Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 33

Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Við blasir að frumvarp sjávarútvegs- ráðherra muni hafa mikil áhrif á efnahagsreikninga útgerðarfyr- irtækja og þar með á efnahagsreikn- inga banka, að sögn Friðriks J. Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. „Við erum að láta endurskoð- endur fara yfir frumvarpið og áhrif þess, ekki bara á fyrirtækin heldur einnig á sjávarútveginn í heild sinni og þjóðfélagið allt, og þangað til þeirri vinnu er lokið munum við ekki vita þetta fyrir víst. Af lestri frum- varpsins blasir hins vegar við að áhrifin verða mikil.“ Heildarútlán stóru viðskiptabank- anna þriggja til útgerðarfyrirtækja nema allt að 268 milljörðum króna, en mismunandi er eftir bönkum hvernig þeir flokka lán til fyrirtækja í sjávarútvegi í ársreikningum sín- um. Stór hluti þessara lána er með veð í aflaheimildum, beint eða óbeint, og verðfall á kvóta mun því hafa mikil áhrif á bankana. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum á fyr- irkomulagi fiskveiða á Íslandi. Veð- setning aflaheimilda, bein eða óbein, verður óheimil og framsal aflaheim- ilda verður sömuleiðis óheimilt. Þá verða aflaheimildir veittar til fimm- tán ára í senn, með möguleika á framlengingu til átta ára. Fimmtán ára aðlögunartímabil er ákveðið í lögunum, þannig að áhrifin af þessum breytingum koma ekki strax fram. Þannig mun veðsetning á aflaheimildum eða skipum með aflaheimildir, sem stofnað var til fyr- ir gildistöku laganna, ennþá verða gild. Forleiguréttur ríkisins Hægt verður að endurfjármagna lán, með veði, að því skilyrði upp- fylltu að hin nýja skuld sé ekki hærri en hin eldri. Segir í athugasemdum með frumvarpinu að höfuðstóll hinn- ar nýju skuldar jafngildi endur- greiðsluvirði eldri skuldarinnar á þeim degi sem veðið er fellt niður, en ekki upphaflegum höfuðstól eldri skuldarinnar. Þá mun verða hægt að framselja aflaheimildir allt til fiskveiðiársins 2026/2027, en með takmörkunum. Þannig munu ríki og sveitarfélög hafa forleigurétt á þeim aflaheimild- um sem um ræðir og munu annað hvort greiða „samningsverð eða við- miðunarverð, skv. reglugerð sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra setur í upphafi hvers fiskveiði- árs, hvort sem lægra reynist“. Þýðir þetta að ráðherra setur í raun ákveð- ið þak á kvótaverð á þessu tímabili. Að lokum verða á næstu árum um fimmtán prósent aflaheimilda flutt í sérstakan pott, sem ráðherra og sveitarfélög munu geta úthlutað úr. Tekið saman þýðir þetta að hlutur útgerðarfyrirtækja í aflaheimildum hvers árs verður um fimmtán pró- sentum minni en hann er núna, að viðskipti með aflaheimildir leggjast nánast af og að erfiðara verður fyrir útgerðir að afla sér lánsfjár. Í bókum útgerðarfyrirtækja eru aflaheimildir færðar til eignar og eru í flestum tilvikum mjög stór hluti heildareigna viðkomandi fyrirtækja. Þegar verslun með aflaheimildir leggst af verður ekki lengur mark- aðsverð á aflaheimildum til að miða við þegar heimildirnar eru færðar í bækur. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á efnahagsreikninga sjáv- arútvegsfyrirtækja, en alls ekki er útilokað að smærri eða skuldsettari fyrirtæki verði tæknilega gjaldþrota af þessari ástæðu einni. Þá gerir veð- setningarbannið þeim erfiðara fyrir að endurfjármagna lán, sem veitt voru með beinu eða óbeinu veði í afla- heimildum, eins og áður hefur komið fram. Umtalsverð áhætta banka Bankarnir eiga mikið fé undir sjáv- arútveginum og eru útlán til útgerð- arfyrirtækja umfangsmikill hluti efnahagsreikninga bankanna. Mörg þessara lána eru veitt með beinu eða óbeinu veði í aflaheimildum og ef veð- ið lækkar í verði, eins og allt útlit er fyrir að muni gerast, gætu bankarnir þurft að breyta því hvernig þessi lán eru færð í þeirra bækur. Varúðar- færslur eða hreinar afskriftir gætu fylgt í kjölfarið. Mikil óvissa ríkir hins vegar um áhrif kvótafrumvarpsins á efnahagsreikninga útgerðarfyrir- tækja og banka. Hvorki Íslandsbanki né Landsbanki treystu sér til að tjá sig um þetta efni, þar sem frumvarpið hefur ekki enn verið birt opinberlega. Í ársreikningi Landsbankans kem- ur hins vegar fram að heildaráhætta vegna útlána til útgerðarfyrirtækja nemur tæplega 146 milljörðum króna. Hjá Arion banka nemur heild- aráhætta vegna útlána til landbúnað- ar, skógræktar og sjávarútvegs um 54 milljörðum króna og hjá Íslands- banka nemur heildaráhættan 68 milljörðum. Samanlagt nemur þetta um 268 milljörðum króna. Áhrif kvótafrumvarps á banka og útgerðir verða umtalsverð  Kvótafrumvarpið gerbreytir kvótakerfinu  Bankarnir eiga mikið undir útgerðarfyrirtækjum Morgunblaðið/Golli Útgerð Þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið felur í sér munu að öllum líkindum hafa mikil áhrif á það hvernig aflaheimildir eru færðar til bókar hjá útgerðum og því ráðið því hvort fyrirtæki verði gjaldþrota. Í ársreikningum eða ársskýrslum allra stóru viðskipta- bankanna þriggja er að finna umfjöllun um þá áhættu sem að þeim steðjar vegna breytinga á kvótakerfinu. Í árs- skýrslu Íslandsbanka er til að mynda vísað í skýrslu Há- skólans á Akureyri þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að fyrning aflaheimilda á 20 ára tímabili gæti leitt til gjaldþrota fyrirtækja sem fara nú með samtals um helm- ing allra aflaheimilda. Slík fyrning gæti því leitt til um- talsverðs taps fyrir bankann. Í ársskýrslunni segir að áhrif slíkra breytinga yrðu svo mikil að ekki sé líklegt að þær kæmust óbreyttar í gegnum þing, en hins vegar valdi óvissan í kringum hugsanlegar breytingar á kvótakerfinu skaða og styðji ekki við efna- hagslegan bata í hagkerfinu. Í ársskýrslu Arion banka, sem er með minnsta útlánaá- hættu af bönkunum þremur, er að finna ítarlegastar upp- lýsingar um veð í aflaheimildum. Þar segir að um fjögur prósent heildarútlána til viðskiptavina séu háð verði á kvóta. Þýðir það að bókfært virði útlánanna hjá Arion er háð kvótaverði. Heildarútlán Arion nema um 451 milljarði króna og því eru tæplega 20 milljarðar af útlánum bank- ans undir kvótaverði komnir. Til samanburðar má nefna að hagnaður bankans í fyrra nam um 12,5 milljörðum króna. Landsbankinn er með langmestu útlánaáhættuna tengda sjávarútvegi og nemur hún um 146 milljörðum króna. Þótt ekki komi fram í ársreikningi bankans hve stór hluti þess- ara lána er með beinu eða óbeinu veði í aflaheimildum er ekki óvarlegt að ætla að um 100 milljarðar hið minnsta séu háðir verði á aflaheimildum, en það er þó óvíst. Í árs- reikningi bankans eru orðaðar sömu athugasemdir og hjá hinum bönkunum tveimur að breytingar á kvótakerfinu geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir Landsbankann. Í skýrslum og reikningum bankanna er aðeins talað um afleiðingar af fyrningarleiðinni. Tillögurnar, sem í frum- varpinu felast, um algert bann við framsali á aflaheim- ildum og bann við veðsetningu aflaheimilda, geta vart gert annað en að magna áhrifin sem þó hefðu orðið af fyrning- arleiðinni einni saman. Efnahagsreikningur bankanna Hundruð milljarða í húfi fyrir bankana þrjá Morgunblaðið/Golli Áhætta Landsbankinn er sá banki sem hefur mesta útlána- áhættu vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja. Frumvarp sjávarútvegsráðherra felur í raun ekki annað í sér en eignaupptöku og þjóðnýtingu, að sögn Adolfs Guð- mundssonar, formanns LÍÚ. „Fyr- irtæki sem hafa lagt í miklar fjárfest- ingar, bæði til kaupa á aflaheimildum og einnig til kaupa á skipum, standa nú frammi fyrir því að þessar fjárfest- ingar verði lítils virði í framtíðinni. Verið er að hafa gríðarleg verðmæti af fyrirtækjum, sem mörg eiga sér langa sögu, með einu pennastriki.“ Hann er mjög ósáttur við það hvern- ig að samningu frumvarpsins var stað- ið „Allt frá því að auðlindagjald var sett á sjávarútveginn hefur verið talað um það að ná sátt um stjórnun fisk- veiða í landinu. Sátt hverra er að finna í þessu frum- varpi?“ Þá segir hann að í frumvarpinu felist svo mikil óvissa fyrir útgerðarfyrirtæki að ekki verði annað séð en að fjárfesting til lengri tíma verði ómöguleg. „Útgerðir fá aflaheimildir úthlutaðar til fimmtán ára í senn og svo er hugsanlegt að sú úthlutun verði framlengd, en það er alls ekki gefið. Þetta er ekki nógur tími til að það borgi sig að kaupa ísfisktogara, svo dæmi sé tekið. Slík fjár- festing tekur lengri tíma en fimmtán ár að borga sig upp. Hvernig á fyrirtæki að geta fengið lán til slíkrar fjárfestingar þegar svo mikil óvissa er um framtíð fyr- irtækisins?“ spyr Adolf að lokum. Adolf Guðmundsson Segir frumvarpið í raun eignaupptöku Adolf Guðmundsson 146 Milljarðar króna sem Landsbankinn hefur lánað til sjávarútvegs- fyrirtækja 68 Milljarðar króna sem Íslandsbanki hefur lánað til sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtækja 54 Milljarðar króna sem Arion banki hefur lánað til landbúnaðar, skóg- ræktar og sjávarútvegs 18 Milljarðar hjá Arion sem eru með beinum hætti háðir kvótaverði ‹ BANKARNIR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.