Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
RíkisstjórnJóhönnuSigurð-
ardóttur hefur
sýnt óvenjulega
einbeittan vilja til
að veita sem allra
minnstar upplýsingar. Fjöl-
miðlar reka sig iðulega á þetta
og hið sama á við um alþing-
ismenn, en báðir þessir aðilar
eiga þó, hvor með sínum hætti,
að stuðla að því að ríkisstjórn
landsins sé veitt aðhald. Til
þess þurfa þeir eðli máls sam-
kvæmt að geta aflað upplýs-
inga um störf ríkisstjórn-
arinnar. Ríkisstjórnin lítur
hins vegar á upplýsingar um
störf sín sem sitt einkamál og
þvælist fyrir eins og nokkur
kostur er þegar spurningum
er beint til hennar.
Alræmt var til dæmis þegar
Jóhanna Sigurðardóttir fékk
fyrirspurnir um kostnað ráðu-
neyta við aðkeypta þjónustu,
ráðgjöf og sérverkefni. Svör
ráðherrans við þeim fyr-
irspurnum voru svo ófullnægj-
andi að forsætisnefnd Alþingis
beindi fyrirspurn um málið til
Ríkisendurskoðunar. Við-
brögð forsætisráðherra voru
þau að senda Ríkisend-
urskoðun bréf með „leiðbein-
ingum“ um það hvernig fyr-
irspurninni skyldi svarað.
Ríkisendurskoðun hafði aldrei
fyrr fengið slíkt leiðbeining-
arbréf frá ráðherra.
Nú hefur þessi sami ráð-
herra fengið tvær fyrirspurnir
frá Vigdísi Hauksdóttur al-
þingismanni. Önnur fyr-
irspurnin lýtur að utanlands-
ferðum starfsmanna og
embættismanna í stjórn-
arráðinu og kostnaði við þess-
ar ferðir. Hin fyrirspurnin
hljóðar svo: „Hversu margir
eru starfandi á verktakasamn-
ingum í Stjórn-
arráðinu, sund-
urgreint eftir
ráðuneytum?“
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sem í eina
tíð taldi sjálfsagt
að hún sem þingmaður gæti
aflað upplýsinga frá rík-
isstjórn, kýs að svara ekki
þessum spurningum. Þess í
stað fjallar hún í löngu máli
um þingsköp og reglur um fyr-
irspurnir, og klykkir svo út
með því að forsætisráðuneytið
hafi undanfarið átt „samskipti
við skrifstofu Alþingis um
vinnslu umfangsmikilla fyr-
irspurna og framtíðarfyr-
irkomulag að því leyti innan
Stjórnarráðs Íslands“. Svarið
sé „sett fram í ljósi þeirra
samskipta og frekari sam-
skipta sem skrifstofa Alþingis
hefur átt við alla ráðuneyt-
isstjóra innan Stjórnarráðsins
um þetta sama efni. Æskilegt
er að framangreind álitamál
verði tekin til ítarlegrar um-
fjöllunar í tengslum við yf-
irstandandi endurskoðun á
þingsköpum.“
Jóhanna Sigurðardóttir,
sem segist leiða ríkisstjórn
gagnsæis, neitar sem sagt að
veita upplýsingar með þeim
rökum að ráðuneytið hafi átt í
viðræðum við skrifstofu Al-
þingis um hvernig svara eigi
spurningum í framtíðinni. Vilj-
inn til að veita upplýsingar er
með öðrum orðum enginn en
viljinn til að víkja sér undan
því að svara er mikill.
Þegar forsætisráðherra
kemur sér ítrekað undan því
að svara spurningum, sér-
staklega spurningum um
verktaka og sérfræðikostnað í
Stjórnarráðinu hlýtur að bæt-
ast við ein lítil spurning: Hvað
hefur ráðherrann að fela?
Pukrið í ráðuneyti
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur ætlar eng-
an endi að taka}
Hvað hefur forsætis-
ráðherra að fela?
Jóhanna Sigurð-ardóttir for-
sætisráðherra
fékk á Alþingi í
fyrradag einfalda
fyrirspurn frá
Einar K. Guðfinnssyni al-
þingismanni: „Telur hæst-
virtur forsætisráðherra að
úrskurður kærunefndar [um
að forsætisráðherra hafi brot-
ið lög með ráðningu í starf
skrifstofustjóra] hafi verið
rangur og hún hafi ekki brotið
lög?“ Þá spurði þingmaðurinn
að því hvernig forsætisráð-
herra dytti í hug, ef hún teldi
sig ekki hafa brotið lög, að
greiða skaðabæt-
ur án þess að hafa
látið reyna á málið
fyrir dómstólum.
Skemmst er frá
því að segja að
forsætisráðherra svaraði ekki
þessum einföldu spurningum
frekar en öðrum sem að henni
er beint. Það er þess vegna al-
veg óljóst hvort hún telur sig
hafa brotið jafnréttislög og á
hvaða forsendum hún hefur
beðið ríkislögmann um að
leita sátta í málinu. Þetta er
eins og annað sem snýr að
störfum forsætisráðherra,
leyndarmál.
Jafnréttismálin eru
líka leyndarmál
forsætisráðherra}
Leyndarmál forsætisráðherra K
nattspyrna er einstaklega
heillandi íþrótt. Íslandsmótið
sem nú er hafið, hið 100. í röð-
inni, fór fjörlega af stað – að
minnsta kosti ef miðað er við
árstíma og litbrigði þeirra valla sem eru lif-
andi! – og sem áður fylgir því einstök stemn-
ing þegar flautað er til leiks.
Stundum er kalt á vellinum, stundum blæs
hressilega, stundum eru leikirnir lítið fyrir
augað. Samt alltaf skemmtilegt, að minnsta
kosti í minningunni. Og ekki bara á Íslandi.
Frostkalt febrúarkvöld í Scunthorpe, segja
Englendingar gjarnan þegar þarf að lýsa lítt
kræsilegum aðstæðum. Hér heima gæti það
verið norðan rok og haglél!
Samt leggja menn leið sína aftur og aftur á
völlinn, meira að segja í leiðinlegu veðri. Fara
bara í þykka úlpu.
Og það góða við fótboltann er að hans nýtur maður
ekki einvörðungu á vellinum, frekar en annarra greina.
Þökk sé sjónvarpinu, einkum og sér í lagi. Nördum eins
og mér finnst líka næstum því jafn gaman að lesa
skemmtilega knattspyrnubók og að fara á völlinn. Mér
áskotnaðist í gær sú nýjasta á markaðnum og strax við
fyrstu skoðun lifnaði yfir mér.
Sigmundur Ó. Steinarsson er ótrúlegur maður. Hann
hóf störf sem íþróttafréttamaður fyrir fjórum áratugum,
hefur frá upphafi sýnt starfinu ótrúlegan áhuga og fylgst
grannt með öllum greinum. Hann er sprelllifandi sagna-
brunnur og gagnabanki og hefur greinilega
gefið sér góðan tíma síðustu misseri til þess
að safna enn í sarpinn.
Hann starfaði fyrst á Tímanum, síðan á
Vísi og DV og loks lengi á Morgunblaðinu.
Einhverjum finnst ég örugglega bullandi
vanhæfur til þess að meta verk SOS en það
verður þá bara að hafa það. Ég stenst ekki
mátið að óska þessum fyrrverandi samstarfs-
manni til hamingju með bókina góðu. Hef þó
einungis farið yfir hana á hundavaði en séð
nóg til að brosa breitt, og er strax farinn að
hlakka til haustsins þegar síðara bindið kem-
ur út.
Bókin er mikið fyrir augað; lífleg og
skemmtilega sett upp eins og Sigmundar er
von og vísa. Kort Guðmundar Ó. Ingvars-
sonar, vinar okkar of samherja til margra ára
á Mogganum, setja skemmtilegan svip á bókina.
Fyrirsögnina hér að ofan fékk ég lánaða úr bók Sig-
mundar þar sem hann vitnar í Skagamanninn Rikka
Jóns. „Strákar, upp með fjörið!“ kallaði Ríkharður
gjarnan á sínum tíma og þá fór Skagaliðið í gang.
Enn er kallað á stráka í boltaleik úti um allan heim og
ekki af síðri krafti á stelpur hin síðar ár, sem betur fer.
Þar sem Sigmundur er, þar er sannarlega fjör, eins og
vel kemur fram í bókinni. Það var vel til fundið hjá
Knattspyrnusambandi Íslands að fá Sigmund Ó. Stein-
arsson til verksins.
Í stuttu máli: Þetta er æðisleg bók! skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
„Strákar, upp með fjörið!“
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á
kreppuárinu 2010
fluttust 2.988 erlendir
ríkisborgarar til Ís-
lands. Ríflega fjórð-
ungur, eða 812, kom frá
Póllandi en næstflestir, eða 251, frá
Litháen. Séu þjóðerni og þjóðar-
framleiðsla á mann, eins og hún er
áætluð af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
fyrir árið 2010, borin saman kemur í
ljós að aðeins 12,6% aðfluttra er-
lendra ríkisborgara á liðnu ári, eða
376, koma frá ríkjum þar sem þjóð-
arframleiðsla á mann er meiri.
Yfirgnæfandi meirihluti, eða
87,4%, kemur frá því frá ríkjum þar
sem þjóðartekjurnar eru minni.
Skal tekið fram að í þeim hópi
eru Þjóðverjar, Bretar, Frakkar,
Spánverjar og Danir, en samanlagt
komu 560 frá þessum löndum.
Lítill munur á ríkjunum
Litlu munar á þjóðartekjum á
mann á Íslandi, Þýskalandi, Bret-
landi, Frakklandi og Danmörku. Á
Spáni eru meðaltekjurnar hins vegar
rétt tæplega 30.000 bandaríkjadalir
og því um 4.000 dölum minni en í
Frakklandi, sem er neðst á blaði af
hinum löndunum fjórum.
Fjármála- og gengishrunið hef-
ur átt sinn þátt í því að meðaltekj-
urnar á Íslandi hafa farið lækkandi.
Þrátt fyrir það er Ísland í 16. sæti á
ofangreindum lista. Þar sem aðeins
munar 1.400 dölum á Íslandi og Taív-
an, sem er í 20. sæti, gæti verið stutt í
að Ísland yrði ekki lengur í hópi efstu
ríkja hvað þjóðartekjur á mann
snerti. Meðaltekjur á mann hér eru
engu að síður verulega hærri en í
fyrrverandi austantjaldsríkjunum,
ríkjunum sem bjuggu við áætlunar-
búskap svo áratugum skipti áður en
Sovétblokkin liðaðist í sundur.
Ætla má að þetta eigi sinn þátt í
áhuga fólks frá þessum ríkjum á að
freista gæfunnar á Íslandi.
Fjöldi Litháa til landsins
Verður hér staldrað við erlenda
ríkisborgara frá 13 ríkjum Austur-
Evrópu en gögnin eru fengin af vef
Hagstofu Íslands. Hefur ítarleg
skipting eftir þjóðerni fyrir fyrstu
þrjá mánuði ársins ekki verið gerð
aðgengileg en í þeim tölum sem fyrir
liggja kemur fram að fyrstu þrjá
mánuði ársins fluttust hingað 170
Pólverjar og 45 Litháar, af alls 640
aðfluttum erlendum innflytjendum.
Fluttust því 982 Pólverjar til
landsins frá janúar 2010 til marsloka
2011 en til samanburðar stóð íbúatala
Seyðisfjarðar í 706 á síðasta ári, að
því er fram kemur á vef Hagstof-
unnar. Sé fjölda Litháa sem hingað
hafa flust á sama tímabili bætt við er
heildartala erlendra innflytjenda frá
ríkjunum tveimur 1.278. Það eru
fleiri en bjuggu í sveitarfélaginu Vog-
um í fyrra, alls 1.206, samkvæmt
mannfjöldaskrá Hagstofunnar.
Norðurlöndin í minnihluta
Eins og sjá má á kortinu hér fyr-
ir ofan komu samtals 1.334 frá fyrr-
um austantjaldsríkjunum 13 í fyrra,
eða 18,5 sinnum fleiri en fluttust
hingað frá Danmörku í fyrra, svo
dæmi sé tekið. Sé fjöldi aðfluttra er-
lendra ríkisborgara frá Dan-
mörku (72), Svíþjóð (68), Noregi
(42), Finnlandi (32) og Fær-
eyjum (22) lagður saman,
alls 236 erlendir ríkisborg-
arar, kemur í ljós að 5,7
sinnum fleiri koma frá
Austur-Evrópuríkjunum
13. Skal þess getið að
lokum að nokkur
ríkjanna 13 eru ný-
sjálfstæð eða hétu
áður annað.
Langflestir aðfluttra
frá fátækari ríkjum
Innflytjendur og þjóðartekjur upprunalanda
Katar 88,559 10.162.145 0
Lúxemborg 81,383 9.338.699 2
Singapúr 56,522 6.485.900 0
Noregur 52,013 5.968.492 42
Brúnei 48,892 5.610.357 0
Sam.arab.furst. 48,821 5.602.210 0
Bandaríkin 47,284 5.425.839 132
Hong Kong 45,736 5.248.206 0
Sviss 41,663 4.780.829 13
Holland 40,765 4.677.784 28
Ástralía 39,699 4.555.460 7
Austurríki 39,634 4.548.001 28
Kanada 39,057 4.481.791 45
Írland 38,550 4.423.613 11
Svíþjóð 38,031 4.364.057 68
Kúveit 37,849 4.343.173 0
Ísland 36,621 4.202.260
Samtals aðfluttir erlendir ríkisborgarar 376
Heildarfjöldi aðfluttra 2988
Hlutfall ofangreindra landa af heildarfj. 12,60%
í USD
*á genginu 114.75
Aðflutt. erl.
ríkisb. 2010Land
Þjóðartekjur
Í ISK* Fjöldi aðfluttra
frá ríkjum
A-Evrópu
Albanía 1
Bosn.&Herseg. 5
Búlgaría 2
Eistland 29
Króatía 1
Lettland 111
Litháen 251
Pólland 812
Rúmenía 21
Slóvakía 27
Slóvenía 5
Tékkland 38
Ungverjaland 31
Samtals 1334
Hlutfall af heildarfjölda
aðfluttra: 44,65%
Samkvæmt lista AGS var
þjóðarframleiðsla á mann í Póll-
andi rétt tæplega 19.000
bandaríkjadalir í fyrra, eða sem
svarar um 2,18 milljónum króna.
Talan er litlu lægri fyrir Ung-
verjaland, Eistland og Litháen.
Þjóðarframleiðsla á mann er
hins vegar mun minni í Lett-
landi eða 14.460 dalir. Þá er hún
um 12.850 dalir á mann í Búlg-
aríu, 11.860 dalir í Rúmeníu,
7.780 dalir í Bosníu og Hersegó-
vínu og um 300 dölum lægri í
Albaníu.
Þjóðarframleiðslan er hins
vegar meiri sé henni skipt niður
á íbúafjöldann í Tékklandi
(24.870), Slóvakíu (22.129),
Ungverjalandi (18.740) Króatíu
(17.680).
Má af þessu sjá að Búlgaría,
Rúmenía og Bosnía og Her-
segóvína skera sig nokkuð úr
í þessu efni, þótt Lettar séu
raunar ekki mikið ofar í
tekjustiganum.
Tekjurnar eru
hærri hér
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN