Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011
✝ SigurðurMarkússon
fæddist á Egils-
stöðum á Völlum
16. september
1929. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 22. ágúst
2011.
Móðir hans var
Ása Guðbrands-
dóttir, f. 1903, d.
1972, frá Spágilsstöðum í Döl-
um, lengst af búsett í Reykja-
vík. Sex ára að aldri fór Sig-
urður í fóstur til móðursystur
sinnar, Guðríðar Guðbrands-
dóttur, f. 1906, og eiginmanns
hennar Þorsteins Jóhanns-
sonar, f. 1907, d. 1985, í Búð-
ardal. Kjördóttir Guðríðar og
Þorsteins var Gyða Þorsteins-
dóttir, f. 1942, d. 2000, og
fósturdóttir Halldóra Krist-
jánsdóttir f. 1931. Sambýlis-
maður Ásu Guðbrandsdóttur
var Hjálmar Sigurðsson frá
Görðum í Skerjafirði f. 1914,
d. 1999. Börn Ásu og Hjálm-
ars, hálfsystkini Sigurðar, eru:
Garðar f. 1937, d. 1963, Sig-
urður f. 1943, Margrét f. 1944
og Guðmunda f. 1947, d. 2010.
Þann 25. ágúst 1951 gekk
Sigurður að eiga Ingiríði
(Ingu) Árnadóttur, f. 5. mars
1932. Foreldrar hennar voru
Árni J. Árnason, hús-
gagnasmíðameistari í Reykja-
vík, f. 1896, d. 1949, og eig-
inkona hans Guðrún Solveig
upptökumaður f. 1963. Kona
hans er Elfa Lilja Gísladóttir
tónlistarkennari, f. 1964, og
eru synir þeirra: a) Sigurður
Ingi f. 1991, b) Valgeir Daði f.
1993, c) Birkir Atli f. 1999.
Sigurður lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla Íslands ár-
ið 1950 og prófi í forspjallsvís-
indum frá Háskóla Íslands ár-
ið 1951. Sigurður vann alla
sína starfsævi hjá Sambandi
ísl. samvinnufélaga og dótt-
urfyrirtækjum þess. Á árunum
1959 til 1967 var hann fram-
kvæmdastjóri á skrifstofum
Sambandsins í Leith, London
og Hamborg. Árið 1967 flutti
hann heim og varð fram-
kvæmdastjóri í ýmsum deild-
um Sambandsins, lengst af í
sjávarafurðadeild á árunum
1975 til 1990. Sigurður sat í
framkvæmdastjórn Sambands-
ins frá 1967 til 1990 og var
einnig stjórnarmaður í mörg-
um fyrirtækjum sem tengdust
því, s.s. Iceland Seafood Cor-
poration í Bandaríkjunum,
Iceland Seafood Ltd í Bret-
landi, Þýskalandi og Frakk-
landi; Olíufélaginu hf., Sölu-
sambandi ísl. fiskframleiðenda
(SÍF) og Vátryggingafélagi Ís-
lands hf.. Sigurður var kosinn
stjórnarformaður Sambands-
ins í fullu starfi á aðalfundi
þess árið 1990 og gegndi því
starfi til hausts 1995. Að því
loknu starfaði Sigurður hjá Ís-
lenskum sjávarafurðum til
1999 er hann hóf störf hjá
versluninni „hjá Hrafnhildi“
sem hann sinnti til mars á
þessu ári.
Jarðarför Sigurðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 1. september
2011, kl. 13.
Einarsdóttir, f.
1899, d. 1995.
Ingu og Sigurði
varð fjögurra
barna auðið: 1)
Hrafnhildur, versl-
unarkona, f. 1952,
d. 2002. Eftirlif-
andi eiginmaður
hennar er Anton-
íus Þ. Svavarsson
f. 1949, fyrrver-
andi flugvélstjóri,
og eru börn þeirra: a) Inga
Rós f. 1978. Maður hennar er
Hjörtur Smárason f. 1975, og
börn þeirra: Antoníus Smári f.
1994, Saga Ýrr f. 1996, Hrafn-
hildur María f. 2002, Katla
Katrín f. 2005 og Jökull Logi
f. 2008. b) Ása Björk f. 1980.
Sambýlismaður hennar er Sig-
urður T. Valgeirsson f. 1969
og eru börn þeirra Hrafnhild-
ur f. 2009 og Arnar Ingi f.
2011. Fyrir á Sigurður þrjú
börn: Erna f. 1992, Tómas
Guðni f. 1998 og Helga Guð-
rún f. 2000. c) Bragi Þór f.
1985. Sambýliskona Ant-
oníusar er Björk Guðmunds-
dóttir f. 1953. 2) Guðríður
Steinunn, píanóleikari f. 1956;
dóttir hennar er Valdís Guð-
rún Gregory f. 1985. 3) Guð-
brandur, framkvæmdastjóri f.
1961. Kona hans er Rannveig
Pálsdóttir læknir, f. 1961, og
eru börn þeirra: a) Anna Katr-
ín f. 1986, b) Ragna Kristín f.
2000, c) Ingi Hrafn f. 2003. 4)
Einar, tónlistar- og hljóð-
Samleið okkar Sigurðar
tengdaföður míns er lokið í bili.
Hún hófst fyrir rúmum 35 árum
þegar ég kynntist dóttur hans
Hrafnhildi, sem síðar varð minn
lífsförunautur. Hann tók mér
strax mjög vel og það varð mér
mikil gæfa að kynnast Sigurði
því svo margt lærði ég af honum
enda maðurinn einstaklega vel
gerður. Það leið öllum vel í ná-
vist hans og aldrei heyrði ég
hann segja styggðaryrði við
nokkurn mann. Hann var mikill
tungumálamaður, vel lesinn og
fróður um menn og málefni.
Einnig var þekking hans á ljóð-
skáldum þjóðarinnar og þeirra
afurðum mikil.
Samband íslenskra samvinnu-
félaga og tengd fyrirtæki urðu
hans starfsvettvangur, bæði er-
lendis og hér heima, lengst hjá
sjávarafurðadeild. Alla tíð vann
hann mikið og ósjaldan var sest
við skrifborðið og unnið fram á
kvöld eftir að hefðbundnum
vinnudegi lauk. Það var því ekki
mikið um frí, en þó gaf hann sér
alltaf tíma til að sinna sínum
nánustu og eins öðrum sem til
hans leituðu.
Á árunum þegar við Hrafn-
hildur bjuggum með börnin er-
lendis áttum við alltaf athvarf
hjá þeim Ingu og Sigurði í Kjal-
arlandi 19 þegar Ísland var
heimsótt. Eins sá Sigurður um
ýmis málefni fyrir mig á meðan
við fjölskyldan bjuggum erlend-
is. Ánægjulegt var líka þegar
þau heimsóttu okkur til Þýska-
lands því þar var Sigurður á sín-
um gamla heimavelli og gaman
var að ferðast um landið með
þeim.
Það er ánægjuleg tilhugsun að
hús tengdaforeldra minna í Kjal-
arlandi sem alltaf var fastur
punktur í tilverunni skuli nú vera
heimili Ásu Bjarkar dóttur minn-
ar og fjölskyldan muni halda
áfram að hittast þar.
Þegar Hrafnhildur lést fyrir
rúmum níu árum var það mikið
áfall fyrir okkur öll, en þá stóð
hann eins og klettur í hafinu og
veitti mér ómetanlega hjálp.
Hann var allri fjölskyldunni stoð
og styrkur á þeim erfiða tíma.
Það verður aldrei fullþakkað. Þá
ber einnig að þakka þá vinnu
sem hann vann fyrir fjölskyldu-
fyrirtæki okkar, verslunina „Hjá
Hrafnhildi“, allt fram á þetta ár.
Áhugi hans á framgangi fyrir-
tækisins var mikill og þar vann
hann ómetanlegt starf.
Fyrir réttu ári komu Inga og
Sigurður með okkur Björk sam-
býliskonu minni í nokkurra daga
ferð norður í Fljót í Skagafirði.
Þetta var skemmtileg og fræð-
andi ferð. Alla leið norður miðl-
aði hann okkur fróðleik um sveit-
irnar, bæina og merka menn sem
þar höfðu búið. Við fórum á Vest-
urfarasetrið á Hofsósi, að Hólum
í Hjaltadal og á Síldarminjasafn-
ið á Siglufirði en sérstaklega
þótti honum merkilegt að koma
upp í Siglufjarðarskarð en skarð-
ið var þá alhvítt af snjó. Þetta
var síðasta ferð Sigurðar út fyrir
höfuðborgarsvæðið.
Ég þakka Sigurði samfylgdina
og bið honum Guðs blessunar.
Antoníus Þ. Svavarsson.
Ástkær tengdafaðir minn, Sig-
urður Markússon, hefur kvatt
okkur.
Ég drúpi höfði og í huga mér
birtast myndir og minningabrot
frá þeim 25 árum sem ég hef til-
heyrt fjölskyldu þeirra Ingu og
Sigurðar.
Við höfum átt svo margar góð-
ar stundir á heimili þeirra í Kjal-
arlandinu, síðar á Sléttuveginum
svo og á heimili okkar Einars.
Það streyma fram minningar
frá öllum heimsóknum þeirra til
okkar í gegnum árin. Fyrst til
Vínarborgar þar sem við vorum
við nám og síðar til Barcelona
þegar þau komu til að taka á
móti og vera við fæðingu elsta
sonar okkar. Gleðin leyndi sér
ekki á andlitum þeirra þegar við
lyftum upp litlu teppi á vöggunni
og nafn Sigurðar Inga birtist
þeim, nöfn þeirra beggja. Við
eigum einnig skemmtilegar
minningar frá Salzburg þegar
drengirnir okkar þrír töldu niður
dagana þar til afi Siggi og Inga
amma kæmu fljúgandi til okkar
með hlýju faðmlögin sín og loks
var hægt að spjalla og knúsa án
þess að símtól eða tölva brúaði
bilið.
Þegar ég lít um öxl átta ég
mig á því að hver einasta minn-
ing byggist á ástúð, umhyggju og
virðingu.
Það eru forréttindi og ríki-
dæmi að hafa fengið að njóta
þessara samverustunda. For-
réttindi fyrir mig og ekki síður
fyrir drengina okkar Einars.
„Afi Siggi er höfðingi, afi Siggi
er alvitur, afi Siggi er góður, afi
Siggi skemmtilegur og „kúl-
aðasti gaurinn“ eins og einn ung-
lingurinn okkar orðaði það.
Ég er þakklát fyrir allar okk-
ar stundir og með tár á hvarmi,
sorg í hjarta og einstaklega ljúf-
ar hugsanir kveð ég þig elsku
Sigurður og lofa þér að amma
Inga verður okkur kærust.
Hafðu þökk fyrir allt.
Elfa Lilja
Gísladóttir.
Elsku besti afinn okkar. Það
er með söknuði sem við systkinin
kveðjum þig í dag. Við vorum
heppin að fá mörg góð ár til að
kynnast þér vel. Þú varst góður
maður og hafðir alltaf eitthvað
skemmtilegt og fræðandi að
segja þegar við hittumst. Þú
varst alltaf eins og klettur við
hlið ömmu og saman gátuð þið
tekist á við hvaða hindrun sem
var. Við vorum alltaf velkomin
hjá ykkur, fyrst í Kjalarlandi og
seinna á Sléttuvegi. Ef eitthvað
bjátaði á var gott að geta leitað
til þín og fengið góð ráð.
Þú varst alltaf mjög áhuga-
samur um allt sem við vorum að
gera og einstaklegar hjálplegur
við að fara yfir alls kyns ritgerðir
og sögur fyrir skólann. Þú varst
ákaflega góður málamaður og
kom það sér vel fyrir Önnu Katr-
ínu þegar hún hafði slegið slöku
við og þurfti að lesa upp heila
önn í þýsku og fékk hjálp frá þér.
Þið stóðust það próf með miklum
ágætum. Ragna Kristín er þér
þakklát fyrir allar sögurnar sem
þú last yfir fyrir hana og hvað
það var gaman að hitta þig og
ræða þær fram og til baka. Inga
Hrafni fannst alltaf svo gott að
koma til þín, eins og okkur öll-
um. Nú hefur þú fundið friðinn
og ert kominn inn í ljósið.
Hrabbý tók á móti þér með opn-
um örmum og nú sitjið þið sam-
an á fallegum stað með öllum
englunum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Guð geymi þig afi.
Anna Katrín, Ragna
Kristín og Ingi Hrafn.
Síðan okkur bræðrum var til-
kynnt að afi Siggi væri dáinn
hefur allt verið svo ótrúlega
skrítið og líður varla sú mínúta
að við hugsum ekki til hans. Það
er svo margt sem minnir okkur á
hann. Bara það að sjá Toyota
Rav 4-bíl kallar fram góðar
minningar um afa og erum við
bræður sammála um að hann
hafi verið einn skemmtilegasti,
ljúfasti og áhugaverðasti maður
sem við höfum nokkurn tímann
fengið að kynnast. Við höfum
verið heppnir með það að amma
og afi hafa alltaf búið í næsta
hverfi við okkur og gátum því
dvalið mikið hjá þeim, hvort sem
við vorum að gista eða í heim-
sókn. Afi gaf sér alltaf nægan
tíma til að spyrja okkur um allt
sem var að gerast í lífi okkar og
var það sama hvort það tengdist
skólanum, íþróttunum, hljóð-
færanáminu eða einhverju allt
öðru.
Bílferðir í tónlistarskólann, á
íþróttaæfingar í Laugardal og
jafnvel á skíði í Bláfjöll eru ein-
staklega eftirminnilegar og má
segja að afi hafi verið einkabíl-
stjóri okkar bræðra alveg þang-
að til hann varð veikur. Í þessum
bílferðum var spjallað um daginn
og veginn og sitja mörg samtöl í
minningunni fyrir að vera fróð-
leg og lærdómsrík þar sem afi
jós úr viskubrunni sínum til okk-
ar. Bílferðasamræður okkar við
afa voru skóli út af fyrir sig enda
var hann gangandi alfræðiorða-
bók. Afi Siggi var okkur alltaf
mikilvægur í náminu og leituðum
við til hans með heimanám af
öllu tagi, hvort sem um var að
ræða Passíusálmana, ritgerð um
Halldór Laxness eða tungumála-
verkefni.
Við eldri bræðurnir tveir mun-
um einstaklega vel eftir þeim
fjölmörgu veiðiferðum sem farn-
ar voru út á land og er óhætt að
segja að afi hafi smitað okkur
rækilega af veiðidellunni. Eftir-
minnilegust er ferðin sem farin
var vestur í Dali. Það var ekki
hægt að hugsa sér betri veiði-
félaga og leiðsögumann á heima-
slóðum afa og eflaust fáir sem
þekkja Dalina jafn vel og hann.
Þegar fjölskyldan flutti til
Austurríkis var mikilvægt að
eiga einhvern að eins og afa
Sigga. Áður en við fluttum út tók
hann okkur í nokkra þýskutíma í
eldhúsinu í Kjalarlandi. Þar
kenndi hann okkur helstu grunn-
atriðin bæði í málfræði og fram-
burði og má með sanni segja að
þessir tímar hafi skilað sér. Með-
an við vorum úti var afi helsti
tengiliður okkar við það sem var
að gerast á Íslandi. Hann var
manna duglegastur að skrifa um-
mæli á bloggsíðurnar sem við
bræður héldum úti auk þess sem
hann skrifaði okkur reglulega
fréttabréf með alls kyns fréttum
að heiman, sögum, ljóðum og öllu
því sem honum datt í hug að
segja okkur. Þetta eru bréf sem
fá okkur alltaf til að brosa vegna
þess hversu skemmtileg og per-
sónuleg þau eru.
Elsku afi Siggi. Við bræðurnir
kveðjum þig með söknuði og vilj-
um þakka þér fyrir að vera okk-
ur frábær fyrirmynd og góður
vinur.
Sigurður Ingi, Valgeir
Daði og Birkir
Atli Einarssynir.
Afi okkar var góður maður.
Hann var alltaf svo jákvæður og
glaður þegar við hittum hann.
Hann hafði alltaf áhuga á að vita
hvernig okkur gengi í skólanum,
leikskólanum, íþróttum og tón-
listarskólanum. Afa fannst líka
alltaf svo gaman að heyra ferða-
sögurnar okkar þegar við kom-
um úr ferðalögum og hafði líka
alltaf frá einhverju áhugaverðu
að segja okkur. Hann sagði svo
margar skemmtilegar sögur.
Við sem erum elst munum
hvað það var gaman að fara með
afa og ömmu til Þýskalands og
sjá hvar þau bjuggu einu sinni.
Þar sýndi afi okkur líka gamla
leikvöllinn sem þau höfðu farið á
í gamla daga með börnin sín.
Þegar við vorum hjá þeim á
jólunum sat afi alltaf í stól og las
á pakkana sem við sóttum undir
tréð. Það voru góðar stundir.
Við söknum afa.
Antoníus Smári, Saga
Ýrr, Hrafnhildur
María, Katla Katrín og
Jökull Logi
Orð. Stundum svo ótrúlega
sterk og hárbeitt en stundum svo
ótrúlega veik og vanmáttug.
Eins og á stundu sem þessari, er
ég reyni að minnast elsku afa
míns í nokkrum skrifuðum orð-
um. Siggi afi hafði mikinn áhuga
á orðum. Hann talaði mörg
tungumál, skildi ennþá fleiri,
hafði mikla ánægju af ljóðum og
var afar hagyrtur. Í minningunni
hafði hann nánast alltaf bók eða
blað sér við hönd og var óþreyt-
andi við að segja okkur barna-
börnunum og barnabarnabörn-
unum sögur.
Sem barn naut ég þeirrar ein-
stöku gæfu að fá að dvelja lang-
dvölum hjá afa og ömmu þegar
við fjölskyldan vorum í fríum á
Íslandi, en á þeim árum bjuggum
við í Kúveit og síðar í Þýska-
landi. Þessar löngu samveru-
stundir skildu eftir sig ómetan-
legan arf, yndislega náið
samband við afa og ömmu, sem
hefur haldist alla tíð síðan. Við
Hjörtur höfðum ekki verið lengi
saman þegar hann hafði orð á því
að ég væri greinilega mikil afa-
stelpa og það var svo sannarlega
rétt.
Ég minnist með hlýju bjartra
sumarnótta í barnæskunni þegar
við afi sátum saman í stofunni í
Kjalarlandi og lásum ljóð hvort
fyrir annað og góðra stunda við
eldhúsborðið þar sem hlustað
var á fréttir og þjóðfélagsmálin
rædd í kjölfarið. Afi bar ávallt
mikla virðingu fyrir skoðunum
annarra og hafði einstakt lag á
því að leiðbeina okkur unga fólk-
inu án nokkurs yfirlætis.
Fróðleiksfýsn afa virtist tak-
markalaus. Hvort sem það var að
fylgjast með fréttum, íslenskum
eða erlendum, lesa sér til um hin
ýmsu fræði eða bara fylgjast
með námi og starfi afkomenda
sinna. Þetta hafði í för með sér
að hann var sá fyrsti sem leitað
var til ef spurningar vöknuðu um
nánast hvað sem var og hafði
hann oftast svörin á reiðum
höndum.
Við afi deildum áhuga á ferða-
lögum og var hann mikill heims-
borgari. Á löngum og farsælum
starfsferli innan Sambandsins
bjuggu þau amma um árabil er-
lendis og eftir að þau fluttu heim
aftur ferðuðust þau mikið.
Þreyttist ég aldrei á að heyra
hann segja mér sögur frá t.d.
Rússlandi og Japan og á síðustu
árum hefur verið gaman og gef-
andi að geta deilt ferðasögum
mínum með honum. Það var orð-
inn ómissandi hluti af ferðalög-
um okkar fjölskyldunnar að fá
nánast dagleg sms eða tölvupóst
frá afa, með nýjustu fréttum að
heiman og ábendingum um hvað
við gætum skoðað þar sem við
vorum stödd. Las hann sér þá til
um alla áfangastaði okkar á net-
inu og ferðaðist þannig með okk-
ur í huganum.
Ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að ferðast með afa
og ömmu bæði með minni eigin
fjölskyldu og án, og eru það
ómetanlegar minningar. Ferða-
lög um æskustöðvar mömmu í
Þýskalandi og Skotlandi hefðu
aldrei orðið jafn innihaldsrík
hefði ég ekki notið þeirra með
þeim.
Afi var höfuð fjölskyldunnar
og verður hans sárt saknað af
okkur Hirti og börnunum. Missir
ömmu er mestur, enda var
hjónaband þeirra einstakt. Ekki
hefði verið hægt að hugsa sér
fallegri umönnun en þá sem hún
veitti honum í veikindum hans
undanfarna mánuði. Það er verk-
efni okkar um ókomna tíð að
halda minningunni um besta afa
og langafa sem hægt var að
hugsa sér á lofti.
Inga Rós.
Með sorg í hjarta minnist ég
afa míns. Ég leit alltaf upp til
hans og var mikil afastelpa.
Fyrstu mánuði ævi minnar
bjuggum við mæðgurnar hjá
ömmu og afa í Kjalarlandinu.
Heimili þeirra hefur alltaf verið
eins og mitt annað heimili.
Hjónaband ömmu og afa mun
alltaf verða mér fyrirmynd. Þau
voru gift í 60 ár og voru alla tíð
jafn ástfangin og daginn sem þau
giftust.
Afi var sá sem kenndi mér að
lesa á örstuttum tíma. Hann var
alltaf til í að hjálpa mér við
heimalærdóminn og var hálfvon-
svikinn ef ég þáði ekki hjálpina.
Hann keyrði okkur barnabörnin
út um allt í tómstundir og hafði
ánægju af, því það gaf honum
tíma til að spjalla við okkur.
Hann var einstaklega klár, hag-
sýnn, áreiðanlegur, vandvirkur
og hafði skemmtilegan húmor.
Ef ég á í vanda mun ég ávallt
hugsa hvernig afi hefði leyst
þetta.
Við afi höfðum sameiginlegan
áhuga á tungumálum. Í miðjum
samræðum átti hann til að
stoppa og spyrja mig hvort ég
vissi hvernig maður segði þetta á
ítölsku, spænsku, þýsku eða lat-
ínu og alltaf vissi hann svarið.
Ég ferðaðist mikið með afa og
ömmu, bæði innanlands og utan.
Þessar ferðir eru allar eftir-
minnilegar en þó stendur upp úr
ferðalagið okkar til Hamborgar í
Þýskalandi í tilefni 75 ára afmæl-
is afa enda borgin í miklu uppá-
haldi hjá honum eftir að hafa bú-
ið þar og starfað á sínum yngri
árum. Þegar ég var í námi í
Bandaríkjunum var ég í nær
daglegu sambandi við afa, hvort
sem það var í gegnum síma eða
tölvupóst. Ég er einkar þakklát
fyrir að hafa klárað námið mitt í
desember sl. og náð að verja
góðum tíma með honum þessa
síðustu mánuði.
Þótt hann væri of veikur í júlí
til að mæta á tónleika hjá mér
gat hann hlustað og horft á upp-
töku í sjónvarpinu heima. Það
þótti mér einstaklega vænt um.
Ég mun alltaf sakna hans en
verð ævinlega þakklát og stolt af
því að geta kallað hann afa minn.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðss.
– írsk bæn.)
Þín afastelpa,
Valdís.
Í dag er ég kveð afa er þakk-
læti mér efst í huga. Amma og
afi hafa alltaf verið fasti punkt-
urinn í tilveru minni, fyrst í Kjal-
arlandi 19, þaðan sem ég á marg-
ar dýrmætar minningar, og
seinna á Sléttuvegi 17 þar sem
þau voru búin að skapa sér fal-
legt og notalegt heimili. Heimili
ömmu og afa hefur ávallt verið
eins og stoppistöð þar sem fjöl-
skyldan og vinir eru sífellt að
koma og fara, enda þau hjón
miklir höfðingjar heim að sækja.
Ég er einnig þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að búa
fjölskyldu minni heimili í Kjal-
Sigurður
Markússon