Morgunblaðið - 14.05.2011, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Breski sagnfræðingurinnEric Hobsbawm kallaðituttugustu öldina öld öfg-anna. Í skáldsögunni
Brotnum eggjum fjallar Jim Powell
um eggjakökugerð á öld öfganna og
er heitið vísun í setningu sem eignuð
hefur verið Lenín um fórnarkostnað
byltingarinnar að ekki sé hægt að
búa til eggjaköku án þess að brjóta
egg.
Feliks Zhukovski fann sér mat-
arholu í að skrifa ferðahandbók um
Austur-Evrópu á tímum kalda
stríðsins. Zhukovski er pólskur að
uppruna, býr í Frakklandi, en finnst
hann í raun hvergi eiga heima. Sann-
færður byltingarsinni, en sannfær-
ingin náði ekki lengra í gegn en svo
að hann ákvað frekar að búa í vestr-
inu en austrinu. Þegar kalda stríðinu
lauk brustu allar forsendur hans
fyrra lífs. Bókin brotin egg eftir Jim
Powell fjallar um uppgjör Zhu-
kovskis við líf sitt eftir fjörutíu ára
kyrrstöðu, hvort sem það var svika-
sýn hans á Sovétríkin eða afdrátt-
arlaus andúð á Ameríku. Í raun þarf
hann að gera upp við sig hvort allar
hans hugmyndir hafi verið rang-
hugmyndir.
Þótt Zhukovski hafi siglt lygnan
sjó með sína útgáfu er fjöl-
skyldusaga hans flókin og ber vitni
þeim hamförum, sem áttu sér stað í
Evrópu í valdatíð Hitlers og Stalíns
þegar einstaklingnum var fórnað á
altari hugmyndafræðinnar og 14
milljónir
óbreyttra borg-
ara létu lífið á
blóðvöllum Mið-
og Austur-
Evrópu.
Feliks fer að
leita upprunans
og grafast fyrir
um örlög fjöl-
skyldu sinnar,
móðurinnar, sem hann taldi að hefði
hafnað sér, bróður síns, sem yfirgaf
hann, og einu ástarinnar, sem hann
varð viðskila við þegar Berlínarmúr-
inn reis.
Powell segir söguna án þess að
detta í pytt öfganna eða detta í þá
gryfju að hæðast að heimssýn Zhu-
kovskis. Lesandinn fylgist með því
hvernig augu söguhetjunnar opnast
og hún sér það sem í raun alltaf
blasti við en hún vildi ekki sjá, finnur
sársauka hennar við að komast að
því hvernig hin hjartfólgna hug-
myndafræði lék hennar nánustu.
Brotin egg er fyrsta bók höf-
undar. Hann skrifar af mikilli sögu-
legri yfirsýn og söguþráðurinn er yf-
irleitt trúverðugur, þótt á stöku stað
sé stutt í sápuóperuna, og frásögnin
grípandi og gráglettin.
Á einum stað í bókinni veltir sögu-
hetjan því fyrir sér hvers vegna hún
hafi endað í Frakklandi, „kannski
eina landinu sem hafði alltaf hafnað
því að velja, sem hafði daðrað við allt
þrennt, daðraði enn, en hafði tekið
þá sérvitringslegu ákvörðun að
hafna öllum fagurgala, að treysta
engri hreyfingu, að lifa lífinu á ein-
stakan hátt“.
Þetta er kannski eina svarið við
öfgunum, við hinni blindu sannfær-
ingu, að velja ekki þótt aldrei verði
búin til fjöldahreyfing um fyrirvara,
hófsemi og umburðarlyndi er þar
helst að finna uppskriftina að sam-
félagi þar sem ekki er kveðið á um
að brjóta egg.
Eggjakaka Milljónir manna hurfu inn í sovéska gúlagið.
Eggjakökugerð
á öld öfganna
Brotin egg
bbbmn
Eftir Jim Powell, úgefandi Bjartur, 334
blaðsíður.
KARL BLÖNDAL
BÆKUR
Saga þessi hefst þar sem El-ísabet, Lísa, fimmtán áragömul bandarísk stúlka, ersend til móðursystur sinnar
á Englandi, en þar stendur til að hún
eyði sumrinu hjá
móðursystur
sinni. Umskiptin
eru mikil fyrir
stúlkuna, en hún
tekur þeim vel,
ekki síst þegar
hún kynnist
frænda sínum
Edmond og með
þeim takast ástir.
Við tekur mikill hamingjutími en þá
gera ótilgreindir illvirkjar innrás í
England, hernema landið og hefja
hermdarverk.
Sagan gerist á okkar tímum og er
um margt einskonar hugvekja um
það hvernig stríð framtíðarinnar
gætu orðið þar sem ekki er barist
með skipulögðum hernaði, heldur
með skæruliðasveitum og hryðju-
verkum. Ekki er beinlínis sagt frá
hernaði, en þeim mun meiri áhersla
lögð á afleiðingar hans, hörmung-
arnar sem dynja yfir og ekkert dreg-
ið undan í hryllingnum, sérstaklega
undir lok bókarinnar.
Að mörgu leyti er þetta hefð-
bundin þroskasaga, unglingsstúlka
kynnist ástinni og gengur í gegnum
erfiðleika sem fullorðna hana, en
sögusviðið óvenjulegt, meðal annars
náið samneyti Lísu og Edmond, þau
eru systkinabörn, og eins það und-
arlega ástand sem skapast eftir því
sem hryðjuverkamönnum vex ás-
megin.
Þó þetta sé fyrsta bók höfundar er
söguþráðurinn þéttur og framvindan
hæfilega óraunveruleg – maður get-
ur ímyndað sér að einmitt svo sé því
háttað að lenda í stríði, enginn veit
neitt og fólk fær fréttir úr kviksög-
um. Þetta bitnar eðlilega helst á
börnunum, því engum virðist detta í
hug að segja þeim eitt eða neitt.
Hryllingurinn í lokin, ferðalagið
ógnarlega, er líka sannfærandi, þó
það sé kannski heldur endasleppt.
Þannig er lífið núna er bók fyrir
ungmenni og mjög vel heppnuð sem
slík. Það kemur ekki á óvart að hún
skuli hafa fengið barnabókaverðlaun
Guardian.
Ástir og örlög
Þannig er lífið núna bbbnn
Eftir Meg Rosoff. JPV gefur út.204 bls.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Sannfærandi Meg Rosoff.
Sunnudaginn kl. 20:00 heldur
Bjarni Biering Margeirsson út-
skriftartónleika sína í Sölvhóli, tón-
listarsal Listaháskólans en hann út-
skrifast með BA gráðu í
kvikmyndatónlist frá tónlistardeild
Listaháskólans í vor.
Flutt verður tónlist eftir Bjarna
Biering við kvikmyndina „The
Crowd“. Myndinni verður einnig
varpað út á netinu á www.bbm.is.
Útskriftartónleikar
Bjarna Biering
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Sun 15/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Strýhærði Pétur (Litla sviðið)
Sun 15/5 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 lokasýn
Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Sýningum lýkur í maí
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k
Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 7/6 kl. 20:00
Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Mið 8/6 kl. 20:00
Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Fös 10/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Mið 15/6 kl. 20:00
Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k
Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k
Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega
Faust (Stóra svið)
Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Örfár aukasýningar í maí og júní
Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið)
Sun 22/5 kl. 20:00
Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar
Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið)
Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00
Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00
Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný
Klúbburinn (Litla sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 20:00 2.k
Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 3.k
Á Listahátíð - Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins
Eldfærin (Stóra sviðið)
Lau 14/5 kl. 14:30 Sun 15/5 kl. 14:30 Lau 28/5 kl. 13:00
Sun 15/5 kl. 13:00 Lau 21/5 kl. 13:00 Sun 29/5 kl. 13:00
Sögustund með öllum töfrum leikhússins
Eldfærin – „Fantafín skemmtun“ - AÞ, Fbl
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200 / leikhusid.is / midasala@leikhusid.is
Sýningar alla sunnudaga
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus
Tjarnarbíó
5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is
Vocal Project
Lau 14/5 kl. 15:00
Kórtónleikar
Vorhátíð Kramhússins
Fim 19/5 kl. 20:00
Kvöldstundmeð Janis Joplin
Fös 20/5 kl. 20:00
aukatónleikar
Listahátíð í Reykjavík - Rebbasaga
Lau 28/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 17:00
Frönsk barnasýning
Listahátíð í Reykjavík - Bændur flugust á
Sun 29/5 kl. 20:00
Íslendingasögur í óvæntu ljósi!
Brúðuheimar í Borgarnesi
530 5000 | hildur@bruduheimar.is
GILITRUTT
Sun 15/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 14:00
Listahátíð í Reykjavík - Sex pör
Þri 31/5 kl. 20:00
Frumflutningur sex íslenskra dans- og tónverka
Listahátíð í Reykjavík - Strengur
Mán 30/5 kl. 20:00
Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock
Listahátíð í Reykjavík - Tony Allen og Sammi
Mið 1/6 kl. 21:00
Tony Allen og Samúel Jón Samúelsson Big Band
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is