Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Í dag kl. 14:00 verður opnuð
sýning á verkum Nicole Pietr-
antoni í sal Íslenskrar graf-
íkur. Sýningin ber yfirskriftina
Know Your Place / Þekktu
þinn stað.
Pietrantoni hefur dvalið á Ís-
landi undanfarið ár sem Ful-
bright-styrkþegi. Hún sýnir ný
verk sem unnin eru hér en á
sýningunni eru grafíkverk og
innsetning þar sem listamað-
urinn sameinar hefðbundna grafík með stafræn-
um miðlum en hún er að skoða samband manns og
náttúru með þessum hætti. Sunnudaginn 29. maí
kl. 13:00 til 14:00 verður Nicole Pietrantoni með
listamannsspjall.
Myndlist
Nicole Pietrantoni
sýnir grafíkverk
Nicole
Pietrantoni
Norski orgelleikarinn Stig
Wernø Holter heldur tónleika í
Dómkirkjunni í Reykjavík á
mánudagskvöld og hefjast tón-
leikarnir kl. 20.00.
Stig Wernø Holter fæddist í
Ósló árið 1953 og lærði við Tón-
listarháskóla Noregs og
Guðfræðiháskólann í Ósló og í
Kaupmannahöfn og Stuttgart.
Hann er í dag fyrsti amanuens-
is við Griegakademíuna við Há-
skólann í Björgvin.
Á dagskrá tónleikanna eru verk eftir Johann
Sebastian Bach, Egil Hovland, Ludvig Nielsen,
Jón Þórarinsson og Sonata in e pro organo eftir
Stig Wernø Holter sjálfan.
Tónlist
Orgeltónleikar í
Dómkirkjunni
Stig Wernø
Holter
Kvennakór Suðurnesja heldur
vortónleika á mánudag kl.
20:00 í Bíósal Duushúsa í
Reykjanesbæ og sunnudag kl.
20:00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Á tónleikadagskránni eru
meðal annars Flóaperlur, sem
eru lög eftir tónskáld úr Flóan-
um, Pál Ísólfsson, Sigfús Ein-
arsson og Ingólf Þórarinsson,
og fleiri íslensk og erlend lög
auk dægurlaga, gosp-
eltónlistar, söngleikjatónlistar og kirkjulegra
verka. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er
söngkonan Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleik-
ari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir.
Einnig leikur Eiríkur Rafn Stefánsson á trompet.
Tónlist
Kvennakór Suð-
urnesja syngur
Páll
Ísólfsson
Alþjóðleg tónlistarfræðaráðstefna
sem ber yfirskriftina Music and
Nature verður haldin í Salnum í
Kópavogi dagana 18. – 21. maí.
Þetta er í fyrsta sinn sem tónlist-
arfræðaráðstefna af þessari stærð-
argráðu er haldin hér á landi.
Aðdragandi ráðstefnunnar er sá
að á síðastliðnu ári kom til landsins
dr. Annette Kreutziger-Herr til
þess að halda fyrirlestur við
Listaháskóla Íslands. Í framhaldi af
honum kom fram hugmyndin að
ráðstefnunni sem nú er haldin.
Samstarfsaðilar í þessu verkefni
eru Tónlistarháskólinn í Köln, Tón-
listarsafn Íslands og Íslensk tón-
verkamiðstöð. Auk þess er um sam-
starf við Listaháskóla Íslands að
ræða, en nemendur hans í tónlist-
arfræðum munu geta nýtt sér ráð-
stefnuna í námi sínu.
Eins og yfirskriftin ber með sér
verða tónlist og náttúra í forgrunni
hjá fyrirlesurum ráðstefnunnar og
samspil þeirra þátta skoðað frá
ýmsum hliðum. Fyrirlesarar koma
víða að og eiga það sammerkt að
vera viðurkenndir fræðimenn. Ríf-
lega tuttugu fyrirlestrar verða
haldnir sem tengjast yfirskrift ráð-
stefnunnar. Ráðstefnan er á ensku
og er er öllum opin án endurgjalds.
Fræði Annette Kreutziger-Herr.
Tónlist
og náttúra
Alþjóðleg tónlist-
arfræðaráðstefna
haldin í Salnum
Díana Rós A. Rivera
diana@mbl.is
Lúðrasveitin Svanur heldur sína
árlegu vortónleika í Hörpu á
mánudagskvöldið kl. 20.00. Tón-
leikarnir verða haldnir í aðalsal
hússins, Eldborg, og verður
Svanur fyrst íslenskra lúðrasveita
til að spila í tónlistarhúsinu sam-
kvæmt kynningu frá sveitinni.
Stjórnandi sveitarinnar er Brjánn
Ingason og meðstjórnandi Hrafn-
hildur Ævarsdóttir.
Hrafnhildur segir nokkurn
taugatitring hafa verið í mann-
skapnum þegar æfingar hófust í
hinum stóra og mikla Eldborg-
arsal. „Það er svo mikilfenglegt
að vera þarna inni, þetta var al-
veg ótrúlegt,“ segir Hrafnhildur
og bætir við að það hafi verið
ákveðið skref fyrir hljómsveitina
og viðurkenning að fá að halda
tónleika í Hörpunni.
Fjölbreytt og skemmtilegt
Í kynningu um sveitina segir
að þrátt fyrir að hafa starfað í 81
ár sé hún í stöðugri þróun og sí-
fellt sé leitað leiða við að kynna
landsmönnum hljómsveitarmenn-
ingu. Hrafnhildur segir að mikið
af fólki tengi lúðrasveitir einungis
við 1. maí og 17. júní. „Við erum
allar, held ég, mjög frábrugðnar
því,“ segir Hrafhildur.
Hún segir hljómsveitina halda
þrenna tónleika á hverju ári auk
þess að fara annað hvert ár á
lúðrasveitahátíð í Þýskalandi þar
sem sveitin kynni land og þjóð.
„Þetta er rosalega skemmtilegt.
Erlendis er aðeins meiri menning
fyrir þessu og jákvæðara viðhorf
til lúðrasveita þannig að það er
rosalega skemmtilegt að fá að
spila úti og kynnast nýju fólki.“
Hrafnhildur segir efnisskrá tón-
leikanna vera fjölbreytta og
skemmtilega. Sveitin mun flytja
verk eftir íslenska og erlenda höf-
unda, meðal annars Gustav Holst,
John Williams og Veigar Mar-
geirsson, og að sögn Hrafhildar
mun Svanur frumflytja íslenska
verkið Rætur eftir þann síðast-
nefnda. „Við hlökkum mikið til að
spila, þetta verður alveg frá-
bært,“ segir Hrafnhildur að lok-
um.
Skemmtilegt Lúðrasveitin Svanur æfir fyrir tónleikana í Eldborgarsalnum í Hörpu á mánudagskvöld.
Spila ekki bara í skrúðgöngum
Lúðrasveitin
Svanur heldur vor-
tónleika í Hörpu
fyrst lúðrasveita
Í dag kl. 16:00 verður opnuð sýning á
verkum Magnúsa Helgasonar í Gall-
eríi Ágúst. Á sýningunni, sem er með
yfirskriftina Guð birtist mér, eru mál-
verk og í þeim má finna gler og tré,
plast og stundum snæri eða pappír.
Magnús stundaði nám í myndlist á
árunum 1997 til 2001 í Akademie voor
beeldende kunst í Enschede í Hol-
landi. Frá því að námi lauk hefur
hann fengist við myndlist, ljós-
myndun og ópraktíska kvikmynda-
gerð og sýnt kvikmyndir við tónlist
ýmissa tónlistarmanna og hljóm-
sveita, til að mynda Jóhanns Jó-
hannssonar, Kiru Kiru og Apparat
Organ Quartet, víða um heim, meðal
annars í Pompidou-safninu í París,
Kiasma í Helsinki, Konunglega lista-
safninu í Kaupmannahöfn og Bozar
center for fine arts í Belgíu. Hann
hefur einnig kennt ópraktíska kvik-
myndagerð og hreyfimyndagerð við
Listaháskóla Íslands. Hann hefur
haldið málverkasýningar hér á landi
og ytra.
Í kynningu á sýningunni lýsir
Magnús listsköpun sinni svo: „Ég er
bara lítill listmálari sem hitti Guð á
förnum vegi. Hann sagði mér að
hagnast á regnboganum og það eina
sem mér datt í hug var að mála
myndir af regnboganum í nokkrum
mismunandi útfærslum. Og þeir eru
bara fyrir mig til að hagnast á. Allir
hinir skulu fá að borga …“
Listmálari sem hitti
Guð á förnum vegi
Útfærsla Hvítur regnbogi, eitt verka Magnúsar Helgasonar, á sýningu hans
í Galleríi Ágúst sem opnuð verður í dag.
Magnús Helgason sýnir regnboga í Galleríi Ágúst
Vortónleikar Kvennakórs Garða-
bæjar verða haldnir í Guðríð-
arkirkju, Grafarholti, á þriðjudags-
kvöld kl. 20:00. Á tónleikunum
verða íslensk og bresk kórlög í önd-
vegi en auk þess syngja kórkonur í
smærri sönghópum, m.a. madrigala
frá 16. öld.
Stjórnandi kórsins er Ingibjörg
Guðjónsdóttir en um hljóðfæraleik
sjá þær systur Sólveig Anna Jóns-
dóttir á píanó og Herdís Anna
Jónsdóttir á lágfiðlu. Ingibjörg seg-
ir að tónleikarnir séu lokapunktur
starfsársins sem er að ljúka, tólfta
starfsárs kórsins. „Það sem er nýtt
fyrir okkur er að við syngjum í
fyrsta sinn í Guðríðarkirkju, sem er
orðin ein vinsælasta tónlistarkirkja
landsins og þá sérstaklega fyrir
kórsöng.
Við erum vissulega að fara langa
leið frá Garðabænum, en það er því
miður ekkert tónleikahús í Garða-
bæ sem hentar fyrir klassískan
kórsöng, því miður.“
Í kórnum eru nú þrjátíu konur,
en að sögn Ingibjargar hyggjast
þær bæta við tíu röddum í haust.
Vortónleikar
Kvennakórsins
Kvennakór Garðabæjar syngur
Vor Kvennakór Garðabæjar syngur
í Guðríðarkirkju á þriðjudagskvöld.
Ég hef aldrei í lífinu
smakkað nautatung-
ur en þegar ég les bækurnar
þá bókstaflega finn ég ilminn
af þeim. 57
»