Morgunblaðið - 14.05.2011, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
✝ Þorvaldur Þór-hallsson fædd-
ist í Hofsgerði á
Höfðaströnd í
Skagafirði 1. sept-
ember 1926. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Sauð-
árkróks 3. maí
2011. Foreldrar
hans voru Björn
Þórhallur Ástvalds-
son bóndi, f. 6.11.
1893 á Á í Unadal í Skagafirði,
d. 30.9. 1962, og kona hans
Helga Friðbjarnardóttir hús-
freyja, f. 7.12. 1892 í Brekku-
koti-Ytra í Blönduhlíð í Skaga-
firði, d. 20.4. 1986. Systkini
Þorvaldar eru: 1) Elísabet, f.
15.1. 1917, d. 26.2. 2003, maki
Bjarni Helgason, f. 27.10. 1919,
d. 26.10. 1999. 2) Ósk, f. 20.1.
1918, d. 17.5. 2004, maki Frí-
mann Sigmundur Þorkelsson, f.
13.9. 1917, d. 6.10. 2008. 3) Frið-
björn, f. 23.7. 1919, d. 8.1. 2003,
maki Svanhildur Guðjónsdóttir,
1931, d. 9.9. 1988. Seinni maki
Geirfinnur Stefánsson, f. 9.3.
1935.
Árið 1952 giftist Þorvaldur
Valgerði Kristjánsdóttur, f.
25.10. 1929, frá Róðhóli í Sléttu-
hlíð í Skagafirði. Foreldrar
hennar voru Kristján Sigfússon,
f. 17.1. 1902, d. 4.5. 1982, bóndi
og Jóna Guðný Franzdóttir, f.
16.3. 1898, d. 2. mars 2000, hús-
freyja. Þau bjuggu lengst af á
Róðhóli í Sléttuhlíð. Þorvaldur
og Valgerður eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Þórhallur
Björn, f. 22.6. 1949, sambýlis-
kona Margrét Kolka Haralds-
dóttir. 2) Sigurður Jón, f. 4.3.
1954, maki Hallfríður Friðriks-
dóttir. 3) Valgeir Sigfús, 2.7.
1960, maki Guðrún Þorvalds-
dóttir. 4) Dagmar Ásdís, f. 17.6.
1962, sambýlismaður Kristján
Dúi Benediktsson. Barnabörnin
eru 10 og barnabarnabörnin
eru 11.
Þorvaldur og Valgerður hófu
búskap á Þrastastöðum 1949.
Búskaparár Þorvaldar á
Þrastastöðum töldu 62 ár og
hefur Valgerður þar búsetu enn
í dag.
Útför Þorvaldar verður gerð
frá Hofsóskirkju í dag, 14. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 16.
f. 12.2. 1926. 4)
Guðbjörg, f. 17.10.
1920. Fyrri maki
Þormóður Guð-
laugsson, f. 15.3.
1916, d. 5.5. 1989,
þau skildu. Seinni
maki Axel Dav-
íðsson, f. 17.11.
1921, d. 18.9. 1990.
5) Ásdís, f. 18.8.
1922, d. 5.12. 2001,
maki Sigurður
Guðmundsson, f. 16.11. 1912, d.
11.4. 1973. 6) Anna Guðrún, f.
25.11. 1923, d. 22.7. 2004, maki
Sveinn Þorkell Jóhannesson, f.
1.7. 1916, d. 22.6. 1981. 7) Krist-
jana, f. 14.1. 1925, maki Björn
Þorkelsson, f. 9.5. 1914, d. 9.2.
1981. 8) Halldór Bjarni, f. 5.11.
1927, maki Guðbjörg Berg-
sveinsdóttir, f. 30.9. 1928. 9)
Guðveig, f. 23.5. 1929, maki Jó-
hannes Haraldsson, f. 28.5.
1928, d. 11.1. 2011. 10) Birna, f.
13.5. 1938. Fyrri maki Guð-
mundur Kristjánsson, f. 14.7.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast elskulegs tengda-
föður míns. Það er erfitt að finna
nógu falleg orð til að lýsa honum,
en hann var einstaklega hlýr,
traustur, glettinn og gamansam-
ur, duglegur, og hafði einstaka út-
geislun. Honum þótti vænt um
allt sitt fólk, mat samferðafólk sitt
mikils og talaði aldrei illa um
neinn. Hann bar virðingu fyrir
öllu sem anda dró. Það þótti öllum
vænt um Valda sem kynntust
honum, hann var þannig. Hann
vann verk sín af alúð og einstakri
eljusemi og óeigingirni. Hann
kenndi mér svo margt og vona ég
að mér takist að miðla því til litlu
langafabarnanna.
Á þessum rúmlega 30 árum
höfum við brallað margt saman.
Ófáar veiðiferðirnar fórum við að
vitja um net í Höfðavatninu, kom
það fyrir ef við komumst ekki á
hverjum degi að farið var að slá í
fiskinn, þá var ég oft dauðhrædd
um að missa Valda fyrir borð þeg-
ar hann fór að kúgast, en hann
var mjög klígjugjarn. Einhverju
sinni vorum við að smala á Vatni
og ein kindin stökk í vatnið og
lagðist til sunds. Var þá ekki
nema eitt að gera svo ég óð út í á
gúmmískónum á eftir henni.
Þetta þótti Valda svo hlægileg
sjón og ætíð síðar var nóg að
minnast þessa atviks þá veltist
hann um af hlátri og smitaði alla í
kringum sig með sínum dillandi
hlátri. Hann sá alltaf spaugilegu
hliðarnar á hlutunum.
Valdi naut þess mjög að fylgj-
ast með afabörnunum vaxa úr
grasi, gladdist mjög yfir sigrum
þeirra og velgengni. Nú síðustu
árin naut hann langafabarnanna
og gladdist mjög að fá þau í heim-
sókn. Viktor Smári spurði pabba
sinn hvort þyrlan hefði komið að
sækja langafa og farið með hann
til Guðs og langafa á Freyjugötu.
Já, þeir eru komnir saman nafn-
arnir og þeysa um á gæðingum
sínum um endalausar víðáttur.
Valdi hafði mjög gaman af að fá
gesti og hafa margir notið ein-
stakrar gestrisni og örlæti
hjónanna á Þrastarstöðum, það
var svo ríkt í þeim báðum að gefa
öllum það besta sem þau áttu. Við
verðum dugleg að segja barna-
börnunum okkar sögur af afa á
Þrastó og heiðra minningu hans.
Valdi undi glaður við sitt og tókst
á við lífið af ótrúlegu æðruleysi og
styrk, þannig tókst hann líka á við
veikindi sín. Hann fékk sína ósk
uppfyllta að þurfa ekki að dvelja
lengi á sjúkrahúsi. Hann hafði
lokið sínu ævistarfi með sæmd og
var tilbúinn að leggja af stað í síð-
ustu ferðina.
Elsku Didda, þú hefur mikið
misst, við reynum að passa þig og
létta þér lífið. Elsku Valdi, að lok-
um vil ég þakka þér samfylgdina,
vináttuna og allar gleðistundirnar
sem við höfum átt saman. Betri
tengdaföður hefði ég ekki getað
hugsað mér. Ég votta fjölskyld-
unni allri dýpstu samúð og saman
höldum við í heiðri allar fallegu
minningarnar um Þorvald Þór-
hallsson frá Þrastarstöðum.
Þín tengdadóttir,
Guðrún H. Þorvaldsdóttir,
Vatni.
Það er mér einkar auðvelt að
skrifa nokkur falleg orð um hann
afa á Þrastó sem alla mína tíð hef-
ur verið partur af lífi mínu. Þegar
ég hugsa til afa koma hlátur, lífs-
gleði og glaðlyndi fyrst upp í hug-
ann. Yfirleitt var hann með
glettni í augunum og tilbúinn til
að rifja upp skemmtilegar sögur
við hvert tækifæri. Það var í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér að fá
hann til að segja mér frá því þeg-
ar amma hvíslaði að honum hnytt-
inni athugasemd í fermingarat-
höfn minni og afi eyddi allri
athöfninni í að hristast og berjast
við hláturinn þar sem hann sat á
kirkjubekknum. Það var ekki síð-
ur frásagnarhátturinn og leik-
rænu tilburðirnir en sagan sjálf
sem fékk mann til að skella upp
úr. Hann átti oft erfitt með að
klára sögurnar vegna hláturs þar
sem hann tók bakföll af hlátri og
átti mjólkurkexið eða harða
kringlan sem hann var að borða
það til að spýtast í allar áttir.
Afi var mikill sjarmör og höfðu
vinkonur mínar það oft á orði að
afi minn væri einstaklega sætur.
Ég var auðvitað sammála því.
Þegar hann fór í búðina þá smellti
hann sér í kaupstaðarfötin og
greiddi í gegnum hárið. Jafnvel
eftir að hann veiktist hélt hann
sjarmanum og fannst ekki annað
hægt en að líta almennilega út. Í
eitt skiptið þegar pabbi var á leið-
inni með hann til læknis á Siglu-
firði þá neitaði hann að leggja af
stað fyrr en hann hafði rakað sig.
Svona var afi.
Nú er komið að ferðalokum hjá
mínum elskulega afa. Ég minnist
þess sérstaklega fyrir nokkrum
árum þegar afi sagði mér að það
væri einlæg ósk hans að verða
aldrei það gamall og veikburða að
hann þyrfti að eyða mörgum ár-
um á sjúkrahúsi þar sem hann
nyti þjónustu líkt og ungbarn.
Það þótti honum ekkert líf. Það
gleður mig því óneitanlega að afi
hafi fengið þessa ósk sína upp-
fyllta, sérstaklega í ljósi þess að
ég trúi því að hann hafi andast
saddur lífdaga, stoltur af lífsverki
sínu og afkomendum. Það breytir
þó ekki þeirri staðreynd að afa á
Þrastó kveð ég með sorg og trega.
Elsku amma, ég sendi þér
mína dýpstu samúð. Ég veit að afi
mun ekki yfirgefa Þrastarstaði
þar sem hann mun áfram vaka yf-
ir þér og búskapnum.
Mér þykir afskaplega leitt að
ófætt barn okkar Jóhannesar fái
aldrei að kynnast afa á Þrastó og
fá koss á ennið í hverri heimsókn.
Ég mun þó segja því frá þessum
blíða og góða manni sem allir
væru stoltir af að kalla afa og
langafa.
Hvíl í friði elsku afi.
Linda Fanney Valgeirsdóttir.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast þessa mæta manns, lág-
vaxna og þrekna bónda á Þrasta-
stöðum, Þorvalds Þórhallssonar
sem andaðist 3. maí, eða Valda
eins og hann hefur alltaf verið
kallaður. Hann stofnaði heimili að
Þrastastöðum í Hofshreppi á
Höfðaströnd árið 1949 og hóf bú-
skap með eiginkonu sinni Val-
gerði Kristjánsdóttur (Diddu) frá
Roðhól í Sléttuhlíð.
Ekki er annað hægt en að
minnast þessa gegna öðlings
öðruvísi en að horfa mörg ár aftur
í tímann þegar ungur drengur úr
Reykjavík fékk að koma í sveitina
til þeirra Valda og Diddu. Fyrstu
kynni mín af Valda frænda voru
þegar hann sótti mig til ömmu á
Staðarbjörgum. Þangað kom
hann á rauðum Farmal með
kerru. Frá ömmu fórum við í
Kaupfélagið og þar greiddi Valdi
fyrir vörur með peningum sem
voru í hefti eins og ávísanir. Þær
hafði hann fengið í Kaupfélaginu
fyrir innlögn á lömbum og giltu
aðeins í Kaupfélaginu. Þetta þótti
ungum dreng úr höfuðborginni
mjög skrítið þar sem hann hafði
ekki séð annað en peninga sem
gengu í öllum búðum í Reykjavík
eða skömmtunarseðla sem giltu
fyrir ákveðna hluti.
Margs er að minnast eftir
mörg sumur á Þrastastöðum. Það
er ekki hægt annað en að hugsa til
útitekna andlitsins eftir erfiða
vinnu við að elta fé upp um fjöll,
mjólka kýr, heyja á sumrin, fyrst
með hestasláttuvél, rakstrarvél
sem Gamli Rauður dró og síðan
öllu fullkomnari vélum. Þegar
sest er niður og rykið dustað af
gömlum minningum rennur það
upp fyrir mér að það voru í raun
forréttindi að fá að verja sumr-
unum hjá þessum elskulegu hjón-
um. Þegar sláttur hófst var geng-
ið með sláttuvélinni og grasið
rakað frá. Þegar heyið var orðið
þurrt var því rakað saman með
rakstrarvél sem Gamli Rauður
dró. Í amstri dagsins varð ég þess
heiðurs aðnjótandi að fá sent til
mín út á tún það albesta heima-
bakaða brauð með sultu frá
Diddu. (Enn kemur vatn í munn-
inn við tilhugsunina). Þessi hjón
kenndu mér margt sem ekki hef-
ur gleymst. Didda kenndi mér að
elda hafragraut og með honum
var borðað súrt slátur, en yfir
uppvaskinu voru gömlu dansarnir
stignir við undirspilið frá Ríkisút-
varpinu. Áður en rafmagnið kom
var þvottur þveginn í heimatil-
búnni þvottavél og soðið í stórum
potti úti á hlaði og þvotturinn
þurrkaður í skagfirskri sól.
Mikil var eftirvænting
barnanna á bænum þegar Valdi
átti afmæli. Þá var kveikt á olíu-
lömpunum, boðið upp á dýrindis
tertur og pönnukökur sem skolað
var niður með kakói og rjóma.
Aldrei sást þessi knái bóndi
skipta skapi. Alltaf var hann létt-
ur í lundu og léttur á fæti. Enda-
laust væri hægt að rifja upp fagr-
ar minningar um þennan góða
mann. En einhvers staðar þarf að
stoppa eins og Valdi hefur nú gert
í hinsta sinn.
Ég votta Diddu, börnum,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um samúð mína og vil minnast
Valda með kvæði eftir ömmu
mína.
Hann gekk hér um að góðra
drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi
hans
vinarþel hins drenglundaða
manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og
menn.
(Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti)
Bergsveinn Halldórsson.
Valdi föðurbróðir okkar er fall-
inn frá, sá mikli höfðingi og húm-
oristi. Glaða brosið hans og inni-
legur hláturinn sem við upplifðum
svo oft var sannarlega einkenn-
andi fyrir hann. Enda ekki hægt
annað en hlæja með honum, svo
smitandi var hláturinn og glettn-
isglampinn í augunum ósvikinn.
Valdi var myndarlegur, hraust-
ur og kjarkmikill. Rólegt fasið og
sú útgeislun sem frá honum staf-
aði gerði það að verkum að fólki
leið vel í návist hans. Hann var
góður hestamaður og átti oft góð
hross. Það er ljúft að minnast
Þorvaldur
Þórhallsson
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
NANNA ÍDA KAABER,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hjálparstofnun kirkjunnar.
Árni Emil Bjarnason, Hulda Júlíusdóttir,
Ástríður Björg Bjarnadóttir.
✝
Eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
PÁLL ÞÓRÐARSON
lögfræðingur og fyrrverandi
framkvæmdastjóri,
Strýtuseli 20,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn
5. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn
16. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna
sumardvalar í Reykjadal, s. 535 0900.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun.
Þorbjörg Einarsdóttir,
Kristín Þ. Ottesen,
Sigrún Pálsdóttir, Ólafur Arason,
Kristín Pálsdóttir, Hörður Sigurðsson,
Arna Pálsdóttir, Halldór Haraldsson
og barnabörn.
✝
Móðir okkar,
GUNNFRÍÐUR ÁSA ÓLAFSDÓTTIR,
Lóló,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Lindarbraut 2,
Seltjarnarnesi,
er látin.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 19. maí kl. 15.00.
Ólafía Ingibjörg Gísladóttir,
Auðun Pétur Gíslason,
Viggó Kristinn Gíslason
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HJÖRLEIFUR JÓNSSON
fyrrverandi forstjóri,
Bólstaðarhlíð 45,
lést laugardaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
16. maí kl. 13.00.
Ingibjörg Snæbjörnsdóttir,
Elín Birna Hjörleifsdóttir,
Jón Hjörleifsson,
Sigríður Hjördís Hjörleifsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BERGÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Húnabraut 7,
Blönduósi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss
mánudaginn 9. maí.
Útför verður gerð frá Blönduósskirkju laugardaginn 21. maí
kl. 11.00.
Þórunn Pétursdóttir,
Kristján Pétursson,
Pétur Arnar Pétursson, Helga Lóa Pétursdóttir,
Guðrún Soffía Pétursdóttir, Guðjón Guðjónsson,
ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR ELSU HALLDÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirar
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir,
Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson,
Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson,
Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
EYGLÓAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Laugarvatni,
sem lést miðvikudaginn 13. apríl.
Einnig færum við þeim sérstakar þakkir sem studdu hana
í veikindum hennar.
Jón G. Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir,
Þórður Óskarsson, Ingunn Gylfadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.