Morgunblaðið - 01.09.2011, Page 6

Morgunblaðið - 01.09.2011, Page 6
BYGGINGARLIST GLASGOW ER HEIMILI HINS RÓMAÐA NÝLISTARARKITEKTS CHARLES RENNIE MACKINTOSH. Hinn nýskapandi og áhrifamikla stíl hans má sjá um alla borgina, þ.m.t. Glasgow School of Art, House for an Art Lover og innréttingar hinnar fallegu testofu Willow Tearooms. LIFANDI TÓNLIST Í OKTÓBER BÝÐUR GLASGOW MOBO- VERÐLAUNAHÁTÍÐINA AFTUR VELKOMNA TIL BORGARINNAR. Þessi hápunktur breska tónlistariðnaðarins fagnar hinu besta á breska, alþjóðlega og urban tónlistarsviðinu. Fjöldi frábærra listamanna kemur fram á viðburði ársins í ár, þ.m.t. nýja breska goðið Jessie J og ameríska R&B stjarnan Alexis Jordan. SÖFN OG GALLERÍ GLASGOW ER BORG MENNINGAR og heimili meira en tuttugu safna og listagallería þar sem ekki þarf að greiða fyrir aðgang. Meðal þess áhrifamikla sem borgin hefur upp á að bjóða er Kelvingrove Art Gallery, sem er glæsileg bygging frá Viktoríu-tímabilinu sem hýsir heimsklassa safn listaverka og smíðagripa. Kelvingrove Art Gallery er eitt af stærstu og vinsælustu söfnum Stóra Bretlands. Mikilfenglega nýja Riverside safnið er hrífandi kennileiti á bökkum árinnar Clyde og hýsir hið tilkomumikla samgöngusafn borgarinnar. Aðgangur að safninu er án endurgjalds og þið getið gengið um borð í seglskipið Glenlee sem liggur við festar við hlið safnsins. Sýningin Foundation at the Lighthouse er einnig ný á árinu 2011. Þessi nýja gagnvirka sýning flytur gestinn aftur í tímann þannig að hann upplifir sögu Glasgow á sannarlega einstakan máta. FYRIR HIÐ FU LLKOM NA HAUST FRÍ – H EIMSÆ KIÐ GLASG OW Í SÍÐUSTU ÚTGÁFU LONELY PLANET ER GLASGOW LÝST SEM „tilgerðarlausri, félagslyndri og í þróun á svimandi hraða… annað orð fyrir tísku og stæl”. Borgin er einn af mest spennandi áfangastöðum í Evrópu. Með stórkostlegar verslanir, ótrúlega byggingarlist og söfn á heimsvísu sem og spennandi næturlíf og líflega afþreyingu er Glasgow kjörinn áfangastaður fyrir borgarfrí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.