Líf og list - 01.05.1952, Síða 3

Líf og list - 01.05.1952, Síða 3
Kemur sex sinnum á ári. Árgangurinn kostar kr. 50.00 3. árg. Reykjavík, vor 1952 1.—G. hefti RIÐIÐ ÚR HLAÐI Á NÝJAN LEIK LlF OG LIST hefir ,lifað við fjárf>röng frá fyrstu tíð og jafnaðarlega talið svívirðing sms krafts að hokra að peningamaddömunni meira en góðu hófi gegndi: Það hefir sumsé aldrei ver- ið í anda við stefnu þess og mark, að safna auði með þeim ódýru og lágkúrulegu meðulum, sem t'imarit hér á Islandi verður að heita, ef það á að lifa óruggu, horgaralegu lífi. Harðnandi tímar, hœkkandi pappír og annar vaxandi útgáfukostnaður: Allt þetta var nœrri húið að koma Ltfi og list fyrir kattarnef, er síðasti árgangur lauk göngu sinni, þrátt fyrir alla þá bjartsjniþ!), sem mér hefir verið núð um nasir af hinu undarlegasta fólki. Ritið skuldar enn drjúgan skilding þrátt fyr- ir sœmilega sólu á sumum heftanna, svo að óvœnlega horfir fyrir því, að hœgt verði að halda þeim hœtti, að láta það koma einu sinni i mánuði eins og áðurfyrr. Til sparnaðar, sem alltaf er leiðin- legur, og til þess að létta undir þyngsta baggann, hef ég ákveðið að láta ritið koma út sex sinn- um á ári héðan í frá. Verður hvert hcfti að sjálfsögðu allt að þvt helmingi stœrra en áður tíðk- aðist. Og úr þvi Mammoni tókst ekki að lama siðferðilegt þrek og kjark ritsins i þetta sinn, heldur Lif og list vonglatt og sporlétt út á torfœrurnar á ný með þetta eitt að vigorði: Komi það, sem koma vill! i. mai 52. Steingrímur Sigurðsson. KAPAN OG KAPUMYNDIN LÍF OG LIST byrjar þriðja árið í nýjum klæð- um. Komin er ný kápa, sem Örlygur Sigurðsson teiknaði. Hún er einfaldari og á allan hátt heppi- legri en sú gamla, — forsíðumyndir munu nú njóta sín betur en áður, einkum teikningar og ýmiss kon- ar svartmyndir. Nakta konan er módelteikning eftir franska mál- arann Henri Matisse, og birtist myndin í úrvalssafni franskrar svartlistar á 19. og 20. öld. Matisse er einn af forvígismönnum módernista, óþreytandi við að mála blóm og pálmatré og konur, estetískur fram í fingurgóma, kóloristi af guðs náð og hiklaust einhver leiknasti teiknari tuttugustu aldarinnar. Þess má til gamans geta, að Jón Stefánsson naut tilsagn- ar hans árin 1908—'09 í París. — Ritstj. SKREYTISTAFIRNIK TÍMARITIÐ fór þess á leit við nokkra nemend- ur úr Handíðaskólanum. að þeir spreyttu sig á stafateikningum. Þeir brugðust vel við, þótt naum- ur tími væri til stefnu, og gerðu 10—15 nemendur skissur af skreytistöfum. Fyrir valinu urðu: mynd- list eftir Björn Birni, bóþrnenntir eftir Sigríði Björns- dóttur, og leiþlist eftir Sigríði Ólafsdóttur. Þessar stafateikningar eru ætlaðar til bráðabirgða og eru allar skornar í línóleurn- Líf og list þakkar þessu unga fólki fyrir skreytingarnar, og vonar, að fleiri sendi ritinu uppdrætti af stafahausum, því að ó- neitanlega er tilbreytni að því að geta skipt um. Þyrftu teikningarnar að hafa borizt tímaritinu ekki síðar en 20. júní næstkomandi. — Ritstj. [LANDSBéKASAfN !8 H 5i5 1 ÍSIA'NUS LIF og LIST 3

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.