Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 25

Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 ✝ Jón TraustiKárason fædd- ist í Presthúsum í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 24. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Kári Sigurðs- son útvegsbóndi, f. 12.7. 1880, d. 24.7. 1925, og Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12.11. 1879, d. 15.3. 1965. Þau bjuggu í Vesturholtum í Vest- ur-Eyjafjöllum, Voðmúlastöð- um-Suðurhjáleigu í Austur-Landeyjum og síðar í Presthúsum í Vestmanna- eyjum. Systkini Jóns Trausta sem öll eru nú látin voru: Ingi- leif (eldri), f. 1903, Helga, f. 1904, Óskar, f. 1905, Ingileif (yngri), f. 1906, Sigurbjörn, f. 1908, Þórður, f. 1909, Guðni, f. 1910, Nanna, f. 1912, Sól- mundur, f. 1913, Laufey, f. 1915, Arnkell, f. 1916, Rakel, f. 1917, Kári (eldri), f. 1921, Guðríður Svala, f. 1922, Kári Þórir, f. 1924, og Karl, f. Bjarghildur, Jón Trausti og Stefán. Jón Trausti og Bjarg- hildur hafa eignast alls 34 af- komendur; fjögur börn, tíu barnabörn, nítján barna- barnabörn og eitt barnabarna- barnabarn. Þau bjuggu í 55 ár í Efstasundi, lengst af númer 83, en síðustu 10 árin bjuggu þau í Hlíðarhúsum 3-5 í Graf- arvogi. Jón Trausti lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands 1941 og starfaði í rúmt ár við versl- unarstörf í Rvk., en 1943 flutt- ust þau Bjarghildur til Stykk- ishólms, þar sem Jón Trausti vann sem skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms til haustsins 1946, er fjölskyldan flutti til Rvk. og hann hóf störf hjá Landssíma Íslands (síðar Póstur og sími), þar sem hann vann síðan allan sinn starfsferil, þar af frá 1960 sem aðalbókari stofn- unarinnar. Hann starfaði lengi fyrir Félag íslenskra síma- manna, fyrst sem gjaldkeri en 1954-1960 sem formaður. Jón Trausti tók mikinn þátt í íþróttum á Stykkishólms- árunum með Umf. Snæfelli og átti m.a. Vesturlandsmet í þrí- stökki í yfir 25 ár. Jón Trausti verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju í dag, fimmtudaginn 1. sept- ember 2011, kl. 13. 1925, eða alls 17 systkini. Hinn 28. maí 1942 kvæntist Jón Trausti Bjarghildi Soffíu Stef- ánsdóttur blaða- manni, f. 28. maí 1920 í Stykk- ishólmi. Foreldrar hennar voru Stef- án Jónsson, skóla- stjóri þar og síðar námsstjóri, og eiginkona hans Guðrún Þórðardóttir sauma- kona. Jón Trausti og Bjarg- hildur eignuðust fjögur börn: 1) Stefán, f. í Rvk. 18.11. 1942, d. 20.6. 1943. 2) Gylfi skrif- stofustjóri, f. í Stykkishólmi 21.5. 1944; eiginkona Þórunn Ásgeirsdóttir, börn þeirra eru Anna Helga, Ásgeir, Jón Trausti, Hildur og Gylfi Þór. 3) Birgir jarðverkfræðingur, f. í Stykkishólmi 28.5. 1946; eig- inkona Dagrún Þórðardóttir, börn þeirra eru Inga Guðrún og Hjalti. 4) Kári loft- skeytamaður, f. 27.2. 1952; eiginkona Hermína Her- mannsdóttir, börn þeirra eru Elsku afi minn. Það fór margt um hugann á þessu fallega águst- kvöldi hinn 24. ágúst síðastliðinn á leið minni til þín og ömmu upp í Grafarvog. Ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig lifandi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað haldið í höndina á þér, strokið þér og kysst þig á vang- ann. Þú varst svo fallegur og frið- sæll þegar þú yfirgafst þennan heim og fékkst hvíldina. Ég þakka fyrir hvað við öll höfum fengið að hafa þig lengi hjá okkur og hvað þið amma átt- uð gott líf saman. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Anna Helga Gylfadóttir. Í dag kveð ég þig í síðasta skipti elsku besti afi minn. Mér finnst það erfitt, en þú skildir við okkur sáttur og sæll. Þú varst alltaf svo jákvæður og kvartaðir aldrei. Þú varst einstaklega hlýr og góður maður og áttir mikið af vinum. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar okkar í sumar, þær eru ómetanlegar. Og að ég skuli hafa fengið að vera hjá þér þegar kallið kom finnst mér gjöf Guðs. Elsku besti afi minn, ég og stelpurnar mínar eigum svo góð- ar minningar tengdar ykkur Hiddu ömmu. Svo ég tali nú ekki um allar stundirnar þegar ég var stelpuskott og gisti hjá ykkur í Efstasundi og fékk að kúra í afa- bóli, Þá var sko dekrað við stelp- una. Svo varstu svo handlaginn og vildir nýta alla hluti svo vel, þú gast dundað þér í bílskúrnum og garðinum endalaust. Ástin á milli ykkar Hiddu ömmu var ein- stök og alveg til fyrirmyndar í alla staði, svo það er mikill missir hjá elsku ömmu. En við fylgj- umst með henni og pössum upp á hana. Elsku besti afi minn, það er svo mikið sem þú kenndir mér og margt sem situr eftir og ég hef með mér áfram út í lífið. Ég kveð þig með fallegar minningar, elsku afi minn, og þar sem þú varst svo trúaður alla tíð og fórst alltaf með bænirnar þínar á hverju kvöldi enda ég mína kveðju með stuttri bæn. Hvíldu í friði elsku afi minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Bjarghildur Sólveig Káradóttir. Elsku afi. Mig langar að nota þennan vettvang til þess að koma í orð litlu broti af þeim mörgu hlutum sem ég er þér ævinlega þakklátur fyrir. Ég fékk að vera með þér í rúm 32 ár af þínu góða æviskeiði og er sá tími mér afar hjartfólginn. Mínar fyrstu minningar af samveru okkar eru úr Efsta- sundinu en sá staður var mér mikill sælureitur í uppvextinum. Enginn vafi leikur á því að sam- verustundirnar með ykkur Hiddu ömmu léku stóran þátt í því að móta einstaklinginn sem nú ritar þessi orð. Mér er minnisstætt hversu mikla ánægju ég hafði af því að klæðast höttum þínum og skóm sem barn. Þetta atferli barnsins má án efa rekja til þess hversu mikið drengurinn leit upp til afa síns. Að ganga í fótspor þín er að ganga glæstan veg og er það von mín að mér takist jafnvel upp og þér á þeirri göngu. Mér eru einnig ofarlega í huga stundirnar okkar í bílskúrnum þínum, en þar var þitt höfuðvígi. Ég var ofboðslega montinn að eiga afa sem gat allt og átti þann draum að verða jafnflinkur og þúsundþjalasmiðurinn sem hann var. Þeirra miklu frásagnargáfna sem þú bjóst yfir fékk ég að njóta sem barn og var það ævinlega hápunktur kvöldsins þegar ég gisti hjá ykkur ömmu að heyra söguna af henni Búkollu. Leik- rænir tilburðirnir gáfu söguper- sónunum líf í huga ungs drengs sem lagðist til svefns eftir að hafa heyrt orðin „köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er æv- intýri“. Elsku afi minn, ég vil nú þegar að leiðarlokum er komið þakka þér fyrir allt það sem tilvera þín í mínu lífi hefur gefið mér. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að viðhalda þeirri góðu arfleifð sem nafn þitt skilur eftir sig. Minning um einstakan mann lifir í hjörtum ástvina hans. Þinn nafni, Jón Trausti Kárason. Á fimmtudaginn fékk ég þær sorglegu fréttir að afi Jón væri dáinn en ég var staddur erlendis og hafði átt frábæran dag þar til ég kveikti á gsm-símanum mín- um og fékk þær fréttir frá föður mínum að afi Jón væri allur. Átti svo sem von á þessum fréttum þar sem hann var orðinn nokkur lúinn þegar ég heimsótti hann síðast enda orðinn 91 árs. Rétt áður en ég fór utan ákvað ég að heimsækja hann því mig grunaði að það gæti orðið síðasta heimsókn mín til hans og það var svo. Vildi bara segja nokkur orð um afa í minningu um hann. Afi Jón, eins og ég og við krakkarnir kölluðum hann alltaf, var alltaf skemmtilegur og góður þegar maður heimsótti hann og Hiddu ömmu í Efstasundið. Öll mín ár frá því ég man eftir afa sé ég hann fyrir mér hressan, sólbrún- an og duglegan mann. Hann hafði mikið gaman af garðvinnu og var alltaf að vinna eitthvað í garðinum í Efstasundi. Það hefði nú verið fínt hefði mað- ur erft eitthvað af þeim dugnaði við garðvinnu. Svo minnist ég hans líka þegar maður heimsótti hann í vinnuna hjá Landssíman- um en þar var afi Jón á þriðju hæðinni með stóra skrifstofu og það var alltaf gaman að kíkja á hann þar. Ég fékk snemma bíla- dellu og fannst gaman að fylgjast með bílunum hans afa en mér þótti þeir ávallt flottir. T.d. eins og græni Skoda-sportbíllinn, Guli Alfa Romeoinn og fleiri flottir á þeim tíma. Elsku Hidda amma, vona að þú hafir það gott og jafnir þig fljótlega. Eitt í lokin sem ég gleymdi að minnast á er hve hann afi hafði gaman af að syngja og lék hann ósjaldan jólasveina í þá gömlu góðu daga. Þetta eru hlutir sem rifjast upp núna þegar maður hugsar um hann. Elsku afi takk fyrir öll árin sem þú gafst okkur, þú varst frá- bær karl. Kveðja, Gylfi Þór Gylfason. Elsku afi Jón. Þú ert mér mjög minnisstæður maður. Þú varst svo rosalega duglegur! Og væntumþykjan sem þú gafst frá þér var endalaus! Það sást í öllu sem þú gerðir eða tókst þér fyrir hendur. Hvort sem það var vinn- an þín, Akóges, heimilið, Hid- damma, amma Guðrún, börnin þín, barnabörn, barnabarnabörn eða vinir þínir, þá var alltaf til nóg af afa Jóni fyrir alla. Stoltust er ég, hvað afi minn, hann Gylfi, er líkur þér. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við átt- um saman í Efstasundi, úti í bíl- skúr að smíða og spreyja eða leika úti í garði. Eða öllum ferð- unum í Laugardalslaugina með Hiddömmu, eða þegar við fórum í Miklagarð að versla fyrir ömmu og ákváðum að fara í fjöruferð. Né heldur ferðinni sem við fórum í á Hraunflöt þegar þú sagðir mér draugasögu um kam- arinn og ég þorði aldrei inn á hann aftur. Eða bara þegar ég fékk að gista og þú gerðir alltaf handa mér besta hafragraut í heimi. Ég mun heldur aldrei gleyma öllum jólaböllunum í Akóges, því þau voru sko alltaf uppáhalds. Og þegar við Stebbi fengum að vera í pössun hjá ykkur saman. Né þegar þið Hiddamma fóruð alltaf til Kanarí, þá taldi ég, ligg- ur við, niður dagana þangað til þið kæmuð til baka því þið keypt- uð alltaf svo fyndið nammi. Tyggjó í túpu, það var mest spennandi! Afi, ég mun bara aldrei gleyma þér. Það getur enginn gleymt svona umhyggjusömum og góðum manni. Mér þykir mjög vænt um að þú skyldir fá að kynnast Daníel Þór. Ég sá hvernig þú horfðir á hann. Hann var minnsti demant- urinn þinn og fyrsta langa- langafabarnið þitt og stoltið svo- leiðis skein úr augum þínum. Þú varst svo yndislegur maður afi Jón og hún Hiddamma mín er sko heppin að hafa kynnst þér. Þið voruð sætustu hjón í heimi. 69 ára hjónaband að baki. Það kallar maður sko ást. Þú lifðir löngu lífi afi minn og nú erum við búin að kveðjast. Ég kveð þig með mikla sorg í hjarta og fjölmargar góðar minn- ingar. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsd., höf. ók.) Þórunn Helga Jóhanns- dóttir og Daníel Þór Daníelsson. Þú varst einstakur maður afi minn. Fyrstu minningar um þig kalla fram sólbrúnan, brosmild- an, eldri mann með hvítt krullað hár. Það sem streymdi frá þér var eitthvað gott og þú hafðir hið sannkallaða fas og útlit jóla- sveinsins ef frá er talinn fata- smekkurinn, en þú vildir alltaf vera svo strokinn og fínn, í skyrtu og jakka með bindi og helst hatt á höfði! Heimili ykkar ömmu í Efsta- sundinu og síðar Hlíðarhúsum var vinsæll staður að heimsækja því þar voru alltaf allir velkomn- ir. Í Efstasundinu var garðurinn þitt líf og yndi og þú þreyttist aldrei á að gróðursetja fallega tú- lipana og snyrta runnana. Á síð- ari staðnum komstu þér upp blómapottum á svölunum. Ef ég ætti að lýsa þér í nokkr- um orðum myndi ég segja örlát- ur, umhyggjusamur, nægjusam- ur og líflegur maður. Af fátæku fólki kominn og hafðir upplifað sorgir og gleði á ævinni sem mót- uðu þig og gerðu að þeim manni sem við þekktum. Þú hafðir keppnisskap og lagðir stund á íþróttir á þínum yngri árum og síðar varð sundið fastur liður hjá þér á morgnana, á eftir lýsinu og hafragrautnum! Lestur góðra bóka, ferðalög og ættfræði voru einnig meðal áhugamála. Þú hafðir þann hæfileika að láta manni finnast maður vera einstakur þrátt fyrir að koma úr stórum hópi barnabarna. Ég verð eilíflega þakklát fyrir hve góður þú hefur reynst mér í gegnum tíðina. Ef ég dvaldist að heiman í lengri tíma, hvort sem það var innanlands eða í fjarlægu landi, fékk ég ætíð bréf þar sem þú inntir mig frétta og sagðir mér fréttir af ykkur ömmu. Oft leyndist líka peningaseðill í um- slögunum sem gat komið sér ákaflega vel og í sumum tilfellum verið algjör himnasending fyrir blanka unga konu. Þrátt fyrir að heilsunni hrak- aði að undanförnu glitti alltaf í sama ljúfmennið þó svo að minn- ið væri orðið hverfult. Eldri minningar voru skýrar og söng- textar eins og „Hríseyjar-Marta“ voru enn á sínum stað í huganum á gamla Eyjapeyjanum. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan við sungum þetta lag saman þeg- ar þú dvaldir á Borgarspítalan- um. Ég man að ekki alls fyrir löngu þegar ég kom í heimsókn og spurði þig frétta og hvort þið amma hefðuð haft eitthvað skemmtilegt fyrir stafni þá svar- aðir þú að bragði: Já, við fórum í jarðarför í vikunni! Þú fórst að hlæja þegar þú sást undrunar- svipinn á mér enda jarðarfarir í mínum huga enginn gleðivið- burður. Þú útskýrðir málið á þessa leið: Maður rekst oft á gamla vini og kunningja í jarð- arförum en þeim fækkar stöðugt með aldrinum. Þú virtist svo eilífur en svo kom kallið og þú hvarfst á braut. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Það hafa verið forréttindi að eiga þig sem afa. Ég kveð þig nú með söknuð í hjarta en eftir lifir minning um einstakan mann, Jón Trausta Kárason. Þín sonardóttir, Inga Guðrún Birgisdóttir. Elsku afi minn; ég kveð þig með söknuði en einnig er ég þakklátur fyrir það hversu lengi við höfðum þig hjá okkur. Marg- ar góðar minningar tengjast þér og get ég ekki annað en brosað þegar ég rifja þær upp. Einna helst kemur upp í hugann minn- ing um frábæran afa, glaðan og ljúfan mann þar sem alltaf var stutt í grínið og gerði hann óspart grín að sjálfum sér. Alltaf þótti mér gaman að heyra sögurnar hans þar sem hann var alltaf svo skemmtilegur og orðheppinn maður. Hann hafði líka lifað tímana tvenna. Mætti þar sem dæmi nefna að hann fæddist inn í 17 systkina hóp í Vestmannaeyjum þar sem fjölskyldufaðirinn féll frá fyrir aldur fram; einnig að hann var sendur í sveit í Landeyjunum þar sem bærinn var torfbær með moldargólfi. Frá því ég man eftir mér hefur mér alltaf þótt gaman og gott að koma í heimsókn til afa og ömmu í Efstasundið og síðar í Hlíðar- húsum. Alltaf var hann duglegur að sinna okkur barnabörnunum, t.d. spila við okkur eða smíða bíla og stundum trériffla sem ekki alltaf var vinsælt heima fyrir. Í minningunni þykir mér einnig ótrúlega vænt um þegar ég heim- sótti þau í sumarbústaði sem þau dvöldu í, ýmist við Apavatn, Hraunflöt við Stykkishólm eða við Eiðavatn. Þar kenndi afi mér að kasta út stöng, leggja net og gera að fiski. Með trega kveð ég þig elsku afi minn. Þinn sonarsonur Hjalti Birgisson. Jón Trausti Kárason, móður- bróðir minn, hefur nú kvatt sitt jarðneska líf. Minn kæri frændi hefur lokið langri og farsælli ævi síðastur þeirra 17 systkina sem gjarnan kenndu sig við Prests- hús í Vestmannaeyjum. Sem stráklingur hóf Jón störf sem sendill hjá Pósti og síma úti í Eyjum en hjá Landsímanum lauk hann sinni starfsævi, eftir áratugastarf, sem aðalbókari, það verður því ekki sagt að hann hafi flandrað á milli vinnustaða. Jón var glaðvær maður, skemmtilegur og reglufastur í störfum. Hann var einkar hug- þekkur maður og vel metinn m.a. fyrir sitt alúðlega viðmót, af sam- starfsfólki sem öðrum. Jón var á yngri árum góður íþróttamaður, einkum í frjálsum íþróttum, en sund varð síðar hans aðallíkams- rækt og laugarnar stundaði hann á meðan hann gat. Hann starfaði mikið að félagsmálum og gegndi þá oft formennsku og ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Jón var barn að aldri þegar faðir hans lést. Það reyndi mikið á dugnað og samheldni fjölskyld- unnar þegar Kára afa naut ekki lengur við en Þórunn amma lagði rækt við að ala börn sín upp í guðsótta og góðum siðum, þar sem þeim var kennt að Jesús Kristur væri vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Guð lagði góða art í góðan dreng og mamma sagði mér að þegar Jón vann sem sendill hefði hann alltaf farið með launin sín beint til ömmu og lagt þau í heimilið eins og ekkert væri sjálfsagðara og tók þannig strax og hann gat þátt í erfiðri lífsbar- áttu fjölskyldunnar. Þessi ábyrga lífssýn fylgdi Jóni alla tíð og sú natni og hjálpsemi sem hann gaf systkinum sínum, Guðna og Svölu, þegar þau þurftu mest hjálpar við á efri ár- um sýndu vel hans bróðurþel og kærleikslund. Á meðan hann gat var hann óþreytandi að hjálpa þeim sem hjálpar þurftu við og naut alltaf stuðnings sinnar eft- irlifandi sómakonu, Bjarghildar Stefánsdóttur, til góðra verka, en þau gengu samhent í gegnum líf- ið og gáfu sonum sínum fagra fyrirmynd fjölskyldulífs. Ég vil ljúka mínum fáu kveðjuorðum með eftirfarandi tilvitnun í orð frelsarans: „Sann- lega segi ég yður, það allt, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ Elsku Hidda, við Eygló vott- um þér og þínum okkar innileg- ustu samúð og biðjum öllum að- standendum hins látna Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Jón Trausti Kárason HINSTA KVEÐJA Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mín- um. (Sálm. 119.105) Antonía Mist Viðarsdóttir Jesús sagði ég er ljós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Ægir Þór Viðarsson                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.