Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Eitt af meginmark- miðum skipulagsbreyt- inga hjá lögreglu lið- inna ára hefur verið að efla sýnileika lögreglu. Markmiðið hefur, væntanlega, verið að Íslendingar ættu að sjá lögreglu meira og oftar en áður en skipulags- breytingarnar áttu sér stað. Forvarnir. Lög- reglan ætti, vænt- anlega, að vera oftar, meira og víðar á ferðinni eftir að ráðist var í skipulags- breytingarnar. Göfug markmið og svo sannarlega vel til þess fallin að afla „skipulagsbreytingunum“ og „hagræðingunni“ sem af þeim átti að leiða, fylgis. Hver dóms- og innanrík- ismálaráðherrasnillingurinn á fætur öðrum, með hvern ráðuneytissér- fræðingssnillinginn á fætur öðrum, hefur keppst við að leggja fram hvert frumvarpið á fætur öðru um breyt- ingar á lögreglulögum sem allar hafa miðað að því að efla, bæta, styrkja, hagræða og ég veit ekki hvað, í rekstri lögreglu! Öll þessi frumvörp, studd óteljandi greinargerðum, skýrslum, sérfræðiálitum o.fl. hefur skort grundvallarskilgreiningar á eðli og inngangi lögreglustarfsins. Þannig hefur ríkisvaldið, sem stærir sig af því að vinna rammaáætlanir, sam- gönguáætlanir, fjarskiptaáætlanir, menntaáætlanir, velferðaráætlanir, heilsueflingaráætlanir, vímuvarna- áætlanir (fíkniefnalaust Ísland árið 2000!!) og áætlanir á áætlanir ofan, hreinlega steingleymt því að skil- greina eins sjálfsögð og greinileg markmið og „öryggisstefnu“ fyrir Ís- land og ofan á það „þjónustustig“ lög- reglu. Á þessum tveimur meginskil- greiningum grundvallast mannaflaþörf lögreglu annars vegar og fjárveitingar til lögreglu hins veg- ar og þar með er fyrst hægt að gera sér grein fyrir því hvað það kostar að halda úti löggæslu á Íslandi. Frá árinu 2007 þegar einar veiga- mestu breytingar urðu á lögreglu á Íslandi fyrr og síðar, hefur lögreglumönnum fækkað um a.m.k. sex- tíu (60). Þessi fækkun lögreglumanna á Ís- landi er um 8%! Það sér hver heilvita maður, sem það vill sjá á annað borð, að slík fækkun lögreglumanna getur ekki stuðlað að auknum sýnileika, eflingu eða styrkingu löggæslu. Löggæsla snýst um fólk. Löggæsla snýst um mannleg samskipti. Löggæsla snýst um það, fyrst og fremst, að stemma stigu við og koma í veg fyrir afbrot hvers konar. Forvarnir. Lög- gæslu er ekki hægt meta út frá krón- um og aurum. Löggæsla skilar ekki virðisauka. Löggæsla skilar ekki beinhörðum, fjárhagslega mæl- anlegum, arði í þjóðarbúið. Löggæslu er ekki hægt að reka út frá við- skiptafræðilegum forsendum. Hlut- verk ríkisvaldsins er að halda úti lög- gæslu þannig að þegnar þjóðfélagsins geti verið óhultir með sjálfa sig og eigur sínar. Flóknari er löggæsla í raun ekki í eðli sínu! Forstöðumönnum stofnana ríkisins er vorkunn að þurfa að glíma við það vandamál sem hrunið hefur skapað. Þeim er gert að halda úti sömu þjón- ustu við samborgara sína fyrir mun minni fjármuni en voru til skiptanna fyrir hrun. Það eru hinsvegar ákveðnir þættir í þjónustu hins op- inbera, sem einfaldlega geta og mega ekki taka mið af efnahagslegum for- sendum ríkisfjárhirslunnar. Tveir þessara þátta, að öllum öðrum ólöst- uðum, eru heilsugæsla og löggæsla. Fólk heldur áfram að verða veikt og þurfa á aðstoð lækna að halda og fólk heldur áfram að þurfa á öryggi að halda – algerlega óháð efnahagsstöðu ríkissjóðs hverju sinni! Ef skorið er niður í þessum tveimur málaflokkum – enn og aftur að öllum öðrum mála- flokkum ólöstuðum – blasa við gríð- arleg vandamál sem munu kosta þjóðarbúið ómældar fjárhæðir, til framtíðar litið! Það eru skamm- tímalausnir, sem engu skila nema vandamálum, að skera niður í heilsu- gæslu- og öryggismálum! Til að ná fram hagræðingu í rekstri lögreglu er ljóst að fyrir þurfa að liggja ákveðnar grunnskilgreiningar. Þessar grunnskilgreiningar varða ör- yggisstig það sem ríkisvaldið ákveður að viðhafa hverju sinni. Þessar grunnskilgreiningar varða það þjón- ustustig sem ríkisvaldið vill að lög- regla viðhaldi hverju sinni. Þegar þessar tvær megingrunnskilgrein- ingar liggja fyrir getur ríkisvaldið loks – og ekki fyrr – ákveðið hversu miklum mannafla lögregla þarf á að halda hverju sinni til að viðhalda skil- greindum öryggis- og þjón- ustustigum. Þá loks er hægt að átta sig á því hvað löggæsla á Íslandi kost- ar og alls ekki fyrr! Ríkisvaldið getur einfaldlega ekki látið efnahagsstöðu sína hverju sinni ákvarða það hvaða öryggi Íslendingar búa við hverju sinni. Á Norðurlöndum, að Íslandi und- anskildu, heldur ríkisvaldið úti her- afla. Herir Norðurlanda eru „vara- skeifa“ ríkisvaldsins komi til þess að lögregla viðkomandi landa ráði ekki við það ástand sem kann að skapast hverju sinni. Þeir eru einnig hluti af sjálfstæði viðkomandi þjóða og styrk- ing við utanríkispólitík þeirra. Á Ís- landi er lögreglan ein um það að halda uppi öryggi þegna landsins. Engin „varaskeifa“ er til staðar til að taka við ef starfsemi lögreglu lamast einhverra hluta vegna. Meðal annars þess vegna er sú staða uppi, hér á landi, að lögregla hefur ekki verk- fallsrétt! Einmitt þess vegna ætti stjórnvöldum hverju sinni að vera það kappsmál að halda kjörum lög- reglumanna þannig að ró sé innan raða lögreglumanna! Ró Eftir Snorra Magnússon » Löggæsla snýst um fólk. Löggæsla snýst um mannleg samskipti. Löggæsla snýst um það, fyrst og fremst, að stemma stigu við og koma í veg fyrir afbrot hvers konar. Snorri Magnússon Höfundur er formaður Lands- sambands lögreglumanna. „Hvað geta þeir sagt að land vort sé ónýtt, sem aldrei hafa haft manndáð til að láta sér detta í hug að taka ær- legt handtak landinu til gagns. Það er skrýtin hugsun, að halda að dugnaður og dáð komi í menn allt í einu vestur í Ameríku, en hafa hvorugt hér.“ Svona skrifar Guðmundur Ólafs- son (1825-1889) á Fitjum í Skorra- dal, árið 1869 til Jóns Sigurðssonar „forseta“. Varðveitt eru 20 bréf Guð- mundar til Jóns og 8 bréf til Magn- úsar Eiríkssonar guð- fræðings. Eru bréfin merk heimild um stirðnað íslenskt ald- arfar, um og upp úr miðri 19. öld. Guðmundur kom fá- tækur heim úr fjögurra ára námi í Danmörku árið 1851 og glímdi við margvíslegt mótlæti þegar hann hugðist nýta menntun sína; efla land og lýð. Hann var hugumstór og tilbúinn að kenna Ís- lendingum jarðyrkju, þýða og skrifa kennslubækur og stofna jarðyrkju- skóla til að vekja þjóðina til vitundar um gildi jarðyrkjunnar sem und- irstöðu sjálfsbjargar. Til þess að svo mætti verða var hann hins vegar ekki albúinn og margt fór miður og öðruvísi en hann vonaði og barðist fyrir. Það liðu 30 ár þar til Ólafsdals- skóli var settur, árið 1880 og fimm árum síðar, 1885 keypti svo Björn Bjarnarson frá Vatnshorni í Skorra- dal jörðina Hvanneyri (með hjálp ýmissa Borgfirðinga) til að stofn- setja þar sameiginlegan bún- aðarskóla Suður- og Vesturamts. Guðmundur lifði þann dag, en var þá þrotinn kröftum. Það má segja að ævistaf Guð- mundar á Fitjum hafi verið plæg- ingar í tvennum skilningi; annars vegar tókst hann á við kargaþýfð tún og niðurnídd víðs vegar um landið og hins vegar þurfti hann að „plægja“ í gegnum hugarfarslegar hindranir samtímans, bæði meðal alþýðu og stjórnvalda. Þegar lesin eru bréf hans til Jóns „forseta“ og Magnúsar „sálarháska“ sem spanna 27 ár má sjá að honum þykja landar sínir treysta um of á hjálp „að ofan“ í stað þess að bretta upp ermar og taka sig á; við að yrkja land sitt og skapa hagsæld. Hann barðist fyrir þessu linnulaust og forkastanlegt þótti honum að menn skyldu flýja til ann- arra landa, eins og sjá má í tilvitn- uninni hér að framan. Það má hins vegar spyrja hvort Guðmundur hafi ekki sjálfur treyst um of á stuðning Jóns Sigurðssonar? Guðmundur var kjörinn á Alþingi fyrir Borgfirðinga árið 1875, þá orð- inn slitinn maður. Sagði hann sig frá þingmennsku þegar Jón „forseti“ lést árið 1879. Sjálfur lést Guðmundur 10 árum síðar, þá þrotinn kröftum eftir erf- iðan áratug þar sem saman fór slæm tíð, pestaár í sauðfé og átök á ýms- um sviðum – við linnulausar plæg- ingar. Í tilefni af 200 ára ártíð Jóns Sig- urðssonar verður haldið málþing um Guðmund Ólafsson á morgun á Fitj- um. Hægt er að sjá nánari kynningu á Fasbókarsíðu viðburðarins. Er land vort ónýtt? Eftir Karólínu Huldu Guðmundsdóttur »Hver var Guð- mundur Ólafsson, jarðræktarmaður Jóns forseta? Karólína Hulda Guðmundsdóttir Höfundur er kirkju- og skógarbóndi á Fitjum. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt er á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is V i n n i n g a s k r á 19. útdráttur 8. september 2011 A ð a l v i n n i n g u r Toyota Avensis Toyota Land Cruiser Kr. 5.000.000 kr. 10.000.000 (tvöfaldur) 3 1 9 9 4 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 2 9 6 5 5 5 6 2 3 5 9 7 1 0 7 6 5 4 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 515 10823 25525 30268 60442 68425 7371 17211 25688 31600 68096 72290 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 8 0 2 6 9 9 2 1 7 3 5 5 2 4 3 0 4 3 3 3 2 5 4 0 7 2 4 5 2 6 0 9 6 7 7 5 1 1 8 4 6 8 5 9 6 1 8 6 3 4 2 4 5 0 4 3 4 4 0 8 4 0 7 8 1 5 3 0 0 3 6 7 9 3 6 1 9 9 0 8 6 5 3 1 9 7 3 2 2 5 6 4 9 3 4 6 7 9 4 1 9 4 5 5 3 1 4 8 6 8 9 6 8 2 4 2 2 1 0 8 9 1 1 9 8 5 4 2 5 8 6 6 3 4 9 2 3 4 6 4 9 3 5 6 8 7 7 7 4 5 5 7 2 6 6 7 1 4 2 0 7 2 1 3 4 1 2 6 6 4 3 3 5 2 1 2 4 6 8 3 3 5 9 6 8 9 7 4 9 6 0 2 9 1 0 1 4 9 2 7 2 1 4 0 1 2 7 0 0 9 3 8 0 3 0 4 7 2 6 0 6 0 1 9 2 7 5 9 3 1 5 5 1 4 1 5 6 5 2 2 1 7 4 0 2 8 0 6 8 3 8 2 3 4 4 7 5 7 8 6 1 7 5 4 7 7 5 7 0 5 7 4 0 1 6 6 4 3 2 2 1 6 1 2 8 6 2 9 3 8 2 9 3 4 7 6 1 0 6 3 1 4 5 7 8 1 8 7 6 0 3 4 1 7 1 4 3 2 2 2 5 8 3 2 0 2 6 3 8 6 3 7 5 1 8 2 3 6 5 7 2 0 7 8 8 3 8 6 8 1 4 1 7 2 4 5 2 2 5 5 8 3 3 0 8 1 3 9 9 4 5 5 1 9 4 1 6 6 7 0 5 7 9 0 0 4 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 3 4 5 1 0 4 3 8 2 0 1 1 1 3 1 2 6 5 4 1 4 9 3 4 9 2 4 9 5 7 9 5 3 6 9 8 1 8 4 5 2 1 0 4 4 9 2 0 6 3 2 3 1 2 7 0 4 1 8 9 2 4 9 5 9 9 5 8 3 7 9 7 0 3 9 6 1 3 3 2 1 0 7 7 0 2 1 3 6 1 3 1 9 1 6 4 1 9 7 5 4 9 6 2 2 6 0 0 6 8 7 0 9 7 8 1 4 3 3 1 0 9 5 0 2 1 6 3 6 3 2 0 1 3 4 2 1 2 5 4 9 7 4 3 6 0 4 4 3 7 1 3 5 8 1 5 1 6 1 0 9 5 9 2 1 7 0 7 3 2 1 6 8 4 2 1 4 6 4 9 8 2 7 6 0 7 6 9 7 1 4 9 0 1 7 2 2 1 1 5 8 7 2 1 9 6 3 3 2 1 8 2 4 2 2 7 5 5 0 4 1 2 6 1 5 0 7 7 1 8 4 5 2 1 2 3 1 1 6 2 0 2 2 3 7 3 3 2 4 9 5 4 2 8 2 5 5 0 4 4 3 6 1 7 2 5 7 1 9 3 3 2 6 4 7 1 1 6 6 1 2 2 4 2 5 3 2 9 8 8 4 3 3 1 3 5 0 6 9 0 6 2 0 7 0 7 2 6 2 4 2 7 1 4 1 2 0 3 5 2 3 0 0 4 3 3 4 3 5 4 3 7 2 2 5 0 8 5 2 6 2 1 8 8 7 2 6 6 4 3 1 0 4 1 2 9 7 4 2 3 1 8 0 3 3 5 5 9 4 3 9 7 8 5 0 9 8 3 6 2 1 9 1 7 3 2 7 0 3 1 7 5 1 2 9 8 7 2 3 2 5 9 3 4 0 5 9 4 4 1 8 0 5 1 0 8 4 6 2 2 3 9 7 3 4 8 9 3 2 3 9 1 3 1 2 3 2 3 6 1 7 3 4 2 9 3 4 4 5 1 5 5 1 3 6 5 6 2 3 0 3 7 4 7 5 4 3 5 3 5 1 3 4 7 2 2 3 9 2 2 3 4 6 7 0 4 5 0 3 0 5 1 5 0 8 6 2 4 0 2 7 4 8 6 8 3 8 4 7 1 3 4 7 9 2 4 1 0 6 3 4 7 7 7 4 5 1 0 3 5 1 9 1 2 6 2 5 7 1 7 5 0 9 9 3 9 2 0 1 3 7 0 1 2 4 8 3 8 3 5 0 3 9 4 5 2 3 6 5 1 9 4 5 6 2 7 3 2 7 5 9 8 7 4 1 3 5 1 3 7 9 4 2 4 9 5 8 3 5 0 8 8 4 5 2 9 2 5 3 0 7 4 6 2 7 4 4 7 6 9 9 7 4 1 6 3 1 4 0 4 8 2 6 4 0 6 3 5 1 0 2 4 5 5 1 6 5 3 2 6 5 6 2 7 7 5 7 7 2 7 7 5 0 6 7 1 4 7 4 2 2 6 6 3 5 3 5 6 1 3 4 6 1 4 8 5 3 3 5 0 6 3 1 4 6 7 7 4 9 2 5 0 7 3 1 4 9 1 5 2 7 0 7 9 3 5 9 7 0 4 6 2 7 2 5 3 7 5 7 6 4 0 6 8 7 7 8 5 0 6 1 2 6 1 5 0 1 2 2 7 3 0 0 3 7 3 0 5 4 6 3 2 5 5 4 1 3 0 6 4 2 4 0 7 7 9 3 1 6 5 7 7 1 5 7 8 2 2 7 3 5 2 3 7 7 3 3 4 6 3 5 7 5 4 1 5 7 6 4 3 7 3 7 8 3 3 5 6 6 5 6 1 5 9 6 9 2 7 6 3 1 3 7 8 2 2 4 6 7 7 5 5 4 1 8 4 6 4 7 8 5 7 8 8 8 6 6 6 8 2 1 6 0 4 9 2 7 7 8 0 3 7 9 9 5 4 6 9 0 2 5 4 8 1 2 6 4 8 0 6 7 8 9 1 4 6 7 4 5 1 7 7 0 4 2 8 0 0 3 3 8 3 8 5 4 7 0 2 5 5 4 9 9 8 6 5 1 9 6 7 9 0 3 9 6 9 3 4 1 8 0 1 4 2 8 6 8 6 3 8 3 9 7 4 7 1 7 5 5 5 0 6 5 6 5 7 8 2 7 9 2 3 1 6 9 9 8 1 8 4 1 9 2 9 3 1 8 3 8 7 8 1 4 7 2 1 3 5 5 2 1 6 6 6 4 4 2 7 9 5 2 4 7 1 3 0 1 8 5 9 4 2 9 4 6 4 3 9 0 7 6 4 7 6 6 2 5 5 3 1 0 6 6 6 0 8 7 5 5 5 1 8 6 4 1 2 9 4 7 5 3 9 3 6 6 4 7 6 8 9 5 5 9 5 1 6 7 7 4 5 8 2 8 2 1 9 3 3 9 2 9 6 6 8 3 9 4 7 6 4 8 1 6 0 5 6 7 0 4 6 8 0 0 9 8 7 8 6 1 9 3 6 2 2 9 8 6 5 3 9 7 6 8 4 8 3 8 1 5 6 9 7 2 6 8 3 8 6 8 8 2 8 1 9 4 9 9 3 0 4 6 3 4 0 2 6 1 4 8 4 4 2 5 7 3 9 2 6 8 9 2 5 9 0 8 6 1 9 6 0 9 3 0 6 0 9 4 0 9 2 0 4 9 0 6 4 5 7 7 8 7 6 9 6 1 3 Næstu útdrættir fara fram 15. sept, 22. sept & 29. sept 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.