Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 36

Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Það skiptir í raun engu hvort launa- hækkanir verði 5, 10 eða 15% ef launafólki verður ekki tryggður einhver stöðugleiki vegna verðbólgu- áhrifa samningsins á skuldavanda heim- ilanna. Það er ekkert í þessum samningi sem tryggir að kaupmáttur skili sér til launafólks annað en fyr- irvarar um að haldnar verði nokkrar aukasýningar á þeim farsa sem birtist þjóðinni í formi „kjaraviðræðna“. Það er ekkert sem tryggir millitekjufólki hækkanir og að at- vinnurekendur geti ekki snið- gengið hækkanir með uppsögnum og endurráðningum á sömu gömlu kjörunum. Það eina sem er tryggt í ný- gerðum samningum er 10% verð- bólga næstu 3 árin og telst það varlega áætlað þar sem verð- bólguspár seðlabankans og hag- deildar ASÍ hafa aldrei staðist. Lausn verkalýðshreyfing- arinnar á skuldavanda heimilanna er að efla leigumarkað og fé- lagslegt húsnæðiskerfi, styrkja hugmyndafræðilegt gjaldþrot rík- isstjórnarinnar og algjört úr- ræðaleysi. Samningurinn tryggir fjár- magnseigendum það litla sem eft- ir er af eiginfjárgrunni almenn- ings ásamt því að fyrirtækin munu að öllum líkindum skila hækkunum samningstímans fljót- lega út í verðlagið, ekki ósvipað og olíufyrirtækin eru fljótari að hækka en lækka. Í lífeyrismálum hafa aðilar vinnumarkaðarins náð saman um að skrúfa lífeyirisiðgjöld í 15,5% fyrir árið 2020. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa skattgreið- enda að sömu aðilar geri grein fyrir því hvernig sjóðirnir ætli að standa af sér kerfisbundin áföll fjármálamarkaða áður en þeir hækka iðgjöldin sem voru hækk- uð síðast um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki hefur spurn- ingum verið svarað eins og um 500 milljarða halla á opinbera kerfinu sem skattgreiðendur þurfa að brúa næstu árin og þeirri lykilspurningu hvort þetta sjóðsöfnunarfyrirkomulag gangi á annað borð upp. Þó að verkalýðs- hreyfingin tali niður verkfallsvopnið með hræðsluáróðri og samstöðuleysi eru aðrar leiðir færar til árangurs. Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækk- unum verði launa- fólki tryggður stöð- ugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur. Áætlun um afnám verðtryggingar hlýtur að vera krafa í því samhengi. Frá því að verðtrygging launa var afnumin á sínum tíma hafa fjármagnseigendur, sem stjórna stöðugleikanum, haft beinan hag af óstöðugleika í formi verðbóta. Hvernig væri að dreifa þessari ábyrgð þannig að stöðugleiki yrði allra hagur og ábyrgð þeirra sem eiga fjármagn eða stýra fjár- magni í umferð yrði jöfnuð við hag almennings af stöðugu verð- lagi? Hvernig náum við slíku fram? Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum komið í veg fyrir frekari fjárfestingar líf- eyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verður tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöð- ugleiki og verkföll eru yfirvof- andi. Verkalýshreyfingin á að stofna banka til að vinna gegn mis- munun, okurvöxtum og kúgun sem venjulegt vinnandi fólk þarf að þola á hverjum einasta degi. Það þarf að veita skjól frá fjár- málastofnunum sem lofa við- skiptavinum sínum endalausu einelti vegna forsendubrests, skrifi þeir ekki undir afarkosti eins og broslegar 110% leiðir sem verða orðnar 130% hið minnsta á samningstímabili kjarasamninga. Helsta vopn fjármálafyrirtækja er samstaða gegn fólkinu til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum. Með því að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti flúið til annarra banka ef því ofbýður ofbeldið. Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður er ríflega 2-3 milljarðar. Okkur sem finnst upp- skeran rýr og sú staðreynd að þeir sigrar sem hafa náðst í láns- kjarabaráttunni hafa verið fyrir tilstilli einstaklinga sem hafa leit- að réttar síns gegn grímulausu óréttlætinu á meðan verkalýðs- hreyfingin og ríkisstjórnin horfir á úr fjarlægð og kemur með hvert úrræðaleysið á fætur öðru sem yfirleitt er úrelt og úr sér gengið áður en það kemur til framkvæmda. Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í Evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga um aðild með byssustinginn í bakinu. Svo rætnar eru pólitískar teng- ingar og pólitískar skoðanir æðstu ráðamanna verkalýðs- hreyfingarinnar að stórskaði mun hljótast af fyrir alþýðu þessa lands. Atvinnurekendur kvarta sáran undan því að það séu engar fjár- festingar í atvinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir kvarta undan því að lítið sé um fjárfestingakosti. Þeir einstaklingar sem kvarta mest yfir þessu ástandi eru í for- svari fyrir báða þessa hópa. Er aðgerðarleysið og uppgjöfin með- vituð leið til að tryggja sérhags- munahópum völd og til að tryggja aðilum vinnumarkaðar- ins, sem eru orðnir ríki í ríki, sí- fellt stærri hluta af heild- arlaunum og launakostnaði einstaklinga og fyrirtækja með því að hækka iðgjöld í lífeyr- issjóði og með stofnun enda- lausra sjóða innan SAASÍ. Við höfum sýnt ábyrgð og um- burðarlyndi og tryggt valdhöfum og fjármagnseigendum allt það svigrúm og allan þann stöð- ugleika sem innistæða er fyrir. Ég segi nei. Kjarasamningur – já eða nei? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Verkalýðsforystan elur alþýðuna á upp- gjöf og aumingjaskap. Lausnin gegn kúgun er samstaða launafólks og raunhæfur valkostur til að sniðganga valdið. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR. Erfitt er að játa á sig misminni þótt óhjákvæmilegt sé, ekki síst þegar um er að ræða jafn merki- legan atburð og miðilsfund – sem bæði ég og mamma sátum, auk ömmu sálugu, miðilsins og sitj- arans og ég lýsti nýlega í grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Eilífðin er ekki beint tíma- frek“. Ég sagði í téðri grein að Vil- hjálmur heitinn Vilhjálmsson söngvari og flugmaður hefði „komið í gegn“ og dásamað hvernig Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld og læknir væri orðinn „sjálflýsandi – eða það staf[aði] frá honum ljósi …“ Þetta telur mamma vera mis- minni. „Hann sagði Ingi T. Lár- usson“ segir hún og ég dirfist ekki að rengja það. Líklega hefur aðdáun mín á Sigvalda litað minni mitt – en skyldu þó bæði hann og Karl Ottó Runólfsson, auk annarra snillinga, einnig dvelja nú á sama stað og Villi frændi? (Ellý systir hans er þar ugglaust líka). Á „Bláu eyjunni“ þar sem allt lifir og hrærist í tón- list. Það hljómar a.m.k. betur en „grafarsvefn og dómsdagur (eða) efsti dagur“. (Hvað var nú það eiginlega?) Líkamsdauðinn virðist vera ein af aðferðum hins eilífa lífs til að endurnýja sjálft sig í sífellu. Litla egóið hvers manns kvað renna saman við hið stóra egó alheims- ins á dauðastundinni og ekkert eyðist. Hvernig svo sem fer fyrir líkinu – haf, jörð eða bruni – jafn- vel alger sundrun. Allt breytist að vísu, annar heimur tekur við hug- anum (meðvitundinni og öllu því sem tilheyrir andlegri hlið mannsins og ekki er hægt að mæla eða mynda) en „hálft“ lífið er órannsakanlegt ennþá. Orð þjóðskáldsins hrjúfa virðast vera algild: „Þótt þú gleymir guði – þá gleymir guð ekki þér.“ Páll Pálmar Daníelsson, leigubílstjóri. Efnisheimurinn endurnýjast endalaust í eilífðinni Frá Páli P. Daníelssyni BRÉF TIL BLAÐSINS - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill Stórfréttir í tölvupósti Ca. 1824 fm atvinnuhúsnæði á 3 hæðum v. Laugaveg. Um er að ræða 3., 4. og 5. hæð í húsinu. Húsnæðið er skráð sem skrifstofuhúsnæði en ýmsir nýtingarmöguleikar geta verið til staðar. Þetta er kjörið tækifæri til að fjárfesta í fasteign í miðborginni. MÖGULEGT AÐ KAUPA HEILDAR- EIGNINA EÐA HVERJA HÆÐ FYRIR SIG Verð 180 millj. Eiðistorg Seltjarnarnesi-atvinnuhúsnæði Ca. 717 fm bjart og gott skrifstofuhúsnæði á 3. hæð v. Eiðistorg á Sel- tjarnarnesi. Skiptist í dag í mótöku, fjölda skrifstofuherbergja o.fl. Ýmsir nýtingarmöguleikar koma þó til greina. Verð 64 millj. Hraunbæ atvinnuhúsnæði Ca. 563 fm. atvinnuhúsnæði á jarðhæð og í kjallara við Hraunbæ í Reykja- vík. Húsnæðið hefur verið notað undir heilsugæslustöð en ýmsir mögu- leikar eru til staðar. Verð 45 millj Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Laugavegur v/Hlemm atvinnuhúsnæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.