Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Elstu menn muna ekki annað
eins og engar haldbærar skýr-
ingar hafa komið fram, nema
helst að ætisskortur síðustu ára
og léleg afkoma í þessum lands-
hlutum valdi þessu,“ segir Jóhann
Óli Hilmarsson, fuglaáhugamaður
og ljósmyndari, en krían hefur
varla sést suðvestan- og vest-
anlands nema örfáir fuglar á
stangli. Þannig hefur nær ekkert
sést til hennar á höfuðborg-
arsvæðinu, sem kunnugir segja af-
ar sjaldgæft á þessum tíma árs.
Samkvæmt vefum fuglar.is sást
til fyrstu kríunnar í Óslandinu við
Höfn 22. apríl sl. og um mán-
aðamótin fjölgaði henni þar nokk-
uð. Þó telja fuglaáhugamenn að
þar séu ekki nema um 1.000 fugl-
ar, og óvenjulítið hafi borið á krí-
unni í öðrum landshlutum. Helst
hefur það verið austan- og norð-
anlands, þar sem varpið hefur
gengið mun betur en annars stað-
ar undanfarin ár.
„Gefum henni séns“
Jóhann Óli hefur þó ekki gefið
upp alla von um að krían láti sjá
sig á suðvesturhorninu. Forðum
hafi verið sagt að hún kæmi á
lokadaginn eða vinnuhjúaskil-
daga, en síðan hafi komutími krí-
unnar færst framar eins og
margra annarra fugla. „Gefum
henni því séns fram á daginn í
dag, en ef hún verður ekki kominn
þá er illt í efni,“ segir Jóhann Óli.
Í sama streng tekur Sæmundur
Kristjánsson, fuglaáhugamaður í
Rifi á Snæfellisnesi. Þó að krían
hafi enn sést þar segist Sæmundur
ekki örvænta fyrr en upp úr 15.
maí.
Hann bindur vonir við að krían
muni koma í dag eða á morgun, en
hafi ekkert sést til hennar eftir
helgi sé erfitt að fullyrða um hvað
sé að gerast í lífríkinu.
Sæmundur segir vindbelging úr
norðri líklega hafa seinkað komu
kríunnar á Snæfellsnesið. Það sé
hins vegar vel kunnugt að mikill
ætisskortur hefur verið vest-
anlands undanfarin ár og það geti
vel haft áhrif á kríuleysið til
þessa.
Krían sést varla vestanlands
Krían sást fyrst á Höfn 22. apríl en hefur varla sést suðvestan- og vestanlands Fuglaáhugamað-
ur segir elstu menn ekki muna annað eins Varpið hefur gengið betur norðan- og austanlands
Krían Fuglaáhugamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa undrað sig á því að hvergi sést til kríunnar. Þó sást til kríu við Seltjarnarnes í gær sem hettumávarnir léku sér við að elta uppi.
Sæmundur Kristjánsson segir mikið líf vera við ströndina í Rifi. Þangað
séu allir farfuglar komnir nema krían, eins og mófuglar og vaðfuglar.
t.d. sé mikið um endur eins og skeiðendur og brandendur.
„Síldin er hérna alveg uppi við landsteinana, háhyrn-
ingar á eftir henni og súlan að kasta sér niður. Þetta er
mikið sjónarspil,“ segir Sæmundur sem tók í vikunni á móti
nemendum úr leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópa-
vogi. „Þau fengu þetta beint í æð.“
Sæmundur segir jaðrakaninum hafa fjölgað á
svæðinu og brandugluna komna aftur á
svipaðar slóðir. „Það er gaman
að þessu lífríki hérna, að öðru leyti
en því að kríuna vantar ennþá,“ segir Sæmundur.
Allir komnir nema krían
DÝRARÍKIÐ VIÐ STRÖNDINA Í RIFI MIKIÐ SJÓNARSPIL
Morgunblaðið/Ómar
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness, Vilhjálmur Birgisson, undirrit-
aði þrjá kjaratengda samninga hjá
ríkissáttasemjara í dag. Fyrst var
gengið frá fyrirtækjasamningi fyrir
starfsmenn ISS sem starfa við ræst-
ingar og í mötuneytinu hjá Elkem Ís-
land á Grundartanga en undirritun
þess samnings var forsenda þess að
skrifað yrði undir kjarasamning á
hinum almenna vinnumarkaði að
sögn Vilhjálms, en sá samningur var
undirritaður í kjölfarið. Einnig var
gengið frá samningi vegna starfs-
manna fiskimjölsverksmiðjunnar.
Samkvæmt kjarasamningnum á
hinum almenna vinnumarkaði munu
lágmarkslaunin hækka úr 165 þús-
undum í 182 þúsund 1. júní næstkom-
andi og verða komin í 204 þúsund
krónur 1. febrúar 2013, en það var
krafa félagsins að lágmarkslaunin
yrðu komin í þá upphæð strax við
undirritun.
Vildi sjá stærra skref stigið
„Ég vísa bara beint í þetta neyslu-
viðmið sem velferðarráðherra lét
gera, þar kemur fram að ein-
staklingur þarf allt að 280 þúsund
krónur á mánuði til að geta framfleytt
sér, þannig að það segir sig sjálft að
dagvinnulaun upp á 182 þúsund krón-
ur, það er dálítið fjarri þessu neyslu-
viðmiði. Þannig að ég er dálítið
hvekktur yfir því að menn hafi ekki
stigið stærra skref í því að reyna að
nálgast þetta neysluviðmið,“ segir
Vilhjálmur.
Deilan við Norðurál óleyst
Hann segir engar viðræður hafa
farið fram milli VLFA og forsvars-
manna Norðuráls í gær en vonast til
að fundað verði eftir helgi. Eftir sé að
ganga frá samningum um launalið
starfsmanna Norðuráls og kjara-
samningum fyrir starfsmenn Klafa,
sem er í helmingseigu Norðuráls, en
þau mál séu samhangandi. Fundað
verður vegna Klafa á miðvikudaginn.
Lágmarkslaun
fjarri viðmiði
Formaður VLFA undirritaði þrjá
kjaratengda samninga í gær
Það segir sig sjálft
að dagvinnulaun
upp á 182 þúsund
krónur, það er dá-
lítið fjarri þessu
neysluviðmiði
Vilhjálmur Birgisson
Samtök dragnótamanna hafa kvart-
að yfir því við umboðsmann Alþingis
að sjávarútvegsráðherra hafi ekki
svarað spurningum sem þeir hafa
lagt fram vegna reglugerðar um
bann við dragnótaveiðum né heldur
afhent skýrslu norsks starfshóps
sem ráðuneytið notaði til rökstuðn-
ings banninu.
Samtök dragnótamanna hafa stað-
ið í stappi við ráðuneytið vegna
dragnótabannsins, sem þeir eru
ósáttir við og telja hæpið, og hafa
skorað á Jón Bjarnason sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra að
draga það til baka.
Í framhaldi af bréfaskriftum drag-
nótamanna og ráðuneytisins á síð-
asta ári og byrjun þessa, þar sem
dragnótamenn töldu ráðuneytið fara
undan í flæmingi, sendu Samtök
dragnótamanna ráðherra bréf 4.
apríl síðastliðinn með ellefu beinum
spurningum. Þegar svör bárust ekki
var erindið ítrekað.
Mikilvægt að fá svör
Félag dragnótamanna segir að
dragnótabannið hafi hvorki fengið
faglega meðferð eða umræðu. Þeirra
eina leið til að kafa faglega ofan í
málið sé að spyrja spurninga og afla
gagna. Því skipti það miklu máli að
sjávarútvegsráðuneytið svari sem
fyrst þeim bréfum sem að því er
beint.
Kvarta til umboðsmanns
Ráðherra svarar ekki spurningum dragnótamanna
Réttaröryggi í hættu
» Dragnótamenn segja að taf-
ir á svörum sjávarútvegsráðu-
neytisins vegi að réttaröryggi
félagsmanna til að gæta hags-
muna sinna gagnvart stjórn-
völdum.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
54
66
7
04
/1
1
Lægra
verð
í Lyfju
15%
afsláttur í maí
á öllum stærðum af
Nicotinell IceMint
Dæmi: 2 mg, 204 stk.
með afslætti 5.516kr.