódusson tappar lífdísilolíu af vélasamstæðunni í Siglingastofnun. Olían verður notuð á smábát í sumar til að fá reynslu af notkun hennar á skipavél. Við umbreytingu repjuolíunnar í lífdíslil er notaður vítissóti í metanóli og hún er síðan hreinsuð með meiri sóda og vatni.  Tilraunir gerðar með ræktun sumarrepju til olíuframleiðslu  Vetrarrepjan lifði veturinn ekki alls staðar af  Siglingastofnun framleiðir lífdísil sem notaður verður á smábát í tilraunaskyni „Ef þetta er of seint, þá er hægt að gleyma því að vera með sumarrepju á næstu árum því vorið hefur verið einstaklega gott hér á þessu svæði. Ef það tekst ekki í ár eru afskaplega litlar líkur á að það sé yfirleitt hægt,“ segir Húni Heiðar Hallsson verkefnisstjóri sem stendur fyrir til- raunum með ræktun sumarrepju í Öxarfirði í samvinnu við bændur og sveitarfélagið. Tilraunin nær yfir svæðið frá Melrakkasléttu að Tjörnesi og verður sáð í um sjö hektara í sumar, fyrst sumarrepju og síðar í sumar vetr- arrepju. Húni segir að margt geti haft áhrif á árangur tilraunarinnar, ekki síst veðrið. „Ef veður verður eðlilegt í sumar, það er yfirleitt gott þarna, þá getum við fengið marktæka niðurstöðu í haust og næsta sumar,“ segir hann. Mikið er ræktað í Öxarfirði, til dæmis korn og gulrætur. Repj- unni er bæði sáð í kjörlendi þar sem korn hefur verið ræktað og einnig í sendinn jarðveg sem hefur minni lífmassa og ekki hefur áður verið notaður til ræktunar. Ef tilraunin gengur vel er reiknað með að bændur sjái sér hag í að rækta repju í stærri stíl. Mikið land er til þess. Norðurmörkin könnuð TILRAUNIR MEÐ RÆKTUN REPJU Í ÖXARFIRÐI meiri sóda sem myndar sápu og ol- ían að lokum hreinsuð með vatni. Jón segir að nú sé hægt að taka við þeirri repjuolíu og steiking- arolíu sem bjóðist. Ætlunin er að taka upp samstarf við eiganda smá- báts til að fá raunverulega reynslu á hvernig þetta eldsneyti reynist á vélar báta. N1 býður upp á 5% lífdísil á nokkrum bensínstöðvum sínum og fer salan vaxandi, bæði til eigenda dísilbíla og vinnuvéla. Félagið hefur verið að athuga mögu- leika á að koma upp verk- smiðju til að taka við rep- jufræi og framleiða úr því lífdísil og fóð- ur. Hermann Guð- mundsson, for- stjóri N1, segir að unnið hafi ver- ið að gagnaöflun og rætt við ýmsa aðila sem félagið hefur áhuga Húni Heiðar Hallsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.