Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 ✝ ÁsmundurGuðlaugsson húsasmíðameistari fæddist 9. júlí 1924 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu 2. ágúst 2011. Hann var sonur hjónanna Guðlaugs Jónssonar lög- regluþjóns, f. 1924, d. 1981, og Ingi- bjargar Helgu Kristjánsdóttur húsmóður, f. 1893, d. 1983. Systkini hans voru Kristján, f. 15. mars 1921, d. 5. maí 2007, maki Ástríður Ólafsdóttir, f. 17. maí 1924, Að- alsteinn, f. 17. júlí 1926, maki Eygló Viktorsdóttir, f. 10. októ- ber 1927, d. 6. maí 1990, og Jó- hanna Sólveig, f. 21. mars 1932, d. 5. ágúst 1992, maki Guðmundur Vignir Jósefsson, f. 24. febrúar 1921, d. 12. október 1993. Hinn 21. janúar 1956 kvænt- ist Ásmundur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ingibjörgu Krist- ínu Kristjánsdóttur, f. 9. október 1927 í Bolungarvík. ur hjá móðursystur sinn í Haukatungu í Kolbeins- staðahreppi þaðan sem hann var ættaður. Hann lærði húsa- smíði hjá Indriða Níelssyni en bóklega náminu lauk hann frá Iðnskólanum í Reykjavík og vann við þá iðn eftir það. Á seinni árum öðlaðist hann meistararéttindi og hóf þá sinn eigin atvinnurekstur. Hann tók að sér mikið af verkefnum tengdum Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, bæði sem meistari og einnig sem eftirlits- maður í virkjunum á hálendi Íslands. Ásmundur var söng- elskur og hafði gaman af tón- list. Hann var alla tíð mikill fé- lagshyggjumaður og tók mikinn þátt í starfi Trésmiða- félags Reykjavíkur og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir að hann öðlaðist meist- araréttindi gerðist hann félagi í Meistarafélagi húsasmiða. Ás- mundur var mikill útivist- armaður og ferðuðust þau hjón víða bæði innanlands og utan. Árið 1997 varð hann fyrir áfalli og lamaðist. Eftir það fluttu þau hjón á Kirkjusand 3 þar sem kona hans, Inga, ann- aðist hann til ársins 2004 en þá flutti hann á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Ásmundar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hún er dóttir hjónanna Kristjáns Bárðar Sigurðs- sonar, f. 1893, d. 1961, og Þórunnar Bjargar Jens- dóttur, f. 1895, d. 1928. Þau eiga eina dóttur, Þór- unni, f. 19. febrúar 1957. Eiginmaður hennar er Mar- teinn Jónsson. Þeirra börn eru 1) Ásmundur Jón, f. 18. maí 1981, í sambúð með Karen Ósk Sigurð- ardóttur, f. 7. september 1983. Þau eiga eina dóttur, Ásu Rún, f. 7. ágúst 2009. 2) Katrín Inga, f. 31. júlí 1983, í sambúð með Kristni Guðjónssyni, f. 1. júní 1982. Þeirra börn eru Rakel Ósk, f. 17. mars 2007, og Guð- jón Gunnars, f. 12. febrúar 2009. 3) Guðlaugur Ingi, f. 31. júlí 1987. Ásmundur og Inga bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af á Rauðalæk 50 en það hús byggði hann 1957. Hann dvaldi á sumrin sem barn og ungling- Kveðja til tengdaföður. Ásmundur Guðlaugsson, tengdafaðir minn, er látinn, 87 ára gamall. Ég kynntist Ása fyr- ir rúmum 30 árum þegar við Þórunn fórum að draga okkur saman. Strax við fyrstu kynni fann ég að þar fór maður sem hægt var að treysta. Það reynd- ist vera rétt. Alla tíð hafa þau hjón, Ási og Inga tengdamóðir mín, verið okkur stoð og stytta. Hann var næstelstur fjögurra systkina, sonur hjónanna Guð- laugs Jónssonar og Ingibjargar Helgu Kristjánsdóttur. Hin eru Kristján, Aðalsteinn og Jóhanna Sólveig. Ási var ættaður úr Kol- beinsstaðahreppi. Þótt hann væri fæddur í Reykjavík þá dvaldi hann mörg sumur í Haukatungu hjá frændfólki sínu. Hann minntist þess oft hversu mikil áhrif til góðs sú dvöl hafði á hann. Þau Ási og Inga bjuggu alla sína tíð í Reykjavík, lengst af á Rauðalæk 50. Hann lærði húsa- smíði hjá Indriða Níelssyni og vann við fag sitt alla tíð. Á seinni árum öðlaðist hann meist- araréttindi og hóf þá eigin rekstur. Eftir hann liggja mörg meistaraverkin en hann var einn besti fagmaður sem ég hef kynnst. Við hjónin fengum oft að njóta hjálpar hans. Mest sá hann eftir því að fá ekki vegna veikinda tækifæri til þess að hjálpa barnabörnunum. Hann var börnunum okkar sá besti afi sem hugsast gat. Öll hafa þau notið umönnunar hans í gegnum tíðina. Hann kenndi þeim að lesa, skrifa og reikna þegar við hjónin vorum upptek- in við brauðstritið. Það er hjálp sem aldrei gleymist. Hann var góður vinur vina sinna og bón- góður svo eftir var tekið. Ásmundur var mikill Íslend- ingur, fróður um landið sitt og lifnaðarhætti. Það var sérstak- lega gaman að ferðast með hon- um en við höfum víða farið með honum og Ingu, utanlands sem innan. Hann lagði sig fram um að kynna sér þau svæði sem hann ferðaðist um og miðlaði til samferðafólksins þeim fróðleik. Þá var hann alla tíð mikill áhugamaður um tónlist. Hann hafði gaman af góðum mat og vínum með vinum og kunningj- um og þau hjón óspar á að kalla gesti heim til sín. Ási var alla tíð mikill félags- hyggjumaður. Hann var fram- arlega í baráttu sinnar stéttar fyrir bættum kjörum. Þótt við deildum ekki skoðunum í stjórn- málum virti hann alltaf mínar. Þannig var hann, allir höfðu rétt til þess að mynda sér sínar eigin skoðanir. Þau voru samhent hjón tengdaforeldrar mínir. Þórunni, mig, barnabörnin og barna- barnabörnin studdu þau með öllum ráðum. Væntumþykja þeirra hvors fyrir öðru var ein- læg og það sýndi sig í veik- indum hans. Eftir að hann veiktist stóð Inga sem klettur við hlið hans allt fram á síðasta dag. Fyrir það ber að þakka. Undanfarin ár hafa þau búið á Kirkjusandi 3 en eftir að heilsu hans hrakaði dvaldist hann á Hrafnistu uns hann lést hinn 2. ágúst. Ég vil að lokum þakka þér, Ási minn, alla þá hjálp sem þú réttir mér, allt það traust sem þú sýndir mér, allan þann stuðning sem þú gafst mér og síðast en ekki síst fölskvalausa vináttu í yfir 30 ár. Farðu í friði. Marteinn Jónsson. Ásmundur Guðlaugsson tré- smíðameistari hefur kvatt þenn- an heim. Við systkinin vorum á barns- aldri þegar við kynntumst hon- um en eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Kristjánsdótt- ir, móðursystir okkar. Þau gengu í hjónaband árið 1956. Dóttir þeirra er Þórunn, gift Marteini Jónssyni. Engan mann annan hef ég þekkt búinn jafn miklu æðru- leysi og Ási. Innri ró hans var í rauninni svo einstök að það hvarflaði oft að manni hvers vegna sumir menn ná slíku innra jafnvægi og styrk, hvort heldur í áföllum lífsins eða dags- ins önn, án þess að utanaðkom- andi leiðbeinandi eða kraftur komi til. Alla tíð yfirvegaður og rólegur, með skapgerð sem flestir vildu hafa en fæstir fá í vöggugjöf. Hann hafði það til að bera sem aðeins bestu menn hafa og því naut hann mikils trausts og virðingar allra sem umgengust hann. Ási var heiðarlegur maður, yfirvegaður og raunsær, trygg- lyndur og úrræða- og bóngóður. Hann var laglegur maður og svipfallegur og barngóður var hann með eindæmum. Húmor- inn var líka á sínum stað. Ási var hraustmenni og féll varla verk úr hendi þangað til hann varð fyrirvaralaust fyrir áfalli og lamaðist þannig að hann var bundinn við hjólastól síðustu 14 æviárin. Fyrstu sjö árin annaðist Inga hann heima – eða eins lengi og hún mögulega gat. Eftir það heimsótti hún hann daglega þar sem hann lá í rúmi sínu á Hrafnistu. Ekki angraði kvörtunartónn hið hljóð- láta andrúm sem fyllti herbergið hans þegar gesti bar að garði, heldur var spjallað um alla heima og geima. Alltaf sló Ási á létta strengi þegar við Þórdís heimsóttum hann. Lagði hann sig ávallt fram við það að gera heimsóknina sem ánægjulegasta fyrir okkur. Samband okkar Þórdísar við þau hjón, Ingu og Ása, hefur alltaf verið mikið og gott í ár- anna rás. Við fylgdumst með heilsufari Ása og sáum hvernig róðurinn þyngdist hægt og síg- andi. Aldrei kvartaði hann í mín eyru yfir heilsu sinni. Heldur vildi hann rifja upp sögur af hestum og mönnum og atburð- um þegar við hittumst. Ási var stálminnugur og kom maður ekki að tómum kofanum hjá honum þegar smáatriðin vantaði í upprifjanir. Margs er að minnast og mik- ið hefur gerst á langri ævi. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þennan ljúfa, góða dreng sem hefur fylgt mér alla ævi mína og sem alltaf var jafn gott að hitta. Þakka þér fyrir samfylgdina og umhyggjuna alla tíð, elsku Ási. Það er einlæg ósk mín að þú sért nú kominn aftur hnar- reistur á fæturna sem þú þurftir að hvíla í svo mörg ár. Þannig man ég þig best. Blessuð sé minning þín. Við Þórdís og systkini mín, Sigrún og Páll, vottum Ingu, Þórunni og fjölskyldu og öðrum aðstandendum einlæga samúð. Gunnar B. Dungal. Um miðbik síðustu aldar hófu nokkur systkini ásamt foreldr- um sínum og fleirum húsbygg- ingu að Rauðalæk 50 í Reykja- vík. Verkið var unnið undir styrkri stjórn móðurbróður okk- ar, Ásmundar Guðlaugssonar húsasmíðameistara, sem lést 2. ágúst sl. Ási hafði gaman af að segja okkur frá því þegar bygg- ing hússins stóð yfir, þá komu karlarnir gangandi eftir vinnu- dag, hver frá sínu heimili, sumir um langan veg úr öðrum hverf- um bæjarins, og tóku til við byggingarvinnu fram á nótt. Þetta var upphafið að langri og góðri sambúð þar sem fólk tók þátt í lífi hvert annars og mikill samgangur var á milli hæða og vinátta á meðal fjölskyldumeð- lima. Við systurnar vorum svo heppnar að alast upp í þessu fjölskylduhúsi. Ási var afar vandvirkur og góður smiður og bar húsið þess merki alla tíð hversu vel hann hafði sinnt viðhaldi þess. Hann naut þess að vinna við smíðar og ævinlega heyrðist hann syngja og flauta við störf sín. Ási var á margan hátt ein- stakur maður. Hann hafði rólegt og þægilegt yfirbragð sem lað- aði að sér börn og fullorðna, var með afbrigðum jafnlyndur og við systur munum aldrei eftir að hafa séð hann í slæmu skapi öll þessi ár. Hann hafði ríka kímni- gáfu og einstaka hæfileika til að sjá skoplegar hliðar mála og koma þannig fólki í gott skap. Þessi eiginleiki frænda okkar fylgdi honum í gegnum löng og erfið veikindi allt fram til síð- asta dags en fyrir meira en ára- tug fékk Ási heilablóðfall sem varð þess valdandi að hann var nánast rúmliggjandi eftir það. Það vakti undrun okkar og að- dáun að ekki skyldi draga úr jafnlyndi og geðprýði Ása við þessar aðstæður, og alltaf fórum við glaðari af fundi hans. Ási frændi hafði þó sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, átti það til að taka stórt upp í sig og var þá allra manna skemmtileg- astur. Ási var myndarlegur á velli, teinréttur og hár, og samsvaraði sér vel. Hann vakti hvarvetna athygli fyrir glæsimennsku og var á stundum líkt við stjörnur kvikmyndanna. Ási bjó við farsæld í fjöl- skyldulífi. Hann var giftur Ingi- björgu Kristjánsdóttur, og eign- uðust þau dótturina Þórunni, sem var augasteinn pabba síns. Þær mæðgur, Inga og Þórunn, og fjölskylda hennar, önnuðust Ása af mikilli ástúð og um- hyggju í veikindum hans og ekki leið sá dagur öll þessi ár að Inga dveldi ekki hjá honum löngum stundum. Börn löðuðust að Ása meira en öðrum sem við höfum þekkt. Til marks um hve Ási var í miklum metum hjá okkur systr- um er að uppáhaldsdúkkur voru nefndar eftir honum, honum boðin lán úr sparibaukum til bílaviðgerða, og á fullorðinsár- um fékk ein okkar hann til að leiða sig til altaris við giftingu eftir andlát foreldra okkar. Ási var óspar á að bjóða fram hjálp sína og á meðan heilsa hans leyfði nutum við og fjölskyldur okkar ómetanlegrar hjálpar hans við smíðar og standsetn- ingu heimila og sumarbústaða. Við kveðjum Ása frænda okk- ar með virðingu og djúpu þakk- læti um leið og við vottum Ingu, Tótu, Matta, börnum þeirra og barnabörnum samúð okkar. Guðríður, Helga Björg og Ásta Vala. Ásmundur bjó alla tíð í Reykjavík en dvaldi á yngri ár- um í Haukatungu á Snæfellsnesi hjá móðursystur sinni á sumrin. Hann lagði stund á húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og var meistari hans Indriði Níelsson. Hann byggði hús á Rauðalæk 50 fyrir sig og fjölskylduna ásamt systkinum sínum og var meist- ari á því húsi. Þar bjó hann ásamt konu sinni þar til hann lamaðist árið 1997, en þá þurftu þau að flytja að Kirkjusandi 3. Árið 2004 fluttist hann svo á Hrafnistu þar sem hann var til síðasta dags. Árin þar á milli annaðist kona hans um hann heima. Þegar Ásmundur hafði lokið trésmíðanáminu tók hann að sér verkefni fyrir ýmsa menn sem stóðu í húsbyggingum. Varð hann fljótt ákaflega verklaginn og hagsýnn við öll smíðastörf. Ásmundur hafði ekki áhuga á að hafa marga menn í vinnu og taka að sér stór verkefni. Hann vildi heldur vinna með 2-3 úr- valsmönnum og skila góðum verkum. Hann var sómi sinnar stéttar. Ásmundur vann fyrir mig og kunningja mína ýmis smíðaverk. Það var gaman að vinna með Ásmundi. Hvert handtak tók við af öðru, áreynslulaust. Hann sló ekki vindhöggin. Við Ásmundur vorum báðir elskir að hrossum. Á yngri árum átti Ásmundur góða hesta sem veittu honum mikla lífsfyllingu. Þegar ég byrjaði í hesta- mennsku 1973, byggði Ásmund- ur fyrir mig 10 hesta hús suður í Kópavogi. Þá voru margir að byggja hesthús í Gusthverfinu í Kópavogi af litlum efnum og takmarkaðri verkkunnáttu. Það kom eins og af sjálfu sér að menn leituðu til Ásmundar varð- andi ráð og leiðbeiningar. Leysti hann með ljúfmennsku úr hvers manns vanda. Það var engu lík- ara en við Ásmundur værum búnir að stofna lítinn verknáms- skóla fyrir húsasmiði. Í þeim skóla var Ásmundur yfirkenn- arinn en ég skólastjórinn. Þegar þaksperrurnar voru komnar upp héldum við reisugilli. Nemar okkar komu með brjóstbirtu. Menn töluðu um hross og hesta- mennsku og voru allir glaðir og kátir. Eftir þetta var hesthúsið okkar Ásmundar almennt kallað meistarahúsið. Eins og komið er fram varð Ásmundur fyrir heilsutjóni árið 1997 og lamaðist hann vinstra megin. Lá hann þannig á sig kominn í 14 ár. Aldrei heyrðist Ásmundur kvarta. Þegar ég kom til hans var hann hress og æðrulaus. Þetta er mikill hetju- skapur. Veri Ásmundur vinur minn Guði falinn. Jóhannes Guðmundsson. Ásmundur Guðlaugsson ✝ Þórður BjörnÁrnason var fæddur 30. maí 1951. Hann lést á heimili sínu 7. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Davíð Árni Þórðarson og Gísl- ína Guðmunda Har- aldsdóttir bændur að Flesjustöðum í Kolbeins- staðahreppi. Systkini hans eru Jóhanna Sigríður, Guðrún Val- gerður, Halla Aðalheiður, El- ísabet, Þorkell, Guðmundur Sævar, Haraldur Arnfjörð og Sigurveig Björk. Þórður bjó með Dorota Rakoczy, þau áttu tvo syni, þá Óliver Daða og Davíð Árna. Fyrir átti Dorota dótt- urina Oliwia Laura sem Þórður gekk í föður stað. Árið 1974 eignaðist Þórður son, Guð- mund Árna, f. 10.10. 1974, d. 31.1. 1975, með Guðrúnu Guðmunds- dóttur, þau slitu samvistum. Þórður bjó í Grindavík. Útför Þórðar fór fram frá Grindavíkurkirkju 17. ágúst 2011. Fallinn frá er Þórður Björn Árnason, eða Baddi eins og hann var alltaf kallaður. Mikið væri gott ef við gætum vitað hvað blessuðum himnaföðurnum geng- ur til að taka hann Badda svona fljótt frá Dorotu og börnunum þeirra. Það má segja að Baddi hafi farið að lifa lífinu eftir að hann kynntist Dorotu, pólsku elskunni þeirri arna. Baddi var bara sextán ára þeg- ar hann kom fyrst til Grindavík- ur. Hann vann fyrstu tvær vertíð- irnar í hraðfrystihúsi Grindavíkur. Eftir það fór hann að vinna hjá okkur í Fiskanesi. Eitthvað var hann á sjónum en fór svo að vinna í saltfiskinum. Fljótlega fór hann að vera hægri höndin hans Helga Kristins verk- stjóra og varð svo aðstoðarverk- stjóri. Sömu sögu er að segja þeg- ar Helgi hætti og Bjarki Guðmundsson tók við hans stöðu, var Baddi sá sem stóð við hlið Bjarka. Baddi var einstaklega ljúfur maður, alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Okkur er minnisstætt þegar við bjugg- um í Fiskanesi á meðan við vorum að byggja á Ásabrautinni. Jón Gauti sonur okkar var þá fimm ára, með allt of stóra hálskirtla og því oft veikur. Þá var það Baddi, sem spilaði við hann í matar- og kaffitímum og bauð honum á lyft- arann hvenær sem hann gat kom- ið því við. Stóra ástin kom svo inn í líf Badda þegar Dorota kom frá Póllandi og fór að vinna í Fiska- nesi. Þau voru fljót að finna ástina frá hvort öðru. Svo fóru þau til Póllands og sóttu þriggja ára dóttur Dorotu, hana fallegu Oli- wiu. Svo leið ekki á löngu þangað til Dorotu fór að verða óglatt. Þá kom í ljós að Baddi var búinn að koma ár sinni vel fyrir borð og í fyllingu tímans fæddust tvíbur- arnir Davið Árni og Óliver Daði, svoleiðis eins og snýttir út úr nös- um Badda. Og þvílík hamingja hjá þessum barngóða manni að eiga allt í einu þrjú börn. Það er vissulega erfitt fyrir Dorotu að vera nú ein með þrjú börn í ókunnu landi. En svo marga vini sem Baddi átti munum við ekki gleyma að líta eftir henni og börn- unum. Við biðjum góðan guð að hjálpa þeim og styrkja. Kæri vinur, við þökkum þér allt frá liðnum árum. Birna og Dagbjartur. Þórður Björn Árnason ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS G. SVEINSSONAR fyrrverandi bifreiðarstjóra, Sóleyjarima 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Margrét Zúber Sveinsdóttir, Guðbjörg Lóní Kristjánsdóttir, Anna Lísa Kristjánsdóttir, Leó E. Löve, Aníta Margrét Aradóttir, Kristján Jóhann Arason, Anna Margrét Leósdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.