Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 26
Menntun Heiðdís er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún var
fyrsti heyrnarlausi einstaklingurinn til að brautskrást frá
hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, í febrúar 2009.
Hún leggur nú stund á meistaranám í lýðheilsuvís-
indum við Háskóla Íslands.
Starf Heiðdís starfar sem hjúkrunarfræðingur í
Rjóðrinu á Landspítala og á Heilsugæslunni í
Glæsibæ, þar sem hún sinnir m.a. heilsugæslu-
og hjúkrunarstörfum fyrir döff. Hún segir
nauðsynlegt fyrir döff fólk að geta átt eðlileg
samskipti um eigin heilsu við heilbrigð-
isstarfsfólk. Stundum vilji brenna við í heil-
brigðiskerfinu að aðeins sé talin þörf á túlk
fyrir döff þegar eitthvað alvarlegt er að.
Döff eigi hinsvegar að meta það sjálft hvort
þörf sé á túlki eða ekki.
,
Æska Heiðdís sleit barnsskónum á Þórshöfn.
Hún missti heyrnina þegar hún var tveggja
mánaða gömul en fékk táknmálið í hendurnar
þegar hún var á ellefta ári og segir það hafa
verið lykilinn að lífi sínu í dag. Þá tóku foreldrar
hennar þá ákvörðun að flytjast búferlum til
Reykjavíkur, til að gefa Heiðdísi betra tækifæri á
að læra táknmálið og vera hluti af samfélagi döff.
Fjölskylda Heiðdís er gift Arnari Ægissyni bifvéla-
virkja. Saman eiga þau tvö börn, en von er á því
þriðja síðsumars.
Hagsmunastarf Heiðdís hefur verið formaður Félags
heyrnarlausra síðan árið 2009. Hún á einnig sæti í
Norðurlandaráði heyrnarlausra og í Evrópuráði heyrn-
arlausra fyrir hönd félagsins.
Döff Heiðdís segir að heyrnarleysi þurfi ekki að vera
hindrun í lífinu. Sem dæmi má nefna að hún hefur
ferðast víða, bæði vegna starfa sinna fyrir félagið en
einnig á eigin vegum og fór hún m.a. í bakpokaferðalag
um Evrópu og til Ástralíu ásamt vinkonu sinni. Heiðdís
er langskólagengin og var brautskráning hennar úr hjúkr-
unarfræði ekki aðeins áfangi fyrir hana, heldur einnig
mikilvægur áfangi fyrir heyrnarlausa og heyrn-
arskerta á Íslandi. Heiðdís segir táknmálið grund-
völl menntunar. „Ég hefði aldrei komist í gegnum
skólann ef ég hefði ekki táknmálið.“
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
Formaðurinn
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
meiri erfiðleika, því allir hafa rekið
sig á einhverja veggi á sinni vegferð.“
Hún segir að í atvinnulífinu séu líka
ýmsar hindranir.
„Margir heyrnarlausir sem eru
búnir að afla sér menntunar fara út á
vinnumarkaðinn og reka sig þar á
veggi, vegna þess að þeir eru van-
metnir og ekki síst vegna þess að það
er ekki ljóst hver á að standa undir
kostnaðinum af túlkaþjónustu ef það
þarf að hafa samskipti t.d. á starfs-
mannafundum. Þetta er atriði sem
dregur úr möguleikum okkar til að
komast áfram í atvinnulífinu.“
Táknmálið er ekki hækja
Þegar kemur að málnotkuninni
sjálfri er döff-samfélagið þó ekki
laust við kynslóðaskil því rétt eins og
í öðrum lifandi málum læðist inn
slangur og þróun í táknmálstjáningu
sem ekki allir eru einhuga um. Tákn-
málið á sínar „málfarslöggur“ rétt
eins og íslenskan og umræður um ný-
yrðasköpun eru miklar.
Heiðdís segir að misskilningur um
eðli táknmáls sé enn mikill. „Fólk
heldur oft að táknmál sé bara eitt-
hvert hjálpartæki sem væri hægt að
sleppa og leysa hlutina á annan hátt.
En táknmál er ekki hækja heldur
fullkomið tungumál með öllum sínum
blæbrigðum og fjölbreytileika.“
Þótt lögfesting táknmáls sem móð-
urmáls sé stórt skref segir Heiðdís að
það verði mikil vinna að fylgja því eft-
ir og tryggja að það verði ekki aðeins
orð á blaði. Engu að síður bíður döff-
samfélagið spennt eftir þessum tíma-
mótum. „Það verður margra daga há-
tíð. Loksins verðum við viðurkennd
sem einstaklingar.“
Döff Íslendingar bíða eftir
langþráðri viðurkenningu
Táknmál verður viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra Mikilvægt fyrir málþroska barna
Döff fólk mætir hindrunum á vinnumarkaði Misskilningur um eðli táknmáls enn útbreiddur
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Samskipti Táknmál er grundvöllur lífsgæða döff fólks. „Margir segja að án táknmáls væri ekkert líf“,“ segir Heiðdís. Viðurkenningin skipti því miklu.
VIÐTAL
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Við erum Íslendingar, en við erum
utanveltu í þjóðfélaginu vegna þess
að málið okkar er annað. Þess vegna
er svo mikilvægt fyrir okkur að fá
þessa viðurkenningu á okkur sjálfum
og okkar máli frá vöggu til grafar,“
segir Heiðdís Ösp Eiríksdóttir, for-
maður Félags heyrnarlausra.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
til laga um stöðu íslenskrar tungu og
íslensks táknmáls. Í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að táknmál verði við-
urkennt í lögum sem fyrsta mál
heyrnarlausra, heyrnarskertra,
daufblindra og afkomenda þeirra
sem þurfa að reiða sig á það til tján-
ingar og samskipta. Kveðið er á um
að hver sá sem hafi þörf fyrir skuli
eiga þess kost að læra og nota ís-
lenskt táknmál jafnskjótt og máltaka
hefst eða heyrnarleysi greinist.
Börnin búa að tvítyngi
Heiðdís segir það einmitt mik-
ilvægt að börn sem þurfi táknmál
njóti viðurkenningar frá upphafi svo
þau geti tekið út eðlilegan mál-
þroska. „Heyrnarskerðing getur
verið mismikil en það er ofboðslega
mikilvægt að barnið fái táknmál
strax. Það býr þá bara að því að hafa
tvö mál ef það kemur síðar í ljós að
það nær íslenskunni alveg.“
Stundum haldi foreldrar að þeir
þurfi að velja hvort málið barnið læri
og ákveði að veðja á íslenskuna en
sjá til þar til síðar hvort þörf verði á
táknmáli. Þá sé hinsvegar hætt við
að barnið dragist aftur úr jafn-
öldrum sínum þegar fram í sækir og
þannig glatist mörg tækifæri. „Börn
eiga ekki að þurfa að búa við það
að vera í endalausri baráttu
við samfélagið frá barnæsku
í gegnum unglingsárin við
að fá viðurkenningu á því
sem þau eru,“ segir Heið-
dís. Ekki megi heldur van-
meta getu barna til tví-
tyngi. Sem dæmi nefnir hún
að heyrandi börn sem eiga
heyrnarlausa foreldra læri
táknmál sem fyrsta mál en ís-
lenskan fylgi á eftir án vand-
kvæða.
Misstu tengsl
Réttindabarátta heyrn-
arlausra hefur skilað þeim
bættri stöðu síðustu ár auk
þess sem þekking á heyrn-
arleysi og táknmáli hefur auk-
ist. Þeir sem komnir eru á efri
ár í dag nutu hinsvegar lítilla
réttinda lengst ævinnar og
segir Heiðdís að margir glími
því miður við mikla erfiðleika,
m.a. vegna þess að þeir fóru á mis
við grunnmenntun.
„Þetta fólk getur vantað svo mik-
ilvægan grunn, því þegar það fór í
gegnum skólakerfið á sínum tíma þá
fékk það ekkert mál. Það var al-
gjörlega utanveltu, tengslin við sam-
félagið voru engin og tengslin við
fjölskylduna mjög lítil líka.“ Að-
spurð hvort kynslóðaskil hafi orðið í
því hvernig heyrnarlausir upplifi sig
í samfélaginu segir Heiðdís að að-
stæður hafi vissulega breyst en döff
einstaklingar rekist enn á hindranir.
„Sumir segja að allt sé svo mikið
auðveldara fyrir ungu kynslóðina,
en unga fólkið í dag er frumkvöðlar
því það fer í gegnum langskólanám
þar sem það þarf að ryðja braut sem
aðrir hafa ekki farið. Ég vil ekki
segja hvor hópurinn hefur upplifað
300
Íslendingar eiga sér táknmál
sem móðurmál
6000
manns eiga hinsvegar hagsmuna
að gæta í döff-samfélaginu miðað
við að hver og einn eigi að
jafnaði um 20 aðstandendur
Hálf
öld er liðin síðan Félag
heyrnarlausra var stofnað,
þann 11. febrúar 1960
1981
var í fyrsta sinn flutt fréttaágrip á
táknmáli í sjónvarpi. Nú 30 árum
síðar er það enn baráttumál heyrn-
arlausra að fá aðgang að fréttaefni
Rúv með texta eða túlkun
‹ TÁKNMÁL Á ÍSLANDI ›
»
Orðið döff er íslensk hljóðþýð-
ing á enska orðinu deaf, sem
þýðir heyrnarlaus, og er notað í
samhengi við menningu og
samfélag heyrnarlausra. Dæmi
um notkun orðsins má t.d. finna
á heimasíðu Félags heyrnar-
lausra þar sem m.a. má lesa
fréttir um döff heilsugæslu,
döff nemendur, foreldra döff
(foreldra heyrnalausra barna)
og táknmálsnámskeið fyrir
heyrandi maka döff.
Döff kúltúr
og döff fólk
DÖFF